Morgunblaðið - 19.12.1984, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1984
9
Saga Ólafsf jarðar
Út er komið ritiö Hundrað ár í Horninu eftir Friðrik G.
Olgeirsson. Undirtitill þess er Saga Ólafsfjarðar
1883—1944. Bókin er í stóru broti. 334 blaösíður að
lengd með um 160 Ijósmyndum, teikningum og kort-
um. Hundrað ár í Horninu fæst í mörgum stærstu
bókabúðunum en bókina má einnig fá í áskrift.
Áskriftar- og pöntunarsími á höfuðborgarsvæðinu er
(91)666229 en í Ólafsfiröi (96)62151.
Útgefandi.
Palme á fundi með
alþýðuflokksmönnum
Framsókn margátta
Myndin sem fylgir Staksteinum í dag er
tekin í morgunkaffi sem Olof Palme
drakk með íslenskum toppkrötum á
laugardagsmorguninn áður en hann
flaug af landi brott og birtist hún á for-
síðu Alþýðublaðsins í gær. Annars er
einkum litiö til framsóknarmanna í
Staksteinum í dag, hugað aö aðdáun
þeirra á Palme og öllu því sem kemur
frá Svíþjóö en jafnframt vakin athygli á
tvíræöum yfirlýsingum Haralds Ólafs-
sonar um öryggismál í Þjóðviljasamtali.
Fordæmið
frá Palme
NT, blað framsóknar-
manna, hrcifst mjog af
Olof Palme, forsætisráð-
hcrra Svíþjóðar, þegar
hann dvaldist hér einn dag
í opinberri heimsókn í síð-
ustu viku. Var engu líkara
en l’alme væri kominn í
hið einstæða safn fram-
sóknarmanna utan land-
steinanna. f því safni sem
minnir helst á vaxmynda-
safn Madame Tussaud í
London er aö finna ýmsa
hcimsfræga menn. Er ekki
vafí á því að Palme falli vel
inn í þann hóp. A hinn bóg-
inn hafa framsóknarmenn
ekki fyrr en nú litið á sig
sem sænska jafnaðar-
menn. I*egar Thorbjörn
Kálldín, þáverandi forsæt-
Lsráðherra Svía, kom
hingað í heimsókn um áriö
hafði hann stutta viðdvöl í
flokksskrifstofum fram-
sóknarmanna og ræddi þar
við samherja um stefnumál
miðflokkamanna. Og að
þessu sinni drakk Olof
Palme morgunkaffi með
toppkrötum í Reykjavík,
flokksbræðrum sínum.
Kannski er það liður í
hægri byltingunni til vinstri
í Alþýðuflokknum, að Jón
Baldvin afhendi Steingrími
einkarétt á flokkslegum
tengslum við Olof Palme?
I forystugrein NT sem
rituð var í hátíðarskyni
fyrir Palmc segir svo í lok-
in: „íslendingar eiga
sænsku þjóðinni mikla
skuld að gjalda. Imsundir
íslendinga hafa sótt til
hennar menntun og þekk-
ingu og flutt heim. Notið
gistivináttu hinnar örlátu
og trygglyndu sænsku
þjóðar. Olof Palme er því
velkominn gestur og þeim
sjónarmiðum sem hann er
fulltrúi fyrir vottuð virð-
ing-“
Af því sem áður segir í
þessari hátíöargrein mál-
gagns Kramsóknarflokks-
ins er það „samhjálp þegn-
anna og félagslegt öryggi
öllum til handa," sem NT
telur að Palme, „auö-
mannssonurinn frá Oster-
halm“, hafi barist ötullega
fyrir sem „óþreytandi fyrir-
liði“.
Astæðulaust er að gera
lítið úr þvi sem best er gert
í stjórn sænskra lands- og
félagsmála. Af því má
margt gott læra, ekki síst
ef maöur er framsóknar-
maöur. Hitt er jafnvíst, að
einmitt í forystutíð Palme
hefur sænska ofstjórnin
gengið út í öfgar. Kíkið er
farið að setja einstaklingn-
um allt of þröngar skorður
til dæmis með afskiptum af
uppeldi barna og foreldra-
rétti. í því efni höfum við
ekkert af Svíum að læra og
ekki holdur þegar litið er
til þess óskamáls Palme og
félaga að láta launþega-
sjóðina svonefndu gleypa
I einkafyrirtækin.
Haraldur á
báðum áttum
llaraldur Ólafsson er
þingmaður Kramsóknar-
Dokksins í Kcykjavík, og
raunar eini þingmaður
flokksins á öllu höfuðborg-
arsvæðinu, sem nær frá
Keykjanesi upp í Hvalfjörð.
Tók Haraldur sæti Olafs
heitins Jóhannessonar á
þingi. Pjóðviljinn leitaði
álits llaralds á kjarnorku-
vopnum og fslandi um
helgina og spurði hjóðvilj-
inn meðal annars: Telur þú
að ísland hafi fastmótaða
| stefnu í afvopnunar- og ör-
yggismálum? Og Haraldur
Olafsson svarar:
„Nei, það skortir mikið
á að hér sé mótuð stefna í
þcssuni efnum. Við höfum
verið margátta, en augljóst
er að við þurfum að ná víð-
tækri samstöðu þjóðarinn-
ar í þessum efnum. I>að
hefur einnig veikt stöðu
okkar útávið að flokkar
hafa reynt að gera þetta að
innanrikismálum og marka
sér sérstöðu á þeim vett-
vangi.“
Og í lok þessa samtals
segir llaraldur Olafsson:
„Meginatriðið er að brýn
nauösyn er nú á því að
cndurskoöa hlutverk her-
stöðvarinnar í Keflavík og
þar meö öryggismál fs-
lands í heild sinni."
Kyrirsögn Pjóöviljans á
þessu viðtali við þingmann
Kramsoknarflokksins er:
„ísland er stefnulaust í ör-
yggismálum — Endur-
skoða þarf hlutverk her-
stöðvarinnar." Og Pjóðvilj-
inn fagnar þessum ummæi
um síðan sérstaklega í for-
ystugrein.
Ástæða er til að staldra
aðeins við þetta allt saman.
30 ára tímabilinu frá 1953
til 1983 skiptu framsókn-
armenn og kratar svo að
segja jafnt á milli sín þegar
litið er til setu fulltrúa
|>eirra í embætti utanríkis-
ráðherra. Og síðustu 12 ár
hefur framsóknarmaður
verið utanríkisráðherra,
meira að segja tveir forver-
ar Haralds Olafssonar sem
þingmenn Kramsóknar-
flokksins fyrir Keykjavík,
þeir K.inar Ágústsson og
Ólafur Jóhannesson.
Kemur það ekki úr hörð-
ustu átt sem llaraldur
Olafsson hefur nú að segja
um „stefnuleysið" í örygg-
ismálum? Hvernig væri að
hann byrjaði stefnumótun-
ina á heimavelli, innan
Kramsóknarflokksins í
Reykjavík? Og hvernig er
unnt að fullyrða að sam-
stöðu skorti meóal íslend-
inga í þessum málum eftir
niðurstöður í könnun Ólafs
H. Ilarðarsonar sem birt-
ust í sumar? I>eir sem
hakla því fram að eðli
varnarstarfseminnar á fs-
landi hafi breyst verða að
gera það i krafti haldbetri
heimilda en Williams Ark-
in.
“Arrovv
Vandaóar skyrtur
íöllumstærdum
HBHMMlæBBUJW” f'
LAUGAVEGI 61-63
SÍMI 14519
Hudson's Bay & Annings Ltd
67 Upper Thames Street
London EC4V 3AH
Telephore 01-236 3223
Telegrams Beaver. London EC4
Talex 888226
Eldisrefur og almennar
loðskinnavörur
12. og 13. desember 1984
Tegund Skinna- Sala % Umsögn
fjöldi
Blárefur 54717 72 Sama verö og í Osló,
London Fur Group vörur gegn vörum í
des. 1984.
Meðalverð GBP 27,42 eöa ikr. 1796, — fyrir flokkuð skinn.
Hækkun um 70—80% frá desember 1983. i þessu safni voru
fyrstu íslensku loöskinnin, sem fara á markað í vetur eöa um
1500 stk.
Skuggi 22.847 93 Hækkaöi um 5% frá
London Fur Group Helsinki í des. 1984.
Meðalverð fyrir flokkuö skinn GBP 40.03 eöa ír. 1921. — í
þessum hópi var nokkuö magn íslenzkra skuggaskinna boöin
upp (shadow).
Silfurblár 3.897 75 Seldist vel á mjög háu
London Fur Group veröi
Meöalverö GBP 84 — íkr. 4.032 — Þessi tegund er afkvæmi
silfurrefs og blárefs.
Aöalkaupendur: italía, Japan, Kanada og Spánn.
Gullna eyjan
Fyrir toppbúntiö af gullnu eyjunni var borgaö GBP 575, — eöa
ikr. 27.600 — á hvert skinn. Kaupandi var Pólaríurs fyrir hönd
Mistygrange í London. Meöalverö var GBP 307. — íkr. 14.736
— Geysihörö samkepppni var um þessi skinn. Þessi tegund er
afkvæmi silfurrefs og íslenska pólarrefsins.
Ekkert kvótakerfi er hjá Hudsons Bay London þannig að öll
loöskinn eru boöin upp á fyrsta uppboöi sem þau eru send á,
sé skilafresti mætt.
Næsta uppboö okkar á refaskinnum er í byrjun febrúar nk.
Skilafrestur 6. janúar.