Morgunblaðið - 18.12.1984, Síða 32

Morgunblaðið - 18.12.1984, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1984 GOTT TÆKIFÆRI GOTT VERÐ GÓÐ VARA Nú gefst tækifæri til hagstæðra innkaupa á ýmsum hlutum viðkomandi tölvum. Eftirfarandi verðlisti sýnir einingaverð á nokkrum þeirra. Disketta 1 kr. 239.- Disketta 2D kr. 279,- Disketta 2D í PC kr. 212,- Litaband í PC kr. 336.- 500 bls. A4 pappír kr. 207.- Að sjáifsögðu býðst enn betra verð með magn- kaupum eða t.d. PC pökkum. PC-pakki I PC-pakki II 20 stk. diskettur 2D 30 stk. diskettur 2D 500 bls. A4 pappír 500 bls. A4 pappír 2 stk. litabönd á kr. 4.560.- 3 stk. litabönd á kr. 6.950.- Gríptu þetta tækifæri, hafðu samband í síma 91-68 73 73, það borgar sig. EEE -...EE=. — IBM á íslandi, Skaftahlíö 24, = ==F ==== Reykjavík, sími (91) 68 73 73. Vertu þ.ú sjálfur... KENNÐU ÖÐRUM HVERNIG ÞÚ VILT LATA KOMA FRAM VIÐ ÞIG Ný bók eftir höfund bókarinnar „Elskaðu sjálfan þig”. Þessi nýja bók ____fjallar um að velja sjálfur. Hún byggir á þeirri meginforsendu að þú hafir rétt til að ákveða hvemig þú viljir lifa lífinu, svo framarlega að þú gangir ekki á rétt annarra. Þú getur fylgt eigin sannfæringu og stjómað lífi þínu sjálfur í stað þess að hlaupa eftir dyntum annarra. Þú getur verið ábyrgur og frjáls. Þú getur staðið á þínu án yfirgangs eða sektarkenndar * því þetta er þitt líf og þú einn getur lifað því. Dr. Wayne W. Dyer er víðkunnur bandarískur sálfræðingur og bækur hans hafa farið sem eldur í sinu um allan hinn vestræna heim. Bókin „Elskaðu sjálfan þig” vakti gífurlega athygli og er bók bókanna hjá mörgum þeim er lesið hafa. Auðveldaðu þér listina að lifa lífinu og njóta þess. FRJÁLSASTIR ALLRA ERU ÞEIR SEM ÖÐLAST HAFA INNRI RÓ OG FRIÐ BRÆÐRABORGARSTÍG 16 SÍMI 2 85 55 Fólkið bíður eft- ir aðstoð sem kemst til skila eftir Gunnlaug Stefánsson Préttirnar af hinni skelfilegu neyð fólks á þurrkasvæðunum í Eþíópíu vekja óhug. Veruleiki neyðarinnar er við blasir er ólýs- anlegur. Nær ómögulegt er fyrir okkur, sem upptekin erum af öðru vísi vandamálum, að setja okkur í spor þessa líðandi fólks og skilja raunir þess. Að deyja úr hungri var hlutskipti margra Islendinga á ýmsum tímaskeiðum í sögu þjóð- arinnar. Að baki velmegun þjóðar- innar i dag liggur striðandi bar- átta kynslóða er lögðu líf af mörk- um í grundvöll, sem við göngum svo hnarreist á. Þessi saga vill gjarnan gleymast f amstri dag- anna. En við erum rækilega minnt á þessa baráttu fortíðarinnar, þegar við fréttum af slíkum hörm- ungum I fjarlægu landi, þar sem fólk heyr baráttu fyrir brauði upp á líf og dauða. Hungurdauði í auðugum heimi Það er erfitt að skilja hvernig þvílíkt og annað eins geti gerst, að fólk láti lífið úr hungri, hundruð þúsunda, á tímum ótrúlegra fram- fara á öllum sviðum mannlífsins. Er það náttúrunni einni að kenna? Eru ekki til næg matvæli í heim- inum fyrir alla jarðarbúa til fram- færslu? Eru þeir betur settu, sem hafa nóg að bíta og brenna, af- skiptalausir um þá sem þjást úr hungri? Hafa stjórnvöld f löndum neyðarinnar brugðist? Spurningarnar hrannast upp. Þegar stórt er spurt verður fátt um svör. Gagnvart öðrum eins vanda og hungrið er, dugir ekki ein einhlít skýring. Þaðan af sfður verður vart búist við því, að hung- urvandinn verði leystur í eitt skipti fyrir öll með einni skyndi- lausn. Þegar ógnin er skollin á, gefst lítill tími til hugmyndafræðilegra og pólitfskra umræðna. Yfirstand- andi neyð verður tæpast bjargað með rabbi yfir rjúkandi kaffi í notalegu umhverfi á kaffihúsi í góðra vina hópi. Það eina sem dugir eru skjót viðbrögð til hjálp- ar. Fáar þjóðir ættu að þekkja betur hve stutt er milli lífs og dauða þegar náttúran ógnar lifi en íslendingar. Þá skiptir oft sköpum að eiga björgunarsveitir i við- bragðsstöðu, skipaðar þjálfuðu liði, sem í krafti fórnfýsi leggja sig oft i hættu svo öðrum megi bjarga. Þegar við stöndum frammi fyrir óumflýjanlegri neyð, þá spyrjum við ekki fyrst: Af hverju? Heldur: hvernig getum við bjargað strax? Hvað getum við gert strax? Þó neyðarkallið núna berist úr fjarska, þá getur enginn komist hjá að heyra neyðarhrópin. Tækn- in hefur séð svo um að neyðin stendur gjörsamlega nakin á miðju stofugólfinu á hverju heim- ili landsins. Stundum hvarflar að manni að fólk deyi úr hungri í beinni útsendingu nánast við fæt- ur manns. Þær raddir heyrast, að fjölmiðlarnir ættu að hlífa manni við að þurfa að horfa á slíkar hörmungar. En hvað sem slikar raddir segja, þá verður ekki undan því hlaupist, að þetta dauðans ástand varir núna, og ef takast á að fækka fórnarlömbum hungurs- ins, duga ekki önnur ráð en öflugt björgunar- og hjálparstarf. Hjálparstofnun kirkjunnar stendur nú fyrir landssöfnun til hjálpar á þurrkasvæðunum í Afr- RÚ LLUG LUGG ATJÖLD pilu I Nýkomin sending af Pílu-rúllu- gluggatjaldaefnum. Ný mynstur, nýir litir. Úrval af glugga- tjaldaefnum í sömu litum og mynstr- um og Pílu-rúllugluggatjöld. Kreditkortaþjónusta. pilu i-" Pílu-rúllugluggatjöld, Suðurlandsbraut 6, sími 83215 Metsölublúd á hverjum degi!
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.