Morgunblaðið - 18.12.1984, Síða 79
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1984
79
„Hhistanda" finnst vinnubrögð Rfkisútvarpsins við lestur úr forystugreinum dagblaðanna ekki til fyrirmyndar, en
býst ekki við úrbótum fyrr en einokun útvarpsins verður aflétt.
Lestur úr forystugreiimm
Morgunblaðið er eina blaðið
sem/gefur út sunnudagsblað sem
er unnið á laugardögum, öll hin
Forsætis-
ráðherra
sýndi hörku
og dugnað
Sjónvarpsáhorfandi hringdi:
Ég vil lýsa undrun minni á
því að Steingrimur Hermanns-
son forsætisráðherra mætti f
beina útsendingu i Þingsjá í
sjónvarpssal þriðjudaginn 11.
desember sl. Hann kom þarna
svo að segja beint af skurðar-
borðinu eftir að hafa lent í
slysi. Mér finnst þetta lýsa
mikilli hörku og miklum dugn-
aði.
dagblöðin gefa helgarblöð sín út á
laugardagsmorgnum. Um helgar
er sá háttur hafður á i hljóðvarp-
inu, að útdráttur úr forystugrein-
um dagblaðanna er ekki lesinn að
loknum veðurfréttum um kl. 10.20
heldur eftir veðurfréttir klukkan
8.15 á laugardögum og sunnudög-
um. Flokksblöðin NT, Þjóðviljinn
og Alþýðublaðið hafa þann hátt á
um helgar, að þau birta tvær for-
ystugreinar. Starfsmenn útvarps-
ins velja svo aðra og stytta hana
fyrir lestur á laugardögum og
hina fyrir lestur á sunnudögum.
Ég veit ekki til þess að þetta tíðk-
ist nokkurs staðar í blaðaútgáfu,
að blöð birti tvær forystugreinar
samdægurs í þeim tilgangi einum
að ríkiseinokað útvarp hafi úr ein-
hverju að moða. 1 mínum huga
undirstrikar ekkert flokkslegan
tilgang með útgáfu NT, Þjóðvilj-
ans og Alþýðublaðsins jafn mikið
og þetta.
Hitt segir svo sína sögu um
Jóninn Vióar, 15 ára, skrifar:
Kæru allir, sem fylgjandi eru
jafnrétti. Hafið þið lesið jóla-
gjafahandbók DV? Ég var orðin
mjög pirruð eftir að hafa lesið
hana, þvf hún byggir á þeirri
grundvallarhugsjón að það eigi að
gefa telpum dúkkur i jólagjöf, en
strákum bíla og flugvélar. Á
hverri einustu blaðsíðu er að finna
einhverja sniðuga útfærslu á þess-
ari bráðskemmtilegu kenningu.
Mér fannst nú mesti brandarinn
á bls. 61, þar sem segir að stelp-
urnar vilji dúkkuna sem talar og
gengur en strákarnir séu vitlausir
i fjarstýrða bíla. Á bls. 99 rakst ég
einnig á orðið „Listakona", sem
starfshætti útvarpsins, að það
heyrir til undantekninga, að lesið
sé úr sunnudags-forystugrein
Morgunblaðsins samdægurs. Yfir-
leitt beitir þulur þeirri afsökun að
Morgunblaðið hafi ekki „borist i
tæka tíð“. í hugum lesenda og
áskrifenda Morgunblaðsins hér á
höfuðborgarsvæðinu að minnsta
kosti hljómar þessi yfirlýsing út-
varpsins næsta hlálega, ég fæ
Morgunblaðið yfírleitt borið út til
mín um kvöldmatarleytið á laug-
ardögum.
Nú segi ég ekki að það skipti
nokkrum sköpum hvenær stytt-
ingar útvarpsins á forystugrein-
unum eru lesnar. En mér finnst
það ætti að vera metnaðarmál hjá
Ríkisútvarpinu sem lifandi fjöl-
miðli að hafa hluti sem þessa i
betra lagi. Líklega lagast þetta þó
ekki frekar en svo margt annað
fyrr en ríkiseinokunin hefur verið
afnumin á þessu sviði.
mér finnst fyrir neðan allar hell-
ur. Aldrei er talað um listakarla.
Ég vil einfaldlega kalla þetta fólk
listamenn og svo má auðvitað taka
fram hvort þeir séu karlkyns eða
kvenkyns.
Ég held að jafnrétti kynjanna
muni eiga mjög erfitt uppdráttar
ef afstaða fjölmiðla helst óbreytt.
Það mætti t.d. upplýsa blaða-
menn um það að í ár er árið 1984
en ekki 1920, eins og maður gæti
ímyndað sér af skrifum þeirra.
Vonandi skrifa fleiri í blaðið um
þetta mál, svo einhvern tímann
verði hægt að leiðrétta þetta rugl.
Að endingu óska ég öllum gleði-
legra jóla.
Hlustandi
Hvar er jafnréttið?
GROHE
Ladylux - Ladyline:
Nýtt f|ðlhœtt heimllistœki i eldhúsift
B.R BYGGINGAVÖKIJR HF
Skrifið eða hringið
til Velvakanda
Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem
hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 11 og 12, mánudaga til
föstudaga, ef þeir koma þvi ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er
þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla
og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer
og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundar
óski nafnleyndar.
Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan
höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í
dálkunum.
FRÁSÖGUR UM
FORNALDARLEIFAR
ÚTGÁFU ANNAÐIST
DR. SVEINBJÖRN
RÁFNSSON
í riti þessu er fróðleikur um
íslenskar fornminjar, kirkjugripi,
örnefni, þjóðtrú og sagnir,
ásamt þjóðsögum.
Bókaútgáfa
/VIENNING4RSJÓDS
SKÁLHOLTSSTlG 7o REYKJAVlK • SlMI 6218 22