Morgunblaðið - 30.11.1984, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.11.1984, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1984 27 Flick-málið: Bankastjóri Dresdner Bank hættir um stundarsakir Richard Lugar öldungadeildarþingmadur heimsótti ísland nú í sumar og ræddi þá m.a. við Geir Hallgrímsson utanríkisráðherra. Mynd þessi var þá tekin af þeim í Ráðherrabústaðnum í Roykjavík. Öldungadeild Bandaríkjaþings: Richard Lugar formaður utanríkismálanefndarinnar Washington, 29. nó?. AP. RICHARD Lugar öldungadeildarþingmaður frá Indiana, verður næsti for- maður utanríkismálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings. Var þetta samþykkt á fundi þingflokks repúblikana í öldungadeildinni í gær. Formenn einstakra nefnda öld- ungadeildarinnar eru kjörnir af þeim flokki, sem hefur meirihluta í deildinni. Charles Percy, sem verið hefur formaður utanríkis- málanefndarinnar, beið ósigur i kosningunum fyrr i þessum mán- uði og hlaut hann því að láta af formennsku i nefndinni. Jesse Helmes frá Norður-Karólínuríki var þá talinn líklegastur til þess að taka við af Percy, en nú hefur verið ákveðið að hann verði áfram formaður landbúnaðarnefndar- Svíþjóð: Gotland fyrst til að fá áskriftarsjónvarp FYR.STA tilraunin til að senda sjónvarpsdagskrár í gegnum loftið til „áskrifenda“ verður gerð á sænsku eyjunni Gotlandi í Eystra- salti og hefjast útsendingar f sept- ember 1985. Stofnað hefur verið fyrirtæki í þessu skyni, Gutevisionen, og mun það fyrst í stað senda út til um 2.000 notenda. Rekstraraðil- ar eru blöð á Gotlandi, sveitarfé- lagið, fullorðinsfræðslan og landssíminn. Það sem gerir loftsendingarn- ar mögulegar er nýtt tæki sem Svíinn Bo Löfberg hefur fundið upp og er þeirrar náttúru, að það tekur á móti bjagaðri útsend- ingu frá sjónvarpssendi og kem- ur henni lagfærðri á skjá áskrif- andans. Mun íbúum Gotlands gefast kostur á að kaupa slík tæki áður en tilraunin hefst. í viðtækjum þeirra sem ekki hafa þetta undratól verður aðeins suð og snjókoma, þótt skipt sé yfir á rás Gutevisionen. „Loftsendingarnar henta Gotlendingum betur en kapal- sjónvarp, þar sem þeir eru að- eins 55.000 talsins og búa fremur dreift,“ segir uppfinningamaður- inn Bo Löfberg. Og hann segir að nú sé verið að kynna nýja tækið í yfir 20 löndum. Stig Jonsson, ritstjóri Got- landsfrétta og sveitarstjórnar- maður á eynni, er mjög bjart- sýnn á að vel gangi með tilraun- ina. „Hvergi nokkurs staðar i Svfþjóð eru myndbandstæki al- mennari en á Gotlandi, svo að við drögum ekki í efa, að Got- lendingar verði fúsir að greiða fyrir bitastæða dagskrá. Við munum bjóða upp á afþreyingar- efni hvers konar og efni úr heimabyggð okkar, auk kvik- mynda af öllu tagi,“ segir hann. Indland: Kvikmyndir fram- bjóðenda bannaðar DclU, 29. ■ófember. AP. Lagt hefur verið bann við sýningu kvikmynda, sem í leika menn, sem boðið hafa sig fram við þingkosn- ingarnar í desember. Búist er við að Kongressflokkurinn undlr forystu Rajiv Gandhi sigri í kosningunum, m.a. vegna samúðar í kjölfar morðs- ins á Indini Gandhi. Fjórar indverskar kvikmynda- stjörnur a.m.k. eru meðal 8.800 frambjóðenda við kosningar til Lugar tekur við formennsku í utanríkismálanefndinni, er nýtt þing kemur saman i janúar nk. FraakfÉrt, 29. nóvember. AP. Hans Friderichs bankastjóri Dresdnerbanka, næststærsta banka V-Þýzkalands, tilkynnti í dag að hann muni láta af starfi um stund- arsakir frá og með 31. desember til þess að búa sig undir réttarhöld, sem kennd eru við Flick-fyrirtækið. Friderichs, sem var efnahags- málaráðherra 1972 til 1977, er sakaður um að hafa þegið mútur frá Flick meðan hann sat á ráð- herrastóli. Þáði hann 375 þúsund mörk, eða jafnvirði um fimm milljóna króna, frá Flick, sam- kvæmt ákæruskjalinu. Er Friderichs sagður hafa þegið múturnar á tímabilinu frá í des- ember 1975 fram á mitt ár 1977 fyrir að beita sér fyrir skattaíviln- unum til handa Flick-fyrirtækinu. Otto Lambsdorff, eftirmaður Friderichs á ráðherrastóli, sagði af sér i júni, skömmu áður en hann var ákærður fyrir mútu- þægni. Lambsdorf er sakaður um að hafa þegið 135 þúsund mörk af Flick. Réttarhöld yfir Friderichs, Lambsdorff og Eberhard von Brauchitsch fyrrum fram- kvæmdastjóra Flick, sem sakaður er um að hafa greitt mútuféð, hefjast í Bonn 10. janúar næst- komandi. Muldoon hafnað NVellinjflon, 29. nóvember. AP. ROBERT Muldoon, fyrrverandi forsætisráðherra Nýja Sjálands, sem var þar við völd í níu ár unz hann beið ósigur í kosningum í Nýja Sjálandi í júlímánuði, var í morgun hafnað sem leiðtoga stjórnarandstöðu nnar. Þjóðarflokkurinn ákvað á fundi að Jim McLay, aðstoðarfor- maður flokksins, tæki við honum. McLay lýsti því snarlega yfir, að hann hefði ýmsar hugmyndir um endurnýjun og endurskipulagn- ingu flokksins, sem myndu hleypa í hann nýju og frísku lífi. Utanríkismálanefnd öldunga- deildarinnar fjallar um utanrfk- ismál bæði almennt og í einstök- um atriðum eins og t.d. efnahags- aðstoð og lán til annarra ríkja. Það kemur ekki á óvart, að Lugar skuli verða formaður utanríkis- málanefndarinnar. Hann hefur verið mjög framarlega í flokki repúblikana í öldungadeildinni að undanförnu. Hann var m.a. f kjöri sem leiðtogi flokksins f öldunga- deildinni, en varð þar f þriðja sæti á eftir þeim Robert Dole frá Kans- as og Ted Stevens frá Alaska. neðri deildar indverska þingsins, sem fram fara 24., 27. og 28. des- ember næstkomandi. Sýningabannið nær bæði til sjónvarps og kvikmyndahúsa og er sett á til að viðkomandi leikarar njóti ekki óeðlilegrar athygli. Einnig voru bannaðar sýningar eða útsendingar á hvers kyns kosningaáróðri stjórnmálaflokk- anna. KOMDU . KRÖKKUNUMÁOVAKT! Farðu til þeirm umjólin Mömmur, pabbar, systur, bræöur, afar, ömmur, frændur, frænkur, synir, dætur og vinir geta nú brugðið undir sig betri fætinum og farið sjálf með jólapakkana og hangikjötið til útlanda. Ástæðan er auðvitað hin hagstæðu jólafargjöld sem Flugleið- ir bjóða til Norðurlandanna. Fargjöld báðar leiðir eru sem hér segir: Kaupmannahöfn kr. 10.583.- Gautaborg kr. 10.683.- Osló kr. 9.858.- Stokkhólmur kr. 12.325.- Barnaafsláttur er 50%. Fargjöldin taka gildi 1. des. Upplýsingar um skilmála og ferðamöguleika veita söluskrif- stofur Flugleiða, umboðsmenn og ferðaskrifstofurnar. FLUGLEIDIR Gotl fólk hjá traustu télagi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.