Morgunblaðið - 18.12.1984, Page 28
28
MORGUNBLAÐID, ÞRIDJUDAGUR 18. DESEMBER 1984
Er sérhæfð læknis-
þjónusta til óþurftar?
BYGGINGAR SJÚKRAHÚSA Á ÖLLU LANDINU
Mkr VÍSITALA 1(1
eftir Magnús
Karl Pétursson
í Morgunblaðinu þann 13. des-
ember sl. birtist grein eftir Gunn-
ar H. Guðmundsson lækni, þar
sem allharkalega er veist að sér-
hæfðri sjúkrahúsþjónustu á ís-
iandi. Tilgangur þessarar greinar
virðist m.a. vera sá, að koma í veg
fyrir fjárveitingu til K-byggingar
Landspítalans, en fjárlög ársins
1985 eru nú í íokaafgreiðslu á AI-
pingi. Forvarnarstarfi er í grein
þessari stillt upp sem kosti, er
gera muni sérhæfða læknisþjón-
ustu óþarfa og til þess beitt rökum
sem á margan hátt eru misvísandi
og sum hver röng. Er það undar-
iegur misskilningur höfundar að
forvarnarstarf og lækning sjúkra
séu ósættanlegar andstæður.
Gunnar leggur réttilega áherslu
á mikilvægi forvarnarstarfs við
njartasjúkdóma. Á þessu sviði
hefur starf rannsóknastofu
Hjartaverndar borið mjög góðan
árangur en þar hefur um langt
árabil markvisst verið unnið að
leit áhættuþátta hjarta- og æða-
sjúkdóma. Er nú talið að fjórfalt
fleiri menn með háþrýsting fái
viðunandi lyfjameðferð en fyrir 15
árum. Mikill fjöldi manna hefur
einnig fundist með mikið kolester-
ol i blóði við hópskoðun Hjarta-
verndar. Um næstu áramót munu
taka gildi ný lög um tóbaksvarnir
þar sem skylt er að verja 2 pro-
millum af brúttósölu tóbaks til
tóbaksvarnarstarfs. Er þvi von
stórátaks á því sviði. Rannsóknir
sem gerðar hafa verið sýna að
hægt er að draga úr tíðni hjarta-
og æðasjúkdóma með slíku for-
varnarstarfi, en því miður er sú
fullyrðing Gunnars að hægt sé að
koma í veg fyrir 90% kransæða-
sjúkdóma og heilablóðfalla með
forvarnaraðgerðum ýkjukennd og
styðst ekki við marktækar rann-
sóknir. Betur að satt væri.
í grein Gunnars er það gagn-
rýnt að miklum fjármunum sé
„eytt“ til lyfjameðferðar krans-
æðasjúkdóma. Um 1967 var bylt-
ing í meðferð sjúklinga með
kransæðasjúkdóma. Fram á sjón-
arsviðið kom nýr lyfjaflokkur sem
reyndist mjög virkur til að draga
úr hjartaverk, lækka blóðþrýsting
og draga úr hjartsláttartruflun-
um. Með notkun þessara lyfja
hafa lífshorfur sjúklinga með
kransæðasjúkdóma batnað mjög
og að sjálfsögðu er þeim beitt í
ríkum mæli þrátt fyrir umtais-
verðan kostnað enda bæta þau líð-
Magnús Karl Pétursson
an, starfshæfni og lífshorfur þús-
unda íslendinga.
Gunnar talar um mikinn kostn-
að við kransæðaaðgerðir og miðar
þá við kostnað í Bandarfkjunum,
en hann er þar 20—27 þúsund
dollarar á aðgerð, en getur þess
ekki að langmestur meirihluti
þeirra íslendinga, sem farið hafa í
þessar aðgerðir, hafa farið til
Bretlands, þar sem kostnaðurinn
er meira en fjórfalt lægri, eða um
3.500 sterlingspund.
Hann telur misráðið að hefja
kransæðaskurðlækningar hér á
Jandi vegna þess að slfkt yrði
okkur of dýrt. Hér er þvert á móti
um sparnaðarráðstöfun að ræða
sem sýnt hefur verið fram á, en nú
þegar eru starfandi á Landspítal-
anum þjálfaðir hjartaskurðlækn-
ar og tækjakostnaður er aðeins 7
milljónir kr. án tolla.
í öllum löndum Vestur-Evrópu
fjölgar nú kransæðaaðgerðum
hratt eftir því sem aðstæður
batna, en íslenskir hjartalæknar
hafa verið í fararbroddi í beitingu
skurðlækninga, í meðferð krans-
æðasjúkdóma sem þeir eru stoltir
af. Talið er að hjartaöng hverfi
eða minnki stórlega hjá 80—90%
sjúklinga eftir aðgerð, og margar
rannsóknir benda til þess að lífs-
horfur sjúklinga batni, einkum ef
allar þrjár helstu kransæðarnar
eru þröngar eða þegar þrengsli
eru í meginstofni vinstri kransæð-
ar. Af 150 íslendingum sem njóta
skurðiækningameðferðar árlega
nú, má því ætla að 120—130 fái
verulegan bata og væri það
óvenjuieg læknisfræði að neita
kvöldum og oft óstarfhæfum
sjúklingum um meðferð sem líkleg
er til að bæta líðan þeirra fljótt og
vel með tiltölulega lítilli áhættu.
Á íslandi greinast nú um 700 ný
krabbameinstilfelli á ári og af
þeim eru á milli 60—70 lungna-
krabbamein. Hefur heildartíðni
krabbameinstilfella heldur farið
vaxandi undanfarna áratugi, en
með nútímaaðferðum er talið að
lækna megi rúmlega 40% allra
krabbameinssjúklinga. Um orsak-
ir krabbameins almennt er lítið
vitað, en sýnt hefur verð fram að
nána fylgni tóbaksreykinga og
lungnakrabbameins. Mikið for-
varnarstarf er nú þegar unnið í
reykingavörnum skólabarna og
vonandi eiga lög um tóbaksvarnir
sem áður er getið, eftir að draga
úr tóbaksreykingum. Með því
aukna forvarnarstarfi sem nú
beinist að þvi að finna sjúkdóminn
snemma þarf jafnframt bæta að-
stöðu til frekari greiningar og
markvissari meðferðar, eigi ár-
angur að nást, þvi ekki dugir að
finna sjúkdóminn á byrjunarstigi
sé engin aðstaða til meðferðar.
Forvarnarstarf hefur verið stór
þáttur i heilbrigðisþjónustu ís-
lendinga um langt árabil og má
þar nefna berklaeftirlit, ung-
barnaeftirlit, mæðraskoðun,
skólaeftirlit, starf Hjartaverndar
og Krabbameinsfélags íslands að
ógleymdu þvi forvarnarstarfi, sem
unnið er í daglegu starfi heimilis-
lækna og sérfræðinga innan
sjúkrahúsa sem utan. í nútima-
þjóðfélagi helst forvarnarstarf i
hendur sérhæfðrar þjónustu og
má sem dæmi nefna samstarf
Krabbameinsfélags íslands og
kvennadeildar Landspítalans sem
með sameiginlegu átaki hefur tek-
ist að minnka verulega dánartíðni
af völdum leghálskrabbameins.
Með aukinni ævilengd íslend-
inga aukast verulega líkurnar á
slitsjúkdómum allskonar, æða-
sjúkdómum og krabbameini. Von-
andi kemur sá tími að orsakir
þessara sjúkdóma finnist og hægt
sé að koma i veg fyrir þá. Á meðan
svo er ekki ber okkur að veita
sjúku fólki þá bestu heilbrigðis-
þjónustu sem völ er á, eins og
kveðið er á um i íslenskum lögum
um heilbrigðisþjónustu.
Landspitalinn er stærsta sér-
hæfða sjúkrahús landsins. Þar er
eina geislalækningatæki landsins.
Þangað koma nú á hverju ári 280
nýir sjúklingar i geislameðferð
vegna krabbameins. Tæki þetta er
nú orðið 15 ára gamalt og svarar
ekki lengur kröfum tfmans, og
sýnt er að það muni ekki endast
nema fá ár til viðbótar. Ný tegund
geislalækningatækis, svonefndur
línuhraðall, sem reyndar hefur
verið í notkun i nágrannalöndum
okkar i rúm 20 ár, mun þarfnast
sérstakrar byggingar sem ekki er
til á Islandi i dag, m.a. vegna
geislavarna sem slíkt tæki krefst.
Sá áfangi sem fyrirhugaður hefur
verið á næstu 4 árum i svokallaðri
K-byggingu Landspítalans er ætl-
að að hýsa þetta tæki svo og að-
stöðu til lækninga krabbameins-
sjúklinga. Á línuriti þvi sem fylgir
grein þessari, má sjá fjárveitingu
til bygginga sjúkrahúsa á öllu
Iandinu 1965—1984. Er þarna átt
við öll hús í heilbrigðisgeiranum,
þar með taldar heilsugæzlustöðv-
ar, sjúkrahæli og elliheimili, þar
sem ekki er um íbúðir að ræða. í
linuriti þessu kemur skýrt fram að
á sama tima og sjúkrahúsbygg-
ingar á öllu landinu hafa verið af-
ar miklar hafa útgjöld til Land-
spítalans verið sáralítið brot af
þessari upphæð og farið jafnt og
þétt minnkandi. Áuk þess má geta
að frá árinu 1974 hefur megnið af
því fé sem fram kemur á þessu
linuriti, runnið til geðdeilda
Landspítalans.
Það er ljóst, að verði ekki af
framkvæmdum við K-byggingu
nú, verður að senda um helming
þeirra sjúklinga sem nú þurfa á
geislameðferð að halda utan innan
fárra ára og yrði kostnaður við
það mun meiri en sem svarar upp-
byggingu og rekstri krabbameins-
meðferðarinnar hér heima.
Við viljum að lokum vara við
þeirri tilhneigingu að reynt sé að
reka fleyg milli forvarnarstarfs og
sérhæfðrar læknisþjónustu á ís-
landi eins og Gunnar H. Guð-
mundsson gerir í grein sinni í
Morgunblaðinu 13. desember sl.
Allir réttsýnir læknar ættu að
geta sameinast um eflingu sjúkra-
húss allra landsmanna, Landspít-
alans. Brýnasta verkefnið þar er
nú vonandi í sjónmáli, K-bygging-
in.
Magnúa KaH Pétursson er formaóur
læknaráAs Landspítalans.
Vinakvöld
á aðventu
ÞRIÐJUDAGSKVÖLDIÐ 18. des-
ember kl. 20-30 býðar kór Flemt-
borgarskóla í Hafnarfirði öllum bæj-
arbúum til vinakvölds ó aðventu í
hátíðarsal skólans. Þar munn kórfé-
lagar ásamt hlóðfæraleikurum nr
skólanum flytja jóla- og hátíðatón-
list.
Sérstakir gestir kórsins verða
börn úr Hafnarfirði á aldrinum
7—13 ára, sem flytja munu helgi-
söngleik.
Dagskránni verður skipt i 3
hluta, en á milli þeirra verður
gestum boðið upp á kaffi og kræs-
ingar. Það skal tekið fram að að-
gangseyrir að kvöldboði þessu er
enginn, en þeim sem hlýhug bera
til starfsins gefst kostur á að
styrkja sjóð kórsins.
Þetta er nýbreytni í starfi kórs
Flensborgarskóla sem vonar að
sem flestir njóti þessarar kvöld-
stundar með þeim.
Unglinga-
bók eftir
Hans Hansen
ÚT ER komin bókin Gröfin sltær-
gula eftir danska höfundinn Hans
Hansen í þýðingu Vernharðar Linn-
eC
Bókin er kynnt þannig á bók-
arkápu:
„Gröfin skærgula fjallar um
unglinginn Andrés. Móðir hans er
flutt að heiman. Hann og stjúpi
hans búa einir í húsinu. Hann veit
það eitt að hann sættir sig ekki við
þetta ástand. En hvað hefur
gerst? Enginn gefur honum neina
skýringu. Hann verður sjálfur að
finna hana og reyna að koma mái-
unum í lag. En það getur orðið
erfitt. Hver er Vívían? Þessi með
blárauðu neglurnar í himinbláu
skónum?"
Gröfin skærgula er 94 bls. Útgef-
andi er Almenna bókafélagið.
Eókin er unnin í Prentsmiðju
Árna Valdemarssonar og örkinni.