Morgunblaðið - 18.12.1984, Side 41

Morgunblaðið - 18.12.1984, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1984 41 Danir finna engan kafbát Kaupmannahöfn, 17. desember. AP. ÞYRLUR og skip danska sjóhersins leituöu um helgina dyrum og dyngjum aö óþekktum kalbáti sem sást bæði á ratsjártækjum herstöðv- ar og í yfirborðinu í ísafirði. ísafjörður er í Kattegat við norðvesturhluta Kjálands. Þar er tundurskeytamiðstöð danska hersins, fleiri hernaðar- mannvirki og orkuver. Það var Ekstra Bladet sem greindi frá því að leit hefði haf- ist að bátnum þegar á fimmtu- daginn í síðustu viku, en hernum hefði tekist að halda öllu leyndu í tvo daga. Ónafngreindur starfsmaður við herstöð í ísa- firði sagði í samtali við dagblað- ið umrædda, að nokkrir aðilar hefðu séð nokkuð sem þeir töldu geta verið kafbát í sjónum og á sama tíma hefðu ratsjártæki numið torkennilegan hlut á hafsbotni á þessum slóðum. ísafjörður er yfirleitt grunnur og því gerðu menn sér talsverðar vonir um að finna mætti hinn óboðna kafbát. Hann virðist hins vegar vera á bak og burt, því leit er hætt. En einmitt vegna hins litla dýpis í firðinum voru marg- ir með vangaveltur um hvort hér hefði verið á ferðinni dvergkaf- bátur af því tagi sem Svíar hafa sagt að hafi þráfaldlega vanvirt landhelgi sína og jafnvel verið að sniglast við bryggjusporða. 0 Allir skíðamenn vilja komast á toppinn IOSSIGNOL skíði í úrvali Einnig aðrar heimsþekktar skíðavörur 3 koflach skíöabindingar skíöaskór skíöastafir skíöaskór Jólatilboð okkar:C0M pact skíöi kr. 1.200,- Laugavegi 178. Símar 16770 — 84455.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.