Morgunblaðið - 19.12.1984, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 19.12.1984, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1984 13 Kór Öldutúnsskóla Jólatónleikar Tónlist Jón Ásgeirsson Kristján Jóhannsson, óperu- söngvari, kemur heim í jólafrí og tekur lagið fyrir aðdáendur sína, sem ekki láta sig vanta frekar en endra nær. Frá upphafi land- náms hafa íslendingar dáð skáld sín, einkum þau er fluttu Ijóð sín erlendum stórmennum og þágu að launum gersemar og frægð. Þrátt fyrir ástríður til utanferða hefur landinn ávallt hugsað heim og þannig borið til fólks síns tíðindi utan úr heimi. Kristján Jóhannsson er einn þeirra gæfumanna, sem hleypt hefur heimdraganum og „syngur nú fyrir þjóðir“, svo að þegar stafar nokkrum ljóma af nafni hans. Kristján söng að þessu sinni eingöngu trúarleg verk og fékk til liðs við sig Kór Öldu- túnsskóla undir stjórn Egils Friðleifssonar og ólaf Vigni Al- bertsson píanóleikara. Tónleik- arnir hófust á Ave Maríu eftir Kaldalóns og Agnus Dei eftir Bizet. Bæði lögin eru eins konar „lokanúmer" og því heldur erfið Kristján Jóhannsson upphafsverkefni. Eftir þessi stórnúmer söng Kór öldutúns- skóla nokkur jólalög og lauk Kristján fyrri hluta tónleikanna á Largo eftir Hándel og Ave Maríu þeirri, er Gounod samdi við C-dúr prelúdíuna frægu eftir Bach. Á seinni hluta tónleikanna söng Kristján Stabat Mater eftir Rossini og lauk tónleikunum með Requiem eftir Verdi en á milli söng Kór Öldutúnsskóla jólalög. Það eina sem skyggði á þessa tónleika var það hversu fá lög Kristján söng, þó lögin væru hins vegar öll svonefnd „stór- númer", hvert öðru erfiðara til söngs. Söngur Kristjáns var á köflum glæsilegur, einkum í aukalögunum, sem voru auð- heyrilega nær því sem hann syngur mest um þessar mundir, enda hefur trúlega ekki gefist mikill tími til æfinga fyrir þessa tónleika. Kór Öldutúnsskóla setti fallegan svip á tónleikana og er í raun merkilegt hversu það unga söngfólk sem þar kom fram, söng fallega, sérstaklega þó vel í litlu lagi frá 17. öld, sem heitir María í skóginum. Söng- lega er Kristján í góðu formi og röddin í góðu jafnvægi og sé tek- ið tillit til þess er hann söng best, eins og til dæmis að nefna Raunatölur Federicosar úr L’Arlesiana eftir Cilea, geta að- dáendur Kristjáns verið vongóð- ir um stór tíðindi af söngframa hans á komandi árum. Skagfírska söngsveitin Einn þeirra sönghópa í Reykjavík sem dugmestir hafa verið í iðkun sönglistarinnar er Skagfirska söngsveitin og nú undanfarið hefur kórinn haldið tónleika í Reykjavík og ná- grenni. Á efnisskránni voru jóla- lög og stutt messa eftir J. Ha- ydn, sem til aðgreiningar frá annarri orgelmessu er kölluð „Litla orgelmessan". Ástæðan fyrir orgelundirleiknum er talin vera andstaða þeirra sem hlýða áttu verkinu, að notuð væri hljómsveit. Tónleikamir hófust á þremur sálmalögum hljóm- settum og sömdum af Róbert A. Ottóssyni og þar næst söng kór- inn tvö lög eftir stjórnandann Björgvin Þ. Valdimarsson. Lögin heita Jólin þín og Maríubæn og eru bæði lögin þokkafull og lát- laus í gerð. Því næst söng kórinn hefð- bundin jólalög og eitt þeirra í raddgerð Lofts S. Loftssonar, Stráið salinn greinum grænum. Raddsetning Lofts er skemmti- lega unnin og var ágætlega sungin af kórnum. Síðasta verkið var svo Litla orgelmess- an, eftir J. Haydn en í því verki söng Halla S. Jónasdóttir ein- söng og orgelundirleikinn ann- aðist Orthulf Prunner. Halla söng sinn þátt messunnar fal- lega og af smekkvísi, enda auð- heyrilegt að hún hefur leitað sér tilsagnar í söng. í heild var söng- ur kórsins góður, þó nokkuð van- ti á kunnáttu söngfólks til að skila verki eins og Litlu orgel- messunni hnökralausri. Þá skal þess getið að undirritaður hlýddi á söng kórsins í Kópavogskirkju, en þar var notað lítil orgel til undirleiks. Hvort sem það er vegna lélegs ástand stóra orgels- ins í krikjunni, eða af einhverri annarri ástæðu hafði þetta litla orgel ekki burði til að styðja nægilega vel við söng kórsins. Björgvin Þ. Halldórsson er vax- andi tónlistarmaður og hefur þegar nokkra reynslu í kórstjórn og mátti heyra að hann hefur mótað söng kórsins og bætt á marga vegu. Andlit og umhverfi Bókmenntír Erlendur Jónsson Árni Gunnlaugsson: FÓLKIÐ í FIRÐINUM. I. 191 bls. Útg.: Árni Gunnlaugsson. 1984. Að birta myndir af fólki sem komið er á efri ár, og æviágrip með — sú hugmynd er í raun og veru bráðsnjöll. Svo mikinn áhuga hafa Islendingar á pers- ónusögu að þess konar rit kemur ekki aðeins að notum, það upp- fyllir brýna þörf, hreint út sagt. Það eru samborgarar Árna Gunnlaugssonar, Hafnfirðingar, sem hann hefur valið að viðf- angsefni. »Við myndatökuna var yfirleitt við það rniðað,* segir hann, »að viðkomandi hefði átt lengi heima í Hafnarfirði og náð 70 ára aldri, þótt stundum hafi út af því brugðið.« Gömul og hrukkótt andlit hafa lengi verið eftirlætis viðf- angsefni ljósmyndara um víða veröld. Maðurinn safnar lífsr- eynslunni í ásjónu sína, þar stendur letrað á elliárum það sem hann hefur lifað. En Árni Gunnlaugsson er ekki beinlínis í hópi þeirra sem taka þvílíkar karaktermyndir. Ljósmyndir hans eru ekki andlitsmyndir heldur umhverfis- og manna- myndir, það er að segja maður í umhverfi sínu. Stundum verður andlit fyrirsætunnar ógreinilegt og fötin þeim mun meira áber- andi og »hollningin« yfirhöfuð. Þá ber við að bakgrunnurinn dragi athyglina um of frá pers- ónunni, þeirri sem verið er að mynda hverju sinni, hvort sem það er nú garður, haf, hús eða bíll. Með þess háttar aukamynd- efni að baki verða myndirnar auðvitað að vera nokkuð stórar. Og það hefur útgefandi gert sér ljóst og því er brot bókarinnar með þvi stærsta sem gerist. Myndirnar eru teknar á nokk- uð mörgum árum. Og að mínum dómi eru þær harla misjafnar. Sumar eru dálítið hreyfðar og minna gjarnan á ljósmyndir sem óvanir tóku á kassavélar fyrir áratugum. Ég tek sem dæmi mynd- af manni með hjólb- örur á bls. 47. Líka bendi ég á mynd af manni með hópi barna á bls. 90. Sú mynd er tekin fyrir tuttugu og þrem árum, að vísu, en ljósmyndatæknin var nú komin yfir frumskeiðið þá! Bestar þykja mér þær mynd- irnar þar sem bakgrunnur er sem minnstur en fólkinu gefið því meira rúm. T.d. eru margar hjónamyndirnar verulega góðar. Og betri virðast mér vera þær Árni Gunnlaugsson myndirnar þar sem fólkið stillir sér upp en binar þar sem það er á hreyfingu, t.d. við vinnu. Svart-hvít ljósmyndun hæfir vel viðfangsefnum af þessu tagi. Vitanlega byggist hún mest á ljósi og skuggum, og það eru at- riði sem ljósmyndari verður að vega og meta hverju sinni. Margir karlarnir í þessari bók bera húfur eða hatta sem skyggja á andlitið. Út af fyrir sig gefur það hugmynd um mann að hann skuli hafa hatt á höfði, eða húfu. En verður ekki andlitið, svipurinn, að vera eitt af stóru atriðunum í myndum af þessu tagi nema beinlínis sé ætl- unin að sýna eitthvað annað? Æviágripin eru gagnorð og sannarlega fróðleg. Því þar má svo glögglega sjá hvað hinn dæmigerði Hafnfirðingur hefur haft fyrir stafni um ævina. Andvari kominn út ANDVARI, tímarit Bókaútgáfu Mcnningarsjóðs og Þjóðvinafélags- ins er komið út fyrir 1984. Þetta er „nýr flokkur“ Andvara, hundraðasta og níunda ár. Kristján Karlsson for- seti Þjóðvinafélagsins annaðist rit- stjórn. Meðal efnis í Andvara að þessu sinni er að Benedikt Tómasson rit- ar um Vilmund Jónsson, Matthias Johannessen birtir þar tvö kvæði og Finnbogi Guðmundsson skrifar greinina: „Gripið niður í íslend- ingasögu Sturlu Þórðarsonar." Þá eru birt þrjú kvæði eftir Kristján Karlsson og þrjár sögur eftir Matthías Johannessen. Þorsteinn Antonsson skrifar greinina „Sjá- andinn Jochum M. Éggertsson" og Kristján Karlsson skrifar smásög- una „Fagurkerarnir". Andvari er að þessu sinni 100 blaðsíður. ' <v> v TIRSCHENREUTH GF RMANY lólagíöfin íár Ómissandi á hvert heimili i m Formfagrar L postulínsskálar sem bjóða upp á ótrúlega marga möguleika uið uppröðun á matarborðið, — þú getur komið gestum þínum skemmtilega á óvart Narga fylgihluti má fá með settinu, Fallegar og uandaðar gjafaumbúðir. ITJiK- KKISTILL 7 einingar í pakka, aðeins kr. 1.890.- Laugavegi 15 simi 14320 1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.