Morgunblaðið - 19.12.1984, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.12.1984, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1984 Útgerðarsaga Glaðleg fjölskylda Bókmenntir Erlendur Jónsson Guðlaugur Gíslason: ÚTGERÐ OG AFLAMENN. 208 bls. Bókaútg. Örn og Örlygur hf. — 1984. Guðlaugui Gíslason segir á ein- um stað í þessari bók að Vest- mannaeyingar muni öðrum frem- ur »eiga allt sitt undir útgerð, sjó- sókn og úrvinnslu sjávarafla*. Ekki er að efa sannleiksgildi þeirra orða. Og þá er ekki heldur að furða þótt athygli hins al- menna borgara í Vestmannaeyj- um beinist að þessum höfuðat- vinnuvegi og þeim sem bera hann uppi: sjómönnum, útgerðar- mönnum, aflamönnum. Aflakóng- urinn ber ekki konungsnafn fyrir ekki neitt! Guðlaugur Gíslason, sem sjálfur hefur fengist við stjórnmál og viðskipti, skrifar bók um sjómenn. Dæmigert í Vest- mannaeyjum. Guðlaugur skiptir þessari bók í tvennt. í fyrsta lagi Ágrip af sögu útgerðar í Vestmannaeyjum og í öðru lagi Formannataí og skip- stjórnarmanna 1906—1984. Útgerðarsögunni er skipt í kafla eftir veiðiaðferðum. »Frá fyrstu tíð,« segir Guðlaugur, »var hand- færið eina veiðarfærið sem notað var, bæði í Vestmannaeyjum og annars staðar á landinu.* Guð- laugur segir að það hafi ekki verið fyrr en á seinni hluta 19. aldar að íslendingar tóku að fiska á línu — eða lóð eins og hún var þá nefnd. Segir hann að Vestmannaeyingar hafi verið nokkuð seinir til að taka upp þetta veiðarfæri og »ekki fyrr en á vetrarvertíðinni 1897 að þrír formenn gerðu tilraun með línu- veiðar*. Áratug síðar kom svo þorskanetið til sögunnar. Eftir það urðu jafnar framfarir í fisk- veiðum, vélbátar tóku við af ára- bátum, skipin urðu smám saman stærri, lengra var sótt, og loks komu til sögunnar fleiri fiskverk- unaraðferðir og fjölbreyttari markaðir erlendis. Guðlaugur hefur að sjálfsögðu aflað heimilda víða að; hæg eru heimatökin. Mest og oftast sýnist mér hann skírskota til Þorsteins Jónssonar í Laufási í Vestmanna- eyjum, en Þorsteinn var lengi skipstjóri og útgerðarmaður. A efri árum ritaði Þorsteinn og sendi frá sér endurminningar, Aldahvörf í Eyjum, en það rit hef- ur orðið drjúg heimild þeirra sem ritað hafa um útgerðarsögu Vest- mannaeyja fyrr og síðar. Skipstjórnarmannatalið fyllir svo meirihluta bókar þessarar. »Áberandi er,« segir Guðlaugur, »hversu margir synir formanna í Eyjum hafa fetað í fótspor feðra sinna og gerst þar formenn eða skipstjórar.* Formannatalinu er skipað í stafrófsröð og fylgir mynd af hverjum skipstjóra. Upp- lýst er um hvern og einn hvar hann fæddist; hvenær hann hóf sjósókn, hvenær og hvar hann afl- aði sér skipstjórnarréttinda og síðast hvaða skipum hann stjórn- aði. Nafn og uppruni maka fylgir einnig. Margir í hópi þessum hlutu þau örlög að gista hina votu gröf. Mannfórnir þær, sem ægir krafð- ist, munu hafa verið taldar óhjákvæmilegar; og voru það reyndar. Ekki gerðu allir, sem þarna eru taldir, sjómennskuna að ævistarfi. Til dæmis hurfu allnokkrir til stjórnunarstarfa í landi — og þá meðal annars til að stjórna eigin Guðlaugur Gíslason útgerð, en það virðist vera býsna algengt í Eyjum að skipstjórn fari saman við eignarhald á útgerð. En svo eru líka margir sem byrjuðu til sjós á unglingsaldri og héldu áfram að stíga ölduna með- an kraftar entust. Margur harðjaxlinn mun vera í þessum hópi skipstjórnarmanna, enda munu vettlingatök hafa dug- að skammt á sjó. Til endurgjalds fyrir harða sókn hlutu menn svo — auk hins fjárhagslega ábata þegar vel gekk — almenna athygli, og stundum jafnvel aðdáun ungra og gamalla til sjós og lands. Það er alltaf hvatning fyrir mann að vita að fylgst er með því sem hann er að gera. Og skipstjór- ar í Vestmannaeyjum hafa síst þurft að kvarta undan tómlæti annarra Eyjabúa. Fjöldi mynda er í bókinni, eink- um mannamyndir. Nokkuð eru þær misjafnar, sumar vel skýrar, aðrar óskýrari; ef til vill teknar upp úr bókum eða blöðum. Bókmenntir Jenna Jensdóttir Jólasveinafjölskyldan á Grýlubæ. Saga eftir Guðrúnu Sveinsdóttur. Myndir eftir Elínu Jóhannsdóttur. ísafoldarprentsmiðja hf. Reykjavík 1984. Höfundur sögunnar er húsmóðir á Ormarsstöðum á Fljótsdalshér- aði. Þetta er fyrsta saga hennar á prenti, en sögur hafa verið lesnar eftir hana í útvarpi. Jólasveinafjölskyldan býr í Grýlubæ sem er hellir inni á öræf- um. Sagan hefst í skammdeginu. Húsráðendur eru Grýla og Leppa- lúði og ekki verður betur séð en þau tilheyri tröllum. Jólasvein- arnir eru synir þeirra og dvelja þeir heima við þar til líður að jól- um er þeir ferðbúast til manna- byggða. Dóttirin Leiðindaskjóða kemur í heimsókn með tvö óþæg börn. Hún býr á Snæfellsnesi þar sem maður hennar stundar sjó. Margt er líkt með fjölskyldu þess- ari og hverri annarri bændafjöl- skyldu í afskekktri sveit hér fyrr á árum. Þegar hver undi við sitt í fámenninu og tilbreytingarleys- inu. Eina tilhlökkunarefnið að sýna sig og sjá aðra. Ekkert útarp — en bækur til að lesa. Stórviðburður þegar gest ber að garði sem segir fréttir. Hér er það Vestanvindurinn. Þegar líður að jólum halda jóla- sveinarnir til mannabyggða. Og þeir hafa frá mörgu að segja er heim kemur. Guðrún Sveinsdóttir Aftur er komið skammdegi og nú er það stórafmæli Leppalúða með tilheyrandi undirbúningi sem lýsir upp lífið hjá Grýlubæjar- fjölskyldunni. Öllum tröllum í ná- grenninu er boðið. Veislan sú er eins og þær gerð- ust bestar í sveitinni í gamla daga. Þegar henni lýkur leggja jóla- sveinarnir á ný til mannabyggða. Frásögnin er fáguð og látlaus. Engir stórviðburðir bera sögu- þráðinn uppi. Hér eru það Grýlufjölskyldan og tröllin sem lýsa íslenskum vetr- arvenjum þeirra er lifðu í fortíð- inni í fámenni og einangrun, en undu samt glaðir við sitt. Bingóið í félagsheimili tröllanna og vél- sleðinn tilheyra þó nútímanum. Lipurt málfar er á sögunni. Lítið fer fyrir tröllslegu útliti á sögupersónum ef dæma má eftir myndum sem sýna jafnan glaðleg andlit og mannleg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.