Morgunblaðið - 30.11.1984, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 30.11.1984, Qupperneq 56
BTTKDRT AJJLS SIAÐAR OPIÐALLA DAGA FRÁ KL. 11.45 - 23.30 AUSTURSTRÆTI22 INNSTRÆTI, SlMI 11633 FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. Útlit fyrir allt að 15% hækk- un búvara NYTT búvöruverð á ad taka gildi á morgun, 1. desember. Sexmanna- nefnd vinnur þessa dagana aö út- reikningi verösins og er búist við að niðurstaða liggi fyrir í dag. Miðað við hækkanir ýmissa liða verðlags- grundvallarins má búast við 10 til 15% hækkun búvara, líklega nær 15% Laun vega um 40% af verðlags- grundvellinum og hækka þau til jafns við laun iðnaðarmanna og verkamanna, eða um rúm 12%. Ýmsir liðir grundvallarins eru beint háðir gengisbreytingum, svo sem kjarnfóður og hækka því um 15 til 20%. Ýmsir aðrir kostnað- arliðir verðlagsgrundvallarins hækka lítið eða ekkert, svo sem áburður. Öldrud kona fyrir bíl í Hamrahlíð Á TÍUNDA tímanum í gærkvöldi varð 76 ára gömul kona fyrir bifreið í Hamrahlíð í Reykjavík. Slasaðist hún alvarlega og var flutt á slysadeild Borgarspítalans. Ekki var vitað um tildrög slyssins er Mbl. fór í prentun í gærkvöldi. Glaðst yfír snjónum Eftir einmuna veðurbiíðu um nsr allt land í haust og fyrst í vetur kom loks snjór í byggð. Snjónum er fagnað misjafnlega af landsmönnum en gleði þeirra yngstu er víst ábyggilega ósvikin. Niðurstöður úttektar Hagvangs hf. á Orkustofnun: Umsvif má draga saman um 15—20 % Fækka má starfsfólki um 30, án þess að það komi niður á verkefnum IÐNAÐARRÁÐHERRA og fulltrúar Hagvangs hf. gerðu á blaðamannafundi i gær grein fyrir úttekt Hagvangs á skipulagi og rekstri Orkustofnunar, sem unnin var að beiðni iðnaðarráðuneytisins. Meginniðurstöður eru að unnt sé með hagræðingu að draga úr umsvifum Orkustofnunar um sem nemur 15-20% Þá er gert ráð fyrir að unnt sé að fækka starfsmönnum ura 30, án þess að það bitni á þeim verkum, sem nú eru unnin eða fyrirséð að verði unnin á stofnuninni. Það kom fram á fundinum, að frá því að niðurstöður Hagvangs lágu fyrír hefur starfsmönnum veríð fækkað um fimm. t yfirliti iðnaðarráðuneytisins sem lagt var fram á fundinum kem- ur fram, að yfirmenn Orkustofnun- ar og Hagvangs eru sammála um að hagræðingin geti falið eftirfarandi í sér: Breytt vinnubrögð eða tækni, sem sparar vinnuafl og tíma. Til- flutning verkefna milli manna eða deilda. Niðurfellingu á verkefnum sem er að ljúka eða eru ekki eins mikilvæg og áður vegna breyttra aðstæðna. Flutning starfsmanna milli deilda og skipulagsbreytingu innan viðkomandi deildar, er tryggi betri stjórnun og/eða betri nýtingu á mannafla. Iðnaðarráðherra, Sverrir Her- mannsson, sagði á fundinum í gær að niðurstöður Hagvangs bæru með sér, að aðkoma að Orkustofnun hefði verið góð, þó hún sýndi að si- tthvað mætti betur fara. Þá sagði hann viðbrögð stjórnenda Orkust- ofnunar hróss verð. Hann tók sér- staklega fram vegna fyrirhugaðra uppsagna starfsmanna að gengið yrði til þess með fyllstu varkárni. Orkumálastjóri Jakob Björnsson sagði f þvi sambandi, að reiknað væri með að þessir 25 starfsmenn gætu hætt störfum á næstu árum og tiltók hann eitt til þrjú ár. Formaður Starfsmannafélags Orkustofnunar, Elsa Vilmundar- dóttir, deildi hart á vinnubrögð Hagvangs. Hún sagði starfsmanna- félagið efast mjög um tæknilega getu Hagvangs til að endurskoða rannsóknarstofnanir og tillögur um 15-20% samdrátt í engu samræmi við niðurstöður skýrslunnar. Hún sagði ennfremur að starfs- mannafélagið teldi Hagvang hafa valið ódrengilegar leiðir við fram- kvæmd tillagna um fækkun starfsmanna. Fulltrúar Hagvangs gerðu grein fyrir úttektinni og sátu fyrir svör- um. Ekki fékkst upplýst hvaða starfsmönnum eða úr hvaða deild- um væri fyrirhugað að segja upp. Ásökunum um ódrengileg vinnu- brögð svöruðu fulltrúar Hagvangs á þann veg, að tillögurnar um fækkun starfsmanna væru unnar í samráði við yfirstjórn Orkustofnunar. Endurskoðun skipulagsmála jarðh- itadeildar er ekki lokið, en upplýst að henni yrði lokið í lok janúarmán- uðar nk. Meiðsli Arnórs Guðjohnsen: KSÍ greiðir 800 þús- und í skaðabætur Knattspyrnusamband íslands þarf að greiða belgíska féiaginu Anderlecht 800 þúsund krónur í skaðabætur vegna meiðsla sem Arnór Guðjohnsen hlaut í lands- leik hér heima 21. september 1983 er leikið var gegn írlandi. Arnór gat lítið sem ekkert leikið með Anderlecht á síðasta keppnistímabili og því fór And- erlecht fram á skaðabætur. Trygging KSÍ á atvinnumönnun- um í landsleiknum reyndist ónóg og því verður KSÍ að greiða And- erlecht skaðabætur þær sem fé- lagið fór fram á. Sjá nánar á íþróttasíðu. Morgunblaðið/RAX. Stökkpallur á æfingasvæði lögreglunnar á Seltjarnarnesi. 5 lögreglumenn í slysadeild eftir stökkæfíngu Sjötti meiddist á baki eftir æfíngu í fangbrögðum SEX lögreglumenn voru á miðvikudag færðir í slysadeild Borgarspítalans eftir æfíngu á æfingasvæði Lögregluskóla ríkisins vestur á Seltjarnarnesi. Kimm lögreglumannanna meiddust eftir að hafa stokkið niður á freðna jörð úr tæplega þriggja metra hæð. í Ijós kom að þeir höfðu tognað við niðurkomuna. Sjötti maðurinn meiddist á baki við æfingar á fangbrögð- um. Neyðarbifreið frá slysadeild Borgarspítalans var kölluð á vettvang og sótti slasaða lögreglumenn, en flestir lögreglumannanna fóru sjálfir í slysadeildina. Nemendur í Lögregluskóla ríkisins voru að æfingum á Sel- tjarnarnesi. Æfingarnar eru margs konar, meðal annars stökk úr nokkurri hæð og fangbrögð. Alls voru 29 lögreglu- þjónar í stökkæfingunum og komu nokkrir þeirra illa niður, meiddust á fótum og samkvæmt heimildum Mbl. var að minnsta kosti einn lögreglumaður settur i gips. Maðurinn, sem meiddist í fangbrögðunum, var settur í svokallaðan kraga vegna meiðsla sinna. William Möller, aðalfulltrúi lögreglustjóra, vildi í samtali við blm. Mbl. ekki tjá sig um málið á meðan rannsókn á vegum emb- ættisins stendur yfir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.