Morgunblaðið - 30.11.1984, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 30.11.1984, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1984 9 KRISTJÁn SIGGEIRSSOn HF. LAUGAVEG113, REYKJAVÍK, SÍMI 25870 KRBffiLL frA MíJARALANDI Sköpunarverk meistamnna hjá NACHTMANN. Fullkominn samnmi handverks og forms. Öáátd(ómii& PÓSHÚSSTRÆTI13, SÍMI6217 80 nýja húsinu vió Htitel Borg BSRB-tíðindí Hér fara á eftir nokkur sýnishorn úr nafnlausrí grein í Alþýðublaðinu í gær sem þar er birt á ábyrgð ritstjóra þess: , JSamtök ríkisstarfs- manna gáfu í verkfaUinu út blað, sem var athyglisvert um margL Ekki var þvf ætlað að flytja fréttir. Ekki var þvf ætlað að vinna fólk til fylgis við málstað verk- fallsmanna með upplýsing- um eða vitsmunalegum rökum og rétt örlaði á ábendingum um, hvernig ríkisvaldið gæti komið tU móts við kröfurnar. Markmiðið virtist vera að efla samstöðuna og sefja fólk til athafna. Blaðið var f gamalkunnum Þjóövilja- stfl, höfðaði til tilfinninga fremur en vitsmuna, öf- undar og afbrýðisemi fretn- ur en ábyrgðar og þjóðholl- ustu. Meginefni þess var kerskni og skítkast í garð einstakra manna og flokka. Jafnvel fjölskyldu mál ráðherra voru gerð að skotspæni í málflutningi þeirra, sem lutu lægsL lág- kúra sú, sem einkenndi blaðið, er blettur á samtök- unum.“ Ofbeldi „Verkfall er f eðli sínu ofbeldisaðgerð og höfðar sem slfkt til ýmissa. Til eru þeirí voru landi sem njóta verkfalla á sama hátt og púkinn blótsyrða. Þeim var október 1984 góður tími og árangursleysi verkfallsins gefúr þeim von um meira slfkt góðgæti fljótlega aft- ur. Einn stjórnmálaforíngi sagði að verkfallið hefði verið glæsilegL" Betri leiðir bjóðast „Allir hafa tapað á verk- fallinu. Það var f senn fáránlegt og börmulegL Fjárhagur verkfallsmanna er rýrari en ef ekki hefði orðið verkfall — og það gátu allir sagt sér fyrir af nokkurrí reynshi. Hið ís- lenska þjóðfélag er verra og veikara en það var fyrir. Árangursríkari baráttuað- ferðir hljóta að vera til. í flestum nágrannalanda okkar hafa launþegar náð betri árangri en fslenskir launamenn. Verkfdll verða þar sjaldnar en hér. Gæt- um við ekki lært eitthvað af þeim?“ Fimmtudagur 29. nóvember 1984 Xðsend hugleiðing frá Jafnaðarmanni" að loknu verkfalli: llir hafa tapað Eftirfarandi grein barst Al- þýðublaðinu fyrir skömmu, frá aðila sem ekki vill láta nafns sins getið en skrifar undir heitinu, „jafnaðarmað- ur“. Skoðanir greinarhötund ar um tilgang verkfalla og þá sérstaklega nýatstaölns verkfalls BSRB er ekki i sam ræmi við yfirlysta stefnu Al- þýöublaðsins i þeim elnum. Æskilegl er hlns vegar að op- in skoðanaskipti tari fram um grundvallaratriði af þessu tagi. Uppákoma á Alþýðublaði Greinar sem birtast nafnlausar í blöðum eru þar á ábyrgö viðkomandi ritstjóra. Alþýöublaðið birtir í gær nafnlausa grein, sem þar af leiöandi er á ábyrgö ritstjórans, ásamt athugasemd, þess efnis, að efni hennar gangi þvert á sjónarmiö blaðsins. Þannig skylmist ritstjóri Alþýðublaðsins við sjálfan sig, sem er eftirtektarvert. Greinin er hinsvegar athyglisverö. Staksteinar birta í dag nokkra kafla úr henni, sem eru íhugunarverðir, ekki sízt vegna þess hvar þeir birtast og á hvers ábyrgö. Orsakir vand- ans — og það sem gera þarf „Þegar verkfalLsmenn BSRB hafa unnið upp fóm- ir verkfallsgleðinnar, — hvenær sem að því kemur, — standa þeir í sömu spor- um fjárhagslega og fyrir verkfall en nokkurri reynshi ríkari. Þá gæti ver- ið ráð að leita nýrra leiða og árangursríkarí. Málflutningur formanns BSRB er oftast bara hneykslun eða og slagorða- glamur. Stundum hefur hann þó gerst málefna- legur og bent á misfelhir í þjóðfélagi okkar, sem greinarhöfundur er honum sammála um, svo sem skattsvik neðanjarðarhag- kerfisins, vitlausa fjárfest- inga- og vaxtastefnu fyrr og síðar og rangláta tekju- skiptingu í þjóðfélaginu. Fyrir síðustu kosningar voru það einkum þessir málaflokkar sem skitdu AL þýðuflokkinn frá hinum flokkunum. Þjóðin hafnaði stefnu hans. Ekki verður breytt um stefnu í þessura málum með þvi að leggja niður vinnu, marséra um götur og æpa á hóhim. Það á að gera á vettvangi stjómmálanna — í kosn- ingum. Sú kjaraskerðing sem við höfum orðið að þola er öðru fremur óhjákvæmileg afleiðing af efnahagsstefnu íslenskra stjórnvalda frá 1971, á þeim áratug, óða- verðbólgu, sem kallaður hefúr verið „Framsóknar- áratugurinn" og kúlmíner- aði undir fjármálastjórn Ragnars Amalds. Ragnar Arnalds ber ekki minni ábyrgð á þvf hvernig komið er en Albert Guðmunds- son. Við höfum lengi vitað að víxlarnir hlytu að falla. Víxlar halda áfram að falla þar til við breytum stjóra efnahagsmála meira og öðru visi en gert hefúr ver- ið. Byrðunum hefur verið skipt ójafnL sumir laun- þegar hafa orðið að bera allt of mikinn þunga óreið- unnar, en aðrir, milliliðirn- ir, halda sínum hhit furð- anlega vel og staða atvinnurekenda, annarra en fiskverkenda, hefur styrksL Launþegar sem vinna hjá riki og sveitarfé- lögum hafa í flestum tilvik- um mun lakarí laun en þeir sem vinna sambærileg störf hjá einkaaðilum. Það er hvorki sanngjarnt né skynsamlegt fýrir ríkið. Þessu verður að breyta. Skattsvik nema svo gífur- legum upphæðum að ekki verður við unað. Gera verð- ur átak, e.Lv. ekki sárs- aukalaust fyrir marga, til að uppræta þau. í skjóli verðbólgu á liðnum áratug hefur mikill eignatilflutn- ingur orðið i þjóðfélaginu. Öll sanngirni mælir með að róttækar aðgerðir verði gerðar til að leiðrétta þetta ranglæti. Styrkja verður at- vinnulifíð m.a. með upp- byggingu nýs framieiðslu- iðnaðar og endurnýjun og hagræðingu í öðram at- vinnugreinum." Húsavík: Miklar framkvæmdir við Húsavíkurhöfnina Húsavík, 28. nóvember. FRAMKVÆMDIR við Húsavíkur- höfn hafa í sumar verið helstar að dýpkunarskipið Hákur dældi um 20 þúsund rúmmetrum af sandi upp úr höfninni og var sá uppgröftur notað- ur í fyllingu sunnan hafnarbryggj- unnar. Einnig var planið sunnan kís- ilskemmunnar stækkað og malbikað tU þess að hægt væri að geyma þar gáma. Það færist sífellt í vöxt að kísill sé fluttur út í gámum. Fyrir fram- an nýju uppfyllinguna var einnig sett grjótvörn. Næstu verkefni við hafnargerð á Húsavík er annar áfangi drátt- arbrautar, skutaðstaða fyrir skip, frekari uppgröftur og flotbryggja. FrétUriUri. HAUSTHAPPDRÆTTI Æ0 SJALFSTÆÐISFLOKKSINS Verömæti vinninga alls kr. 850.000 Vinsamlega gerið skil sem allra fyrst SÆKJUM — SENDUM Vinningar: 1. Greiðsla upp i íbuð kr. 350.000. 2. Greiðsla upp i ibuð kr. 300.000. 3. Bifreiðavinningur kr. 200.000. %% Aðeins dregið úr seldum miðum Skrifstofa happdrættisins aö Háaleitisbraut 1 er opin fra kl. 9—22. Sími 82900.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.