Morgunblaðið - 30.11.1984, Síða 24

Morgunblaðið - 30.11.1984, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1984 VARAHLUTIR MP Massey Ferguson VARAHLUTIR SSPerkins engines VARAHLUTIR SSPerkins POWERPART VARAHLUTIR VARAHLUTIR WW MÍRNAWNAL mmHOUGH VARAHLUTIR OC ALFA- LAVAL VARAHLUTIR «LANSING bagnall-henley VARAHLUTIR (§)YAMAHA VARAHLUTIR Varahlutaþjónusta sem verið hefur hjá Véladeild Sambandsins og Dráttarvélum h/f er nú sameinuð hjá okkur í Ármúla 3, Búnaðardeild, símar / 38 900 — 686500 „Af þyí að heima ríkir vonleysi“ Pólsku flóttamennirnir af Stefna Batory skýra frá ástæðunum fyrir flótta sínum Frá mótmælagöngu í Póllandi. Lech Walesa leiðtogi Samstöðu er í fararbroddi fyrir göngunni. — eftir Neal Ascherson „Vegna þess að heima ríkir vonleysi og við Pólverjar erum vinnu- samt fólk, sem vill fá ærlega vinnu einhvers staðar.“ Þetta er sú skýr ing, sem einn þeirra 192 Pólverja, er flúðu af far- þegaskipinu Stefan Bat- ory í Hamborg í síðustu viku, gefur á þeirri ákvörðun sinni að snúa ekki heim aftur. Það er ekkert nýtt, að pólskir farþegar yfirgefi þetta skip. En i sfðustu viku tók þó steininn úr, því að þá flúðu miklu fleiri en nokkru sinni áð- ur. í desember f fyrra fóru 80 manns af skipinu og sneru ekki aftur heim og um vorið sama ár urðu 43 menn eftir i Bretlandi og Hollandi. Þegar rætt er við nokkra þeirra, sem fóru af Stefan Batory f Hamborg, kemur napur sannleikur- inn um kjör þeirra f ljós. Þetta eru ungir iðn- verkamenn, sem unnið hafa f námum, málmiðn- aði og byggingariðnaði. Sumir þeirra höfðu fjöl- skyldur sfnar með sér en flestir þeirra eru kvæntir menn, sem neyðst hafa til þess að skilja fjölskyldur sfnar eftir heima. En ef þeir fá vinnu, hvort sem það verður í Vestur- Þýzkalandi eða annars staðar eins og f Kanada eða Ástralfu, þá ætla þeira að senda peninga heim. Ferðalag þeirra með Stefan Batory hefur kostað þá árslaun og nokkra fjárhæð f dollur- um að auki, sem venjulega hafa verið keyptir á svarta markaðinum. Einn maður frá Szczec- in segir svo frá, að hann hafi undirbúið brottför sina árum saman. Allir hafa þeir lagt drög að áformum sfnum fyrir' mörgum árum og það áð- ur en herlög voru sett f Pollandi 1981. Um leið urðu þeir að gæta þess að spilla ekki pólitfsku mannorði sfnu heima fyrir. Námaverkamaður, sem gætti þess ekki að kjósa f sveitarstjórna- kosningunum fyrr á þessu ári, fékk ekki vegabréf til þess að fara með Stefan Batory nú. „Hvers vegna höfum við ákveðið af fara? Það er allt andrúmsloftið. Það eru lygarnar og forrétt- indin. Maðurinn, sem vann næstur mér f verk- smiðjunni, var dyggur flokksfélagi og þvi var kaupuppbótin hans fjór- um sinnum hærri en mfn. Það er skorturinn á raunverulegum verka- lýðsfélögum. Það er sú staðreynd, að það er ekk- ert til f verzlununum og að við verðum að lifa á skömmtunarseðlum rétt eins og fólk á Kúbu,“ segir einn flóttamaðurinn af Stefan Batory. Þessir menn gera sér engar gyllivonir um ástandið á Vesturlöndum. Þeir hafa með sér öll prófskfrteini sfn en grun- ar samt, að þau komi að litlu gagni. Enginn úr hópnum talar annað tungumál en pólsku og þeir óttast það, að vest- ur-þýzka stjórnin eigi eft- ir að reyna að senda þá aftur heim til Póllands. Þetta virðist hins vegar ekki á rökum byggt eins og er, þvf að nú er grunnt á þvf góða milli stjórn- anna f Bonn og Varsjá. Til marks um það má nefna, að vestur-þýzki utanrfk- isráðherrann, Hans- Dietrich Genscher, hætti nýverið við fyrirhugaða heimsókn sfna til Pól- iands. Fyrir þessa menn eru öll þau vandamál óleyst, sem samkomulaginu milli verkfallsmanna og stjórn- valda f Póllandi 1980 var þó ætlað að leysa. Kvart- að er hvað mest yfir rit- skoðuninni og óréttlátum forréttindum. „Flokks- meðlimir og lögreglan hefa sérstaklar verzlanir. Þeir borða f glæsilegum matstofum fyrir lág- marksverð." (Grein þess er birt noklruð stytL Neal Ascherson er blaðamaður við enska blað- ið Observer.) Bandaríkin: Hvernig best er að standa að smygli Waahington, 29. nóvember. AP. í GÆR leystu fyrrverandi eiturlyfja- smyglarar frá skjóðunni frammi fyrir rannsóknarnefnd sem forset- inn hefur skipað í því skyni að kljást við skipulagöa glæpastarfsemi. Þar sögðu þeir m.a. frá því bvernig standa ætti að smygli svo að vel færi: Múta embættismönnum á Ba- hama-eyjum og koma til Florida á meðan tollverðirnir eru að horfa á fótbolta f sjónvarpinu. „Svo framarlega sem maður fer um Bahama-eyjar eru möguleik- arnir 99%,“ sagði Luis Garcia. „Ég hef aldrei vitað aðra eins spillingu og viðgengst á Bahama- eyjum," sagði Luis Garcia við rannsóknarnefndina, sem staðið hefur fyrir yfirheyrslum vegna kókainvandamálsins. „Lögreglu- mennirnir lögðu hart að mér að lenda á þeirra umráðasvæði, svo að múturnar féllu þeim í skaut," sagði Garcia. Hann áætlaði að á þremur árum hefði hann flutt til Bandaríkjanna marijuana og kókain að verðmæti um 7 milljónir dollara og greitt upp i 100.000 dollara i mútur i hvert skipti sem hann fór í gegn- um Bahama-eyjar á leið sinni frá Colombíu. Hin nýja skáldsaga Más Kristjónssonar, Maður og ástkonur, gefur fyrri bók hans ekkert eftir. Hún rígheldur athygli lesandans frá fyrstu til síðustu síðu. Þetta er bók sem gneistar af. M.K. Forlag. sími 621507 MAÐUR 0G ÁSTK0NUR gerist í Reykjavík og segir frá viðkvæmni sögumanns fyrir kvenlegum þokka og þeim hrakföllum er af þeirri áráttu leiðir. Auk þeirra kvenna, sem söguhetjunni verða hvað áleitnastar, spretta ýmsar aðrar persónur upp af síðum bókarinnar, margar hverjar broslegar og þó með þeim hætti að lesendur fá ósvikna sam- úð með þeim, en allar með því yfirbragði að þær snerta verulega við lesendum. Sagt er af lifandi fjöri frá margvíslegum atburðum ýmist meinfyndnum eða dap- urlegum. Tök höfundar á máli og stíl bregðast aldrei og hann leikur á alla strengi spaugs og angurs. Guðmundur Gíslason Hagalín sagði í Morgunblaðinu um bók sama höfundar, Glöpin grimm, meðal annars: „Og þess lengur sem ég las jókst hvort tveggja: undrun mfn og gleðin yfir því að þarna væri ég kominn í kynni við veigamikið sagnaskáld. - Mér flaug I hug við lestur- inn að þarna væri komin íslensk hlið- stæða bókar Hamsuns, Konerne ved vandposten".

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.