Morgunblaðið - 19.12.1984, Side 4

Morgunblaðið - 19.12.1984, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1984 Flugleiðir hafa leigt DC 8 71 — Fullnægir kröfum vegna hávaðameng- unar i Bandaríkjunum FLUGLEIÐIR hafa tekið á leigu flugvél af gerðinni IK' 8 71 frá bandaríska flugfélaginu National Airlines. Flugvélin er með nýrri gerð hreyfla, sem fullnægja kröfum í Bandaríkjunum um hávaðamengun á flugvöllum. Vélin er leigð til eins árs, en hún kom til landsins sl. Töstudag og fer í fyrsta farþegaflug sitt á föstudaginn kemur. Að sögn Leifs Magnússonar hjá Flugleiðum var ákveðið að taka flugvélina á leigu á meðan óljóst var um hvort undanþágur fengj- ust frá kröfum um búnað flugvéla vegna hávaðamengunar í Banda- ríkjunum. Enn er óljóst, hvort undanþaga fæst til lendinga í New York og verður vélin því notuð í flug þangað, ef ekki fæst undan- þága. Leifur sagði, að með tilkomu vélarinnar gætu Flugleiðir haldið uppi áætluðu flugi þangað, þrátt fyrir að umbeðinni undanbágu yrði hafnað. Hann var þá spurður, hvort ekki mætti draga undan- þágubeiðnina til baka. Hann svar- aði því til, að betri hagkvæmni næðist í rekstri, ef unnt yrði að nota allar vélarnar þrjár til jafns á Norður-Atlantshafsflugleiðinni. Þá væri leiguvélin ekki með sömu burðargetu og vélar Flugleiða á þessari flugleið sem eru að gerð- inni DC 8 63. Leifur sagði enn- fremur, að Flugleiðir væntu svars frá New York í fyrstu viku janú- armánaðar. Morgunbla9iJ/Bjarni Frá vinstri: Guðmundur Einarsson, framkv.stj. Hjálparstofnunar kirkjunnar, Halldór Halldórsson, skipstjóri, Georg Stanley Aðalsteinsson, skipstjóri, Arndís Pálsdóttir og herra Pétur Sigurgeirsson, biskup íslands. Verða við hjálparstörf í Eþíópíu næstu tvö ár Ásgrímur Pálsson framkvœmdastjóri látinn ASGRÍMUR Pálsson, framkvæmda- stjóri Hraðfrystihúss Stokkseyrar, lézt síðastliðinn mánudag 17. des- ember, 54 ára að aldri. Hann fædd- ist í Siglufirði 13. ágúst 1930. Ásgrímur var sonur hjónanna Sigríðar Indriðadóttur og Páls Ás- grímssonar í Siglufirði. Móðir Ás- gríms lézt er hann var 5 ára og eftir það ólst hann að mestu upp hjá föðursystur sinni og manni hennar að Grund í Svarfaðardal. 17 ára hélt hann til náms í Menntaskólanum á Akureyri og lauk þaðan gagnfræðaprófi 1948. Hann hætti síðan námi þar 1950 og fór þá til sjós og var á togurum og minni bátum um nokkurn tíma. Hann lauk síðar farmannaprófi frá Stýrimannaskólanum og var eftir það á millilandaskipum, með- al annars stýrimaður á skipum Sambandsins. Hann hætti síðan sjómennsku og vann um tíma við flugumsjón. 1960 hóf hann störf við útgerð, fyrst með tengdaföður sínum í Keflavík, en nokkru seinna gerðist hann framkvæmda- stjóri Hraðfrystihúss Stokkseyrar og gegndi þeirri stöðu til dauða- dags. Ásgrímur átti sæti í stjórn Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna um árabil og sat einnig í stjórn Coldwater og Umbúðamið- GEORG Stanley Aðalsteinsson skip- stjóri og eiginkona hans, Arndís Pálsdóttir, fara í dag til Eritreu í N-Eþíópíu þar sem þau munu dvelj- ast við hjálparstörf í tvö ár. Þau hjónin fara utan á vegum Lúterska alheimssambandsins og Hjálpar- stofnunar kirkjunnar og verður starf þeirra fólgið í því að kenna innfædd- um að nýta sér hin auðugu fiskimið stöðvarinnar. Hann átti um tíma sæti í hreppsnefnd Stokkseyrar og sýslunefnd Árnessýslu fyrir Sjálf- stæðisflokkinn. Ásgrímur var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Anna Þorgríms- dóttir úr Keflavík og slitu þau samvistir, en síðari kona hans var Ragnheiður Hermannsdóttir úr Hafnarfirði og lifir hún mann sinn. Ásgrímur átti tvö börn með fyrri konu sinni og eitt barn eign- aðist hann fyrir hjónaband. 514 stjórnir, nefndir og ráð FIMM hundruð og fjórtán stjórnir, nefndir og ráð störfuðu á vegum ríkisins á síðasta ári og cru þá forsætisráðuneytið og iðn- aðarráðuneytið undanskilin. Það fyrrnefnda sendi engar upplýs- ingar og frá því síðarnefnda bár- ust upplýsingar of seint til fjár- laga- og hagsýslustofnunar fjár- málaráðuneytisins til að hægt væri að taka þær með í árlega skýrslu um stjórnir, nefndir og ráð ríkisins. í þeim 514 stjórnum, nefnd- um og ráðum, sem í skýrslunni eru, starfaði 2.721 nefndar- maður. Nefndaþóknanir námu tæpum 25 milljónum króna og annar kostnaður tæpum 2,7 milljónum. Flestar nefndir störfuðu á vegum menntamálaráðuneytis- ins; 168, og næstflestar á veg- um heilbrigðis- og trygginga- ráðuneytis, 65, en þess má geta, að árið 1982 störfuðu 73 nefnd- ir á vegum iðnaðarráðuneytis. við strendur N-Eþíópíu, þar sem hungursneyðin er mest. { byrjun þessa árs dvaldist Hall- dór Halldórsson skipstjóri á sömu slóðum um tveggja mánaða skeið, þar sem hann lagði drögin að hjálparstarfi því sem þau hjónin munu vinna. Sagði hann á fundi, sem haldinn var með blaðamönn- um í vikunni að viðstöddum þeim hjónum, að áður hefðu fiskveiðar verið blómlegar í N-Eþíópíu. Borg- arastyrjöld sú sem þar hefur geis- að í 25 ár hefði hins vegar orðið þess valdandi að fiskveiðar hafa lagst niður og kunnáttan meira eða minna glatast. Georg Stanley hefur starfað við sjávarútveg í 30 ár, sem sjómaður og skipstjóri. Kváðust þau hjónin ekki fara þessa ferð til að svala ævintýraþránni heldur hefðu þau bennandi áhuga á því að leggja sitt af mörkum til hjálpr við hina sveltandi þjóð. Georg hefur und- anfarna mánuði unnið að því að undirbúa sig sem best til fararinn- ar og aflað þeirra tækja og veið- arfæra sem til þarf. Verður starf hans fólgið í því að kenna Eþíópíu- búum netagerð, smábátaútgerð og varðveislu fiskafurða. Þau Georg og Arndís sögðu að lokum að það væri mikið starf framundan, sem ekki yrði unnið á tveimur árum, en þó vonuðust þau til að geta komið sem mestu til leiðar með hjálparstarfi sínu. Teikning Muggs enn ófundin: „Vona að myndin komist til skila fyrir jólin“ — segir eigandi teikningarinnar, frú Elísabet Waage TEIKNINGIN eftir Mugg, sem stol- ið var af sýningu í Listasafni alþýðu sl. lostudag, var enn ófundin í gærkvöldi. I fyrrakvöld hafði Rann- sóknarlögregla ríkisins upp á manni, sem talið var að hefði vitneskju um afdrif myndarinnar, en eftir yfir- heyrslur töldu lögreglumenn að hann hefði ekki átt hlut að máli. Myndina á frú Elísabet Egilson Waage. Muggur teiknaði myndina af henni sofandi þegar hún var þriggja ára gömul árið 1913. Þá Golf á sunnudag — snjóleikir mánudag Akureyri, 17. desember. UM MIÐJAN dag í gær lauk á golfvcllinum á Akureyri síðasta golfmóti ársins, þegar starfsfólk Ut- vegsbankans efndi til golfkeppni með þátttöku um 10 golfleikara. Fleiri nýttu sér góða veðrið í gær og eltu litlu, hvítu kúluna á Jaðri og segja má að það hafi ekki mátt seinna vera, því með kvöldinu tók að snjóa og í morgun var hér jafn- fallinn allt að 15 sm snjór. Það mun vera einsdæmi hér á Akureyri að golfkeppni skuli fara fram á þess- um árstíma og segir allnokkuð um þá einmuna veðurblíðu sem verið hefur hér norðan fjalla allt frá því snemma t vor. — En börnin á Akur- eyri kunnu svo sannarlega að meta snjókomuna og voru fljót til að bregða sér í hefðbundna snjóleiki. G.Berg. Morgunblaðið/KGA { golfi á Jaðarsvelli á sunnudag, flestir fóru eftir auðum brautunum, en á stundum lenti boltinn þó ofan í skurðum eins og gengur. Mor«unblaðið/G.Bern. Krakkarnir voru ánægðir með snjókomuna og eldri Akureyringar töluðu um að nú væri orðið jólalegt. Teikningin eftir Mugg, sem stolið var. Myndina teiknaði Muggur árið 1913 af Elísabetu Egilson Waage, sem nú er eigandi hennar. var Muggur 22 ára. Elísabet eign- aðist myndina, sem ber nafnið „Beta“ að ljósmóður sinni, Þuríði Bárðardóttur, látinni. „Þetta kem- ur óneitanlega við mig, myndin var svo persónuleg," sagði Elísa- bet í samtali við blaðamann Mbl. í gær. „Myndin hafði aldrei verið lánuð út fyrr — það hvarflaði ekki að mér að lána hana fyrr en farið var að vinna að bókinni um Mugg. Þessi mynd er eini erfðagripurinn, sem ég hef eignast í lífinu og hún er mér enn kærari fyrir það, að aftan á hana hafði Þuríður skrif- að: Að mér látinni á Elísabet Eg- ilson þessa mynd.“ Þau Muggur og Elísabet þekkt- ust vel, þau bjuggu í sama húsi, hún var komin undir fermingu þegar hann lést aðeins 33 ára gamall árið 1922. „Ég man vel eft- ir honum — þegar hann dó fannst mér lífið í fyrsta skipti grimmt," sagði Elísabet. Nú sagðist hún bíða og vona að myndin kæmi óskemmd í leitirn- ar. „Ég vona bara að þetta sé ekki einhver ólánsmaður, sem eyöilegg- ur hana, ég vona að hann finnist, skili myndinni, verði síðan sleppt og óskað gleðilegra jóla. Ég er hrædd um að mér þættu jólin heldur dapurlegri ef myndin verð- ur ekki komin í leitirnar," sagði frú Elísabet Waage.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.