Morgunblaðið - 18.12.1984, Page 49
49
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1984
Til vinstri á þessari brjóstaröntgenmynd sést hvítur blettur f brjóstinu. Blettur þessi viróist vera krabbamein.
„Skylda Krabbameins-
félagsins að veita bestu
þjónustu sem völ er á“
— segir G. Snorri Ingimarsson læknir
Þegar vísbending um krabbamein hefur komið fram, þi er tekin mynd af
þeim stað, sem meinið er á. Meinið er staðsett nákvæmlega, því í ramma
þeim, er sést yfir brjóstinu, er nákvæmur kvarði.
KRABBAMEINSFÉLAGI jslands var laugardaginn 8. desember færð vegleg
gjöf frá Kauða krossi fslands. l>að er röntgentæki til greiningar á brjósta-
krabbameini og er andvirði gjafarinnar um 2,5 milljónir króna.
Dr. G. Snorri Ingimarsson, for-
stjóri Krabbameinsfélags íslands,
sagði í viðtali við blaðamann
Morgunblaðsins, að tæki þetta
væri það fullkomnasta sem nú
væri völ á. „Þetta tæki gefur
möguleika á að greina hnúta í
brjóstum, sem erfitt væri að finna
við þreifingu og í sumum tilvikum
verður nú mögulegt að gera það
takmarkaðar aðgerðir að konan
haldi brjóstinu," sagði Snorri.
Krabbamein í brjósti er lang-
algengasta tegund krabbameins
hjá konum hér á landi eins og í
flestum vestrænum löndum. Nú er
talið, að þrettánda hver íslensk
kona fái brjóstakrabbamein. Ár-
lega finnast 80—90 ný tilfelli og
20—30 konur látast árlega af völd-
um þessa sjúkdóms.
Krabbameinsfélag íslands hóf
skipulega leit að leghálskrabba-
meini árið 1964 og hefur félagið
fengið alþjóðlega viðurkenningu
fyrir árangur sinn á því sviði.
Skipuleg leit að brjóstakrabba-
meini hófst árið 1973. Brjóstin eru
þreifuð og í völdum tilvikum eru
konurnar sendar í nánari rann-
sókn, m.a. röntgenmyndun. Heil-
brigðisráðherra skipaði nefnd árið
1981, sem hafði það hlutverk að
kanna grundvöll skipulegrar leitar
að brjóstakrabbameini með
brjóstaröntgenmyndatöku
áliti í sumar og mælti með, að
skoða beri allar islenskar konur á
aldrinum frá fertugu til sjötugs
annað hvert ár.
Um miðjan april var haldin al-
þjóðleg ráðstefna hér á landi um
leit að brjóstakrabbameini. Þar
komu saman sérfræðingar frá
mörgum löndum og ræddu um þá
reynslu, sem fengist hefur af slík-
um rannsóknum erlendis. I niður-
stöðum ráðstefnunnar segir m.a.:
„Margt bendir til þess, að með
skipulagðri leit meðal heilbrigðra
kvenna, þar sem beitt er brjósta-
myndatöku og skoðun, megi lækka
dánartíðni úr brjóstakrabbameini,
a.m.k. meðal kvenna yfir fimmt-
ugt. Tæp 40% lækkun á dánartíðni
fyrstu fimm árin kom í ljós í
stórri bandarískri könnun.“ Enn
Á þessari röntgenmynd sést hvernig holnál er stungið í meinið og tekið úr þvf sýni. Þegar staðfest er að um
krabbamein er að ræða er litarefni sprautað í meinið og er þá auðveldara fyrir skurðlækna að finna meinið og
fjarlægja það.
G. Snorri Ingimarsson forstjóri
Krabbameinsfélags íslands.
fremur segir: „Bæði með brjósta-
myndatöku og skoðun er hægt að
greina brjóstakrabbamein i ein-
kennalausum konum yfir fertugt,
en myndataka er næmari grein-
ingaraðferð við hópskoðun heldur
en þreifing ein sér. Niðurstöður
bandarísku könnunarinnar benda
til þess, að með skipulögðum rann-
sóknum sé unnt að greina krabba-
mein í brjósti 12—18 mánuðum
fyrr en með hefðbundnum aðferð-
um.“
Fjöldi kvenna, sem greinist með
brjóstakrabbamein, hefur aukist
með hverju árinu, en dánartíðni
hefur að sama skapi minnkað. Á
árunum 1956-1960 lifðu 85%
þeirra kvenna, sem greindust með
brjóstakrabbamein lengur en eitt
ár og tæpur helmingur lifði lengur
en fimm ár. Tuttugu árum síðar
lifðu 92% kvenna lengur en eitt ár
og tvær af hverjum þremur kon-
um lengur en fimm ár. Nú eru á
lífi á sjöunda hundrað kvenna,
sem greinst hafa með brjósta-
krabbamein.
„Það er okkar draumur, sem að
þessu störfum, að unnt verði að
nota þetta nýja brjóstaröntgen-
tæki til rannsókna á öllum konum,
sem til okkar leita, hvort sem
grunur leikur á að þær séu með
brjóstakrabbamein eða ekki,“
sagði Snorri. „Þess eru fjölmörg
dæmi, að krabbamein í brjósti,
sem alls ekki fannst við hefð-
bundna skoðun með þreifingu,
hafi fundist við röntgenmynda-
töku. Þau brjóstaröntgentæki sem
hafa verið notuð hér á landi, á
Landspítalanum og á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Akureyri hafa gert
mikið gagn, en þvi miður eru þau
ekki lengur nógu fullkomin."
Röntgenmyndatæki Krabba-
meinsfélagsins gefur aukna mögu-
leika á að greina krabbamein á
frumstigi. Að auki er hægt að fá
stækkaða mynd af meininu og
staðsetja það nákvæmlega. Þegar
meinið hefur verið staðsett er tek-
ið úr því frumusýni. Ef ljóst er að
krabbameinið er illkynja, þá er
sprautað litarefni í meinið og eiga
skurðlæknar þá auðveldara með
að finna það og fjarlægja. Þetta
gerir það að verkum, að ekki er
nauðsynlegt að fjarlægja stóran
hluta brjóstsins, eða brjóstið allt,
til að vera þess fullviss að öll
meinsemdin hafi verið numin £
brott. Eins og nú er háttað málum,
verður þrautalendingin oftast sú
að fjarlægja allt brjóstið, því
krabbameinið greinist of seint og
er orðið útbreitt. Síðbúin greining
veldur þvi oft, að læknisaðgerðir
verði umfangsmeiri en ella.
j húsi Krabbameinsfélags ís-
lands, „Húsinu, sem þjóðin gaf“ er
starfsaðstaða mun betri en var í
húsnæði félagsins við Suðurgötu.
Húsnæði til brjóstaröntgen-
myndatöku er á annarri hæð húss-
ins, í Leitarstöð, og húsnæðisleysi
ætti því ekki að hamla þvi að hóp-
skoðanir verði hafnar með nýja
tækinu. Snemma á næsta ári verð-
ur farið að nota nýja tækið viá
sérrannsóknir og í undirbúningi
er að hefja skipulega leit meðal
einkennalausra kvenna síðar á ár-
inu, þegar fjárhagslegur grund-
völlur verður fyrir hendi.
„í landssöfnuninni árið 1982,
sem bar yfirskriftina „Þjóðarátak
gegn krabbameini" kom skýrt
fram stuðningur landsmanna við
starfsemi Krabbameinsfélaga
landsins. Það er því ótvíræð
skylda okkar, þegar þjóðin hefur
sýnt vilja sinn í verki, að veita alla
þá þjónustu sem mögulegt er að^
veita við rannsóknir á krabba-
meini og gera allt sem í okkar
valdi stendur til að ná sem bestum
árangri í baráttunni við bennan
sjúkdóm," sagði Dr. G. Snorri
Ingimarsson, forstjóri Krabba-
meinsfélags íslands, að iokum.
RSv