Morgunblaðið - 19.12.1984, Side 3

Morgunblaðið - 19.12.1984, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1984 3 Koffeinlaust kaffi á markað KAFFIBRENNSLA Akureyrar, sem framleiðir BragakafTi, hefur unnið að framleiðslu á koffeinlau.su kaffi, sem væntanlegt er á markað nú um áramót- in. Að sögn Gunnars Karlssonar, framkvæmdastjóra, fer vinnslan á kaffinu fram í l'yskalandi, þar sem koffeinið fjóra til fimm daga. Gunnar Karlsson sagði enn- fremur að þótt koffeinið væri síað úr kaffinu hefði það engin áhrif á bragð eða ilm og því væri hið nýja kaffi tilvalið fyrir þá, sem vildu njóta kaffidrykkju, án þess að setja í sig of mikið af koffeinefn- inu. Notkun hins koffeinlausa kaffis væri til dæmis upplögð á kvöldin, þar sem fólk þyrfti ekki að óttast svefnleysi eftir kaffi- drykkjuna. Gunnar sagði enn- fremur, að á undanförnum árum hefði þörfin fyrir koffeinlaust kaffi aukist hér á landi enda síað úr kaffinu og tekur vinnslan um margir, sem hvorki vildu né mættu neyta koffeins, en vildu hins vegar ekki vera án kaffisins, og væri þetta því góð lausn fyrir þá. Gunnar sagði að verði á hinu koffeinlausa kaffi yrði stillt mjög í hóf, þrátt fyrir kostnað sem því fylgdi að láta sía koffeinið úr í Þýskalandi. Væri reiknað með að koffeinlausa kaffið yrði á sama verði og „Colombía-kaffið", sem var um 40 krónur pakkinn í heild- sölu nú um mánaðamótin nóv- ember-desember. Fengi gengur vel á Grænhöfðaeyjum FISKVKIÐIVKRKKFNI Fengs, skips Þróunarsamvinnustofnunar íslands sem fór til Grænhöfðaeyja sl. apríl, hefur gengið framar öllum vonum. Verkefnið er fólgið í því að kenna eyjaskeggjum nýja veiðitækni, meðferð nýstárlegs veiðibúnaðar, aðstoða þá við leit að nýjum fiskimiðum og byggja upp aðstöðu til fiskirannsókna. Að sögn Þórs Guðmundssonar, framkvæmdastjóra þSSÍ vann Fengur fyrst að fiskveiðirann- sóknum undir stjórn Jakobs Magnússonar fiskifræðings en var síðan við togveiðar fram á haust. Voru þær veiðar mjög árangurs- ríkar og fann skipið eftirsótta fisktegund i mjög miklum mæli sem ekki hefur verið nýtt þar áð- ur. Sl. haust var Fengur við tún- fiskveiðar og lauk veiðitímabilinu í lok nóvember. Gengu veiðarnar mjög vel og var heildarafli rúm 50 tonn. Mun helsta vandamálið við túnfiskveiðarnar vera beitu- öflunin, en eyjaskeggjar nota lif- andi beitu. Um þessar mundir er Fengur við humarveiðar og notar til þess gildrur. Jafnframt er skipið við leit að nýjum humarmiðum og hefur hvort tveggja gengið mjög vel. Einn liður Þróunarverkefnis- ins er að kortleggja fiskimiðin umhverfis Grænhöfðaeyjar til að auðvelda eyjaskeggjum veiðarnar og leita nýrra miða með aukinn fiskútflutning í huga. Sagði Þór Guðmundsson að Fengur yrði við humarveiðar fram í janúar en ekki væri enn lokið verkáætlun- inni fyrir næsta ár. wT. m Um 30 tonn af bréfum og bögglum voru afgreidd frá Póstmiðstöðinni við Ármúla í gær. Um 250 ungmenni við útburð á jólapósti í G/KR hófu 250 börn og unglingar störf hjá Pósti og síma við útburð á jólapóstinum. Um 30 tonn af bréfa- og bögglapósti fóru um póstmið- stöðina við Ármúla í gær en greið- lega hefur gengið að koma honum á áfangastaði, bæði flugleiðis og landleiðis. Lítið var flogið innan- lands um helgina vegna veðurs og töfðust póstflutningar því nokkuð en nú hefur verið tekið upp eðlilegt flug á ný. Björn Björnsson, póstmeistari í Reykjavík, sagði að afgreiðsla á jólapósti gengi nú mjög greiðlega og sá póstur sem færi um póst- miðstöðina staldraði þar stutt við. í gær fór vöruflutningabif- reið hlaðin pósti á Austfirði og pósti á Vestfirði hefur verið kom- ið í skip. Sagði Björn að bréfa- magn um þessi jól virtist vera svipað og áður en hins vegar væri það alltaf að færast í aukana að fólk sendi böggla sín á milli. Sæbjargarstrandið: Óvíst hvort einhverju verður hægt að bjarga SÆBJÖRG VE 56 liggur enn á hlið- inni í liornsvík þar sem hún strandaði á mánudagsmorgun. í gær hugðust fulltrúar tryggingarfélags útgerðar- innar, Tryggingamiðstöðvarinnar hf., fara um borð til að kanna ástand skipsins og hvort einhverju væri hægt að bjarga en það reyndist ekki hægt vegna veðurs. Björgunarsveitin á Höfn mun fylgjast með bátnum þar til unnt verður að komast um borð og skera úr um hvort mögulegt er að bjarga skipinu. Líkur eru taldar á að það verði hægt að gera á morgun eða föstudag. Telja flestir vonlítið með björgun skipsins og að sú von verði enn minni með hverjum deginum sem líður því skipið er á stöðugri hreyfingu í grjóturð. Tryggingamat Sæbjargarinnar, sem er 19 ára gömul, er 29,4 milljónir kr., en það er eitt lægsta mat á loðnubáti í öll- um flotanum. Tryggingamat báts- ins, nótar og farangurs skipverja er samtals 31,6 millj. kr. Búist er við að sjópróf fari fram í Vestmanna- eyjum á morgun. Va^ K( k & t>y9 FS&ttJ ,----/, / '-»um St;t, 9*ði Mi . &ugott n ^onsUtn "Wu,,. , , kaL,- ' ^ ***».-: va,.m.n ' - --.J ÍOo vndi. enon Síríus Konsum suðusúkkulaöi Gamla góða Síríus Konsum súkkulaðið er í senn úruals suðusúkkulaði og gott til átu. Það er framleitt úr bestu hráefnum, er sérlega nærandi og drjúgt til suðu og í bakstur, enda jafnuinsælt í nestispökkum ferðamanna og spariuppskriftum húsmæðra. Síríus Konsum er uinsælast hjá þeim sem uelja bara það besta. jmO s Sífffa

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.