Morgunblaðið - 19.12.1984, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 19.12.1984, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1984 Ensk-ísienska orðabókin er mikið verk. „Ensk-íslenska orðabókin er stórvirki og tímamótaverk" „Orðabók fyrir leikmenn sem lærða,“ segir Örlygur Hálfdánarson Knsk-íslenska orðabókin með alfra-ðilegu ívafi frá Erni og Örlygi er komin út, dýrasta og umfangs- mesta bók sem hefur verið gefin út á íslandi, bók sem hefur að geyma skýringar á hátt í 150 þúsund merkingum, orðum eða orðasam- böndum, en stafafjöldi bókarinnar er nær 15 milljónir. Tugir manna hafa unnið við gerð bókarinnar undanfarin ár, flestir í fullri vinnu og segja má að stórt verkstæði hafi verið sett upp til þess að bókin yrði sem vönduöust. „Hér er um ákaflega vandað verk aö ræða, bók sem mun hafa mikil áhrif í íslensku mennta- kerfi um fyrirsjáanlega framtíð. Hér er fram komið metnaðar- fullt verk, sem verðskuldar styrk úr sameiginlegum sjóðum, ef fólk í þessu landi elur enn þá von í brjósti að viðleitni til sjálf- stæðrar tilveru svari kostnaði," sagði Jónas Pálsson rektor Kennaraháskóla tslands. „Þessi ensk-íslenska orðabók er stór- virki og tímamótaverk. Fullur aðdáunar hefi ég fylgst með framvindu þess. Ég dái að þreki útgefandans og áræði hans, þjóðlegum metnaði og heilbrigðu mati hans á aðstæðum, þegar mest á reyndi og mestu varðaði, að hann gæfist ekki upp,“ sagði Baldur Jónsson, formaður ís- lenskrar málefndar. „Það er málhreinsunaratriði að íslend- ingar eigi stóra og vandaða orða- bók, þar sem þeir geta fundið ís- lensk orð um hvert það svið, er þeir kunna að vera að skrifa eða tala um, sem eru forsenda þess, að fræðimenn geti skrifað skilj- anlegan texta á móðurmálinu," sagði Guðni Guðmundsson rekt- or Menntaskólans í Reykjavík um nýju ensk-íslensku orðabók- ina. 40 milljónir kr. kostar út- gáfan en eintakið kostar 7900 kr. fyrstu 2000 bækurnar og unnt er að fá bókina keypta með afborg- unum. „Enska er alþjóðlegt tungumál sem gengir mikilvæg- ara hlutverki í samskiptum manna, menntun og störfum, en nokkur önnur tunga nútímans. Enska klingir í eyrum okkar fs- lendinga dag hvern og blasir hvarvetna við augum. Hún er ekki aðeins lykill okkar að um- heiminum í víðasta skilningi heldur og að æðri menntun. Við þessar aðstæður er eðlilegt að margir séu uggandi um móður- málið. Eigi það að halda velli gegn ásælni enskunnar er þjóð- inni nauðsynlegt að eiga áreið- anlega og ítarlega ensk-íslenska orðabók," segir Örlygur Hálf- dánarson i bæklingi um orða- bókina. Um leið og bókin er ít- arleg orðabók þar sem stuðst er við nýjustu útgáfur enska orða- bóka, þá er hún alfræðibók um leið með margs konar skýring- um, aögengileg öllum, bæði leik- mönnum og lærðum. Blaðamað- ur Morgunblaðsins ræddi við ör- lyg Hálfdánarson um orðabók- ina. „Til varnar og sóknar íslenskri tungu“ Ég skal segja þér sögu,“ sagði Örlygur, „sláandi sögu um það sem varð þess valdandi að ég ákvað að komast í gegnum út- gáfu ensk-íslensku orðabókar- innar, þótt á móti- blési brim- háum sköflum. Ég á góða vini á írlandi, sáttasemjara Suður- írlands en sonur hans og sonur minn hafa skipst á að dvelja heima og heiman hálft sumarið undanfarin ár. Sonur minn fer þangað til þess að læra ensku, en ekki írsku. Það er sorgleg stað- reynd að írar hafa nær tapað máli sínu, enskan er þeirra aðal- mál. Það væri grátleg tilhugsun ef til dæmis á næstu öld myndu Norðurlandabúar senda börn sín til íslands til þess að læra ensku. Þetta er ekki sagt af óvirðingu við enska tungu, heldur er þetta spurning um það hvort tunga okkar lifir af, tungan sem er í raun dýrmætasta fjöregg okkar. Kostnaðurinn við útgáfu ensk- íslensku orðabókarinnar óx í sí- felju vegna þess að umfang verksins varð sífellt meira og meira til þess að það yrði eins vandað og frekast var kostur, en égar ég hafði gert það upp við mig hvílík vörn og sókn slík bók er fyrir íslenska tungu, þá afréð ég að leggja allt mitt undir. Það er svo margt sem krefst þess að tekið sé á í þessum efnum. Til dæmis má nefna stofnanamálið sem menn eru farnir að gagn- rýna mjög mikið. Margir Islend- ingar hafa numið erlendis og ekki haft neinn aðgang að ís- lenskum orðum yfir það sem þeir eru að læra. Þegar þeir koma síðan heim með faglegan lær- dóm þá hefur byrjað klastur orða til þess að reyna að gera gott úr hlutunum, en því miður er það svo að í mörgum tilvikum er stofnanamálið eins konar hrognamál sem á lítið skylt við íslenska tungu." „Þegar þú tókst við fyrsta handriti orðabókarinnar, ætlað- ir þú að afgreiða það á hefð- bundinn hátt, þar sem þú miðað- ir við að handritið væri tilbúið til prentunar, en síðan fer verk- efnið að flæða út. Hvernig hefur þessi þróun komið við útgefand- ann?“ „Ég tók við afrakstri af 7 ára starfi Sörens Sörenssonar, mjög merkilegu framtaki og ég er full- ur virðingar á því. Með sam- þykki Sörens réði ég Jóhann Hannesson til þess að búa hand- ritið til prentunar og ráða að- stoðarfólk til þess verks, því það er staðreynd að slík bók sem þessi getur aldrei orðið eins manns verk. Þakklæti mitt er mikið í garð Jóhanns heitins fyrir það að búa verkið til prent- unar og móta það með sinni miklu þekkingu og ég er þakklát- ur þeim kjarnahópi sem hefur unnið verkið auk fjölmargra annarra sem hafa lagt hönd á plóginn. Þetta verkefni er búið að reyna gífurlega á fyrirtækið. Þegar farið var af stað var engin reynsla til í fyrirtækinu á smíði slíkrar bókar né því hvers hún krefðist. Þetta verk hefur mjög reynt á efnahagsleg þolrif útgáf- unnar og þeirra sem það hefur viðskipti við og það hefur reynt gífurlega á starfsfólk mitt að ganga í gegnum þetta þreng- ingatímabil, ekki minna en á mig persónulega. Það hafa rokið upp sögur um gjaldþrot fyrir- tækisins og annað leiðindaþvað- ur, en hið rétta er að fjölmargir elskulegir aðilar úti í þjóðfélag- inu hafa lokað augunum fyrir því að þeir eiga hjá okkur pen- inga, en geyma það hjá sér. Ég held að það hljóti að koma til af þvj að þeir hafa trú á þessari bók, að hún skipti miklu máli og þeir vilja leggja því lið. Þeir hafa séð hana verða til, hægt og bít- andi, séð hvernig hún hefur ver- ið látin ganga fyrir öllu og ég hef orðið var við það á áþreifanlegan hátt að þeir sem hafa komist i snertingu við þessa bókargerð, nær og fjær, hafa allir látið sig hana varða, orðið fylgismenn hennar. Hafi menn haft uppi efasemdir hafa þær fallið í burtu við skoðun á próförk. Einstaka hefur spurt hvers vegna ég gefi ekki út ensk-enska orðabók í staðinn. Það er hægt, en þá erum við markvisst að ýta okkar máli til hliðar og venja fólk á að hugsa á ensku.“ „Hér er um að ræða dýrustu bókargerð á íslandi?" „Sjö starfsmenn hafa verið hér að öllu jöfnu undanfarin ár, en þegar þessi bók var komin á skrið bættust 12—14 fastir starfsmenn við auk sérfræðinga, sem áður voru hér nánast alla daga, eða allt að 23 starfsmenn að auki og við urðum að setja upp útibú hér í grenndinni. Á lokaspretti bókarinnar unnu 30—40 manns stöðugt við verkið. Þessi lota í húsakynnum forlags- ins byrjaði hægt og bítandi fyrir fjórum árum, en fyrr hefur ekki verið staðið svona að verki í ís- lenskri bókaútgáfu. Eina sam- bærilega orðabókin sem hægt er að miða við er Orðabók Sigfúsar Blöndals, en hún var unnin á áratugum og naut allan tímann styrkja íslenskra og danskra stjórnvalda auk Carlsberg- sjóðsins. Ordabók fyrir leik- menn sem aðra Spurningin í útgáfu ensk- íslensku orðabókarinnar var fyrst og fremst sú hvað mikið ætti að vanda til verksins og ég lagði allt kapp á að þetta yrði að vera mjög vandað verk og í því efni var ég sammála Jóhanni Hannessyni. Ég ákvað því að gera . engar athugasemdir —við kröfugerð starfsfólksins, leyfa því að fara sínu fram og niður- staðan í kostnaði er um 40 millj- ónir króna. Þetta er því dýrasta útgáfa á íslandi þótt Guðbrands- biblía hafi ugglaust verið dýr á sínum tíma. Guðbrandsbiblía var seld á 2% kýrverð, 500 ein- tök eða um 70 þús. kr. bókin, en það er hæpið að Guðbrandur hafi selst bókina á kostnaðar- verði eins og ég verð að gera. Ég sætti mig hins vegar við að fá mitt fé til baka á tæplega 10 þús- und eintökum. Eftir lögmálum markaðarins ætti bókin ugglaust að kosta 30—40 þús. krónur en vð seljum fyrstu 2000 eintökin á 7900 kr. og síðan hækkar hún upp í 9900 kr. I rauninni á þriðj- ungur upplags að standa undir kostnaði en þó það sé dýrt að vera íslendingur, þá er það svo mikils virði að ég er til í að gera svona hluti þó ég verði að leggja allt undir. Forlögin hafa skipað mér í það hlutverk að gefa út bækur á íslandi, en ég hef stund- um sagt að ég hljóti að hafa gert eitthvað mikið af mér í fyrra lífi, svo erfitt starf er bókaútgáfa á íslandi. En aðalatriðið í stöðunni er það að Ensk-íslenska orða- bókin með alfræðiívafi er komin út og vonandi nýtist hún okkar þjóð til heilla, fróðleiks og skemmtunar." — >.j. MorKunblaftið/RAX Örlygur Hálfdánarson bókaútgefandi með bókina sem hann hefur sett allt sitt að veði fyrir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.