Morgunblaðið - 19.12.1984, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 19.12.1984, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1984 53 Frá Sýslumannafélagi íslands: Athugasemd við grein Halldórs Finnssonar f Morgunblaðinu föstudaginn 7. desember sl. birtist grein eftir Halldór Finnsson, er nefnist: „Að loknu kirkjuþingi 1984“. í upphafi greinarinnar kemur fram að greinarhófundur hafi nú setið tvö kirkjuþing sem fulltrúi leikmanna á Vesturlandi. Fyrir kirkjuþing 1983 komu 40 mál og fyrir kirkjuþing 1984 komu 41 mál og voru öll afgreidd. Síðan kemur að kafla, er ber millifyrirsögnina: „Innheimtan", og er það, sem þar stendur, tilefni til þessarar athugasemdar. Halldór kveður 5. mál þingsins 1984 hafa verið frumvarp flutt af Kirkjuráði um breytingu á lögum um kirkjugarða efnislega á þá leið, að innheimtumönnum ríkis- sjóðs og sveitarsjóða sé skylt að innheimta kirkjugarðsgjald fyrir 1% innheimtulaun. Síðan segir orðrétt: „Samkvæmt núgildandi lögum mega innheimtumenn taka allt að 6% fyrir að innheimta kirkju- garðsgjöld og sóknargjöld og er þetta langhæsta innheimtupró- senta sem þekkist." Þeir, sem lesa þessa setningu, hljóta að skilja hana á þann veg, að umrædd lögbundin innheimtu- laun renni í vasa viðkomandi inn- heimtumanna sjálfra. Þetta á því fremur við, þegar greinin er lesin í samhengi, en þar snýst umræðan um sýslumenn og bæjarfógeta, sem í flestum tilvikum eru inn- heimtumenn þessara gjalda. En hér er ekki rétt með farið, enda kannski ekki von, þar sem í greininni er einungis vísað til laga nr. 21 frá 23. apríl 1%3 um kirkju- garða. Það er grundvallaratriði, hvort heldur menn ætla að flytja ræðu eða skrifa blaðagrein, að afla sér nægilega traustrar þekkingar á því málefni, sem um er fjallað, og flytja síðan mál sitt á skýran og glöggan hátt, þannig að ekki þurfi að valda misskilningi. Hið rétta í þessu máli er, að samkvæmt lögunum frá 1963, 26. gr., var innheimtumönnum ríkis- sjóðs í kaupstöðum og oddvitum eða innheimtumönnum sveitar- sjóða skylt að innheimta kirkju- garðsgjöld gegn 6% innheimtu- launum, ef kirkjugarðsstjórn óskaði. Ella skyldi hún gera það sjálf gegn sömu þóknun. Á þessu lagaákvæði var gerð meginbreyting með iögum nr. 11 frá 28. apríl 1975, en þar segir svo í 35. gr. orðrétt: „Eindagi kirkjugarðsgjalda er hinn sami sem á útsvörum. Stjórnir kirkjugarða geta falið rík- issjóði innheimtu kirkjugarðs- gjalda. I hreppsfélögum geta stjórnir kirkjugarðanna þó falið sveitarsjóðum innheimtuna. Inn- heimtulaun skulu vera 6% af inn- heimtufé. Stjórnum kirkjugarð- anna er heimilt að hafa innheimt- una í eigin höndum gegn sömu þóknun." Þetta þýðir það að eftir gildis- töku tiivitnaðra laga frá 1975 hafa innheimtumenn ríkissjóðs ekki fengið nein innheimtulaun fyrir innheimtu kirkjugarðsgjalda, heldur hafa hin lögákveðnu 6% innheimtulaun síðan runnið beint í ríkissjóð. Þessi lagabreyting var gerð í framhaldi af viðræðum við þáverandi forystumenn Sýslu- mannafélags íslands og var rétt- lætt með því, að fleiri starfsmenn á embættunum en innheimtu- menn sjálfir störfuðu við inn- heimtu gjaldanna. Þótti þessi breyting vera eðlileg, en síöan eru liðin nær 10 ár. Hins vegar fá þeir innheimtu- menn ríkissjóðs, sem sóknar- nefndir hafa falið innheimtu sóknargjalda samkvæmt lögum nr. 36, 1. apríl 1948 umrædd 6% innheimtulaun fyrir innheimtu þeirra gjalda, sbr. 6. gr. laganna. Að þessu athuguðu eru vonandi allir sammála um, að hafa nú sem jafnan áður efst í huga hið forn- kveðna, að ávallt skuli hafa það er sannara reynist. Það er því vissulega leiðinlegt að lesa í niðurlagi kaflans um inn- heimtuna í grein H.F. eftirfar- andi: „Á kirkjuþingi tók ég saman kostnað við innheimtu sóknar- og kirkjugarðsgjalda 1984, og var niðurstaða mín sú að kirkjan hafi ofborgað innheimtumönnum á und- anförnum árum sem svari 15—20 ársverkum fyrir innheimtuna og mun það síst ofreiknað, en eins og ég tók fram miðaði ég við laun kennara og skrifstofumanna — ekki sýslumanna." Skrifum af þessu tagi verður að sjálfsögðu ekki svarað, en vísast til föður- húsa. Stjórn Sýslumannafélags íslands. Bessi Bjarnason sem litli Kláus árið 1952. Bessi í hlutverki Stóra Kláusar árið 1971. Bessi flytur ævin- týri H.C. Andersens FÁLKINN hefur gefið út plötu með evintýrum eftir H.C. Andersen í flutningi Bessa Bjarnasonar. Ævin- týrin eru Litli Kláus og Stóri Kláus, Kldfærin og Nýju fötin keisarans. Umsjón með upptöku hafði Gísli Alfreðsson, hljóðritun var gerð í Ríkisútvarpinu og var Friðrik Stefánsson tæknimaður. Mynd á forhlið plötunnar gerði Victor G. Cilia. JHtfgtmMiifrife 2 Metsölublad á hverjum degi! GOTT TÆKIFÆRI GOTT VERÐ GOÐ VARA Nú gefst tækifæri til hagstæöra innkaupa á ýmsum hlutum viðkomandi tölvum. Eftirfarandi verðlisti sýnir einingaverð á nokkrum þeirra. Disketta 1 kr. 239.- Disketta 2D kr. 279.- Disketta 2D í PC kr. 212,- Litaband í PC kr. 336.- 500 bls. A4 pappír kr. 207,- Að sjáifsögðu býðst enn betra verð með magn- kaupum eða t.d. PC pökkum. PC-pakki I PC-pakki II 20 stk. diskettur 2D 30 stk. diskettur 2D 500 bls. A4 pappír 500 bls. A4 pappír 2 stk. litabönd á kr. 4.560.- 3 stk. litabönd á kr. 6.950.- Gríptu þetta tækifæri, hafðu samband ísíma 91-68 73 73, það borgar sig. = ==. == IBM á íslandi, Skaftahlíð 24, E =—=~ EEEE Reykjavík, sími (91) 68 73 73. ÞESSIVIGT ER ALVEG EINSTOK Hún er góð eldhúsvigt sem einnig mælir kalóríur: Þú missir ekki aukakílóin á svipstundu þó þú kaupir kalóríuvigtina. En hún mun reynast þér ómetanleg hjálp í baráttunni - auk þess sem hún er vönduð og falleg eldhúsvigt. Þú færð hana í öllum helstu stórmörkuðum og búsáhaldaverslunum, og við getum líka sent þér hana í póstkröfu hvert á land sem er! Elgur Laugavegi 11 Sími 27911
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.