Morgunblaðið - 19.12.1984, Qupperneq 2
2____________________
Sjávarafurðadeild SÍS:
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1984
Vinakvöld á aðventu
MorKunblaftið/RAX.
Kór Flensborgarskóla í llafnarfirði bauð öllum bæjarbúum til „vinakvölds á aðventu“ í hátíðasal skólans í gærkvöldi. Fluttur var
helgisöngleikur og hátíðatónlist var flutt af kórfélögum og hljóðfæraleikurum. Meðal annars var sungið við kertaljós.
Verðfall á ísfiskmörkuðunum í Bretlandi vegna mikils framboðs:
600 lestir af „gámafiski“
héðan komnar á markaðinn
8 fiskiskip selja afla sinn þar í þessari viku
MJÖG mikiö framboð á íslenzkum ísfiski í Bretlandi þessa vikuna hefur
dregið verulega úr fiskverði á uppboðum þar. Hefur verðið á skömmum tíma
fallið um 20 krónur á kíló. 8 íslenzk fiskiskip selja afla sinn í Bretlandi þessa
vikuna og um 600 lestir af „gámafiski" héðan eru komnar á markaðinn þar.
Verð fyrir gámafiskinn lá ekki fyrir í gær, en áætlað er að sölu á honum Ijúki
í dag.
Engin áform
um útboð á
flutningum
„ÞAÐ hefur ekki komið til tals hjá
Sjávarafurðadeild Sambandsins að
leita tilboða í fiskfiutninga sína.
Ástæða þess er meðai annars sú, að
innan Sambandsins er skipadeild,
sem við höfum skipt við til þessa. Við
höfum hvorki greitt meira né minna
en aðrir fyrir fiskflutninga okkar og
ég á ekki von á því, að það breytist,"
sagði Sigurður Markússon, fram-
kvæmdastjóri Sjávarafurðadeildar-
innar, er Morgunblaðið innti hann
eftir því, hvort deildin hygðist bjóða
út flutninga sína eins og SH hefur að
undanförnu gert.
Morgunblaðið innti ennfremur
Axel Gíslason, framkvæmdastjóra
Skipadeildar Sambandsins, eftir
því hvort farmgjöld á frystum fiski
yrðu lækkuð hjá Skipadeildinni í
kjölfar lækkunar á farmgjöldum
hjá Eimskipafélaginu. Axel sagði,
að fram að þessu hefðu viðskipta-
vinir Skipadeildar Sambandsins
aldrei þurft að greiða hærri farm-
gjöld fyrir samsvarandi flutninga
og hægt hefði verið að fá hjá öðrum
skipafélögum. Að sjálfsögðu yrði
því haldið áfram að halda við-
skiptavinum Skipadeildarinnar
samkeppnisfærum á þessu sviði
sem öðrum. Skipadeildin stæði nú í
viðræðum við fulltrúa þeirra út-
flutningsaðila á fiski, sem hefðu
flutt méð henni. Um það hefði
hann í raun ekki meira að segja á
þessari stundu. Hann sagði þó, að
um verulega lækkun farmgjalda
væri að ræða, sérstaklega til Sovét-
ríkjanna. Hann ætti ekki von á því,
að hægt væri að halda verðinu
þangað í 55 dollurum lengi, það
hlyti að hækka að loknu næsta ári.
Viss hagræðing og gámavæðing
hefði átt sér stað í freðfiskflutning-
um til Bandaríkjanna og Vestur-
Evrópu, sem réttlætt gæti nokkra
lækkun farmgjalda, en svo væri
ekki um Rússlandsflutninga. Ann-
ars ætlaði hann sér ekki að tjá sig
neitt um útflutningsaðferðir Eim-
skipafélagsins.
Slysadeild
Borgarspítalans:
Aberandi
fjölgun
eitrunar-
slysa barna
Varað við mislitum
ilmolíum, sem freista
lítilla barna
MIKIÐ hefur verið um eitrunar-
slys á heimilum síðustu daga. Að
sögn læknis á slysadeild Borgar-
spítalans er áberandi fjölgun síð-
ustu daga á eitrunarslysum lítilla
barna, og þar eru flest tilfellin
vegna þess að lítil börn drekka
ilmolíur, sem læknar rekja til
jólaskreytinga. Nokkur börn hafa
verið fiutt á sjúkrahús síðustu
daga vegna þessarar tegundar
eitrunar og vitað er um alvarlegt
lungnatilfelli frá í fyrra vegna
slíkrar eitrunar.
Læknir á slysadeild, sem rætt
var við í gærkvöldi, sagði mjög
mikilvægt, að fólk reyndi ekki
að láta börnin æla olíunni, ef
þau settu hana ofan í sig, því
mesta hættan væri í því fólgin
að olían færi í öndunarfæri og
lungu. Sagði hann að alvarlegar
lungnaskemmdir gætu hlotist
af, því væri áríðandi að leita
læknis í þessum tilfellum. Ilm-
olian sem hér um ræðir er mis-
lit og oftast í fallegum umbúð-
um, sem freista lítilla barna.
Sigluvík SI seldi á mánudag
124,1 lest í Grimsby. Heildarverð
var 3.413.500 krónur, meðalverð
27.50. Verðið er óvenju lágt og
stafar það fyrst og fremst af
miklu framboði á markaðnum.
Fyrr í þessum mánuði komst með-
alverðið upp í 48 krónur.
í gær seldi Björgvin EA 130,7
lestir af þorski og kola í Grimsby.
Heildarverð var 4.123.000 krónur,
meðalverð 31,55. Þórir SF seldi
31,4 lest í Hull. Heildarverð var
988.800 krónur, meðalverð 31,50.
Þá seldi Kolbeinsey ÞH 128,8 lest-
ir í Hull. Heildarverð var 3.523.600
krónur, meðalverð 27,36. Nokkuð
Á ANNAÐ hundrað aðilar, einstaKi-
ingar og fyrirtæki, skrifuðu sig fyrir
8—9 milljóna kr. hlutafé á stofn-
fundi hlutafélags til eflingar fyrir-
tækjum í einkarekstri sem haldinn
var í gær. Fyrirtækið hlaut nafnið
Frumkvæði hf. og var Víglundur
Þorsteinsson kosinn formaður
stjórnar. Stjórn féiagsins mun aug-
lýsa eftir verkefnum á næstunni.
Árni Árnason, framkvæmda-
stjóri Verslunarráðs íslands, sagði
í samtali við Mbl. að ýmsir fleiri
aðilar hefðu sýnt áhuga á að vera
af karfa í aflanum dró meðalverð-
ið niður.
Jóhanna Hauksdóttir, starfs-
maður LlÚ, sagði í samtali við
Morgunblaðið, að framboð á ís-
lenzkum fiski í Bretlandi væri nú
allt of mikið. Fluttur hefði verið
utan ísaður fiskur í 60 gámum
fyrir Bretlandsmarkað fyrir þessa
viku, en þegar sölur fiskiskipa
hefðu verið skipulagðar, hefði að-
eins verið vitað um 40 gáma. 10 til
12 lestir væru í hverjum gámi og
magnið því verulegt.
Meðal annars vegna þessa fóru 8
gámar af ísfiski frá Vestfjörðum
til Hirtshals í Danmörku með
Hafskip um helgina. Auk þessa
með í félaginu. 1 samþykktum fé-
lagsins væri gert ráð fyrir 10
milljóna kr. hlutafé og yrði það
því líklega eitt af fyrstu verkefn-
um nýkjörinnar stjórnar að auka
hlutaféð. Árni sagði að þetta fyr-
irtæki væri samstarfsvettvangur
manna úr fjölda einkafyrirtækja í
mörgum atvinnugreinum. Hlut-
verk þess yrði að leggja nýjum
fyrirtækjum lið og styrkja starf-
andi fyrirtæki eftir því sem að-
stæður leyfðu.
Víglundur Þorsteinsson, for-
hefur Hafskip flutt nokkuð af ís-
fiski í gámum til Þýzkalands.
Elín Þorbjarnardóttir ÍS seldi á
mánudag 108,6 lestir í Cuxhaven.
Heildarverð var 3.423.100 krónur,
STJÓRNENDUR ísbjarnarins í
Reykjavík íhuga nú að breyta einum
togara sinna, Asþóri RE 10, í frysti-
skip. Ákvörðun hefur enn ekki verið
tekin, en áætlaður kostnaður er 10
til 12 milljónir króna. Asþór er
byggður í Noregi 1970 og er skuttog-
ari af minni gerðinni.
Uppi eru hugmyndir um breyt-
ingar á fleiri togurum og hafa eig-
endur Merkúrs, áður Bjarna Bene-
diktssonar, ákveðið að breyta
stjóri B.M. Vallá hf. og formaður
Félags íslenskra iðnrekenda, er
formaður stjórnar Frumkvæðis
hf. Aðrir í stjórn eru: Benedikt
Sveinsson, hæstaréttarlögmaður;
ólafur ÓJohnson, forstjóri O. Jo-
hnson & Kaaber hf.; Ingimundur
Sigfússon, forstjóri Heklu hf.;
Árni Árnason, framkvæmdastjóri
Verslunarráðs íslands; Guðjón
Tómasson, framkvæmdastjóri
Drafnar hf., og Jón Ingvarsson,
framkvæmdastjóri ísbjarnarins
hf. og formaður stjórnar Sölumið-
stöðvar hraðfrystihúsanna.
meðalverð 31,52. I gær seldi
Hólmanes 194,2 lestir af blönduð-
um afla í Bremerhaven. Heildar-
verð var 5.373.800 krónur, meðal-
verð 27,67.
skipinu í frystitogara. Meðal ann-
arra útgerða, sem athugað hafa
þessi mál, má nefna Ögurvík og
Sæfinn. Gísli Jón Hermannsson,
framkvæmdastjóri Ögurvíkur,
sagði í samtali við Morgunblaðið,
að athugað hefði verið hvort borg-
aði sig að breyta Ögra og Vigra, en
engin ákvörðun þar að lútandi
hefði enn verið tekin. Hjá Sæfinni,
sem gerir út togarann Arinbjörn
RE, fengust þær upplýsingar, að
til athugunar væri að breyta skip-
inu, en engin ákvörðun lægi fyrir.
Breytingar af þessu tagi eru tald-
ar kosta allt að 50 milljónir króna
eftir umfangi og veiðitap vegna
þeirra er allt að tveir mánuðir.
Jón Ingvarsson, framkvæmda-
stjóri ísbjarnarins, sagði í samtali
við Morgunblaðið, að ef af þessu
yrði, væri það ætlunin að breyt-
ingarnar miðuðust aðallega við
vinnslu karfa og grálúðu fyrir
Japansmarkað og jafnvel rækju
fyrir sama markað. Kostnaður við
breytingar þessar væri áætlaður
minni en hjá flestum öðrum, því
lestin í skipinu hefði upphaflega
verið frystilest og því þyrfti ekki
að gera veigamiklar breytingar á
henni. Vélbúnaður og niðursetn-
ing hans gæti kostað 10 til 12
milljónir króna, þar sem vinnsla
um borö miðaðist aðeins við þrjár
fiskitegundir.
Stálfélagið hf:
Aðalfundi
frestað
FRE8TTA varð aðalfundi Ntálfélags-
ins hf. sem halda átti í gær vegna
þess að fundurinn var ekki löglcgur.
I*eir hluthafar sem mættir voru
höfðu yfir að ráða innan við helm-
ingi hlutafjár.
Sigtryggur Hallgrímsson,
starfsmaður Stálfélagsins sagði
að stefnt væri að halda aðalfund-
inn 17. janúar.
Frá Stofnfundi Frumkvæðis hf. Morgunblaðið/Árni Sæberg.
Á annað hundrað aðilar
stofnuðu Frumkvæði hf.
Víglundur Þorsteinsson kosinn formaður
Fleiri skuttogurum
breytt í frystiskip?