Morgunblaðið - 18.12.1984, Page 2

Morgunblaðið - 18.12.1984, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1984 Gnindarfjörður: Sauðfé í sjálfheldu í klettum í Mýrarhyrnu ÓUfwrík. 17. deaember. FIMM kindur, að minnsta kosti, eru í sjálfheldu í klettabeltum Mýrarhyrnu við Grundarfjörð. Þetta er tvflembd ær og veturgömul kind og lamb að auki, og talið er að sjötta kindin hafl nú bæst við. Óvíst er, hvort féð er í hreinu svelti, en nær því öruggt að það fer ekki úr klettunum af sjálfsdáðum. Gylfi Sigurðsson, bóndi í Tungu í Fróðahreppi, er talinn eiga fjór- ar kindanna. Hann sagði við fréttaritara að hann hefði fyrst frétt af þessu eftir aðrar göngur. Þá hefðu aðstæður strax verið orðnar erfiðar. Hann kvaöst hafa Skákmótið í Grikklandi: Guðlaug með áfanga að alþjóð- legum titli GUÐLAUG Þorsteinsdóttir náði fyrsta áfanga að alþjóðlegum meistaratitli í skák þegar hún hafnaði í fjórða sæti á alþjóðlegu skákmóti í Grikklandi. Guðlaug hlaut 6 vinninga ef 9 möguleg- um. í 8. umferð gerði Guðlaug jafntefli við Petraki frá Grikk- landi, en tapaði fyrir alþjóðlega meistaranum De Armas frá Kúbu í síðustu umferðinni. „Ég er mjög ánægð með frammistöðu mína í mótinu, nema hvað ég gaf eftir í tveim- ur síðustu umferðunum. Tapið gegn De Armas var mjög slysalegt, raunar sorglegt. Ég var með gjörunnið tafl, gat mátað hana í nokkrum leikjum en missti gjörsamlega þráðinn. Ég veit eiginlega ekki hvað gerðist — líklega hefur þreyta átt þátt í þessu, auk þess að ég var mjög taugaspennt," sagði Guðlaug í samtali við Mbl. „Nú tekur við námið við Há- skóla íslands en ég er á fimmta ári í læknisfræði," sagði Guðlaug. Henni var boð- ið að taka þátt i alþjóðlegu móti í Aþenu í ágúst á næsta ári. Rúmenski stórmeistarinn Polihroniade sigraði á mótinu, hlaut 7'A vinning. De Armas og alþjóðlegi meistarinn Dragsevit frá Júgóslavíu hlutu 6'A vinning og Guðlaug hlaut 6 vinninga. rætt við Landhelgisgæsluna um að skjóta fénu niður úr þyrlu, en vegna mikils kostnaðar hefði hann neyðst til að hverfa frá því ráði um sinn að minnsta kosti. Hann taldi ekki óhugsandi að síga niður á vaði á mannbroddum að fénu, en ekki treysta menn sér til að skjóta féð frá jafnsléttu. Gylfi sagði að það taki sig sárt að vita af fénu þarna í bjargarleysi og sjá ekki nein ráð til að leysa úr málinij, Fréttaritari veit, að Gylfi mælir heilt, því að hann er góður fjár- hirðir og fer vel með allar skepn- ur. Ég tek það upp hjá mér að benda á, að ef einhver veit góð ráð, þá er síminn hjá Gylfa 93-6453. Mýrarhyrna er alþekkt hættu- svæði fyrir fé. Fyrir nokkrum ár- um var aðalhættusvæðið girt af, en girðingunni hefur ekki verið haldið við síðan og því er nú svo komið sem raun ber vitni. Helgi 'Æ - , * Arekstur fjögurra bíla Horgunblaiið/Július Harður árekstur varð um klukkan 16.00 í gærdag í Síðumúla er Ford-bifreið lenti á þremur bílum. Lenti hún fyrst á Skoda-bifreið sem kom á móti, snerist á götunni og lenti á Range Rover og síðan á mannlausum bfl. Ökumaður Ford-bifreiðarinnar var fluttur á slysadeild, talsvert mikið meiddur, en talið er að hann hafl fengið hjartaáfall, sem olli árekstrinum. Aðrir, sem fluttir voru á slysadeild eftir þessa árekstra voru lítið sem ekkert meiddir. Stefnir í þúsund millj- ón kr. rekstrarhalla? RÍKISSTJÓRNIN kom saman til aukafundar í hádeginu í gær vegna af- greiðslu fjárlaga á Alþingi, en nýir útreikningar á þróun efnahagsmála á komandi mánuðum hafa sett stórt strik í fjárlagadæmið. í stað 600—700 millj. kr. rekstrarhalla, eins og gert hefur verið ráð fyrir, hefur komið í Ijós, að niðurstaðan, að óbreyttum forsendum, verður rúmlega milljarðs króna rekstrarhalli m.a. vegna fyrirséðrar verðbólguþróunar á ýmsa stóra liði B-hluta fjárlaganna. Fjárveitinganefnd frestaði afgreiðslu B-hlutans fyrir aðra umræðu á Alþingi en þar eru ýmsir fjárfrekir opinbcrir sjóðir svo sem húsnæðislánasjóðir, Lánasjóður ísl. námsmanna og sjóðir Tryggingastofnun- ar ríkisins. Stefnt er að því að fjárveitinganefnd Alþingis afgreiði málið í kvöld. svo unnt verði að taka fjárlögin til þriðju umræðu á flmmtudag. B-hluti fjárlaganna varðar ríkisfyrirtæki og sjóði í ríkiseign. Auk fyrrgreindra sjóða falla undir þennan hluta opinber fyrirtæki eins og Ríkisútvarp og Póstur og sími. Við hina nýju útreikninga i hækkandi verðbólgu hefur m.a. komið í ljós að koma þarf til auk- inna fjárveitinga t.d. vegna sjúkrakostnaðar, ef ekki á að auka hlutdeild þiggjenda þeirrar þjón- ustu. Þá er Mbl. kunnugt um, að í félagsmálaráðuneytinu er beðið með frágang og birtingu reglu- gerða um húsnæðislán, skyldu- sparnað o.fl. i samræmi við laga- setningu frá í júlímánuði si. Fundað var um málið í þing- flokkum stjórnarliða í gær og mættu á fundina fulltrúar frá hagsýslustofnun, sem gerðu þing- mönnum grein fyrir stöðu mála og nýjum útreikningum í ljósi verð- bólguþróunar á komandi mánuð- um. Málið varð ekki útrætt í þing- flokki Sjálfstæðisflokksins og kemur hann saman á ný kl. 8 ár- degis. Þingmenn framsóknar gáfu ráðherrum heimild til að ganga frá málum innan viss ramma. Rík- isstjórnin kemur saman til reglu- legs fundar kl. 10 árdegis og verð- ur málið þar væntanlega afgreitt, ef takast á að ganga frá fjárlögum i prentun í kvöld fyrir þriðju um- ræðu. f umræðu innan þingflokkanna I gær var m.a. rætt um möguleika á að brúa fyrirséð bil með því að fresta ýmsum framkvæmdum opinberra fyrirtækja, svo sem hjá Pósti og síma, ríkisútvarpi o.fl., en mjög skiptar skoðanir eru um hvar bera eigi niður. f umræðuna blönduðust og ýmis önnur áhuga- mál einstakra þingmanna við fjár- lagaafgreiðsluna. Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri: Verðbólgan lækkaði 1983 þrátt fyrir háa vexti það ár Ríkisstjórnin hefur ekki fundið tíma til að ræða vaxtamálin frekar SKÝRSLA Seðiabankans um vaxtamál, sem ríkisstjórnin bað um í fyrri yjku. er nú tilbúin. Bíður Seðlabankinn eftir tækifæri til að leggja hana fyrir ríkisstjórnina, es vegna auSS við móttöku norrænna ráðherra í síðustu viku og lokaafgreiðslu fjárlaga á Alþingi heíur ráðnerrum ekiii unnist tími til að eiga fund með stjórnendum Seðlabankans. Seðlabank- inn hefur því enn ekki lagt endanlegar tillögur um vaxtabreytingar fyrir ríkisstjórnina, en Jóhannes Nordal seðlabankastjóri sagði í viðtali við Mbl. að nýjar tillögur yrðu ekki verulega frábrugðnar þeim sem Seðla- bankinn gerði í fyrri viku. Morgunblaðinu er kunnugt um að seðlabankastjóri átti fund með viðskiptaráðherra í gær, þar sem hann kynnti hina nýju skýrslu Seðlabankans, þó hún hafi ekki verið lögð formlega fyrir. Jóhannes sagði, er Mbl. ræddi við hann í gærkvöldi, að sér væri ekki kunnugt um hve- nær ríkisstjórnin hygðist funda um málið. Hann kvað hina nýju skýrslu ekki hafa að geyma nein ný sannindi, hún fjallaði um vaxtamál almennt og hvaða áhrif þau kæmu til með að hafa í efnahagslífinu. Jóhannes var spurður álits á yfirlýsingum þess efnis að hækkun almennra vaxta væru verðbólguhvetjandi, eins og formaður þingflokks Framsókn- arflokksins, Páll Pétursson, sagði í viðtali við Mbl. í síðustu viku. Hann svaraði: „Það er nú búið að ræða þetta svo oft, en eitt af því sem menn geta haft til hliðsjónar er að ekki stóðu háir vextir i vegi íyrir því að verð- bólgan lækkaði mjög ört á árinu 1983. Verðbólgan getur því lækk- að þó vextir séu háir og satt að segja er það skoðun flestra hag- fræðinga að vextir stuðli að jafnvægi í þjóðarbúskapnum og séu mikilvægir til þess að halda verðlagi stöðugu, en hins vegar verða þeir vextir að vera í sam- ræmi við verðlagsþróun. Raun- verulega hafa vextir lækkað við það að verðbólgan hefur aukist aftur, ef miðað er við raunvexti, en það eru raunvextir sem skipta máli fyrir ávöxtun fjár, bæði fyrir sparifjáreigendur og fyrir lántakendur.“ Seðlabankastjóri sagði enn- fremur að reynslan hér á iandi væri sú, að þegar vextir hefðu orðið mjög neikvæðir þá hefði dregið úr innlendri fjármagns- myndun, sparnaður hefði stór- íegs dregist saman og nefndi hann sem dæmi árin 1970—197», en þá hefði orðið mikil lækkun á innlendum sparnaði vegna nei- kvæðra vaxta. Þetta hefði strax breyst til hins betra þegar já- kvæðari vaxtastefna hefði verið tekin upp og verðtrygging á fjár- magni. Hann sagði að lokum: „Þetta er reynsla sem við vitum að hægt er að byggja á. Það er stórhættulegt við núverandi að- stæður ef við förum að eyði- leggja okkar innlenda lánsfjár- markað með rangri vaxta- stefnu." Mynd Muggs enn ófundin LÍTILLI blýantsteikningu eftir Mugg, Guðmund Thorsteinsson, var stolið af yfírlitssýningu á verkum listamannsins í Listasafni alþýðu við Grensásveg síðdegis á föstudaginn. Myndin var ófundin í gærkvöldi, skv. upplýsingum Rannsóknarlög- reglu ríkisins, sem rannsakar þjófn- aðinn. Myndin heitir „Beta“ og teikn- aði Muggur hana árið 1913 af syst- urdóttur sinni, Elísabetu Waage, sem er eigandi myndarinnar. Myndin er 12,5 x 14,7 sm að stærð og ritaði listamaðurinn á hana: „Beta — til Þuríðar minnar frá Mugg 1913“. Þuríður var Þuríður Bárðardóttir, ljósmóðir Elísabet- ar, sem arfleiddi Elísabetu að myndinni eftir sinn dag. Kópavogur: Maður slasast er eldur kom upp í íbúðarhúsi ELDUR kom upp í íbúðarhúsi á Hlíðarvegi 27 I Kópavogi í gær- kvöldi, en þrjár íbúðir eru í húsinu, sem er forskalað timburhús. Slökkviliðið var kvatt á vett- vang um klukkan 22.00 og er kom- ið var að lagði mikinn reyk úr endaíbúð hússins og lá fullorðinn maður við útidyrnar, talsvert slasaður vegna reykeitrunar og bruna. Var hann þegar fluttur á slysadeild. Ekki var vitað nánar um líðan hans er Morgunblaðið fór í prentun í gærkvöldi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.