Morgunblaðið - 19.12.1984, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 19.12.1984, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1984 35 Bragi Ásgeirsson, mjndlistsrmaður, og Knútur Brunn, húsráðandi í Listmunahúsinu. „Bestu verk Braga eru grafíkmyndirnar" KNÚTUR Bruun, í Listmunahús- inu við Lækjargötu, hefur nú í tvö ár í röð gefið út grafíkverk Braga Ásgeirssonar, en Bragi hefur ekki fengist við gerð grafíkmynda í rúm tuttugu ár. Knútur sagði, að hann hefði ákveðið vorið 1983, að biðja Braga að fara til Danmerkur og vinna þar að verkum, sem síðan yrðu gefin út i tölusettum möppum. „Bragi gerði mikið af grafíkverkum á árunum 1952- 1960 og ég hafði alltaf verið — segir Knútur Bruuní Listmunahúsinu ákaflega hrifinn af þeim mynd- um,“ sagði Knútur. „Mig lang- aði til að sjá hvort Bragi gæti ekki enn fengist við steinþrykk og hann var sjálfur fullur áhuga á að takast á við slík verkefni. Það varð því úr, að Bragi fór til Kaupmannahafnar i fyrravor og dvaldist á hinu virta verkstæði Hostrup Pet- ersen og Johansen í þrjár vikur. Við vorum sammála um að þessar myndir ættu að vera er- ótískar, en slíkt finnst íslend- ingum oft hinn mesti ósómi, þótt öðrum þjóðum, t.d. Dön- um, finnist erótíkin barnaleik- ur einn. Bragi var mjög ánægð- ur með dvölina á verkstæðinu, enda er andrúmsloft þar mjög gott og listamennirnir búa þar í fallegu umhverfi. Hann er mjög vinnusamur og duglegur, enda gekk samstarf hans við prent- ara og aðra starfsmenn vel.“ Bragi Ásgeirsson gerði 8 grafíkmyndir þetta vor og voru 6 þeirra gefnar út í möppu, sem var í 50 tölusettum eintökum. Að sögn Knúts var ákveðið i upphafi að selja möppuna á eins lágu verði og hægt væri, enda telur Knútur, að verð á grafík sé oftast of hátt hér á landi. „Viðtökur þessara fyrstu Ein af myndum þeim, er Bragi vann í vor. Myndin ber einmitt það nafn, Vor. grafíkverka listamannsins í rúm 20 ár voru mjög góðar,“ sagði Knútur. „Við ákváðum því að Bragi færi aftur til Dan- merkur I vor og ynni að fleiri verkurn." Knútur Bruun sagði, að hann teldi verk þau, er Bragi vann í ár, enn betri en þau fyrri. „Það er greinilegt að Bragi hefur náð betri tökum á steinþrykkinu. Myndirnar eru nú með léttara yfirbragði og litir finnst mér betri en áður. Þessar myndir eru ekki seldar í möppu, heldur stakar og í Listmunahúsinu var haldin sýning á þessum verkum í september. Á sýningunni voru steinþrykkin á sérstöku tilboðs- verði, en Því miður skall þá á fjölmiðlaverkfall, svo sýningin hlaut ekki þá umfjöllun sem hún átti skylda. Listmunahúsið hefur því ákveðið að gefa fólki kost á að eignast verkin á þessu verði til áramóta, en þá hækkar verð þeirra verulega," sagði Knútur. Þessa mynd, sem Bragi nefnir Sól- argull, vann hann í vor og er fyrir- myndin dóttir listamannsins. Að sögn Knúts hefur hann mikinn áhuga á að fá Braga til að vinna meira að grafíkverk- um, en sagðist ekki búast við að það yrði á næstunni. „Ég hef núna séð, að Bragi getur svo sannarlega gert góðar grafík- myndir og þar sem ég hef alltaf verið hrifnastur af þeim verk- um hans, þá vona ég að þessi verk verði ekki hans siðustu, sem unnin eru með þessari tækni,“ sagði Knútur Bruun að lokum. ELECTRIC GENERAL HEIMILIS- 0G RAFTÆKJADEILD LAUGAVEG1170-172 SIMAR 11687 • 21240 PRISMA ■
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.