Morgunblaðið - 19.12.1984, Qupperneq 61

Morgunblaðið - 19.12.1984, Qupperneq 61
MORGUNBLADID, MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1984 61 Bókmenntir Ævar R. Kvaran Gunnar Dal: ORÐ MILLI VINA. Ljóð 84. Víkurútgáran, 1984. Þegar sá sem þetta hripar varð stúdent 1936 var kreppa og at- vinnuleysi á íslandi. Um það leyti kom fram á bókmenntasviðið hér á landi gáfaður maður og snjall rithöfundur, sem átti eftir að hafa ótrúlega mikil og sterk áhrif í ís- lenzkum bókmenntum, Kristinn E. Andrésson. Hann var hámennt- aður maður og las meðal annars þýzkar bókmenntir við háskólana í Berlín og Leipzig 1923—31. Þar lærði hann kommúnisma, sem síð- an hafði áhrif á öll hans skrif það sem eftir var ævinnar. Hann stofnaði hér bókmenntafélagið Heimskringlu og tímaritið Rauða penna (1935—1938). Kristinn var jafnduglegur eins og hann var greindur, enda flykktust fátækir og úrráðalausir höfundar í flokk hans í hópum. Hann var að sinni eina von þeirra um að koma grein- um og skáldritum á prent. Varð hann við þetta slíkur áhrifamaður meðal rithöfunda, að sumir köll- uðu hann páfa þeirra. Með stofnun Máls og menningar tókst þessum lagna manni einnig að laða til sín menn, sem ekki voru kommúnist- ar, en mikilsmetnir af þjóðinni, svo sem Sigurð Nordal. Með riti sínu íslenzkar nútímabókmenntir 1918—1948, sýndi Kristinn sjálfur að hann var snilldargóður rithöf- undur. En eins og annað sem hann skrifaði bar þetta rit með sér, að þar var ekki um hlutlaust mat að ræða. Það fór eftir því hvort höf- undar féllust á stefnu kommún- ismans eða ekki. Áhrif rita þeirra, sem Kristinn stóð að, voru mikil, því þau voru rituð af ágætlega ritfærum mönnum með snillingana Laxness og Þórberg í broddi fylkingar. Þótt undarlegt megi virðast gætir enn þann dag I dag áhrifa Kristins Andréssonar og félaga hans í íslenzkum bókmenntum meðal rithöfunda. Af þeim ástæð- um hafa áhugamenn um bók- menntir talið sér nauðsynlegt að stofna félög til útgáfu bóka, þar sem einstefna í stjórnmálalegum skoðunum er ekki gerð að eins Landssambandið gegn áfengisbölinu: Alþingismenn felli bjór- frumvarpið MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi ályktun: „16. þing Landssambandsins gegn áfengisbðlinu, haldið 19. nóv. 1984, beinir þeirri eindregnu áskorun til alþingismanna að þeir felli framkomið frumvarp um bruggun og sölu sterks öls á Is- landi. Þingið bendir á þá hættu sem samþykkt frumvarpsins myndi leiða yfir þjóðina því að ýmislegt bendir til að yrði áfengt öl lögleyft yki það meðalneyslu ís- lendinga um 2,4 áfengislítra á mann á ári.“ 1 VJterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! konar skilyrði fyrir útgáfu bókar eða greinar. (Almenna bókafélag- ið). Þannig hafa frjálslyndir rit- höfundar einnig orðið að stofna sitt eigið félag, sökum einræðis svonefndra róttækra rithöfunda í Rithöfundasambandi íslands. (Fé- lag íslenzkra rithöfunda.) Gunnar Dal er einn þeirra mörgu rithöfunda, sem ekki hefur talið ástæðu til þess að vera í rit- höfundafélagi, þar sem stjórn- málaskoðanir eru taldar skipta máli í mati á verðleikum manna. Hann hefur aldrei farið leynt með skoðanir sínar, þótt aðrir líti þær hornauga. Hann er og verður frjálslyndur maður. Þótt stærsti kommúnistaflokkur heimsins, í Kína, hafi komist að þeirri niður- stöðu samkvæmt fréttum, að skoð- anir Marx og Engels séu orðnar úreltar, þá eru enn við líði hópar manna, sem telja rétt að kenna sig við þessar gömlu skoðanir. Þeir munu tæpast vera sérlega hrifnir af hugsunum, eins og þeim, sem birtast í þessari bók sem lýs- ing á marxismanum: „Oft reyndist göfug hugsjón hál Það henti á öld okkar flesta. Á ræðumenn hlustuðum hugfangin sem höfðuðu til hins besta. Og miljónir hugsjónum lögðu lið sem létu menn gera hið versta.“ , Eða Ijóðið um Pol Pot: I í París las hann og lærði þar að leita sannleikans. í sannleiksleitinni sýktTst hann þó af sjúkdómi hins lærða manns: Að láta alla jörðina líta út eins og lærdómsbókina hans. II Hann heimkominn sanna tók sína trú, sveipaður lárviðarkrans. Lét lifandi fólk verða lexíu úr bók. Svo lék hann sinn Hrunadans. Og tugþúsund menn urðu tilraunadýr. Svo tortímdi hann byggðum síns lands. í ljóðinu Móðir Theresa er slegið á aðra strengi og kemur berlega fram í því virðing og aðdáun höf- undar fyrir kærleik og umhyggju fyrir þeim, sem bágast eiga í heiminum. Hér leggur höfundur þessari dásamlegu mannveru móður Theresu orðin t munn. Síð- asti kafli þessa ljóðs hljómar með þessum hætti: Gunnar Dal VII í heiminum eru hrjáðir heimilislausir menn, fátækir, sjúkir og sárir og svelta til bana enn. En sá sem er aumastur allra á mig sem tryggan vin. Að vilja Krists vil ég vinna og vera hans endurskin. Ollum sem eru í nauðum, ást mína berðu þeim. Berðu þeim blessun mína. Berðu hana um allan heim. Þegar þess er gætt að langflest- ir rithöfundar hér á landi verða að vinna fyrir sér með öðru en rit- störfum er furðulegt hve margir þeirra hafa engu að síður náð að afkasta miklu starfi sem rithöf- undar. Gunnar Dal er þar engin undantekning. Hann er kennari og hefur vitanlega notað hæfileika sína til þess að skrifa kennslubæk- ur í fagi sínu, sem er heimspeki. Engu að síður hefur hann skrifað meira en 40 bækur sem rithöfund- ur. Þessi litla Ijóðabók veldur eng- um straumhvörfum í ferli hans sem rithöfundar. Hann leikur sér að því að yrkja, að því er virðist. En honum er ljóst að bundið mál býður uppá tækifæri til að segja mikið í stuttu máli, eða a.m.k. að vekja lesanda til nánari umhugs- unar um ákveðin efni. Að Gunnar kann þá list er bersýnilegt í þess- ari litlu bók, því þar er hann bæði gagnorður og stuttorður. Bókin ber nafnið Orð milli vina, en það er einnig nafn siðasta ljóðs bókar- innar. Það er svona: Orð milli vina gerir daginn góðan. Það gleymist ei en býr í hjarta þér sem lítið fræ. Það lifir og verður að blómi. Og löngu seinna góðan ávöxt ber. Svo held ég sé um öll ljóð þess- arar bókar. og koddaverí pakka -100% bómull Stæröir: 200 x 70 cm /HIKLIG9RDUR Torgiö Kaupgaröur Vörumarkaöurinn Domus KRON Noröurfelli Versl. Einars Guöfinnsonar, Bolungarvík Versl. Lísa, Keflavík Versl. Ósk, Akranesi Versl. Elín, Siglufiröi Litabúöin, Ólafsvík Brimnes hf., Vestmannaeyjum Einco, Siglufiröi Amaro, Akureyri Samkaup, Keflavík Hannyröaverslunin, Selfossi og kaupfélög um allt land
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.