Morgunblaðið - 18.12.1984, Side 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1984
Vissir þú aö hjá okkur færöu margar hugmyndir aö
góöum jólagjöfum? Gjöfum sem gleöja um leið og
þær gera gagn.
Veitum sérstakan jólaafslátt af verkfærum og ýmsum
Skíðabogar á bíltoppinn . kr. 775.-
Bílamottur 4 stk. í setti ... kr. 980.-
Skíðahanskar ............. kr. 240.-
Leikfangabílar ........frá kr. 30.-
Tölvuúr ...............frá kr. 233.-
Litlar, þunnar reiknitölvur
Barnabílstólar
Vasaljós
Rakvélar
Olíulampar
Kassettutöskur
Topplyklasett
Vatteraðir kulda -vinnugallar
- og margt, margt fleira.
Gerið svo vel. Komið og skoðið úrvalið.
STÖÐVARNAR
Grensásvegi 5
vörum fyrir þessi jól:
Hvernig breytast
bílar niilli ára?
Honda Accord fær nýja vél, 1850 rúmsentimetra, með 1985-árgerðinni.
Ný vél í Honda
Accord og Prelude
BREYTINGAR milli ára verða
ekki mjög miklar á Honda-bifreið-
um, sem Honda-umboðið á íslandi
flytur inn. Ástæðan er sú að miklar
breytingar voru gerðar á Honda-
bifreiðum fyrir ári, þ.e. '84-árgerð-
in breyttist verulega frá '83-árgerð-
innL
Smávægilegar útlitsbreyt-
ingar verða á stærri Honda-
bílunum, Accord og Prelude. En
aðalbreytingin á Accord og
Prelude er sú að þeir fá báðir
nýja vél með 1985-árgerðinni. Er
hún 1850 rúmsentimetra, 12
ventla og 100 hestöfl.
Prelude og Accord verða allir
búnir aflstýri, eru með sóllúgu
og rafdrifnum rúðum. Fæst Ac-
cord ýmist tvennra eða fernra
dyra en Prelude tvennra. Báðar
gerðir eru ýmist beinskiptar, 5
gíra, eða með fjögurra hraða-
stiga sjálfskiptingu.
Honda Civic er seldur hér í
fjórum útgáfum, ýmist bein-
skiptur eða sjálfskiptur, tvennra
fernra eða fimm dyra. Miklar
breytingar urðu á Civic fyrir ári
og bíllinn í raun endurhannaður.
Auk útlitsbreytinga var sett í
hann ný og fyrirferðarlítil fjög-
urra strokka vél 1350 eða 1500
rúmsentimetra, 71 hestafl sú
minni en 85 sú stærri. Einnig
nýr fjöðrunarbúnaður.
Rými inni í bílnum jókst í
fyrra vegna þess að vél, fjaðra-
búnaður og aðrir mekanískir
hlutir voru minnkaðir og yfir-
bygging endurhönnuð.
Allir bílar frá Honda eru
framhjóladrifnir.
Aöalbreytingin á Honda Prelude milli ára er aö ný fjögurra strokka, 12
ventla, 100 hestafla vél hefur vcrið sett í bflinn.