Morgunblaðið - 18.12.1984, Side 18

Morgunblaðið - 18.12.1984, Side 18
18 MORGUNBLAÐID, ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1984 pokkinn SPILIÐ Spennandi fjölskylduleikur Eykur oröaforöann Þjálfar lestrarkunnáttuna Eflir ímyndunarafliö Skerpir hugsunina itaiijdG Siml 91-73411 ... af myndum, kortum og plakötum. Einnig mikið úrval af tréál- og smellurömmum og margt fleira. ÞÚ GETUR FENGIÐ GÓÐA GfÖF FYRIR MINNA EN 100 KR. Opið til jóla Þriðjua.—föstud. kl. 9—21. Laugardaga kl. 9—23. Sunnudaga kl. 13—21. H^jidin DALSHRAUNI 13 HAFNARFIRÐI SÍMI 54171 Hamflettur óminnishegri Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Þórarinn Eldjárn: YDD. Forlagið 1984. Þórarinn Eldjárn er eitt helsta skáld fyndnu kynslóðarinnar, allt- af líklegur til að segja eitthvað skemmtilegt og uppörvandi. Hann hefur ort fyndin ljóð eins lengi og menn muna, að minnsta kosti frá því hann sendi frá sér kvæði (1974). Aðrar bækur hans eru kvæðabækurnar Disneyrímur (1978) og Erindi (1979), smásagna- safnið Ofsögum sagt (1981) og skáldsagan Kyrr kjör (1983). Nýja ljóðabók sína nefnir Þór- arinn Eldjarn því hógværa nafni Ydd. En kannski er enginn hóg- værð fólgin í nafngiftinni? Kannski er hér á ferð ekkert venjulegt ydd? Ljóðin í Yddi eru hvert öðru lík og samstæð sem slík. Lítum á eitt þeirra, Fátt væri: Fátt væri betra en hamflettur óminnishegri öðru hverju borinn fram með réttri sósu viðeigandi músík og hlátrum fagurra kvenna En hann er illur sem gæludýr þyljandi án afláts í eyra óminnispunkta klærnar svo djúpt sokknar í öxlina að maður kæmist ekki einu sinni úr jakkanum ef þess gerðist þörf Hvað eftir annað dregur Þórar- inn Eldjárn fram kátlegu hliðarn- ar á lífi sínu og annarra og ekki síst borginni Reykjavík sem vant- ar goðafræði. Þetta gerir Þórarinn á góðlegan hátt og öfgalaust eins og hans var von og vísa. Gaman- semi hans er af því tagi sem yljar. Hann getur til dæmis haft áhyggj- ur af því að rakvélarnar sækja alltaf nær og nær húðinni: „Guð minn góður/ hvað ég kvíði þeim degi/ þegar þær verða komnar/ alla leið.“ Og ljóðið um rakvélarnar heitir auðvitað Framfarir. Ljóðin nýju sýna að Þórarinn Eldjárn er góður iðkandi máls og hugmyndarikur. Frjálslegu formi hefur hann gott vald á og yrkir meira að segja athyglisverð prósa- ljóð þótt varla geti þau talist frumleg, samanber „það var ekki lengur frumlegt / að vera frum- legur“. Eitt besta ljóðið í bókinni er af minningaætt, að mínum dómi verulega gott ljóð: Skyndileg endurfinning um vetrarsól og þessa tæru sunnudagsmorgna bernsku minnar við hitt kirkjugarðshornið nú er ég heyri tímaskakkan þrist vera að sækja í sig veðrið á flugvellinum sem ég stend hér annar og samur hlynurinn utan við gluggann síar sól aðra og sama inn á æðabert borðið þar sem smáir fingur aðrir og samir eru að hefja tangarsókn gegn rúsínu Þórarinn Eldjárn Góð gjöf gleður í hönd fer tími gleði og gjafa. Vandlátir vita hvað þeir vilja. Gefjunarteppi er vönduð gjöf - sem gleður. Hlý gjöf er góð gjöf. LEIÐANDI I LIT OG GÆÐUM

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.