Morgunblaðið - 19.12.1984, Blaðsíða 57
MORGUNBLADIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1984
57
ert sem hindrar að svo sé gert og
er raunar aðeins staðfesting á
verklagsreglum sem stundum
hafa verið notaðar. í sjálfu sér er
ágætt að festa þær í sessi, en báð-
ar þessar tillögur ganga afar
skammt í þá veru að tryggja borg-
arbúum aðgang að stjórnkerfinu.
Hitt er þó öllu alvarlegra að áð-
urnefnd þrjú nýmæli miða að því
að styrkja fámennisstjórnarfyr-
irkomulagið og mun ég nú víkja að
því.
Fækkun fulltrúa
í nefndum
Eitt af fyrstu verkum núverandi
meirihluta í borgarstjórn eftir að
hann komst til valda 1982 var að
samþykkja fækkun borgarfulltrúa
úr 21 í 15 við næstu borgarstjórn-
arkosningar. Þar með var tónninn
gefinn í stjórn þessa meirihluta,
sem síðan hefur æ ofan í æ beitt
valdníðslu í meðferð mála i skjóli
meirihluta síns. Nýjasta dæmið er
meðferð borgarstjóra á kjara-
samningum við starfsmannafélag-
ið í sept. sl.
Þessi ákvörðun um fækkun
borgarfulltrúa er sannarlega skref
aftur á bak, en afleiðing hennar
verður að torsóttara mun verða
fyrir minnihlutahópa að tryggja
sér fulltrúa í borgarstjórn og
koma þannig sjónarmiðum sínum
á framfæri. Vart getur fækkun
borgarfulltrúa því talist sann-
færandi aðferð til að tryggja auk-
ið lýðræði og skoðanafrelsi.
Tillagan um að fækka fulltrúum
í nefndum er beint áframhald af
einræðisstefnu meirihlutans. Nái
þessi tiilaga fram að ganga þýðir
hún í raun, að aðeins tveir og jafn-
vel aðeins einn flokkur í minni-
hlutanum í borgarstjórn hefur
möguleika á að eiga fulltrúa í
nefndum. Þar með eru aðrir full-
trúar minnihlutans útilokaðir frá
því að fylgjast með og taka þátt í
nefndarstörfum. Við slíkar að-
stæður er hugmyndinni um aukið
verksvið nefnda snúið í andhverfu
sína og missir algjörlega marks.
Fundir borgarstjóra og
almenn atkvæöagr-
eiðsla
Tillagan um að borgarstjóri
skuli halda fundi með borgarbúum
kann að hljóma nokkuð vel í
fyrstu. Sé hún hins vegar skoðuð
nánar er hún mjög takmörkuð.
Hún felur nefnilega í sér að það
skuli vera borgarstjóri einn sem
mæti á þessa fundi og þá sem tals-
maður meirihlutans. Minnihlutinn
á ekki að eiga þar neina fulltrúa
til þess að koma sínum sjónarmið-
um að. Þetta er því enn ein and-
lýðræðislega aðgerðin sem meiri-
hlutinn stendur að.
Tillagan um almenna atkvæða-
greiðslu um einstök mál er í sjálfu
sér góðra gjalda verð, en er svo
takmörkuð að hún ein sér tryggir
á engan hátt aukin áhrif borg-
arbúa á málefni borgarinnar.
Borgarstjórn, þ.e. meirihlutinn,
ákveður eftir sem áður hvort
henni skuli beitt og hvort tillit
verði tekið til niðurstöðu hennar
við ákvarðanir.
Ekkert í tillögum meirihlutans
miðar því að því að auka áhrif
borgarbúa á stjórn borgarinnar.
Þvert á móti munu þær leiða til
lokaðra stjórnkerfis og styrkja
fámennisstjórnarstefnuna sem
verður rekin undir yfirskini lýð-
ræðis. Þær eru dæmigerðar for-
ræðishyggjuhugmyndir.
Reykjavík 11. desember 1984.
Guðrún Jónsdóttir, er borgarMI-
trúi Kyennaframboðs.
HÚSFREYJAN, tímarit Kvenfélaga-
sambands íslands, 4. tölublað 35.
árgangs er komið út Ritstjórar og
ábyrgðarmenn eru Ingibjörg Berg-
sveinsdóttir og Sigríður Ingimars-
dóttir.
Af efni blaðsins má nefna „Ljóð,
hugleiðing um jól“, viðtöl við fólk
um hvernig jólin séu hjá því,
greinar um: Grimaldi greifafrú,
„Sólin gengur með gleraugu", Jól-
in í Assam í Indlandi og Dagbók
konu.
Þetta tölublað Húsfreyjunnar
er jólablað.
VEISTU
HVERNIG A AÐ RÓA BARN
MEÐ MAGAKVEISU?
Foreldrahandbókin er full af upp-
lýsingum um uppeldi og umönnun
ungra barna, náma ómetanlegs fróð-
leiks sem nýbakaðir foreldrar ættu
alltaf að hafa við höndina. I For-
eldrahandbókinni eru einföld og
ÞAÐ VAKNA
ÓTAL
SPURNINGAR HJÁ
BARNSHAFANDI
KONUM
Meðganga og fæðing
Þessa merka bók eftir Laurence
Pemoud er undirstöðurit fyrir bams-
hafandi konur.
Þetta er bókin sem ábyrgir læknar
mæla með fýrir bamshafandi konur
— bókin sem veitir svör við öllum
þeim spumingum er á hugann leita.
/ /////, //,, ,
F oreldrahandbókin
skynsamleg svör við flestum vanda
sem foreldrar mæta fyrstu þrjú
æviár barnSins.
í Foreldrahandbókinni er fjallað
um öll hugsanieg efni sem varða
börn, hvort sem það eru bleiur eða
barnastólar, martraðir eða matar-
venjur, kerrur eða koppar, leikir eða
leiðindi. Fjallað er sérstaklega um
hvert atriði og atriðaskrá gerir
bókina auðvelda í notkun.
Höfundurinn Miriam Stoppard
skrifar út frá reynslu sinni sem
læknir og móðir. Hún hefúr fyrir
löngu getið sér frægðarorð fyrir
fræðslustörf á sviði læknisfræði og
heilsugæslu. Margar bóka hennar
hafa orðið metsölubækur enda er
henni einkar lagið að fjalla um við-
fangsefni sitt á jákvæðan og mann-
legan hátt.
FORELDRA.
HANDBOKIN
jurik banw y þ^ki hnln jnú ann
Miriam Stoppard
BOKARAUKISEM SKIPTIR MALI
Aftast í Foreldrahandbókinni eru
sérstakir kaflar um öryggi á
heimilum, skyndihjálp og barna-
sjúkdóma.
TILFINNINGA-
SAMBAND
FORELDRA OG
BARNS
Bamið okkar
Bamið okkar eftir breska sálfræð-
inginn Penelope Leach er í dag eitt
virtasta verk sem komið hefúr út á
sínu sviði. I þessari nýstárlegu bók er
fjallað um fyrstu sex æviár bamsins
og lögð sérstök áhersla á tilfinn-
ingasambandið við bamið.
BARNIÐ OKKAR stuðlar að því að
gera foreldra betri foreldra en ella,
hæfari til að gegna smu erfiða
og Ijúfa skyldustarfi.
1
UX'NN
Lóðbyssur
Lóðboltar
Tangir
í úrvali
Ódýr topp-
lyklasett
í úrvali
Vald Paulsen
Suðurlandsbraut 10.