Morgunblaðið - 18.12.1984, Side 60

Morgunblaðið - 18.12.1984, Side 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1984 \ Miðbæjarskipulag Mosfells- hrepps kynnt á almennum fundi Varmá Mosf. í desember. HREPPSNEFND Mosfellshrepps boðaði til almenns fundar um hreppsmál í Hlégarði sl. sunnudag þ. 25. nóvember kl. 16.00. Oddvitinn Magnús Sigsteinsson setti fundinn og kynnti fundarefni en tilnefndi síðan Vigfús Aðalsteinsson sem fundarstjóra en Halldór Frímanns- son og Sigurð Hreiðar sem fundar- ritara. Framsögu á fundinum fluttu þeir Magnús Sigsteinsson og sveit- arstjórinn Páll Guðjónsson en í máli oddvita kom m.a. fram um gang mála við skipulag hreppsins. Unnið hefir verið að þeim málum með vaxandi þunga, einkum frá 1978 er fram fór hugmyndasam- keppni um aðalskipulag Mos- fellshrepps. Á síðastliðnu ári var aðalskipulagið síðan staðfest og hefir reynst koma að góðu haldi um áframhald þessara mála. Á grundvelli þess var stofnað til samkeppni um deiliskipulag að miðbæjarsvæði sl. vor og bárust 9 úrlausnir en fyrstu verðlaun hlutu Guðrún Jónsdóttir og samstarfs- hópur hennar. Samið var við þessa aðila og um úrvinnslu tillagna þeirra og er það verk á góðum rekspöl. Miðbæjarsvæðið var fyrirfram afmarkað í nánd við gatnamót Þverholts og Vesturlandsvegar og stefnt að því að skipta svæðinu í áfanga. Nú liggja fyrir nánar út- færðar tillögur við verslunarhús Hengils sf. og vestur með Þver- holti. Þar er gert ráð fyrir að byggðin verði blönduð verslunar-, smáiðnaðar- og íbúðarhúsnæði með yfirbyggðu torgi og mark- aðhsúsi sem nefnt hefir verið „Grænigarður“. Tillögur þessar kynnti oddviti rækilega á fundin- um og upplýsti að nú þegar hefðu allnokkrar fyrirspurnir borist og reyndar einnig umsóknir um að byggja á svæðinu samkvæmt þess- um tillögum. Lögð er mikil áhersla á að tengja torgið og byggðina við klapparsvæði að vestanverðu með gróður- og verslunarhúsum, s.s. apóteki og fleiri stofnunum. Urð- irnar, en það er örnefni þessa opna klapparsvæðis eru friðaðar en þar er gert ráð fyrir göngustíg- um og ýmiss konar gróðri. Hvað varðar aukningu á íbúðabyggð er nú farið hægar í sakirnar en áður var. Því er stefnt að því að fólks- fjölgun verði 2—3% á ári og er það veruleg lækkun frá fyrri tíð er » ETTT GETUR ÞÚ BÓKAD! -ca K! -■ 4* r/o ’O 'o Réttar vörur á réttum stað Bókabúö -MÁLS & MENNINGAR./ LAUGAVEG118-101 REYKJAVÍK SÍMAR: 24240 - 24242 fólksfjölgun gat komist yfir 20% á ári. Eins og horfir nú verður væntanlega aukin íbúðabyggð suð- ur á bóginn í átt að Reykjalundi og Reykjahverfi, en þessar áætl- anir eru tengdar framkvæmdum á skolpleiðslu sem fyrirhuguð er af þessu svæði. Stærstu aðil- arnir eru í sambandi við núver- andi skolp en nokkuð vantar á að öll byggðin sé tengd. Hins vegar eru öll hús á þessu svæði tengd rotþróm þannig að svo til allt skolp sem kemur frá byggðinni fer í rotþrær og er ástandið í þessum efnum betra hér en víðast annars staðar, í nágrannabyggðarlögun- um. Þá hefir hreppsnefnd áætlun um byggingu iðngarða til þess að gefa þeim sem stunda ýmiss konar smáiðnað eða handverk á ýmsum stöðum í hreppnum góða aðstöðu en þessi hús er hugmyndin að reisa í iðnaðarhverfinu að Lága- felli. Það iðnaðarhverfi hefir verið i uppbyggingu nokkur síðastliðin ár en framkvæmdum miðað frem- ur hægt vegna mikils framboðs á svipuðum lóðum í nágrannasveit- arfélögunum með mjög góðum kjörum. Þetta svæði er mjög vel staðsett við Vesturlandsveginn og samgöngur við þéttbýlið í Reykja- vík og Mosfellssveit. Þá eru skil- málar um greiðslu þarna verulega hagstæðir og gatnagerðargjöldum stillt mjög í hóf svo sem önnur fyrirgreiðsla. Þá kom oddviti nokkuð inn á fjárhagsvanda sem hefir steðjað að sveitarfélögum á síðustu árum en hreppsnefnd hefir brugðist við því á þann hátt að hafa fjárhags- nefnd starfandi sem fer ofan í sauma fyrirtækja hreppsins og rekstur hans í heild. Öll útgjöld hafa verið skorin niður til hins ýtrasta og hefir þetta borið veru- legan árangur þannig að nú virðist rýmra um fjárhaginn en áður var enda fjárhagsástand þjóðarinnar annað og betra en áður. Oddviti lauk máli sínu með því að vísa frekari umræðum um fjárreiður hreppsins til sveitarstjóra. Páll Guðjónsson flutti síðan í stuttu máli ítarlega skýrslu um fjármál og rekstur sem hann áréttaði með töflum er birtust á skjánum um leið og talað var. Sveitarstjórinn ræddi nánari fjárhagsáætlun 1984 en nettó út- gjöld til hinna ýmsu málaflokka sýndu að þar ber hæst fræðslu- málin eða 15,9% af útgjöldum en almannatryggingar og félagsmál- in voru upp á 14,5%. Fjármagns- kostnaður nam 7,4% og stjórn sveitarfélagsins 5,5%. Áætlaðar tekjur 1984 sýndu að útsvör gefa 54.7% teksa. fasteignaakattur 13,4%, aðstöðugjöld 7,5%. Stærsti útgjaldaliður sveitarfélagsins er gatna- og holræsagjöld er nema 9.2 millj. króna, nýtt barnaheimili 2.2 milljónir, stofnbúnaður ýmis konar 1,5 millj., skipulagsmálin 1.3 millj. og búningsklefar við iþróttahús 1,2 milljónum en aðrir liðir eru lægri en tíðkast í ná- grannasveitarfélögunum enda stefnan að stilla skattakröfum mjög í hóf þar sem flestir íbúanna hafa verið að koma þaki yfir sig og sína á undanförnum árum. Að loknum framsöguræðum hófust umræður og fyrirspurnir um hin margvíslegustu mál svo sem samgöngumál, miðbæjar- skipulag og um fjölda bílastæða, dagvistunarmál, velferðarmál fyrir aldraða, útivistarsvæði og aðstöðu til iðkana alls konar íþrótta, skógræktar og fegrun- armál og margt fleira. Oddviti og sveitarstjóri svöruðu spurningum og gerðu málum allgóð skil f um- ræðunum. 1 ræktunar- og fegrun- armálum kom fram að hrepps- nefnd mun boða til fundar um skógræktarmál nk. laugardag þann 1. desember með þátttöku umhverfis- og fegrunarnefndar, skipulagsnefndar, skógræktarfé- lags Mosfellshr., Sambands sv.f. á höfuðborgarsvæðinu og fleiri að- ila. Á þennan fund eru menn hvattir til þess að mæta svo takast megi að gera skipulegt og gott átak í þessum málum í hreppnum. Fundurinn stóð í um 3 tfma og þótti takast vel. Fréttaritari

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.