Morgunblaðið - 19.12.1984, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1984
Stultar þingfréttir
Ný lög frá Alþingi
Á fundi neðri deildar Alþingis
síðastliðinn mánudag voru nokkur
frumvörp afgreidd sem lög. 1
fyrsta lagi frumvarp um frádrátt
frá skattskyldum tekjum vegna
fjárfestinga manna í atvinnu-
rekstri. Þá voru lög um sérstakan
barnaauka um tekjustofn sveitar-
félaga, um löggilta endurskoðend-
ur og um almannatryggingar.
Landsvirkjun þarf
14 % gjaldskrárhækkun
Landsvirkjun þarf 14% hækkun
á gjaldskrá um næstu áramót og
gildir sú hækkun fyrir allt næsta
ár. Rafmagnsveitur ríkisins þurfa
um 20% hækkun og er þörf Raf-
magnsveitu Reykjavíkur sú sama.
Þetta kom fram í máli iðnaðarráð-
herra, Sverris Hermannssonar,
við umræður um verðjöfnunar-
gjald af raforku á fundi neðri
deildar síðastliðinn mánudag.
Ráðherra gerði hins vegar fyrir-
vara á áreiðanleika þessara talna.
Tollskrá
Neðri deild samþykkti á fundi
sl. þriðjudag frumvarp fjármála-
ráðherra um tímabundna heimild
til að leggja á jöfnunargjald á hús
og húshluta og var því vísað til
efri deildar. Gjaldinu er ætlað að
. rétta við hlut innlendrar húsa-
gerðar gagnvart samkeppni er-
lendis frá, en það á samkvæmt
frumvarpinu að falla niður 31.
desember 1985.
Vörukaup opinberra
stofnana nema 7—9
milljörðum króna
GERA má ráð fyrir að vöruinnkaup opinberra stofnana nemi um 7—9
milljörðum króna á ári, ef miðað er við að 40—50% af rekstrarkostnaði
þeirra fari í vörukaup. Því er Ijóst að mikilvægt er að vel takist til í
innkaupum þessara aðila.
Morgunblaðið/Ól.K.M.
Austfjarðaþingmenn
Egill Jónsson og Sverrir Hermannsson, þingmenn Austfirðinga, bera
saman bækur sínar í hliðarsal þinghússins.
Þetta eru niðurstöður lauslegr-
ar könnunar Hagvangs hf. á inn-
kaupum opinberra aðila á iðnað-
arvörum og gerð var að beiðni iðn-
aðarráðherra, Sverris Her-
mannssonar, en hann kynnti þær í
fyrirspurnatíma sameinaðs þings
síðastliðinn þriðjudag.
f svari ráðherra við fyrirspurn
frá Eggert Haukdal, Sjálfstæðis-
flokki, um þetta mál kom fram að
Hagvangur gerði tillögur til úr-
bóta en athuga þarf hlutverk Inn-
kaupastofnunar ríkisins og sam-
skipti hennar við opinbera aðila.
Norskt sjónvarp til fslands:
Engar formlegar viðræður
— sagði ráðherra. Könnunarviðræður íslenska og norska sjónvarpsins æskilegar
Ragnhildur Helgadóttir, menntamálaráðherra, sagði á Alþingi í gær að
engar formlegar viðræður hefðu farið fram um móttöku norsks sjónvarpsefn-
is, aðeins óformleg skoöanaskipti milli menntamálaráðherra landanna. Ráð-
herra kvað það vinnulag eðlilegt, að sínu mati, að RÚV verði falið að hefja
könnunarviðræður við norska ríkisútvarpið um þetta efni, og umræða og
ákvörðun reist á niðurstöðum þeirra viðræðna.
Ráðherra nefndi þann mögu-
leika að nýta þann tíma sólar-
hrings, sem dreifikerfi sjónvarps
Qpinberar stofnanir:
Flestar án lax-
veiðikostnaðar
Erlendir gestir hjá nokkrum
Flestar opinberar stofnanir svara fyrirspurnum frá Stefáni Benediktssyni
(BJ) um kaup á laxveiðileyfum 1980—1983 á þá lund að til þeirra hafi ekki
komið á þessum tíma. Þetta gildir um öll ráðuneytin og flestar stofnanir
þeirra. Þá kemur fram að fjármálaráðuneytið varði fimm hundruð krónum til
kaupa á tveimur silungsveiðileyfum í Meðalfellsvatni fyrir hálfan dag.
er ekki nýtt nú, til útsendingar á
hinu norska efni. Þá væri fyrst og
fremst um að ræða morgunefni
fyrir fullorðið fólk, fræðsluþætti
ýmiss konar og síðdegisefni helgað
börnum.
Norðmenn senda þetta efni til
Svalbarða og það er tæknilega
auðvelt að ná því hér. Móttöku-
kostnaður yrði að sjálfsögðu
okkar, en ekki mikill. Ekki yrði
krafizt höfundarlauna fyrir efni,
sem starfsfólk norska sjónvarps-
ins semur, en svo væri um stærst-
AIÞIftGI
an hluta efnis á þessum tíma
sólarhrings. Að öðru leyti yrði
kostnaðarþáttur málsins að koma
í ljós í könnunarviðræðum milli
íslenzka og norska sjónvarpsins.
Framangreint kom fram í svari
ráðherrans við fyrirspurn frá Eiði
Guðnasyni (A). Eiður og fleiri
þingmenn stjórnarandstöðu
kröfðust upplýsinga um kostnað-
arþátt málsins, ef til kæmi; töldu
norska sjónvarpið ekki það
skemmtilegasta í heiminum;
nauðsynlegt væri að texta efnið í
dreifingu hér og fá fram umræðu
um það í þinginu.
Ellert B. Schram (S) og Gunnar
Schram (S) töldu tækniþróun í
dreifingu sjónvarpsefnis það öra
að íslenzk einangrun væri út í
hött, enda kröfur fslendinga um
valfrelsi til sjónvarpsefnis vax-
andi. Sá síðarnefndi benti á brezkt
Ragnhildur Helgadóttir
sjónvarpsefni, sem væri yfirleitt
vandað, og hægt væri að ná hér
innan skamms.
Aukning erlendra skulda 1985:
Samsvarar 6 % af útflutningstekjum
Gert er ráð fyrir að erlendar skuldir þjóðarbúsins í formi langra lána nemi
42.660 milljónum króna miðað við meðalgengi ársins, að því er fram kemur í
fjárfestingar- og lánsfjáráætlun fyrir komandi ár. Greiðslubyrði erlendra
lána í hlutfalli af útflutningstekjum er 23% 1984 og verður svipuð næsta ár.
Ríkisstofnanir, sem varið hafa
fjármunum i slík leyfi, fyrir er-
lenda og innlenda gesti, eru:
Landsvirkjun, Seðlabanki, Lands-
banki, fslenzka járnblendifélagið.
Samkomudagur þings
á nýju ári:
„Eigi síðar
en 28. jan.“
Forsætisráðherra lagði fram í gær
tillögu til þingsályktunar um frestun
á fundum Alþingis, samkvæmt 23.
grein stjórnarskrárinnar. Tillagan
gerir ráð fyrir „að fundum þingsins
verði frestað frá 20. desember eða
síðar, ef henta þykir, enda verði það
kvatt saman á ný eigi síðar en 28.
janúar 1985“.
Samkvæmt þessari tillögu er
stefnt að því að þingi ljúki
fimmtudaginn 20. desember nk.
Ekki er þó víst að svo verði, enda
mörg mál óútkljáð, sem æskilegt
er að afgreiða fyrir þinghlé.
Mikill þungi hefur verið í þing-
störfum, eins og oft áður á þessum
tíma. Þannig vóru 86 mál á
dagskrá tveggja funda í samein-
uðu þingi í gær, en fyrirséð, að
aðeins hluti þeirra fengi umfjöll-
un þann daginn, hvað þá endan-
lega afgreiðslu.
Greiðslur Seðlabanka nema frá
kr. 31 þúsundi til 245 þúsunda á
ári, greiðslur Landsbanka frá 52
þúsund til 387 þúsunda, greiðslur
Landsvirkjunar vóru 68 þúsund
1980 og 144 þúsund 1982 en engar
hin árin og greiðslur Járnblendifé-
lags frá 12 upp í 58 þúsundir á ári.
Búnaðarbankinn segist hinsveg-
ar aldrei hafa keypt laxveiðileyfi
og segir vonandi, að þessar upp-
lýsingar fullnægi „fróðleiksfýsn
hlutaðeigandi þingmanns og valdi
ekki vonbrigðum".
Auk endurgreiðslu af löngum
erlendum lánum að fjárhæð 4.700
m.kr. er áætluð lántökuþörf vegna
viðskiptahalla 1985 4.800 m.kr.
Nýjar erlendar lántökur eru áætl-
aðar alls 8.500 m.kr., þ.e. 7.300
m.kr. til langs tíma og 1.200 m.kr.
í formi skammtímalána. Þrátt
fyrir þetta eru horfur á að
greiðslujöfnuður verði óhagstæð-
ur um allt að 1.000 m.kr. sem jafn-
framt rýrir gjaldeyrisstöðuna.
Eins og fyrr segir er heildar-
innkoma langra erlendra lána
1985 áætluð 7.300 m.kr. en endur-
greiðsla 4.700 m.kr. Hrein aukning
erlendra skulda er því áætluð
2.600 m.kr. eða sem svarar 6% af
útflutningstekjum og 3% af áætl-
aðri þjóðarframleiðslu. Er það ívið
Iægra hlutfall en 1983 og 1984.
Heildarlánsfjáröflun 1985:
Tæpír tíu milljarðar króna
— 7,3 milljarðar erlend lán
Ileildarlánsfjáröflun opinberra aðila, Framkvæmdasjóðs og annarra
lánastofnana auk atvinnuvega, nemur alls 9.868 m.kr. samkvæmt fjár-
festingar- og lánsfjáráætlun 1985, sem lögð var fram á Alþingi í gær. Þar
af standa áform til erlendrar lántöku 7.300 m.kr., sem er nánast sú
fjárhæð sem stjórnvöld settu sem „þak“ á erlendar lántökur 1985, en
innlend lánsfjáröflun 2.568 m.kr.
íbúðarlánasjóðir 1.558 m.kr. 5)
Lánastofnanir 1.372 m.kr. og 6)
Atvinnufyrirtæki 1.836 m.kr.
I inngangi lánsfjáráætlunar
segir að innlenda fjáröflunin sé
Heildarlánsfjárþörfin skiptist
þannig: 1) Ríkissjóður, A- og
B-hluti, 3.149 m.kr. 2) Fyrirtæki
með eignaraðild ríkissjóðs 1.800
m.kr. 3) Sveitarfélög 153 m.kr. 4)
„einkar ótrygg á næsta ári“.
Veigamesti þáttur hennar er
kaup lífeyrissjóða á skuldabréf-
um húsbyggingarsjóða og fram-
kvæmdasjóðs, 40% af ráðstöfun-
arfé þeirra. Þá segir ennfremur
að „skuldabréfa- og spariskír-
teinamarkaðurinn hafi reynzt
einkar óviss á þessu ári“.
Þá segir svo orðrétt í áætlun-
inni:
„Það er ávallt nokkrum vand-
kvæðum bundið að áætla lántök-
ur atvinnuvega. Líta verður í
samhengi á lántöku Fram-
kvæmdasjóðs, og þar af leiðandi
ráðstöfunarfé atvinnuvegasjóð-
anna, til nýs þróunarfélags og
beinar erlendar lántökur at-
vinnufyrirtækja. Alls eru þetta
um 3.300 m.kr. ... “
Lánsfjáráætlun fyrir 1985 er
unnin í samvinnu Fjárlaga- og
hagsýslustofnunar, Fram-
kvæmdastofnunar, Seðlabanka
og Þjóðhagsstoínunar, eins og
hliðstæðar áætlanir gengin ár.
Palli var einn í heiminum
hin heimsfræga barnabók, sem þýdd hefur veriö á 37 tungumál, er komin í bókaverslanir eftir langa fjarveru.
Þetta veröur jólabók barnanna í ár.
Bókaútgáfan Björk.