Morgunblaðið - 18.12.1984, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1984
71
Kveðjuorð:
Helgi Guðmunds-
son Grindavík
Kirkjubólsþing) 20. júní 1874 dótt-
ir Hannibals Jóhannessonar
bónda þar, frá Kleifum í Skötu-
firði, og konu hans, Sigríðar Arn-
órsdóttur frá Vatnsfirði prests og
prófasts Jónssonar prests að
Mosfelli, Hannessonar bónda að
Marteinstungu í Holtum en faðir
Hannibals, Guðmundur Steinsson,
var sonur Steins Davíðssonar og
Signýjar Gissursdóttur frá Ósi í
Bolungarvík.
Börn Guðmundar og Guðríðar
voru sex, en nú lifa aðeins tveir,
Steinn og Guðmundur, báðir bú-
settir á ísafirði. Sigurvin dó 20
ára, hin hafa öll horfið á tæpu ári
Sigríður á annan jóladag sl., Elín
27. þ.á. og svo Hannibal 9. þ.m.
Á fermingarvorinu sínu missti
Hannibal móðurina, hún varð
bráðkvödd 20. júní 1921. Hann var
þá kominn til sumardvalar inn að
Birnustöðum í Laugardal, þar
hafði hann líka verið sumarið áð-
ur. Haustið 1923 missti Hannibal
svo líka föðurinn. Báturinn sem
hann var á fórst. Guðmundur náð-
ist með lífsmarki en komst aldrei
til meðvitundar. Þetta voru þung
og stór áföll á skömmum tíma
fyrir systkinin. Á Birnustöðum
var Hannibal svo í vinnumennsku
fram yfir tvítugt, þá fór hann að
búa í Þernuvík, Ögurhreppi, og tók
Guðmundur bróður sinn til sin,
sem þá var um fermingu, og
bjuggu þeir þar einir nokkur ár.
Hamingjan hafði þó ekki yfir-
gefið Hannibal frænda minn al-
veg. Til hans í Þernuvík flutti
unga og fallega heimasætan frá
Birnustöðum, Þorsteina Krist-
jana, dóttir Jóns Jónassonar á
Birnustöðum og Guðmundfnu
Hermannsdóttur úr Árneshreppi
Strandasýslu og giftist Hannibal
9. des. 1937, sama mánaðardag og
Hannibal andaðist 47 árum siðar.
Kvonfang Hannibals var ham-
ingjusporið hans stóra þvi Þor-
steina hefur fylgt honum i bliðu
og stríðu, sorg og gleði með sinni
einstöku ró, stillingu og æðruleysi.
Hún var hans styrka stoð í lffinu.
í Þernuvik bjuggu þau til vors-
ins 1944 að þau fluttu út að Han-
hóli í Bolungarvík með börn sín og
bú. Börnin voru þá orðin sjö, og
átta áttu eftir að bætast við. Mót-
orbátur var fenginn til flutn-
inganna og allt gekk vel.
Eftir að þau komu að Hanhóli
gat Hannibal sinnt vinnu niðri í
Bolungarvík ásamt búverkunum
og heyrt hef ég að þá hafi hann oft
ætlað sér tveggja manna verk.
Hann var fljóthuga hamhleypa við
vinnu, snarpur og sterkur. Þor-
steina lét þá ekki heldur sitt eftir
liggja við vinnuna, utan húss og
innan, þó hún virtist fara hægt.
Þau voru bæði ung og hraust,
heimijið þurfti mikils með og þá
var bara að vinna meira, ekki voru
miklar barnabætur i þá daga.
Hannibal frænda man ég alltaf
léttan á fæti, með bros á vör. Þar
var ekki víl eða vol og barlómur
heyrðist aldrei á þeim bæ.
Börnunum var kennt að hjálpa
til, um leið og þau gátu eitthvað,
og líka að hjálpa hvert öðru. Þau
eru fallegur hópur sem dreifst
hefur um landið en samheldni
þeirra er mikil og ræktarsemin við
foreldrana, sem eiga líka allt gott
skilið. Ef veður leyfir fara þau öll
heim til Hanhóls, til þess að fylgja
föður sínum síðasta spölinn og öll
tengdabörnin líka sem komast.
Börnin eru eftir aldursröð: Sigur-
vin, vélstjóri, kvæntur Sigrúnu
Jónasdóttur, 4 börn, búsettur í
Reykjavík. Guðríður, handavinnu-
kennari, gift Óla Theódór Her-
mannssyni, 4 börn, búsett í Mos-
fellssveit. Jón, húsasmiður og
handavinnukennari, kvæntur
Ragnhildi Þorleifsdóttur, 3 börn,
búsettur í Mosfellssveit. Lilja,
hjúkrunarfræðingur, gift Halldóri
Hafsteinssyni bílamálara, 4 börn
(þar af eitt dáið), búsett á Selfossi.
Haukur, bifvélavirki, nú rann-
sóknarmaður í Lyfjav. ríkisins,
kvæntur Sigurbjörgu Björgvins-
dóttur, 5 börn, búsett í Kópavogi.
Hulda, húsmóðir, gift Ingvari
Gunnarssyni útgerðarmanni, 4
börn, búsett á Eskifirði. Ásdís,
húsmóðir, gift Gylfa Gunnarssyni
forstjóra, 3 börn, búsett á Norð-
firði. Bragi, skriftvélavirki,
kvæntur Kristínu Ingvarsdóttur,
viðskiptafræðingur, 3 börn, búsett
í Reykjavík. Sigríður Halldóra,
húsmóðir, gift Guðmundi Bernód-
ussyni rafvirkja, 2 börn, búsett í
Kópavogi. Sigrún, húsmóðir, gift
óla Egilssyni búfræðingi, 2 börn,
búsett i Bolungarvík. Margrét,
húsmóðir, gift Guðmundi Þor-
bergssyni bónda, 4 börn, búsett á
Neðra-Núpi, Miðfirði. Fjóla, hús-
móðir, gift Jóhanni Haraldssyni
járnsmiði, 2 börn, búsett í Hafnar-
firði. Jóhann, bóndi Hanhóli Bol-
ungarvík, ókv. Rebekka Signý,
húsmóðir, gift Ásbirni Ólafssyni,
kerfisfræðingi, 2 börn, búsett i
Reykjavík. Þorsteinn, búfræðing-
ur, kvæntur Magneu Jónasdóttur,
1 barn, búsettur á Eskifirði.
Síðustu árin voru erfið Hanni-
bal, hann var oft sjúkur og þurfti
spítalavist. Síðast í vor fékk hann
alvarlegt hjartaáfall, þegar þau
hjónin voru í heimsókn austur á
Norðfirði hjá Ásdísi dóttur sinni.
En stoðin hans góða var hjá hon-
um og aldrei fann hann betur en í
þessum veikindum öllum hvað guð
hafði verið honum góður að gefa
honum slíka konu. Hann hresstist
og komst heim, vestfirski stofninn
var sterkur, en þó stóðst hann ekki
síöasta hretið. Guð blessi frænda
minn og allan stóra ástvinahópinn
hans. Hugur minn er hjá ykkur á
Hanhóli, ég finn til með ykkur í
sorginni, og þakka allt gott á liðn-
um árum og áratugum.
I þína umsjón nú, ástríki faðir
felum líf byggð og bú, blundum svo glaðir.
Þannig endar kvöldsálmur lang-
afa okkar Hannibals.
Sigríður Valdimarsdóttir
Laugardaginn 8. desember síð-
astliðinn var Helgi Guðmundsson
vélstjóri jarðsunginn frá Grinda-
víkurkirkju.
Helgi fæddist 22. apríl 1950 og
lést 30. nóvember 1984 aðeins 34
ára að aldri. Eiginkona Helga var
Guðrún Kristinsdóttir frá Fá-
skrúðsfirði og voru þau gift í 11 ár.
Þau áttu 3 syni, Guðmund Jón, 14
ára, Kristin 12 ára og Davíð Örn 6
ára. Foreldrar Helga voru Þor-
gerður Guðný Guðmundsdóttir og
Guðmundur Helgason frá Staf-
holti. Helgi var þriðji í röðinni af
7 systkinum.
Helgi fór ungur til sjós og
stundaði sjómennsku sem aðal-
starf alla tíð síðan, að undan-
skyldum vetrinum ’71—’72, þegar
hann var við nám í Vélskóla ís-
lands. Lengst af var Helgi vél-
stjóri á skipum með Guðmundi
Guðmundssyni bróður sínum skip-
stjóra og var samstarf þeirra
bræðra með ágætum. Helgi var
viðurkenndur fyrir snyrtimennsku
og reglusemi bæði í leik og starfi.
Hann vandi sig á að skulda aldrei
neinum neitt og mun það ekki síst
koma heimili hans til góða núna.
Helgi og Guðrún voru dugnað-
arhjón og bjuggu sér og börnum
sínum myndarlegt heimili í Mána-
sundi 6 í Grindavík. Þau voru
samrýnd hjón, ástríkir foreldrar
drengjanna sinna. Veikindi Helga
voru mikið áfall fyrir Guðrúnu og
drengina og ég veit að þau stóðu
staðföst við hlið hans meðan á
baráttunni stóð.
Leiðir okkar Helga lágu fyrst
saman þegar hann kom ungur til
starfa í stéttarfélagi sínu, Sjó-
manna- og vélstjórafélagi Grinda-
víkur. Helgi var fljótur að vinna
traust félaga sinna enda prúð-
menni og tillögugóður en samt
fastur fyrir. Hann gegndi ýmsum
trúnaðarstörfum fyrir sjómanna-
félagið. Meðal annars var hann í
stjórn félagsins. Við Helgi tókum
Lítil kveðja:
Það eru aðeins fá misseri síðan
ég var að aka til vinnu niður
Skálholtsstíg í Reykjavík, þegar
annar bíll stöðvaðist við hlið mér,
rúðu var rennt niður og falleg ung
kona teygði fram höfuðið og
spurði til vegar. Ég kvaðst ekki
alveg viss, enda ekki innfædd.
„Della, ert þetta þú?“ var þá sagt,
og andlitið Ijómaði, „manstu ekki
eftir mér?“ Það komst rót á hug-
ann, því ég sá eitthvað í þessu
opna, fallega andliti, sem ég kann-
aðist við. „Jú, jú,“ svaraði ég vand-
ræðalega, „en þú verður að hjálpa
mér. „Sigríður Jónsdóttir," sagði
konan unga i bifreiðinni. Eg
horfði og reyndi að muna. „Það er
ekki von, ég var svo lítil, þegar við
sáumst síðast," svaraði hún
glettnislega. „Þú verður að hjálpa
mér ögn betur, Sigríður Jónsdótt-
ir,“ svaraði ég. „Dóttir Jórunnar
og Jóns Geirssonar læknis," svar-
aði hún þá og brosti en svolftið
hissa á gamla kennaranum sínum.
„Sirrý mín, elskan," varð mér að
orði, og svo hlógum við báðar. Hún
sagði mér í fáum orðum um lif sitt
— var orðin ekkja en átti yndis-
legan son. Ég bað að heilsa móður
hennar og við létum orð falla um
það, að gaman væri að hittast og
rifja upp löngu liðna daga á Ákur-
eyri.
Á haustdögum blasir aftur
þetta fallega andlit við mér á síð-
ekki land í sömu vör í þjóðmálum
yfirleitt en þegar um var að ræða
öryggis- og kjaramál sjómanna
vorum við á sama báti. Helgi var
einn af þeim sem sat undir árum
þegar við breyttum félaginu okkar
úr deild í Verkalýðsfélagi Grinda-
víkur í sjálfstætt stéttarfélag.
Eins þegar ráðist var í að byggja
upp félagslega aðstöðu fyrir sjó-
menn í Grindavík.
Ég veit ekki hvernig Helga hefði
líkað svona upptalning, á málum
sem honum þótti sjálfsagt að
vinna orðalaust að, og ætlaðist til
að aðrir gerðu líka án þess að fá
sérstakt hrós fyrir, en margt gæti
ég nefnt af störfum hans fyrir sjó-
mannafélagið. Kannski skrifa ég
þessa stuttu minningargrein til að
fá tækifæri til að minnast þess
sem ég met mest í fari manna.
Hann var góður drengur og þá
skiptir annað ekki máli.
Guðrún, Þorgerður, Guðmundur
og aðrir ástvinir Helga, ég votta
ykkur mína innilegustu samúð á
erfiðum tímum en ég veit líka að
öll él birtir um síðir og þið munið
halda áfram að takast á við lífiö
eins og þið hafið gert hingað til.
Sérstaka samúðarkveðjur sendi ég
drengjunum, Guðmundi Jóni,
Kristni og Davíð Erni. Ég veit að
það skapast mikið tómarúm í lifi
ykkar við föðurmissinn. Ég þekki
það af eigin raun, en eftir sitja
minningar um góðan föður og vin
sem þið munið hlúa að og geyma i
huga ykkar og með tímanum
munu verða ykkar dýrmætasta
eign.
Guð blessi ykkur öll.
Kjartan Kristófersson,
Grindavík.
Það dimmdi snögglega kringum
mig föstudaginn 30. nóvember
þegar mér barst sú fregn að Helgi
væri horfinn frá okkur, enda þótt
um Morgunblaðsins. Mynd af Sig-
ríði Jónsdóttur, Sirrý litlu eins og
hún hét ævinlega í huga mínum.
Þetta er minningargrein, Sirrý
litla er látin. Hugurinn flýgur til
Akureyrar til ungu áranna, þegar
læknishjónin Jórunn Viðar og Jón
Geirsson settu svip á bæinn. Þetta
voru glæsileg hjón og litlu börnin
tvö, sem stundum opnuðu fyrir
ungri stúlku sem var að koma í
spilatíma til móður þeirra, voru
eins og sólargeislar í húsi þessara
hjóna inni i Fjörunni.
Þá var Sirrý litla oft með slaufu
í ljósa hárinu, alltaf kát og glöð,
og eldri bróðirinn stundum að
skipta sér af litlu systur, þegar
hún opnaði fyrir ungu stúlkunni
sem átti erindi við mömmu.
Þessi andlátsfregn snerti mig
dýpra en margar aðrar og þó hafði
ég engin kynni haft af Sigríði frá
því hún var barn í foreldrahúsum.
Kannski var það sökum minninga
um ótal mörg lítil börnn, sem ég
kenndi og kynntist ung að árum og
sum hver urðu vinir mfnir síðar og
hafa stundum hitt mig með brosi
og faðmlögum, þótt áratugir séu
síðan þetta var. Ein þessara litlu
vina var Sigríður Jónsdóttir. Hún
var komin af merku fólki í báðar
ættir og föðurafi hennar, séra
Geir Sæmundsson, var allt að því
þjóðsagnapersóna, þegar ég var að
alast upp.
ég vissi að hann væri búinn að
vera mjög veikur sl. mánuði. Af
hverju hann, þessi ungi lífsglaði
maður, spyrjum við, en við því
fáum við ekkert svar, því vegir
Guðs eru órannsakanlegir. En
huggun okkar er sú að við vitum
að honum liður vel og er kominn
til æðri heima. Frá því ég var lftill
var ég daglegur gestur á heimili
þeirra hjóna í Mánagerðinu. Allt-
af mætti mér hlýja og velvild f
hvert skipti sem ég kom þangað.
Ég var alltaf velkominn og hann
gaf sér tíma til að tala við mig um
margt, þó svo mikið væri að gera.
Það eru margar góðar stundir
sem ég hef átt með fjölskyldunni í
Mánagerðinu. Nú þegar Guðrún
stendur ein uppi með synina þrjá
bið ég Guð að gefa þeim styrk til
að standast þessa raun og votta ég
þeim dýpstu samúð mína. Einnig
votta ég foreldrum Helga og
systkinum samúð mína.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virzt mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótL
(S. Egilsson.)
Blessuð sé minning Helga.
Sóiný I. Pálsdóttir
Kólk minntist hans fyrir glæsi-
mennsku og gullfallega söngrödd.
Móðir Sigríðar, Jórunn Viðar, er
mikil tónlistarkona og kom mjög
við sögu í tónlistarlífi á Akureyri
meðan þau hjónin bjuggu þar.
Þegar undirrituð var að basla við
að koma upp Lanciers-klúbbi með
nokkrum vinum sfnum var gott að
leita til frú Jórunnar, sem leið-
beindi á sinn ljúfa hátt og lék
fyrir dansinum i lokin. Þessi kona
hefir orðið að sjá á bak ástvinum
sínum og nú síðast einkadóttur-
inni, Sigríði. Einlægar þakkir og
hlýjar samúðarkveðjur eru henni
færðar með þessum fátæklegu
orðum, en ég gat ekki fylgt Sirrý
litlu síðasta spölinn, því miður.
Blessuð sé minning Sigriðar
Jónsdóttur.
t
Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og jaröarför
eiginkonu mlnnar og systur okkar,
STEINUNNAR SIGURBJARGAR VALDEMARSDÓTTUR,
Sólbrekku 10,
Húeavlk.
Jón Bernharósson og börn,
systkini og aörir vandamenn.
t
Þökkum innilega vináttu og hlýhug viö andlát og útför
GUDBJARGAR GUÐJÓNSDÓTTUR,
Strandgötu 30, Halnarfiröi.
Níels Árnason
og systur hinnar látnu.
t
Þökkum innitega samúö og hlýjan vinarhug viö andlát og útför
HÓLMFRfÐAR ÞORSTEINSDÓTTUR
frá Efstakoti.
Systkini og aörir vandamaenn.
Sigríður Jóns-
dóttir Akureyri
Anna Snorradóttir