Morgunblaðið - 18.12.1984, Side 16

Morgunblaðið - 18.12.1984, Side 16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1984 Alfreðs saga og Loftleiða Bækur Björn Bjarnason AlfreAssaga og Loftleiða, Jakob F. Asgeirsson skráði, 372 bls. mert mannanafnaskrá og Ijósmyndum, útg. Iðunn, 1984. Á þessari bókavertíð hefur það komið í hlut þess sem þetta ritar að gefa umsögn um nokkrar bæk- ur sem byggjast á frásögnum sam- tímamanna af því sem á daga þeirra hefur drifið. Þegar hafa birst hér umsagnir um sögu Ey- steins Jónssonar og samtalsbók- ina við Jón G. Sólnes. Hér er kom- ið að sögu athafnamannsins Al- freðs Elíassonar og fyrirtækisins, Loftleiða hf., sem hann stofnaði með öðrum og stjórnaði um langt árabil. í þessum þremur tilvikum hafa höfundar notið þess við störf sín að geta bæði rætt við söguhetj- urnar og nýtt sér margvísleg gögn er frásögn þeirra tengjast. Efnis- tökin eru þó ólík. Vilhjálmur Hjál- marsson, sem er höfundur ævi- sögu Eysteins, færir sér hvort tveggja í nyt og ritar verk sem lýsir mikilvægum þætti íslenskra stjórnmála. Halldór Halldórsson viðmælandi Jóns G. Sólness hefur lítið fyrir þvi að leita fanga hjá öðrum og hefur ekki gefið sér nægan tima til að skrifa textann. Jakob F. Ásgeirsson velur þann kost að segja söguna að verulegu leyti í beinni ræðu Alfreðs Elías- sonar en brýtur hana upp þar sem við á til að breikka sögusviðið og koma á framfæri upplýsingum sem fylla myndina. Að mínu mati er bók Jakobs best unnin. Frá- sögnin er skipuleg og þess jafnan gætt að lesandinn missi ekki sjón- ar á aðalatriðum. Þetta er fyrsta bók Jakobs, sem er aðeins 23 ára að aldri. Hún ber þess síður en svo merki að þar sé byrjandi að verki. „Saga Alfreðs Eiíassonar er ævintýri, hið íslenska flugævin- týri,“ segir höfundur á fyrstu blaðsiðu frásagnarinnar. Bókin staðfestir þessa lýsingu. Þetta ævintýri er þó ekki nema að því leyti íslenskt, að hér á landi voru þeir athafnamenn sem höfðu áræði og kraft til að sækja út fyrir landsteinana og taka þátt í alþjóð- legri samkeppni í flugsamgöngum. Siðari heimsstyrjöldin olli straumhvörfurn í atvinnulífi þjóð- arinnar. Oftast staldra menn við nútímaleg vinnubrögð i verklegum Jóhanna Kristjónsdóttir Guðbergnr Aðalsteinsson: AF HIMNUM OFAN, smásögur. Útg. af höfundi 1984. Guöbergur Aðalsteinsson sendir hér frá sér níu smásögur og það verður ekki sagt annaö én sögu- efni hans sé bara nýstárlegt. Þess- ar hugmyndir jaðra við að vera absúrd og allt gott um það. Stund- um finnst mér sem hugmyndaflug Guðbergs sé svo fjörugt að hann láti það um of stjórna sér og hugi ekki sem skyldi að umgerð sagn- anna. En það gætu líka verið með- vituð vinnubrögð, raunar hvarflar sú hugsun æ oftar að manni við lesturinn. { fyrstu sögunni segir frá ungum manni, sem kynnist álfkonu við styttu Jóns Sigurðs- sonar og takast með þeim um sinn góðar ástir. Smellin saga og upp- full af húmor og það á raunar við um flestar þeirra. „Söngfuglinn" framkvæmdum og byltingu í tog- araútgerð að stríðinu loknu. En til stríðsáranna ber einnig að rekja þá staðreynd að Íslendingar urðu meðal forystuþjóða á þeirri flug- leið, þar sem alþjóðleg samkeppni er hörðust. Töldu flugfélög eins og SAS og Lufthansa nauðsynlegt að leita opinberrar verndar til að verjast samkeppninni frá Loftleið- um, sem náðu til sín viðskiptum með þeirri einföldu aðferð að bjóða farþegum lág fargjöld. Allir þeir sem ekki vita enn, að því minni sem ríkisafskipti eru þeim mun betur tekst fyrirtækjum ein- staklinga að veita ódýra þjónustu, ættu að læra mikið af því að lesa Alfreðssögu og Loftleiða. Flugfélög eiga mikið undir ríkisvaldið að sækja. Starfsemi jæirra byggist á samningum milli ríkja um loftferðir. Þessir samn- ingar hafa yfirleitt að geyma ákvæði um það, hvernig fargjöld skulu ákveðin og er þar að jafnaði miðað við taxta IATA, Alþjóða- sambands flugfélaga. Slfkt ákvæði er þó ekki í loftferðasamningi ís- lands og Bandaríkjanna. Loft- leiðamenn settu sér það markmið frá upphafi að taka ekki þátt í beinni samkeppni við stóru flug- félögin heldur búa til eigin taxta og ná til þeirra, sem ekki höfðu efni á að ferðast samkvæmt taxta IATA. Flugmálastjórn Bandaríkj- anna féllst á lág fargjöld Loftleiða á þeirri forsendu að vélar félags- ins væru eldri og lengur í förum en vélar annarra flugfélaga á Norður-Atlantshafsleiðinni. Al- freð segir: „Þetta var því einfalt sanngirnismál, að fá lágu far- gjöldin samþykkt, og það var satt að segja furðulegt að menn skyldu geta haldið því blákalt fram, og jafnvel landar okkar, að við vær- um á einhverjum sérsamningum við Bandarfkjamenn I skjóli varnarliðsins á Miðnesheiði." Nú eru tæp þrjátíu og tvö ár liðin síðan (1. janúar 1953) Loft- leiðir tilkynntu hin nýju og lágu fargjöld sín á flugleiðinni yfir Atl- antshaf. Ekki var auðvelt að finna heppilega lendingarstaði fyrir vél- ar Loftleiða á meginlandi Evrópu á þessum tíma. Flugmálayfirvöld í flestum Evrópuríkjum voru fjand- samleg félaginu. Fyrir tilstuðlan Agnars Koefod-Hansen, flugmála- stjóra, var að lokum veðjað á Lúx- emborg en íbúum þess lands lýsir Alfreð með þessum orðum: „Þeir eru ekki ósvipaðir Svisslendingum í lund og háttum, Lúxemborgarar. Þeir eru ennþá afdalamenn í aðra er kannski einhver gráthlægileg- asta smásaga bókarinnar: laglaus maöur verður alheimssöngvari, eftir að hann hefur selt kölska sál sína. „Stimpilklukkan" segir frá Elínu ógiftu, sem hefur að vísu lent í mörgum ástarævintýrum, en þau hafa komið fyrir lítið. Hana hefur dreymt um prinsinn á hvfta hestinum og „einu sinni lét hún sig hafa það að kyssa frosk í þeirri trú að kvikindið breyttist í kon- ungsson ...“ Svo villist inn til hennar örlítil geimvera og hreiðr- ar um sig á heimilinu. Nærvera þessarar veru hefur afdrifaríkar afleiðingar fyrir líf Elínar. „Drekaveiðar" er eina sagan sem sver sig í ætt við ádeilusögu, ungu framagosarnir á uppleið, eru þeir að fá sinn skammt þar? Sagan um Svan Halldórsson málara er býsna hnyttin, en persónulega fannst mér mestur veigur í „Heimi Markúsar" sem er síðasta sagan í bókinni. Þar er eins og höfundur sýni líka meiri einlægni og bindi sig ekki eins við íróníuna sem Alfreð Elíasson röndina, tortryggnir gagnvart út- lendingum og þröngsýnir. En þeir vita sínu viti í peningamálum og það var forsenda hins góða sam- starfs Loftleiða og Lúxemborgara, að þeir áttu meiri hagsmunum að gæta en við.“ Hinn 22. maí næst- komandi eru 30 ár liðin síðan fyrsta Loftleiðavélin fór í fyrstu áætlunarferðina til Lúxemborgar. En það var ekki fyrr en 1959 sem gæfuhjólið tók „að snúast okkur i hag, við kynntum lágu fargjöldin á þessari flugleið og það varð lff- æð Loftleiða, áætlunarflugið milli New York og Lúxemborgar." Frásögnin af hinum alþjóðlegu umsvifum er heillandi. Framsýni stjórnenda Loftleiða var mikil og dugnaðurinn takmarkalaus. Þeim tókst að finna lausn á hverjum vanda. Þeir voru ekki síður harðir í horn að taka á heimavelli ef svo bar undir. Lýsingarnar á valda- baráttu innan fyrirtækisins gefa það til kynna. Hart var barist um yfirráð f félaginu 1953 og ekkert gefið eftir fyrr en í fulla hnefana. Þeir sem stóðu að rótgrónari fyrirtækjum voru ekki allir jafn hrifnir af þessum umsvifum öll- um. Samkeppni magnaðist milli íslensku flugfélaganna, Loftleiða og Flugfélagsins, á flugleiðunum til Evrópu, en Loftleiðamenn vildu ekki eiga allt undir lendingarrétti í Lúxemborg. Loftleiðamenn þurftu tæplega að leita til islenskra stjórnvalda nema í sambandi við loftferða- samninga við önnur riki og fram- kvæmd þeirra og svo til að verjast yfirgangi Norðurlanda i vörn þeirra fyrir SAS. 1972 þurftu Loftleiðir á rekstrarláni að halda eins og venjulega yfir vetrarmán- uðina, þá gerðist það að erlendur viðskiptabanki þeirra krafðist banka- eða ríkisábyrgðar. Þar með hefst nýr þáttur í sögu félagsins sem lýkur með því að Flugfélag íslands og Loftleiðir sameinast fyrir tilstuðlan ríkisins. Var stofnsamningurinn um Flugleiðir Guðbergur Aðalsteinsson dregur mátt úr sumum sagnanna af þvi að helzt til langt er gengið. Teikningar sem höfundur hefur gert eru til prýði. Og sögurnar skila sér þrátt fyrir nokkra ann- marka hér og hvar. Framan af verð ég að viðurkenna að ég var ekki alveg með á nótunum um hvað höfundur væri að gera. En þetta er verulega sniðug bók, í góðri merkingu þess orðs, svona þegar maður er búinn að átta sig á gríninu, gáskanum og alvörunni. Jakob F. Ásgeirsson hf. samþykktur á aðalfundum beggja félaganna 28. júní 1973. I frásögn Alfreðs af sameining- unni og því sem síðan hefur gerst gætir vaxandi biturleika. Að vísu sýnist á stundum skammt á milli raunveruleika og skáldsögu í þeirri lýsingu, en bókarhöfundur leitast við að halda jarðsambandi og nýtur til þess ómetanlegra skriflegra heimilda. Lýsingin minnir ekki á annaö en harðskeytt valdatafl í erlendum stórfyrir- tækjum. Lýkur bókinni á því að Alfreð er látinn rýma skrifstofu sína í húsnæði Flugleiða, ber sú aðgerð ekki vott um ofgnótt af umburðarlyndi, svo að ekki sé meira sagt. Mér finnst vanta í þessa lýsingu alla að gerð sé grein fyrir umskiptunum til hins verra í ytri skilyrðum flugrekstar á Atl- antshafi og til dæmis aðför is- lenskra stjórnmálamanna að Fiugleiðum þegar verst lét. Þegar til þess er litið og hinnar harð- skeyttu innri valdabaráttu sem Alfreð lýsir annars vegar og síðan á rekstur og afkomu Flugleiða hins vegar má fagna að ekki hafi farið verr fyrir Flugleiðum, og segir það sannarlega sína sögu um hæfni stjórnenda fyrirtækisins. Jakobi F. Ásgeirssyni tekst prýðilega að draga saman höfuð- þætti þess margslungna máls sem sameining flugfélaganna var og nýtur þar góðs af óvenjulega ítar- legum heimildum. Er frásögn Jak- obs sjálfs áreitnislaus, en sögu- hetjan, Alfreð, fer alls ekki í launkofa með skoðanir sínar. Hinn 31. ágúst 1971 urðu af- drifarík þáttaskil í lífi Alfreðs Elíassonar er hann fékk áfall vegna heilaæxlis. „Ég gerði mér ekki fulla grein fyrir þeim mun sem á mér var orðinn, ég fann að vinnuþrek mitt var skert, en ég fann ekki að ég væri seinni að gera mér grein fyrir einu og öðru, seinni að taka ákvarðanir og um- fram allt miklu deigari. Það er manninum erfiðast að þekkja sjálfan sig,“ segir Alfreð á einum stað í bókinni og dregur upp þá mynd að á bak við sameiningu flugfélaganna hafi búið „menn sem sterkir voru í hinum íslenska fjármálaheimi og ekki sáttir við að hafa engin ráð í því stórveldi sem Loftleiðir voru orðnar á ís- lenskan mælikvarða." Til þess að geta skoðað þessa hlið samein- ingarmálanna frá öllum hliðum verða menn að hafa meira í hönd- unum en frásögn Alfreðs eins. Alfreð Elíasson lýsir því sem „reiðarslagi" þegar lagt var fram mat á vegum nefndar sem Lands- banki íslands skipaði á hreinni eign flugfélaganna við sameining- una. Var matsgerðin kynnt 6. febrúar 1976 en þar er miðað við eignir félaganna 1. ágúst 1973. Eignarhlutur Loftleiða í Flugleið- um var metinn 54% en Flugfélags- ins 46%. Stangaöist þessi niður- staða á við hugmyndir manna við sameininguna og töldu Loftleiða- menn sinn hlut eiga að vera tölu- vert meiri. Til þessa mats, óvil- hallra manna, sem báðir aðilar samþykktu að hlíta, er rakin sú fullyrðing sem fram kemur í aug- lýsingum um Alfreðssögu, að um „stuld aldarinnar" hafi verið að ræða. Ekki verður séð að menn geti skuldbundið sig með samningi að una „stuldi". Hitt er ljóst að Alfreð og félagar hans urðu undir innan Flugleiða eftir sameining- una, lentu í „tapstöðu" eins og það er orðað á einum stað i bókinni. Sárindin vegna þessa eru auðskilj- anleg. Bókin um Alfreð Elíasson og Loftleiðir er vel úr garði gerð. Myndir falla vel að lesmáli. Getur Jakob F. Ásgeirsson verið stoltur af þessari fyrstu bók sinni. Á ein- um stað varð ég þess var að hon- um skjöplaðist þegar hann talar um norska „Ríkisdaginn" en ekki Stórþingið, eins og löggjafarsam- kunda Norðmanna heitir — Ríkis- damirinn er í Svíþjóð. I bókinni er verðmæt lýsing á því hvernig vel er staðið að því að byggja upp fyrirtæki án þess að hafa nokkuð annað á milli hand- anna en eigin dugnaö. Við íslend- ingar þurfum fleiri ævintýri af þessu tagi til að laða fram krafta jafn stórs hóps ágætisfólks og starfaði með Alfreð Elíassyni. „Loftleiðahópurinn" svonefndi getur svo sannarlega vel við þessa bók unað. Lýkur þessari umsögn á lýsandi tilvitnun í bókina: „Loftleiðir eru furðulegt ævin- týri í allri atvinnusögu íslendinga. Aldrei hefur uppgangur íslensks fyrirtækis verið jafn ör og óvænt- ur — aldrei hefur íslenskt fyrir- tæki haslað sér annan eins völl utan landsteinanna. En eins og saga Loftleiða ber með sér, þá var engin tilviljun sem réð þessari ótrúlegu velgengni, heldur áræði, hugkvæmni og umfram allt þrot- laus vinna. Aðstæðurnar buöu uppá ævintýri, en það voru Loft- leiðamenn sem notfærðu sér það — engir aðrir.“ Vel heppnuð tónleikaplata Hljóm- plotur Siguröur Sverrisson Talking Heads Stop Making Sense EMI/Fálkinn Fæstir bera gegn því að Talk- ing Heads sé afburðasveit f rokkinu í allri sinni sérstöðu. Hins vegar hefur það verið að- dáendum sveitarinnar áhyggju- efni um langt skeið hversu erfið- lega henni hefur gengið að koma frábæru efni tii skila á tónieik- um. Þetta er líklegast ein megin- skýringin á því að ekki hefur sést tónleikaplata frá Talking Heads fyrr en nú. Þrátt fyrir smávægilega annmarka, t.d. ræður Byrne ekki alltaf full- komlega við sönginn, er þessi tónleikaplata Talking Heads vel heppnuð um flest. Hún er virki- lega „live“ og á henni er að finna mörg af bestu lögum hljómsveit- arinnar. Eins og eðlilegt má teljast eru útsetningarnar sumar hverjar ansi mikið frábrugðnar því sem menn eiga að venjast af hljóð- versplötunum en það er heldur ekki beint hlaupið að þvi að framkalla tónlist Talking Heads á sviði, sjálf hljómsveitin á meira að segja fullt í fangi með það. Hérna hefur það samt tekist vel I flestum tilvikum og úr verð- ur ánægjulegasta hljómleika- plata. Allir meðlimir Talking Heads eru afar traustir hljóð- færaleikarar, ekki hvað síst bassaleikarinn Tina Weymouth. Stop Making Sense er kjörin plata fyrir aðdáendur Talking Heads jafnt sem hina, sem íafa ekki heyrt í sveitinni (ótrúlegt?) en vilja kynnast henni. Geimverur, hafmeyjar og huldupíur í mannheimum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.