Morgunblaðið - 19.12.1984, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 19.12.1984, Blaðsíða 57
MORGUNBLADIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1984 57 ert sem hindrar að svo sé gert og er raunar aðeins staðfesting á verklagsreglum sem stundum hafa verið notaðar. í sjálfu sér er ágætt að festa þær í sessi, en báð- ar þessar tillögur ganga afar skammt í þá veru að tryggja borg- arbúum aðgang að stjórnkerfinu. Hitt er þó öllu alvarlegra að áð- urnefnd þrjú nýmæli miða að því að styrkja fámennisstjórnarfyr- irkomulagið og mun ég nú víkja að því. Fækkun fulltrúa í nefndum Eitt af fyrstu verkum núverandi meirihluta í borgarstjórn eftir að hann komst til valda 1982 var að samþykkja fækkun borgarfulltrúa úr 21 í 15 við næstu borgarstjórn- arkosningar. Þar með var tónninn gefinn í stjórn þessa meirihluta, sem síðan hefur æ ofan í æ beitt valdníðslu í meðferð mála i skjóli meirihluta síns. Nýjasta dæmið er meðferð borgarstjóra á kjara- samningum við starfsmannafélag- ið í sept. sl. Þessi ákvörðun um fækkun borgarfulltrúa er sannarlega skref aftur á bak, en afleiðing hennar verður að torsóttara mun verða fyrir minnihlutahópa að tryggja sér fulltrúa í borgarstjórn og koma þannig sjónarmiðum sínum á framfæri. Vart getur fækkun borgarfulltrúa því talist sann- færandi aðferð til að tryggja auk- ið lýðræði og skoðanafrelsi. Tillagan um að fækka fulltrúum í nefndum er beint áframhald af einræðisstefnu meirihlutans. Nái þessi tiilaga fram að ganga þýðir hún í raun, að aðeins tveir og jafn- vel aðeins einn flokkur í minni- hlutanum í borgarstjórn hefur möguleika á að eiga fulltrúa í nefndum. Þar með eru aðrir full- trúar minnihlutans útilokaðir frá því að fylgjast með og taka þátt í nefndarstörfum. Við slíkar að- stæður er hugmyndinni um aukið verksvið nefnda snúið í andhverfu sína og missir algjörlega marks. Fundir borgarstjóra og almenn atkvæöagr- eiðsla Tillagan um að borgarstjóri skuli halda fundi með borgarbúum kann að hljóma nokkuð vel í fyrstu. Sé hún hins vegar skoðuð nánar er hún mjög takmörkuð. Hún felur nefnilega í sér að það skuli vera borgarstjóri einn sem mæti á þessa fundi og þá sem tals- maður meirihlutans. Minnihlutinn á ekki að eiga þar neina fulltrúa til þess að koma sínum sjónarmið- um að. Þetta er því enn ein and- lýðræðislega aðgerðin sem meiri- hlutinn stendur að. Tillagan um almenna atkvæða- greiðslu um einstök mál er í sjálfu sér góðra gjalda verð, en er svo takmörkuð að hún ein sér tryggir á engan hátt aukin áhrif borg- arbúa á málefni borgarinnar. Borgarstjórn, þ.e. meirihlutinn, ákveður eftir sem áður hvort henni skuli beitt og hvort tillit verði tekið til niðurstöðu hennar við ákvarðanir. Ekkert í tillögum meirihlutans miðar því að því að auka áhrif borgarbúa á stjórn borgarinnar. Þvert á móti munu þær leiða til lokaðra stjórnkerfis og styrkja fámennisstjórnarstefnuna sem verður rekin undir yfirskini lýð- ræðis. Þær eru dæmigerðar for- ræðishyggjuhugmyndir. Reykjavík 11. desember 1984. Guðrún Jónsdóttir, er borgarMI- trúi Kyennaframboðs. HÚSFREYJAN, tímarit Kvenfélaga- sambands íslands, 4. tölublað 35. árgangs er komið út Ritstjórar og ábyrgðarmenn eru Ingibjörg Berg- sveinsdóttir og Sigríður Ingimars- dóttir. Af efni blaðsins má nefna „Ljóð, hugleiðing um jól“, viðtöl við fólk um hvernig jólin séu hjá því, greinar um: Grimaldi greifafrú, „Sólin gengur með gleraugu", Jól- in í Assam í Indlandi og Dagbók konu. Þetta tölublað Húsfreyjunnar er jólablað. VEISTU HVERNIG A AÐ RÓA BARN MEÐ MAGAKVEISU? Foreldrahandbókin er full af upp- lýsingum um uppeldi og umönnun ungra barna, náma ómetanlegs fróð- leiks sem nýbakaðir foreldrar ættu alltaf að hafa við höndina. I For- eldrahandbókinni eru einföld og ÞAÐ VAKNA ÓTAL SPURNINGAR HJÁ BARNSHAFANDI KONUM Meðganga og fæðing Þessa merka bók eftir Laurence Pemoud er undirstöðurit fyrir bams- hafandi konur. Þetta er bókin sem ábyrgir læknar mæla með fýrir bamshafandi konur — bókin sem veitir svör við öllum þeim spumingum er á hugann leita. / /////, //,, , F oreldrahandbókin skynsamleg svör við flestum vanda sem foreldrar mæta fyrstu þrjú æviár barnSins. í Foreldrahandbókinni er fjallað um öll hugsanieg efni sem varða börn, hvort sem það eru bleiur eða barnastólar, martraðir eða matar- venjur, kerrur eða koppar, leikir eða leiðindi. Fjallað er sérstaklega um hvert atriði og atriðaskrá gerir bókina auðvelda í notkun. Höfundurinn Miriam Stoppard skrifar út frá reynslu sinni sem læknir og móðir. Hún hefúr fyrir löngu getið sér frægðarorð fyrir fræðslustörf á sviði læknisfræði og heilsugæslu. Margar bóka hennar hafa orðið metsölubækur enda er henni einkar lagið að fjalla um við- fangsefni sitt á jákvæðan og mann- legan hátt. FORELDRA. HANDBOKIN jurik banw y þ^ki hnln jnú ann Miriam Stoppard BOKARAUKISEM SKIPTIR MALI Aftast í Foreldrahandbókinni eru sérstakir kaflar um öryggi á heimilum, skyndihjálp og barna- sjúkdóma. TILFINNINGA- SAMBAND FORELDRA OG BARNS Bamið okkar Bamið okkar eftir breska sálfræð- inginn Penelope Leach er í dag eitt virtasta verk sem komið hefúr út á sínu sviði. I þessari nýstárlegu bók er fjallað um fyrstu sex æviár bamsins og lögð sérstök áhersla á tilfinn- ingasambandið við bamið. BARNIÐ OKKAR stuðlar að því að gera foreldra betri foreldra en ella, hæfari til að gegna smu erfiða og Ijúfa skyldustarfi. 1 UX'NN Lóðbyssur Lóðboltar Tangir í úrvali Ódýr topp- lyklasett í úrvali Vald Paulsen Suðurlandsbraut 10.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.