Morgunblaðið - 19.12.1984, Qupperneq 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1984
Steingrímur E. með
listsýningu í Genf
Steingrímur E. Kristmundsson,
þrítugur, íslenskur listmálari, er
annar íslendinga á stuttum tíma
til að fá inni í listamannahúsnæði
sem lista- og þjóðminjasafnið í
Genf í Sviss á og rekur. Kristinn
G. Harðarson, listmálari, dvaldist
þar í sumar. Steingrímur flutti
inn í vinnustofuna í byrjun sept-
ember og mun dveljast þar ásamt
konu sinni, Láru Thors, fram í
febrúar. Hann opnaði sýningu á
verkum sínum í sýningarsal hús-
næðisins föstudaginn 7. desember.
Hún mun standa til 31. desember.
Forstöðumaður lista- og þjóð-
minjasafns Genfar var viðstaddur
opnunina auk annarra útlendinga
og íslendinga, sem eru búsettir í
Genf.
Listamannahúsnæðið er í gömlu
sláturhúsi sem síðar varð markað-
ur. Það stendur á lítilli eyju í
hjarta Genfar, þar sem stórfljótið
Rhone fellur úr Genfarvatni og
heldur til Frakklands. Listasafnið
lét gera bygginguna upp og nú eru
þar tveir sýningarsalir og þrjár
vinnustofur. Renata Cornu, yfir-
maður sýningarsalanna, sagðist
reyna að vinna með listasafninu,
sem ráðstafar vinnustofunum, og
láta listamennina sem dveljast í
húsnæðinu fá afnot af sýningar-
sölunum. Hún sagðist bjóða
mörgu áhugafólki um list á sýn-
ingarnar en auk þess kæmi mikill
fjöldi fólks inn og forvitnaðist um
hvað um væri að vera í listaman-
nahúsnæðinu hverju sinni. Vold-
ugar brýr tengja eyjuna litlu við
meginlandið og hún er ein af aðal-
leiðunum yfir ána í miðbæ borgar-
innar.
Steingrímur tók þátt í hópsýn-
ingu átta íslendinga í Basel í Sviss
í sumar. Þeir voru allir kunnugir
síðan þeir voru í listanámi í Hol-
landi á sama tíma. Svisslending-
urinn Dieter Schwarz tók þátt í
sýningunni með þeim. Hann er
einn tengiliður milli Sviss og ís-
lenskra listamanna, þýski lista-
maðurinn Jan Voss er kannski
annar og Svisslendingirnn Dieter
Roth, listmálari, hinn þriðji.
Listamaðurinn John Armleider,
sem hefur kennt í Myndlista- og
handíðaskólanum í Reykjavík,
hefur einnig aðstöðu í listamanna-
húsnæðinu í Genf um þessar
mundir. Hann skrifaði meðmæla-
bréf með Steingrími þegar hann
sótti um vinnuaðstöðu í lista-
mannahúsnæðinu í Genf. Dieter
Schwarz skrifar um Steingrím í
tímarit sem sýningarsalurinn gef-
ur út.
Steingrímur er með 23 olíumál-
verk á sýningunni og fjölmargar
vatnslitaskissur. Málverkin eru
misjafnlega stór, allt frá vel stóru
málverki sem hann nefnir
„Ragnarök" og niður í litlar og
einfaldari myndir. Þetta er sölu-
sýning, verðið er á bilinu 6.500
sv.frankar (um 104.000 ísl. kr.) til
300 sv. frankar (4.800 ísl. kr.).
Steingrímur var heldur orðfár
þegar hann var spurður um mynd-
irnar. „Þetta eru bara málverk og
teikningar," sagði hann. „Sumir
kalla myndirnar mínar Nýja mál-
verkið, en það segir ekki neitt."
Hann sagðist byggja þær upp í
kringum orð sem hann leikur sér
með, afbakar þau og úr verður
mynd í huga hans sem hann setur
niður á blað eða striga. „En það er
ómögulegt að útskýra þetta þann-
ig að blaðalesendur skilji hvað ég
er að fara,“ sagði hann og var
jafnvel hræddur um að hafa sagt
of mikið.
Hann vinnur að ákveðnum verk-
efnum í viss tímabil. Síðast fékk
hann styrk frá hollenska ríkinu til
að vinna verkefni á námsárunum.
Það var „Nið-málverkið“, eins og
hann kallar það, en það var sýnt í
Nýlistasafninu 1984. Steingrímur
hefur tekið þátt í fjölda samsýn-
inga, sýningin í Genf er 8. einka-
sýning hans. Hann lærði í Mynd-
lista- og handíðaskóla íslands
1971—75, Atenum, listaakademí-
unni í Helsinki í Finnlandi,
1979— 80 og Jan van Eyck-aka-
demíunni í Maastricht í Hollandi
1980— 83. Hann kom heim frá
námi fyrir ári og hefur unnið við
auglýsingagerð. Nú tekur við nýtt
verkefni sem Steingrímur ætlar
að vinna með vini sínum frá
Norður-Noregi, Viggo Andersen,
listamanni. Það er ákveðið um-
hverfisverk sem þeir hafa verið að
þróa með sér í lengri tíma og nú á
að verða til.
ab
Áskriftarsnniim er 83033
Hljómplata
með Páli
Jóhannes-
syni tenór
ÚT ER komin hljómplata með söng
Páls Jóhannessonar. Páll hóf söng-
nám árið 1973 hjá Sigurði D. Franz-
syni. Haustið 1976 hóf Páll nám í
Söngskólanum hjá Magnúsi Jóns-
syni. Síðan lá leiðin til borgarinnar
Piaceza á Ítalíu. Þar lærði Páll í þrjú
ár hjá Eugina Ratti og síðast hjá
Pieter Miranda Ferraro.
Á plötunni syngur Páll 13 lög, 5
kirkjuaríur eftir m.a. Bach, Hánd-
el og Mozart eru á annarri hliðinni
sem tekin var upp í Akureyrar-
kirkju, orgelleikari var Jakob
Tryggvason. Hin hliðin hefur að
geyma 8 einsöngslög eftir Eyþór
Stefánsson, Sigvalda Kaldalóns og
Karl O. Runólfsson. Upptakan á
þeirri hlið var gerð í Logalandi í
Borgarfirði. Á píanóið lék Jónas
Ingimundarson. Upptökumaður
var Halldór Víkingsson.
Ctgefandi hljómplötunnar er
Studio Bimbo á Akureyri.
Steingrímur E. Kristmundsson við eina af myndum sínum í Espace Un
sýningarsalnum í Genf.
Áskriftarsinvrm er 83033
Gerður Steinþórsdóttir,
borgarfulltrúi:
„Þetta er bók sem konur ættu að
lesa - og líta í eigin barm.
Hún svarar að hluta þeirri spurningu
hvers vegna jafnréttisbarátta kvenna
hefur skilað litlum árangri.
Hér er Ijósinu beint að konunum
sjálfum, en ekki að karlveldinu."
Jóhanna Sigurðardóttir,
þingm. og varaform.
Alþýðuflokksins:
„Bókin er í senn ögrandi og
heillandi, ekki síst fyrir það að hún er
gagnrýnin og spyr konur áleitinna
spurninga.
Oskubuskuáráttan sýnir jafnréttis-
baráttuna í nýju Ijósi og á sannarlega
erindi við allar konur."
Elín Pálsdóttir Flyering,
framkvæmdastj.
Jafnréttisráðs:
„Öskubuskuáráttan er bók, sem
markað hefur djúp spor í
jafnréttisumræðu undanfarinna ára,
og það ekki að ósekju.
Hún knýr lesandann til að taka
afstöðu til einstakra þátta, með eða á
móti. Bókin á erindi til karla sem
kvenna."
Hvað segja
þessar konur
um
Öskubuskuáráttuna?
öskubusku
áráttan
Áslaug Ragnars,
blaðam. og rithöfundur:
„íhugunarverð, m.a. fyrirþærspurningarsem
vakna við lesturinn: Er raunverulegt frelsi fólgið
í því að einstaklingurinn sé öðrum háður og taki
fyrst og fremst tillit til sjálfs sín, óska sinna og
eigin hagsmuna, eins og höfundurinn predikar?
Er ekki vænlegast að manneskjurnar annist
hverjar aðra? Er ekki líkt á komið með
Öskubusku og karlssyni í öskustónni þegar
minnimáttarkennd er annars vegar?"
Esther Guðmundsdóttir,
form. Kvenréttindafélags íslands:
„Mjög athyglisverð bók, sem vekur mann til
enn frekari umhugsunar um hina miklu
togstreitu á milli sjálfstæðis og ósjálfstæðis
kvenna í nútíma þjóðfélagi.
Þetta er bók, sem skilur mann eftir með margar
ósvaraðar spurningar og því verðugt framlag í
jafnréttisumræðuna."
Kristín S. Kvaran,
alþingismaður:
„Öskubuskuáráttan á erindi við allflesta.
Lesandinn kannast við nánast öll tilbrigðin, sem
fram koma í bókinni varðandi hegðunarmynstur
kvenna, ef ekki hjá sjálfum sér þá hjá
vinnufélaga, frænku, vinkonum, móður eða
systur.
Bókin stuðlar að auknum skilningi á ýmsum
viðbrögðum kvenna sem oft eru lítt skiljanleg,
jafnvel þeim sjálfum."
Bókin sem
rætt er um
Veró kr. 697,80 BÓkhlaðafl