Morgunblaðið - 19.12.1984, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1984
19
Jón G. Sólnes
segir frá viðburðarikri
og stormasamri ævi
skráð af fialldóri halldórssyni blaðamanni
Jón Q. Sólnes er nafn, sem allir þekkja. liann er harðsvíraðasti
kapítalistinn í Sjálfstæðisflokknum, fyrrverandi bankastjóri á
Akureyri, Akureyrarmeistari í bæjarstjórnarsetu og fyrrverandi
þingmaður. Jón er jafnframt persónugervingur umdeildustu
fjárfestingar á íslandi hiti síðari árin, kröfluvirkjunar.
Hann hefur verið sakaður um’ mútuþægni og alls kyns
spillingu, en alltaf staðið slíkar ásakanir af sér. Oftar en einu
sinni kröfðust pólitískir andstæðingar þess, að hann segði af sér
þingmennsku.
En það var hans eiginn flokkur, Sjálfstæðisflokkurinn, sem batt
enda á pólitískan feril Jóns — um stund. Árið 1979 var hann
sakaður um fjárdrátt og flokksfélagar hans þökkuðu honum
hálfrar aldar starf fyrir Sjálfstæðisflokkinn með því að sparka
honum út af franiboðslista flokksins.
. -.Éi ....s..IS
■
Wmm
'* ItÍ
'
í þessari bók ræðir Jón af hreinskilni um þessi mál, og eins
og hans er von og vísa skefur hann ekki utan af hlutunum. Hann
lætur forystu Sjálfstæðisflokksins fá það óþvegið, ef honum
finnst það við eiga. Pólitískir andstæðingar fá líka orð í eyra.
Jóns saga Sólness er merkileg saga. Hún er saga manns, sem
elst upp í fátækt, fer að vinna fyrir sér og leggja til heimilis
fósturforeldra sinna aðeins 15 ára gamall. Síðan hefur hann
komizt til æðstu metorða. '
Jón Q. Sólnes hefur frá mörgu að segja, og í þessari bók svarar
hann í fyrsta skipti fyrir sig svo að um munar.
r
, mméém
4RMNMSIM0
n imwpiw m hp iiip
Jákvæður llfskraftur
eftir riorman Vincent Peale
í þýðingu Balduins Þ. Krisýánssonar
Fáar bækur hafa notið jafn mikilla vinsælda
hér á landi síðustu árin sem bækur Norman
Vincent Peale í þýðingu Baldvins Þ.
Kristjánssonar. Má þar nefna bækur eins
og Vörðuð leið til lífshamingju og Lifðu lífinu
lifandi.
í hinni nýju bók segir Peale frá því er hann
mætti Jesú Kristi í bamæsku og hvernigandi
hans auðgaðist er hann hóf að boða hina
jákvæðu lífskenningu.
í hverjum kafla er fjöldi sannra frásagna
fólks sem sjálft hefur reynt hinn jákvæða
lífskraft Jesú Krists.
Þrautgóðir á raunastund
16. bindi Björgunar- og sjóslysasögu íslands
eftir Steinar J. Lúðvíksson
1 bókinni eru raktir atburðir áranna
1964—1966 að báðum árum meðtöldum.
Meðal atburða má nefna strand pólska
togarans Wislok, frækilega björgun
áhafnarinnar af mb. Strák, Þorbjarnarslysið
við Reykjanes, björgun áhafnarinnar af Wyre
Conquerer og strand breska togarans Boston
Wellvale við Arnarnes við ísafjarðardjúp.
Agúst á Brúnastöðum
lítur yfir farinn veg
í samfylgd Malldórs Krisýánssonar
Ágúst bóndi á Brúnastöðum og fyrrum
alþingismaður er þéttur á velli og þéttur í
lund, gildur bóndi og góður félagsmálamað-
ur. Hann hefur notið virðingar mótherja jafnt
sem samherja.
Brúnastaðabóndinn var ekki borinn til efna
í skjóli ríkra foreldra. í bernsku var honum
ráðstafað af hreppsnefnd Eyrarbakka til
uppeldis hjá sveitarómögum og mátti una því
fýrstu árin að vera nefndur urðarköttur og
flokkast af krökkunum á Bakkanum til óæðri
stiga mannfélagsins og verða fyrir árásum
þeirra og áreitni.
BÓKAÚTGÁFAN ÖRN 8 ÖRLYGUR
Síðumúla 11, sími 84866