Morgunblaðið - 30.11.1984, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.11.1984, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1984 13 hátt og skólarnir, en ekki í tengsl- um við einstaka vinnustaði. Ég tel óæskilegt að reka dagvistarheim- ili á vegum fyrirtækja og einangra börn starfsfólks ákveðinna fyrir- tækja frá öðrum bórnum. Ég tel að opinberir aðilar eigi ekki að standa að baki slíkri þróun með styrkjum. Af þessum ástæðum er ég andvíg því að borgin styrki rekstur dagvistarheimila á vegum atvinnurekenda og tel það spor aftur á bak í dagvistarmálum." Afstaða borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins Markús Örn Antonsson, for- maður félagsmálaráðs, sagði m.a. að þessi ákvörðun væri tímabær. Lög og reglugerðir hefðu gert ráð fyrir því, að sveitarfélögin í land- inu styrktu samtök foreldra til þess að reka dagvistarheimili. Með því að veita fyrirtækjum og/eða starfsmannafélögum allt að helm- ingi þess styrks væri farið inn á nýja braut. ótvírætt væri, að á meðan dagvistarþörf reykvískra barna væri ekki fullnægt af hálfu borgarinnar, mundu dagvistartil- boð annarra aðila koma þeim og foreldrum þeirra til góða. Fullyrð- ing um að rekstur fyrirtækjadag- vistarheimila væri vafasamur frá uppeldislegum sjónarmiðum yrði að vísa á bug, enda mundu þau hlýta sömu lögum og reglugerðum og dagvistarheimili opinberra að- ila. Þegar menn væru að gefa sér forsendur um óæskilega samsöfn- un barna úr tilteknum stéttum þjóðfélagsins á vinnustaða- dagvistarheimilum, væri hægt að gefa sér sömu forsendurnar um dagvistarheimili, sem rekin eru á vegum foreldrasamtaka. Það væru oft foreldrar, sem vinna á sama vinnustað, sem taka höndum sam- an um að leysa dagvistarmál barna sinna. Til þess hefðu þau notið styrks frá borginni. Enginn væri útilokaður frá því að sækja um þesa styrki, hvort sem fyrir- tækin væru lítil eða stór. Ef dagvistarheimili á vegum fyrir- tækja næðu fótfestu myndi það auka öryggi og tryggingu fyrir því að börnin gætu dvalið þar um lengri tíma. Framtíð slíks rekstr- ar gæti verið tryggari en á vegum margra foreldrasamtaka. Afstaða borgarfulltrúa Alþýðubandalagsins Guðrún Ágústsdóttir (G) og Adda Bára Sigfúsdóttir (G) studdu þessa ákvörðun með vísan til þess að þvi færi fjarri að búið væri að fullnægja þðrf fyrir dag- vistarheimili f borginni. Á meðan svo væri væri ekki óeðlilegt að borgin styrkti rekstur slfkra heimila, sem rekin væru af öðrum aðilum. Adda Bára sagði m.a.: „Ég ætla að leyfa mér að halda því fram, að það sé ákaflega þægilegt og gott fyrir móður að geta farið með barnið sitt með sér f vinnuna og þau séu á sama stað. Og mér er lfka kunnugt um það, að börn á spitaladagheimilum tengjast oft stofnuninni á dálftið sérstakan hátt og atvinnu móðurinnar. Það hafa þótt ákaflega skemmtilegar stundir, þegar börnin fara að spjalla um það við mæður sinar á leiðinni heim: Hvernig fannst þér maturinn í dag, mamma? Hvernig var nú hitt og þetta i dag? Þau eru þarna á vettvangi móðurinnar, fylgja henni til starfa eins og börnin gerðu f gamla daga, undir mismunandi kringumstæðum." Kvaðst Adda Bára ekki fá skilið þau uppeldisfræðilegu rök, sem mæltu gegn slfkum dagvistar- heimilum, ef húsakynni og fóstrur væru jafn góðar og gerist hjá borginni. Þá vildi það þannig til að þær mæður, sem kæmu til með, í náinni framtíð, aö eiga börn sín inni á fyrirtækjadagheimilum, væru e.t.v. flestar giftar konur, sem ekki ættu aðgang að dagheim- ilisstofnunum borgarinnar og til staðar væri faðir, sem hefði hina og þessa fjölbreytilegu atvinnu. Áadís Rafnar er lögfræðingur og fréttaritari Mbl. i borgarstjórnar- fundum. Jólabasar í Selja- hverfi á sunnudag ÞEGAR nær dregur jólum þarfnast margir þess að verða sér úti um jóla- gjafir, jólaskraut og matvöru til að nota um hátíðina. Því fólki er það mikið happ, að víða er einmitt um það leyti settur fram árangur af mik- illi vinnu og nostri kvenna, sem hafa lagt á sig erfiði og fórn, selja síðan afraksturinn til að styðja þau hugð- arefni, sem félagssamtök þeirra beita sér fyrir. Næstkomandi sunnudag að lok- inni guðsþjónustu í ölduselsskól- anum verður einmitt basar Kven- félags Seljasóknar. Þar verður á boðstólum ýmiss konar jólavarn- ingur, sem vert er að taka eftir og margir munu þarfnast. Kvenfélag Seljasóknar er ungt félag, eins og reyndar allt í Seljahverfinu. — Þar eru líka hressar konur, sem hafa sýnt ótrúlega elju og dugnað við starf sitt, það að byggja upp gott og ábyrgt menningarfélag í ungu hverfi, þar sem þörfin fyrir hvers konar félagsstarfsemi er mikil. Starf félagsins fer fram við erfiðar aðstæður. En þáttur í starfseminni er að búa betur í haginn fyrir allt félagsstarf í hverfinu. Þannig hefur Kvenfélag- ið verið stórvirkt í stuðningi við kirkjubygginguna, sem verið er að reisa í hverfinu og mun allur ágóði af basarnum renna óskiptur til stuðnings kirkjumiðstöðvar Selja- sóknar. Basar Kvenfélagsins hefst í Ölduselsskólanum strax að lokinni guðsþjónustu, fyrsta sunnudag í aðventu, 2. desember kl. 14. Þar verða, eins og þegar er sagt til- valdar jólagjafir. En það, sem freistar e.t.v. margra líka er, að kökur verða á boðstólum og þá ekki síst útskorið og skreytt laufa- brauð, sem hreint ekki fæst á hverjum bæ. Sölustarfið hefst upp úr kl. 3 sunnudaginn 2. desember.' Vil ég hvetja alla þá, sem unna góðu mannlífi í Seljahverfinu, til að styðja gott málefni, og þá hagsýnu að koma hvaðanæva og gera góð kaup. Valgeir Ástráðsson Basar KFUK í 75. skipti BASAR KFUK verdur haldinn í 75. skipti laugardaginn 1. desember klukkan 14.00 í húsi KFUM og K á Amtmannsstíg 2b. Þar verða á boðstólum ýmsir munir og ennfrem- ur kaffi og meðlæti. Það var þ. 11. des. 1909 sem KFUK í Reykjavík hélt sinn fyrsta basar og var hann í félags- húsinu við Amtmannsstíg. Það ár höfðu KFUK-konur haft sauma- fundi og unnið þar ýmsa muni sem síðan voru seldir á basarnum til ágóða fyrir félagsstarfið. Basar KFUK hefur verið haldinn á hverju ári síðan og oftast á fyrsta laugardegi í desember. MEÐAL EFNIS í NÝÚTKOMNU HEFTI: SKÍÐASKÁLINN í Hveradölum hefur fengið andlitslyftingu. JÓNAS GUÐMUNDSSON stýrimaður fræðir lesendur á því hvernig hann breytti iðnaðarhúsnæði í íbúðarhús. H&H heimsækir lífsglaða fjöl- skyldu í PORTÚGAL. Litið inn á fallegt heimili í SUÐURHLÍÐUM. Hinn athyglisverði arkitekt HARALDUR V. HARALDSSON kynntur. Einstök LISTAVERK reykvískrar konu dregin fram í dagsljósið. Ýmsir möguleikar við innréttingu FORSTOFUNNAR tíundaðir. Viðtal við Kristínu Gestsdóttur og MATARUPPSKRIFTIR eftir hana, en hún er um þessar mundir að senda frá sér nýja matreiðslubók. H&H veitir lesendum sínum innsýn í KAFFIHÚSIN í PARÍS. AUK PESS: Gufuböð, ný erlend húsgögn, ræktun, bækur, peysu- uppskriftir og margt fleira. ÁSKRIFTARSÍMINN ER 83122 CAM ÚTGÁFAM HÁALEITISBRAUT 1 • 105 REYKJAVlK • SlMI 83122 1. VÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.