Morgunblaðið - 19.12.1984, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 19.12.1984, Qupperneq 1
80 SIÐUR STOFNAÐ 1913 251. tbl. 71. árg.________________________________MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1984_______________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Gorbachev um afvopnunarmál: Rússar tilbúnir að slá af kröfum sínum Lundúnum, 18. denember. AP. MIKHAIL S. Gorbachev, talinn annar valdamcsti maður Sovét- ríkjanna, ávarpaði breska þingið í Westminster í dag og sagði að Sovétríkin væru fús til „meiri háttar niðurskurðar“ á öllum tegundum vopnabúra til þess að „sækja fram til friðar og batn- Flugræn- ingjarfyrir rétt í íran andi sambúðar við hin stórveld- in.“ Sagði Gorbachev, að lykill- inn að batnandi sambúö og af- vopnun væri samkomulag um að koma í veg fyrir vígbúnaðar- kapphlaup í geimnum. Ávarp Gorbachevs og viðræður hans við breska þingmenn í kjöl- farið fóru fram fyrir luktum dyr- um og kom þá fram í máli hans, að Sovétmenn vildu ekki einungis draga úr kjarnorkuvopnabúrum, heldur vildu þeir einnig minnka hefðbundin vopnabúr og eyða efnavopnum. Aðspurður um bág mannréttindi í Sovétríkjunum, virtist Gorbachev nálægt því að bregðast reiðilega við er hann varði með oddi og egg mannrétt- indi -í Sovétríkjunum. Síðar, er hann snæddi hádegisverð með breskum þingmönnum, kvað við annan tón, hann sagði þá: „Ég hef ekkert á móti erfiðum spurning- um, sannleikurinn kemur þá helst fram.“ Þingmenn spurðu Gorbachev enn fremur hvaða vonir Sovét- menn byndu við komandi afvopn- unarviðræður stórveldanna sem hefjast á nýjan leik í Genf 7. og 8. janúar. Hann svaraði því til að Sovétmenn væru allir af vilja gerðir og reiðubúnir til meiri hátt- ar tilslakana, það færi því eftir hugarfari Bandaríkjamanna hvernig til tækist, „þeir munu finna fyrir trygga samferðamenn ef þeir vilja fara þá braut að draga úr kjarnorkuógninni," sagði Gorbachev. Símamynd AP. Mikhail Gorbachev skoðadi Westminster Abbey-kirkjuna áður en hann ávarpaði breska þingheiminn. Hér gengur hann frá kirkjunni að heimsókn- inni lokinni. Teheran, 19. deaember. AP. AÐALSAKSÓNARI Teheranborgar, sagði á blaðamannafundi í dag, að flugræningjarnir fjórir sem rændu farþegaþotu frá Kuwait á dögunum, héldu fjölda gísla og myrtu tvo þeirra á flugvellinum í Teheran áður en þeir voru yfirbugaðir af Irönum, yrðu dregnir fyrir rétt í íran. Þeir yrðu ekki framseldir, heldur dæmdir sarakvæmt islamskri réttvísi. Saksóknarinn, Hojatoleslam Mir Emadi, sagði að „fjöldi ríkja" hefði óskað eftir framsali flug- ræningjanna, en vegna þess að umrædd ríki og fleiri hefðu aldrei framselt ræningja íranskra flug- véla, kæmi ekki til greina að verða við „svo barnalegum kröfum," eins og hann orðaði það. Emadi sagði að íranska lögreglan hefði málið til rannsóknar og stæðu yfir- heyrslur yfir myrkranna á milli, réttarhöldin myndu hefjast er þeim væri lokið, en að öðru leyti vildi hann ekkert um málið segja. Hann sagði að þjóðerni og tilgang- ur ræningjanna myndi engu máíi skipta, þeir yrðu dæmdir sam- kvæmt írönskum lögum og myndu fá makleg málagjöld. Kóleru- faraldur Dar es Salum, Tanuniu, 19. desember. AP. KÓLERUFARALDUR hefur brotist út í Lindi-héraði í Tansaníu. Veik- innar varð þar fyrst vart í síðasta mánuði, en síðan hafa fjölmargir veikst og 30 látið lífið. Svæðið er nú í sóttkví og einu tengsl þess við um- heiminn eru um flugvélar hersins í landinu. Þær flytja lyf og vistir. Svæðið sem um ræðir er við Indlandshafsströndina og yfirvöld í Tanzaníu hafa stranga gæslu með allri strandlengjunni til þess að koma I veg fyrir útbreiðslu sjúkdómsins. Venjulega byrjar kólera á því aö sjúklingarnir drekka mengað vatn. Ronald Reagan: 8,7 milljarða útgjalda- niðurskurður til hermála Washington, 18. desember. AP. RONALD Reagan Bandaríkjaforseti lýsti í dag talsverðum sam- drætti í útgjöldum til varnarmála er áætlaðar tölur fyrir komandi fjárlagaár voru gerðar opinberar. Er um 8,7 milljarða dollara sam- drátt að ræða, en ýmsir fjármálasérfræðingar í Bandaríkjunum telja að betur megi ef duga skuli til að jafna greiðsluhalla Banda- ríkjanna. Larry Speaks, talsmaður for- setans, sagði að helstu ráðgjafar forsetans í fjármálum hefðu lagt að honum að slá 8 milljarða dollara af útgjöldunum til varn- armála og því væri hér um 700 milljónum dollara meiri sam- drátt að ræða. Á hinn bóginn myndi samdrátturinn nema ein- ungis 28,1 milljarði dollara yfir þriggja ára tímabil, en ráðgjaf- ar forsetans höfðu gefið upp að samdráttur á því tímabili yrði að nema 58 milljörðum ef takast ætti að minnka að gagni 100 milljarða greiðsluhalla Banda- ríkjanna við útlönd. Speaks sagði að þrátt fyrir tölurnar hefði forsetinn ekki horfið frá markmiðum ráðgjafa sinna, það væri hins vegar verið að vinna að því hvernig hægt væri að ná þeim. Caspar Weinberger, varnar- málaráðherra Bandaríkjanna, hefur barist gegn hvers kyns minnkun fjárveitinga til varn- armála, sagði að hann væri „bara ánægður" með tölurnar, því það væri ekki fyrirsjáanlegt þrátt fyrir ákveðinn samdrátt, að framleiðsla ýmissa lykil- vopna dragist saman. Símamynd AP. BEST í BETRUNARHÚS Fyrrum knattspyrnuhetjunni George Best, sem gerði garðinn frægan með Manchester Utd. og landsliði Norður-frlands á sínum tíma, var settur í fangelsi i dag. Á hann að afplána 12 vikna fangelsisdóm fyrir ölvun við akstur, líkamsárás og óspektir á almannafæri. Reyndi Best að áfrýja dómnum en allt kom fyrir ekki. Á meðfylgjandi mynd er verið að færa Best í svartholið. Sjá nánar/78 Afganistan: Andspyrnumenn færast í aukana Nýju Delhí, 19. desember. AP. ANDSPYRNUMENN, sem berjast gegn Sovétmönnum og leppstjórn þeirra í Afganistan, hafa látið mikið til sín taka upp á síðkastið. Harðir bardagar hafa verið háðir í og skammt fyrir utan höfuðborgina Kabúl og dynjandi skothríð heldur vöku fyrir borgarbúum hverja nótt. Mikið mannfall hefur verið bæði í röðum andspyrnumanna og ekki síður stjórnarhermanna og Rússa. Þá hafa andspyrnumenn hæft raforkuver þannig að rafmagn hefur farið af stórum hluta Kabúl. Miklir vetrarkuldar eru blóðsúthellingum. Vestrænir stjórnarerindrekar sem ekki vildu láta nafna sinna getið sögðu mest ganga á í vestur- hluta Kabúl, þar sem helstu mið- stöð Sovétmannanna er að finna. Segja þeir fjölda sjúkrabifreiða hafa verið á þönum til og frá hverfinu og flugvellinum, fullar af særðum Rússum, en flugvélarnar hafi flutt þá til læknismeðferðar heima í Sovétríkjunum. Sem fyrr var erfitt að ná tölum um mann- nú í landinu. en þeir draga ekki úr fall. Þessar auknu aðgerðir and- spyrnumanna eiga rætur að rekja til þess, að 27. desember eru fimm ár liðin frá innrás Sovétríkjanna í landið. Nú eru í Iandinu á annað hundrað þúsund hermenn sem berjast við hlið afganska stjórn- arhersins. Búist er við enn vax- andi umsvifum andspyrnumanna og í kjölfarið á því, að venju, hefndaraðgerðum Sovétmanna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.