Morgunblaðið - 18.12.1984, Side 50

Morgunblaðið - 18.12.1984, Side 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 18. DESEMBER 1984 VANDI BRESKS IÐNAÐAR i Nýja skipið Royal Princess, sem Bretar létu smíða í Finnlandi af því að breskar stöðvar voru ekki samkeppnisfærar eftir Steinar Steinsson Bresku iðnsamtökin CBI (The Confideration of British Industri) héldu ársfund sinn 5. og 6. nóv- ember sl. Það var fróðlegt að fylgjast með umfjöllun fundarins um vandamál Bretlands á sviði efnahagsmála og iðnaðar. Fundur- inn var ekki ólíkur því er gerist í okkar eigin heimahögum. Vanda- málin virðast æði lík og mörg af svipuðum rótum runnin. Táknrænn farkostur Um svipað leyti og fundurinn var haldinn bættist nýtt skip í breska fiotann. Var þar um að ræða glæsilegt forustuskip í farþegaskipafiota Breta, sem fékk hið glæsilegasta nafn, „Royal Princess". Koma skipsins er að mörgu leyti táknræn um vanda bresks iðnaðar. Skipið var smíðað í Finnlandi sökum þess að breskar skipasmíðastöðvar voru ekki „Ótti við að ný tækni eyddi störfum hefur valdið andstöðu gegn ný-tækniþróuninni. í dag eru þessi viðhorf að breytast. Mönnum er að verða Ijóst, að útilokað er að viðhalda störfum, er gefa mannsæmandi laun, nema þau skapi samkeppnis- og sölu- hæfa framleiðslu." samkeppnisfærar við finnskar varðandi verð og smíðahraða. Annað atriði, sem einnig er tákn- rænt, er að skipinu er ekki ætlað að leita viðskipta meðal breskra ferðamanna, heldur meðal Banda- ríkjamanna. Bandaríkjamenn eru taldir hafa betri efni á að greiða há fargjöld fyrir lúxusaðbúnað. Þótt þetta mál hafi ekki verið til umfjöllunar á fundinum er það dæmigert sem samnefnari um þau vandamál, sem þar voru til um- ræðu. Málefni fundarins í inngangsræðu formanns CIB, Sir James Cleminson, komu marg- ir athyglisverðir þættir fram, sem síðar voru ræddir ýtarlega á fund- inum og urðu tilefni til ályktana. Kom hann víða við í ræðu sinni, en lagði þó mesta áherslu á málefni er varða framleiðni bresks iðnaðar og viðskipti. Ræddi hann m.a. verkföll kolanámumanna, ný- tækni, menntun, fjárfestingu í iðnaði, markaðshlutdeild, Evrópu- bandalagið og afstöðu ríkisvalds- ins til iðnaðarins. Verður hér á eftir lítillega fjallað um einstaka þætti ræðu hans. Markaöshlutdeild Breta Hlutdeild Bretlands í heims- markaðnum hefur farið stöðugt rýrnandi. í upphafi síðasta ára- tugar var hlutur Bretlands um 10% en hefur síðan farið lækkandi og mun nú vera að nálgast 7,5%. Hann taldi lífsnauðsyn fyrir breskt efnahagslíf að spyrna fast við fótum og snúa vörn í sókn. „Við erum mílur vegar frá toppn- um,“ sagði hann, „en það verður að vera okkar markmið að ná á ný þeirri forystustöðu, er Bretland hafði í heimsversluninni." Það er ljóst að markið var reist hátt og að erfitt kann að vera að ná því. Af umræðum á fundinum var ljóst að mikill og samstilltur vilji er meðal breskra iðnfyrirtækja fyrir öflugu átaki á sviði markaðs-, ný- tækni-, fjárfestinga- og menntun- armála til að ná settu marki. Hagtölur Erfið samkeppnisstaða Breta kemur ekki á óvart þegar haft er í huga að laun í iðnaði hafa fjór- faldast á síðasta áratug í Bret- landi en á sama tíma aðeins tvö- faldast í samkeppnislöndum þess. Á þessu sama tímabili hefur framleiðni bresks iðnaðar vaxið um 25%, en framleiðni samkeppn- islandanna hefur hinsvegar vaxið um 50%. Cleminson lagði áherslu á að við slíkar aðstæður væri óhugsandi að vestrænum við- skiptavinum fjölgaði og bresk áhrif færu vaxandi, en um 80% af útflutningi þeirra fer á þennan markað. Áuk þess myndi of hæg- fara framleiðniþróun leiða til fækkunar á störfum á sama tíma og breska þjóðin þyrfti mjög á að halda öflugri uppbyggingu atvinnulífsins til að skapa ný störf eins og málum væri háttað. Ný-tækni Ótti við að ný-tækni eyddi störf- um hefur valdið andstöðu gegn ný-tækniþróuninni. í dageru þessi viðhorf að breytast. Mönnum er að verða ljóst, að útilokað er að við- halda störfum, er gefa mannsæm- andi laun, nema þau skapi sam- keppnis- og söluhæfa framleiðslu. Frestun á aðlögun að ný-tækninni mun því ekki viðhalda störfum heldur eyða störfum. Það var al- menn skoðun að leggja bæri ofurkapp á hagnýtingu ný-tækn- innar og að þróunin yrði að vera hröð. Hún yrði að vera hraðari en í samkeppnislöndunum svo unnt yrði að vinna upp það forskot, sem mörg iðnríkin hefðu nú umfram Breta. Fjármögnun ný-tækninnar Innreið ný-tækninnar í breskan iðnað virðist stranda á fleiru en viðhorfum verkalýðsfélaga og starfsmanna. Stórauka þarf al- menna þekkingu hjá iðnaðar- og tæknimönnum varðandi meðferð og hagnýtingu slíks búnaðar. Mik- ið fjármagn þarf til að byggja upp iðnað með nýtæknibúnaði, og hef- ur nægilegt fjármagn ekki verið aðgengilegt. Þá hefur skattakerfið og afskriftareglur þess ekki auð- veldað málin, en þær taka ekki nægilegt tillit til endurnýjunar á tækjabúnaði, sem slík þróun hefur í för með sér. Vandi bresks iðnað- ar er mikill en hann er ræddur af festu um þessar mundir og er lík- legt að árangur verði verulegur takist að halda þeirri festu, sem ríkti á fundinum. Verkfall kola- námumanna Verkfall kolanámumanna er orðið að „prinsippmáli". Þetta eru ekki lengur átök um laun heldur um hvort halda eigi gangandi rekstri óarðbærra náma, með stuðningi ríkisins, eða loka þeim með þeim afleiðingum að störf falla niður. Cleminson upplýsti, að framleiðslukostnaður kola úr hag- kvæmustu námunum næmi #0 en í óhagkvæmustu námunum væri kostnaðurinn #00 og meðalverðið væri #6 eftir að tilkominn væri fjárstuðningur frá ríkinu að upp- hæð 75 millj. Innflutt kol fengust hinsvegar fyrir #0 til #0 cif. Það var almenn skoðun á fundinum að bæta yrði atvinnuástandið í námuhéruðunum með því að renna stoðum undir arðbæran iðn- að þar. Hinsvegar væri útilokað að fallast á rekstur óarðbærra náma enda myndi slíkt hafa ófyrirsjá- anlegar afleiðingar sem fordæmi í öðrum starfsgreinum og leiða til versnandi samkeppnisstöðu og atvinnuástands. Tækni- og verkmennt Atvinnufyrirtækin hafa gert stórfellt átak í því að veita ung- mennum verk- og tæknimenntun með því að stórauka fjölda náms- og þjálfunarplássa í iðnaðinum. Þá hefur verið unnið markvisst að þvi að fræða og upplýsa kennara um iðnaðinn og efla skilning þeirra um gildi iðnaðar fyrir af- komu bresku þjóðarinnar. Það \ ar álit fundarmanna að unglinga- í Leðursmiðjunni við Skólavörðustíg úir og grúir af fallegum fatnaði, töskum, veskjum og beltum - allt sérhannaöir hlutir úr fyrsta flokks hráefni. Hver einstök flík hefur sinn sérstaka karakter, enda eru aðeins framleidd örfá eintök afhverri gerð. Líttu við og kynntu þér úrvalið - mátaðu það sem þér líst vel á - og þú munt fullvissast um að leðurvörurnar frá Leðursmiðjunni eru vandaðar, þœgilegar og fallegar flíkur. Leðursmiðjan Skólavörðustíg 17b Sími 28570

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.