Morgunblaðið - 18.12.1984, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 18.12.1984, Qupperneq 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1984 STHANDlÐ ! HORNSVIK: „Guðsmildi að bátinn skyldi reka á milli skerjanna“ — segja feðgarnir Theódór Ólafsson 1. vélstjóri og Hafþór Theódórs- son 1. stýrimaður „Björgunin hér var alveg með eindæmum vel heppnuð. Það er ekki síst góðum Uekjabúnaði björgunarsveitarinnar að þakka. Viljum við koma bestu þökkum til þeirra og jafnframt til skipstjóra og annarra skipverja i Erling KE sem lögðu sig í hættu við að bjarga okkur,“ sagði Theódór Ólafsson 1. vélstjóri á Sæbjörgu, en hann er jafnframt annar eigandi bátsins, er blaðamaður ræddi við hann á Höfn í gær og Hafþór son hans, sem var 1. stýrimaður um borð. Theódór og Hafþór lýstu at- burðunum í fyrrinótt þannig: „Við lönduðum loðnu á Seyðis- firði og vorum á leið heim til Eyja í jólaleyfi. Um klukkan 4 í nótt þegar við vorum um 2,5 sjó- mílur þvert úti af Stokksnesi, á siglingarleið, brotnaði stykki i keflablásara með þeim afleiðing- um að aðalvél skipsins varð svo til óvirk. Við vorum í vondu veðri, 7—8 vindstigum og mikl- um sjó. Strax náðist í Erling KE, sem var skammt frá okkur, þegar kallað var eftir aðstoð og kom hann eftir örskamma stund. Við komum snurpuvír á milli og ætl- aði hann að toga okkur lengra frá landi en vegna þess hvað mikill sjór var slitnaði vírinn fljótlega. Þeir á Erlingi gerðu allt sem þeir gátu til aö bjarga okkur og um tíma voru þeir í meiri hættu en við. Erling er minni bátur og það braut svo mikið á honum að eitthvað lét undan á þilfarinu á meðan á þessu stóð. Við vorum þá um 500 metra frá landi og settum bæði akkerin út til að reyna að halda honum uppí. Hann dró akkerin en þau hægðu þó mikið á rekinu. Þetta leit orðið skuggalega út og ekkert af því sem við gerðum dugði. Bátinn rak á milli skerja og hann dansaði á grjóti þangað til hann varð landfastur eitthvað á annað hundrað metra frá landi. „Ert þú ekki hress vinur,“ sagði Theódór 1. vélstjóri og klappaði á öxlina á Kristbergi háseta í slysavarnahúsinu í Höfn. Hafþór, 1. stýrimaður, sonur Theódórs, situr fyrir miðri mynd með kaffibollann í hendinni. Við reyndum að halda mann- skapnum sem mest niðri í borð- salnum á meðan hann rak. Þeir tóku þessu með mestu ró, hituðu sér kaffi og spiluðu. Þeir komu síðan upp í brú þegar báturinn var orðinn landfastur. Það var ekkert annað en Guðs mildi að bátinn skyldi reka á milli þess- ara skerja. Okkur er sagt að við höfum komið í land á einum al- besta staðnum á ströndinni. í þriðju tilraun tókst að koma línu í land þar sem björgunarsveitar- mennirnir tóku við og drógu okkur í land hvern á fætur öðr- um. Gekk það mjög fljótt fyrir sig,“ sögðu þeir feðgar. Hafþór tognaði og marðist á öðrum fæti við björgunina og var sá eini sem eitthvað sá á eft- ir strandið og björgunaraðgerð- irnar. Hann lýsti því svo: „Við festum línuna upp í afturmastr- ið til að björgunarstóllinn færi ekki í sjóinn. Þurfti 4—5 menn til að koma mönnunum með góðu móti í stólinn og varð því erfiðara að eiga við þetta eftir því sem færri urðu eftir. Ég var þriðji síðastur úr skipinu, á und- an pabba og skipstjóranum, og lenti með fótinn á milli rimla í rekkverkinu." „Óvissa ríkti hvert bátinn mundi bera“ — Rætt við Guðbrand Jóhannsson, formann björgunarsveitarinnar í Höfn í Hornafirði „HANNES Hafstein, framkvæmdastjóri Slysavarnafélags Islands, hafði samband við mig rétt um fimmleytið og sagði að Sæbjörgin ætti í erfiðleikum um 1 sjómflu út af Stokksnesi. Björgunarsveitin var ræst út skömmu síðar og við héldum austur að Stokksnesi. Sæbjörgin var þá að velkjast í brimgarðinum milli Stokksness og Hafnar- tanga,“ sagði Guðbrandur Jóhannsson, formaður björgun- arsveitar Slysavarnafélagsins á Höfn í Hornafirði, í sam- tali við Mbl. reyna að bíða birtingar. Það dró úr brotum yfir skipið þegar nær landi kom. Skipið tók niðri rétt um klukkan átta í miðri Horns- vík, milli Stokksness og Hafnar- tanga þar sem stórgrýti er. Eng- Guðbrandur Jóhannsson sem um vafa er undirorpið að sú stjórnaði björgunaraðgerðum. ákvörðun að láta akkeri niður „óvissa ríkti um hvert bátinn mundi bera. Skipverjar höfðu látið akkeri út til þess að draga úr reki bátsins, en veður var slæmt, suðaustan 8—9 vindstig og mikið brim. Við vorum í stöð- ugu sambandi við skipstjóra Sæ- bjargarinnar og ákváðum að Skipbrotsmennirnir af Sæbjörgu Skipbrotsmennirnir af Sæbjörg- inni og hhiti björgunarmanna fyrir framan slysavarnahúsið á Höfn. Skipverjarnir eru (f.h.): Víðir Kristjánsson háseti, Daði Hrólfs- son, háseti, Óðinn Þór Hallgríms- son háseti, Þórir Andrésson mat- sveinn, Guðjón Guðbergsson há- seti, Stefán Geir Gunnarsson 2. stýrimaður, Sigmundur Sigurðsson háseti, Hafþór Theódórsson 1. stýrimaður, Ólafur Ingi Þórðarson háseti, Óskar P. Friðriksson há- seti, Ögmundur Magnússon skip- stjóri, Þorsteinn Árnason 2. vél- stjóri og Theódór Ólafsson 1. véÞ stjóri. Rétt sést í kollinn á Krist- bergi Einarssyni háseta fyrir aftan Tbeódór og björgunarsveitarmenn- ina. Þeir eru allir búsettir í Vest- mannaeyjum nema Ögmundur sem býr f Reykjavík og Daði sem er búsettur f MosfellssveiL Björg- unarsveitarmennirnir eru m.a. (f.v.): Sveinn Sighvatsson, Guð- brandur Jóhannsson og Jón Friðriksson. átti ríkan þátt f því að skipið tók niðri í víkinni — á bezta stað. Að vísu tók skipið niðri á grjóti, en það eru smámunir einir miðað við það ef skipið hefði rekið upp í brimgarðana við Stokksnes eða Hafnartanga. Skipverjar skutu línu i lánd og klukkan 8.48 var fyrsti skip- brotsmaðurinn kominn í land og sá síðasti klukkan 9.35. Björgun- in gekk mjög vel, áfallalaust að mestu, en einn skipverji meidd- ist á fæti á leið frá skipi. Skipið tók niðri liðlega eitt hundrað metra frá landi. Við höfðum þriggja drifa vörubíl með krana og tókst að mestu að halda mönnum í björgunarstól úr sjó á leið í land,“ sagði Guð- brandur. Eftir giftusamlega björgun var farið með skipverja f björgunarskýli Slysavarnafé- lagsins í Höfn þar sem konur úr kvennadeild féiagsins veittu kaffi og meðlæti. Að þvi loknu voru skipbrotsmönnum fengin þurr og hlý föt og heilsast öllum vel.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.