Morgunblaðið - 19.12.1984, Page 54

Morgunblaðið - 19.12.1984, Page 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1984 Tannheilbrigði íslenskra barna 1970 og 1983 — eftir dr. Pálma Möller Á árunum 1960—’68 voru um- fangsmiklar rannsóknir á tíðni ýmissa munnsjúkdóma fram- kvæmdar á íslandi. Að þessum rannsóknum stóðu sérfræðingar við Háskóla íslands og Alabama- háskóla. Þegar umræður hófust um tannlækningatryggingar á ís- landi, var þessum sérfræðingum ljóst að safna þyrfti gögnum um tíðni og útbreiðslu tannskemmda meðal íslendinga áður en trygg- ingarnar hæfust. Slík gögn yrðu nauðsynleg, seinna meir, ef áhugi yrði fyrir því að kanna áhrif tannlækningatrygginganna á tannheilbrigði á Islandi. Með aðstoð Vísindasjóðs íslands og Rannsóknastofnunar Ala- bama-háskóla var í þessum til- gangi gerð könnun á tannheil- brigði íslenskra barna árið 1970. Þá voru 795 börn á aldrinum 6—14 ára skoðuð í Vestmannaeyjum, á Akranesi og í sveitahéruðum Ár- nessýslu. í þessari rannsókn var safnað ýtarlegum gögnum um ástand barna- og fullorðinstanna hvers þátttakenda. Niðurstöðum rannsóknarinnar voru gert skil í skýrslu, sem gefin var út af Ala- bama-háskóla (1), einnig var fjall- að um helstu atriði rannsóknar- innar í grein, sem birtist í Lækna- blaðinu (2). Niðurstöðurnar sýna, að tíðni tannskemmda í íslenskum börnum og unglingum árið 1970 var á mjög svipuðu stigi og fundist hafði í Danmörku (3), Noregi (4), Skotlandi (5) og Svíþjóð (6). En þessi lönd voru á þessu tímabili talin hafa hæstu meðaltölu tann- skemmda í heiminum.. Þegar tannlækningatryggingar höfðu verið starfræktar á Islandi í átta ár, þótti tímabært að kanna hvaða breytingar tryggingarnar hefðu orsakað á tannheilbrigði ís- lenskra ungmenna. Þá höfðu einn- ig skýrslur frá Norðurlöndum (7) og Bandaríkjunum (sbr. Morgun- blaðið, 24/2/84) leitt í ljós stór- kostlega lækkun á tíðni tann- skemmda í þessum löndum, og þótti fróðlegt að kanna hvort þessi framför hefði einnig átt sér stað á íslandi. Á þessum forsendum var undir- búin samskonar rannsókn og gerð var 1970, og eftir fengna aðstoð frá Vísindasjóði íslands og Trygg- ingastofnun ríkisins hófust fram- kvæmdir haustið 1983. Til þess að væntanlegur samanburður á niðurstöðum yrði sem raunhæf- astur, var fyrirkomulag nýju rannsóknarinnar hið sama og not- ast var við í könnuninni árið 1970. Sömu aldursflokkar (6—14 ára) á sömu rannsóknarsvæðum (Vest- mannaeyjar, Akranes og sveita- héruð Árnessýslu) voru valdir til þátttöku, og sami einstaklingur (P.M.) framkvæmdi allar skoðan- irnar á þátttakendunum. í 1983-rannsókninni voru alls 756 börn skoðuð, 383 drengir og 272 stúlkur. Hver tannflötur bæði barna- og fullorðinstanna, sem til staðar voru í hverju barni, var vandlega athugaður, og ásigkomu- lag flatarins (heill, viðgerður eða skemmdur) skrásett á til þess gert eyðublað. Fullorðinstennur, sem ekki voru komnar fram eða höfðu verið fjarlægðar sökum tannátu, voru einnig skráðar á eyðublaðið. í greinargerð rannsóknarinnar er að miklu leyti stuðst við svo- kallaðan „df index“ fyrir barna- tennur og „DMF index" fyrir full- orðinstennur. DMF-talan er feng- in með því að leggja saman fjölda tanna með tannskemmdir (D), fjölda tanna, sem hafa verið fjar- lægðar sökum tannskemmda (M) og fjölda viðgerðra tanna (F). T.d.: Barn, sem hefur þrjár skemmdar tennur, tvær fjarlægðar og fimm viðgerðar tennur, hefur DMF-töl- una 10, þ.e. í þessu barni hafa 10 tennur orðið fyrir árás tann- skemmda, að minnsta kosti einu sinni. Við athugun á barnatönnun- um er stuðst við df tölu, eða fjölda skemmdra (d) og viðgerðra (f) tanna. Fjarverandi barnatennur eru ekki taldar með, því erfitt er að staðhæfa í sumum aldursflokk- um hvort fjarverandi barnatennur hafi Verið fjarlægðar vegna tannskemmda eða fallið á eðli- legan hátt vegna komu fullorðins- tannanna. Meðaltölur DMF ogdf í hverjum aldursflokki gefa góða hugmynd um tíðni tannskemmda eftir aldri. Ennfremur er hægt að meta með meiri nákvæmni áverka af völdum tannskemmda með því að finna meðaltölur tannflata, sem bera merki tannátu. Þessar meðaltölur eru kallaðar dfs (skemmdir og viðgerðir fletir) fyrir barnatennur og DMFS (skemmdir, fjarlægðir og viðgerð- ir fletir) þegar um fullorðinstenn- ur er að ræða. (í DMFS- tölunni er hver fullorðinstönn, sem hefur verið fjarlægð vegna tannátu, talin sem fimm fjarlægð- ir („missing") fletir. Tíðni tannskemmda 1970 og 1983 Barnatennur Greinargerð á athugun barna- tanna takmarkast við 6—11 ára gömul börn, því börn eldri en 11 ára hafa fellt flestar barnatenn- urnar. Helstu niðurstöður á at- hugun barnatannanna eru sýndar í mynd 1. Meðalfjöldi barnatanna, sem til staðar eru, er hærri árið 1983 en 1970 í öllum aldursflokkum. Án efa er þessi hækkun því að þakka, að börnum er komið fyrr til tann- læknis nú til dags en áður tíðkað- ist, þegar margar barnatennur voru oft það illa á sig komnar, að tanntaka var eina úrræðið. Meðaltala viðgerðra barnatanna er mjög miklu hærri nú en árið 1970, með samsvarandi lækkun á fjölda barnatanna, sem eru með óviðgerðar skemmdir. Þótt þessi umskipti hafi átt sér stað síðan 1970, hafa litlar breytingar orðið á meðaltölu viðgerðra + skemmdra barnatanna, þ.e. df talan er svo til óbreytt frá því sem hún var 1970. Þó hefur þessi meðaltala lækkað töluvert hjá sex ára hörnum, en meðal 7—11 ára barna er df talan hærri en hún var árið 1970. Athugun á tíðni tannskemmda í barnatönnum eftir fjölda tannfl- „Samkvæmt þeim niðurstöðum, sem hér hafa verið birtar, virðist lítið tilefni til bjartsýni, að minnsta kosti á þeim svæðum, sem rannsókn- irnar ná til. En ástandið á rannsóknarsvæðunum ætti að gefa gott yfirlit yfir ásigkomulag tann- heilbrigðis meðal ís- ienskra ungmenna utan Reykjavíkursvæðisins. Breytingar á trygg- ingarlöggjöfinni virðist aðkallandi, og þá í þá átt að leggja höfuð- áherslu á fyrirbyggjandi aðgerðir gegn tann- skemmdum.“ ata, sem orðið hafa fyrir áverka tannátu, leiddi I ljós, að heildar- meðaltalan fyrir 6—11 ára börn er aðeins hærri árið 1983 (8,9) en hún var 1970 (8,5). Fullorðinstennur Samanburður á tíðni tann- skemmda í fullorðinstönnum árin 1970 og 1983 er sýndur í mynd 2. Þar má sjá, að meðaltal skemmdra tanna hefur lækkað í öllum aldursflokkum, nema hjá 7 og 14 ára gömlum börnum. Aftur á móti hefur meðaltala viðgerðra tanna hækkað i öllum ald- ursflokkum. Einnig er augljós mjög athyglisverð lækkun á með- altölu fullorðinstanna, sem hafa verið fjarlægðar sökum tannátu. Þrátt fyrir þessar jákvæðu breytingar, hefur DMF talan (skemmdar + fjarlægðar + viðgerð- ar fullorðinstennur) haldist óbreytt, þ.e. tíðni tannskemmda í fullorðinstönnum er óbreytt frá 1970. Heildar-DMF talan í 6—14 ára börnum er nú 5,75 en var 5,81 árið 1970. Athugun á hundraðstölu barna, sem bera engin merki tannátu (DMF=0) leiddi í ljós, að þar hefur engin breyting orðið á — aðeins 11% barnanna, sem voru skoðuð, höfðu heilar fullorðinstennur, bæði skoðunarárin. Ennfremur hafa engar raun- verulegar breytingar orðið á tíðni tannskemmda í fullorðinstönnum, þegar tíðnin er athuguð sam- kvæmt fjölda tannflata með tannátu-áverka. Heildar DMFS talan árið 1983 er 9,5 en var 10,4 árið 1970, serh samsvarar 9% lækkun á DMFS í 6—14 ára börn- um. Tíðni tannskemmda eftir rannsóknarsvæðum Þótt fjöldi skemmdum tönnum hafi fækkað og viðgerðum tönnum fjölgað innan hvers rannsókn- arsvæðis, hefur tíðni tann- skemmda (df og DMF tölurnar) lítið breyst frá árinu 1970. Samanburður á skemmdum, fjarlægðum og viðgerðum fullorð- instönnum eftir rannsóknarsvæð- um árin 1970 og 1983 er gerður í mynd 3. Sjá má, að röð rannsóknar- svæðanna eftir tíðni tann- skemmda er óbreytt frá því sem hún var árið 1970. Tíðnin er enn hæst á Akranesi (svæði II) og lægst í sveitahéruðunum (svæði III). Mismunur á tíðni tann- skemmda í fullorðinstönnum barna í Vestmannaeyjum (svæði I) og á Akranesi er óverulegur og ekki tölfræðilega raunhæfur. Aft- ur á móti, er tíðnin meðal sveita- barnanna mjög miklu lægri en meðal kaupstaðabarnanna, og þessi mismunur er tölfræðilega raunhæfur. Samanburöur á tann- heilbrigði 1970 og 1983 í eftirfarandi er fjallað um tannheilbrigði íslenskra barna og unglinga árið 1983 og þær breyt- ingar, sem orðið hafa þar á frá árinu 1970, en síðustu níu árin af tímabilinu á milii samanburðarár- anna hafa tannlækningatrygg- ingar verið starfræktar á íslandi. Einnig er gerður samanburður á þeim breytingum, sem orðið hafa á íslandi, og samsvarandi breyt- ingum á tíðni tannskemmda í nokkrum nágrannalöndum okkar. Tryggingarnar, sem hófust árið 1974, gerðu ráð fyrir því, að ríkið og sveitarfélög greiddu tannvið- gerðakostnað fyrir börn og ungl- inga frá sex ára aldri. Árið 1979 var löggjöfinni breytt þannig, að tryggingarnar næðu einnig til 3—5 ára barna. Þar af leiðandi hafa sex og sjö ára börn, sem tóku þátt í rannsókninni árið 1983, not- ið ókeypis tannviðgerða frá því þau voru þriggja ára að aldri. Átta og níu ára börnin áttu kost á þess- ari þjónustu frá því þau voru fjög- urra og fimm ára gömul og 10—14 ára börnin frá sex ára aldri. Barnatennur Eina raunhæfa breytingin, sem átt hefur sér stað á ásigkomulagi barnatanna á íslandi frá því árið 1970, er hækkun á meðaltölu skemmdra + viðgerðra (df) tanna í 8—10 ára börnum. Ennfremur hefur fjöldi skemmdra + viðgerðra tannflata í barnatönnum (dfs) hækkað í öllum aldursflokkum, nema meðal sex ára barna. Þótt df og dfs tölurnar séu hærri árið 1983 en þær voru 1970, hafa breytingar orðið á hlutföllum skemmdra og viðgerðra barna- tanna, sem benda til þess, að mikil framför hafi orðið á viðhaldi barnatanna á íslandi. Aukning á viðgerðum barnatönnum hefur orsakað mikla lækkun á meðaltölu skemmdra barnatanna. Einnig er fjöldi barnatanna, sem til staðar eru í hverjum aldursflokki, hærri nú en 1970, sökum þess, að færri barnatennur eru fjarlægðar, nú til dags, vegna tannátu. Er hér um mikla framför að ræða, því við- hald barnatanna, þar til þær falla á eðlilegan hátt við komu fullorð- instannanna, er undirstöðuatriði til þess að koma í veg fyrir tannskekkju. Fullorðinstennur Frá því árið 1970, hafa engar raunhæfar breytingar orðið á meðaltölu skemmdra + fjarlægðra + viðgerðra fullorðinstanna (DMF) eða skemmdra + fjarlægðra + við- gerðra tannflata í fullorðins- tönnum (DMFS). Þó er meðaltala viðgerðra fullorðinstanna töluvert hærri nú en 1970, með samsvar- andi lækkun á meðaltölum skemmdra og fjarlægðra fullorð- instanna. Sem betur fer virðist fjarlæging fullorðinstanna sökum tannátu svo til úr sögunni á ís- landi. Óneitanlega verður það að telj- ast bót, að meðaltala skemmdra fullorðinstanna hefur lækkað, en um raunverulega framför á tannheilbrigði er varla að ræða, nema meðaltala fullorðinstanna, sem eru ósnertar af tannátu, þ.e. hvorki skemmdar né viðgerðar, hafi hækkað. Samanburður á hlut- fallstölum heilbrigðra fullorðins- tanna árin 1970 og 1983 er sýndur í mynd 4. Þar má sjá, að þessar hlutfallstölur hafa lítið sem ekk- ert breyst. Frá árinu 1970 hafa litlar breyt- 17 „ 16 r a Meðal- tala tanna 1 f ó - 5 ’r : r l 'r Mynd 1 Heilar Viðgerðir I Skemmdar *0 33 70 33 70 83 70 33 Heilar, viðgerðar og skemmdar barnatennur eftir aldri 1970 og 1983.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.