Morgunblaðið - 18.12.1984, Side 67

Morgunblaðið - 18.12.1984, Side 67
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 18. DESEMBER 1984 67 Þórir S. Gröndal skrifar frá Flórída: Rigningin til foldar fellur Ég þykist vita, að þið séuð öll orðin yfir ykkur þreytt á tali og skrifum um alvarleg efnahagsmál og hnípna þjóð í vanda. Það varð- ar ef til vill við landráð að segja það, en ég held, að það séu góðir möguleikar á því, að allt þetta tal sé tómt píp. Síðan ég fór að fylgj- ast með, hefir svona komið upp hvað eftir annað, og stjórnmála- mennirnir hafa sagt þjóðina vera komna á heljarþröm. Ein fráfar- andi stjórn sagði hana hafa farið fram af hengiflugi. Á meðan hafa lífskjörin batnað svo til ár frá ári. í dag ætla ég því að tala við ykkur um alvarlegra málefni. Það snertir okkur öll og við höfum öll vit á því, þótt við getum lítið ráðið við það. Hérna á ég við blessað veðrið, sem er bæði haldbezta og vinsælasta umræðuefnið í öllum heiminum. Síðan við fluttum til Flórída hefi ég komist að þv(, að fólk hér talar líka mikið um veðrið. Það kvartar t.d. yfir hita og raka næst- um eins mikið og íslendingar kvarta yfir rigningunni. Menn skjótast úr loftkældum bílum sín- um inn í kæld húsin. Þegar þeir koma inn i svalann, þurrka þeir sér um ennið og segja: „úff, nú er so heitt uti!“ Yfir háveturinn, þeg- Söngva- bæRur við allra hæfí 22 jólasöngvar í léttum hljomborðsútsetningum. M.a. eru í bókinni flest lögin afplötunni eftirsóttu Bjart er yfir Betlehem, s.s. Bor- inn ersveinn í Betlehem, Gleðileg jól o.fl. Kátt er um jólln. Jólalög og sálmar hljómsett fyrir hljómborð og gítar. M.a. Adam átti syni sjö, Pabbi segir, Heims um ból, Nú skal segjao.fl. Gullkorn. 12 vinsælustu lög Magnúsar Eiríkssonar í léttum útsetningum fyrir hljómborð og gítar. M.a. Draumaprinsinn, Reyndu aftur, Róninno.fl. Leikum og syngjum. Vinsælustu barnalögin í léttum raddsetningum fyrirpíanó, eftirJón Ásgeirsson. M.a. Efværi ég söngvari, Meistari Jakob, Litla Jörp o.m.fl. Söngvabækurnar frá Isalögum eru varanleg gjöfsem veitir ómældar ánægjustundir. Sfmi 91-73411 ar hitastigið sígur stundum niður fyrir 10°C, tekur ekki betra við. Þá klæðast Flórídamenn ullarpeys- um, sem þeir hafa grafið upp úr skúffum sínum, og það er möl- kúlu„ilmur“ alls staðar. Og nú kvarta þeir yir þessum „bruna- gaddi"! Fjöldi manna hér hefir feiknar- lega gaman af að horfa á veður- fregnir í sjónvarinu á vetrum og gleypir þá í sig fréttir af fólkinu fyrir norðan berjast í stórhríðum og af bifreiðum föstum í snjó- sköflum. Þá sitja þeir ánægðir með sig og glotta illgirnislega í bjórinn sinn. Ég er ekkert viss um, að allir íslendingar myndu kæra sig um betra veðurlag á landinu, þótt þeir ættu þess kost. Hvað myndu landsmenn gera, ef sól og hiti ríkti allt sumarið? Þá yrði t.d. búið með allar sólarlandaferðirnar og húll- umhæið, sem þeim fylgir. Þá yrði ekki lengur hægt að býsnast yfir rigningu og sólarleysi, og menn gætu ekki skemmst sér við að met- ast um það, hvort þetta rign- ingarsumarið væri svæsnara en eitthvert annað. Svo er annað í sambandi við ei- lífa sól og hita, sem þið hafið sko ekki reiknað með. A helgum og frídögum getið þið ekki kúrt inn- anhúss og lesið bók, horft á sjón- varp eða prjónað. Samvizkan myndi ekki leyfa það. Þið yrðuð að „Síðan við fluttum til Flórída hefi ég komist að því, að fólk hér talar líka mikið um veðrið. l»að kvartar t.d. yfir hita og raka næstum eins mikið og íslendingar kvarta yfir rigningunni.“ skunda út í garð og reita arfa, slá grasið eða eitthvað því um líkt. Eða fara í eilífa göngutúra og jafnvel svifta ykkur klæðum, kasta ykkur á jörðina og láta sól- ina brenna skinnið. Eftir nokkur svona sumur, yrði fólk farið að stinga saman nefjum og rifja upp með söknuði rign- ingarsumarið mikla 1984 eða var það kannske 1965? Einn segir, að hann sakni þess, að regn skuli ekki lengur bylja á glugganum og hann minnist þess, hve notalegt það var að sitja inni i hlýju húsi leggjandi kapal og horfandi á sjónvarpið með öðru auganu. Annar segist ekki hafa haft tíma til að lesa al- mennilega bók síðan sólarsumrin hófust. Enn annar segist ekki geta sofið út á sunnudagsmorgnum fyrir góðviðri. Einn í viðbót segir, að öll þessi sól sé stórhættuleg fyrir hörundið; ekki hótinu betri en sólbekkirnir. Svo tuldrar hann eitthvað um það, að það ætti að tala við Eið og Jóhönnu um að flytja frumvarp. Nei, kæru lesendur, þið skuluð bara halda áfram að vera óánægð- ir með veðrið ykkar, því þá eruð þið ánægðastir. Nýlegar lífsham- ingjumælingar sanna það. Jæja, þá verð ég víst að hætta þessu spjalli. Samvizkan er farin að angra mig, því nú er hér sól og 20 stiga hiti. Ég er víst tilneyddur til að snauta út og fara niður á strönd eða eitthvað ... UTLANSKORT FRA V7DEÓSAFNINU SMLLDASGOÐ JOLAGJOF TlL ALLRA Á HETMTT.INTT Videósaínið er bylting á sviði myndbandaútlána á íslandi. Við sjáum um að sœkja og senda þér myndefnið þegar þér hentar. Þú getur pantað eins oft og þú vilt og greiðir aðeins kr. 1.800 fyrir þrjá mánuði eða 3.200 fyrir 6 mánuði - óháð því hvað viðskiptin eru mikil. Þú þarft ekki að reikna lengi til að sjá hve sparnaðurinn er mikill. Útlánskortunum fylgir 48 síðna pöntunarlisti með tœplega 900 myndatitlum að velja úr. Heimsendingarþjónusta um allt land VHS myndbönd - VHS myndsegulbönd /IIIWI Slllfil ifgaami VIDEÓSAFNIÐ SÍMI 28951

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.