Morgunblaðið - 29.12.1984, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.12.1984, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 1984 Landið kallar Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson LANDIÐ ÞITT ÍSLAND. Höfundar: Þorsteinn Jósepsson, Stcindór Steindórsson, Björn Þor- steinsson og Guójón Armann Eyjólfsson. 5. bindi. U—Ö. Bókaútgáfan Örn og Örlygur 1984. Það er kunnara en frá þurfi að segja að til ritsafnsins Landið þitt ísland hefur verið vandað, enda mun það vera útgefandanum, ör- lygi Hálfdánarsyni, metnaðarmál. Uppsetning, útlit og pappír er útgáfunni til sóma, en aðalkostur ritsafnsins eru myndirnar, marg- ar hverjar fallegar og segja oft meiri sögu en textinn. Þeir sem skrifað hafa texta Landið þitt ísland eru vel að sér í atvinnusögu, jarð- og náttúru- fræði, einnig áhugamenn um þjóð- sögur og ættfræði. Engum myndi detta í hug að telja þá Þorstein Jósepsson og Steindór Steindórsson vanbúna til þess hlutverks að taka saman rit- safn af þessu tagi. Ég skal játa að ég hef stundum undrast það sem sagt er í ritsafninu Landið þitt ís- land og líka saknað margs. En við skulum hafa í huga að enginn er svo fróður um landið að hann geti birt fullkomna mynd af því og allra síst fólkinu, gert óumdeilan- lega greinarmun á því sem létt- vægt er og mikilvægt. Það er einkum fortíðin sem við fræðumst um af ritsafninu og það er gott til uppsláttar. Samtíminn verður oft útundan. I 5. bindi ritsafnsins eru kaflar um Vestmannaeyjar eftir Guðjón Ármann Eyjólfsson, skólastjóra og um Þingvelli eftir Björn Þor- steinsson sagnfræðing. Án þess að vera sérfróður um efnið hika ég ekki við að segja að Guðjón Ármann Eyjólfsson geri ágætlega grein fyrir sögu Vest- mannaeyja, náttúru og fólki. Eftir Guðjón Armann hefur áður komið út stór bók um Vestmannaeyjar sem hann skrifaði eftir gos. Guð- jón Ármann tileinkar sér yfirleitt nákvæma fræðimennsku. Hann getur líka sagt margt í fáum orð- um eins og stuttur kafli um Tyrkjaránið er til vitnis um. Með- al þess sem athygli vekur er frá- sögnin um Náttúrugripasafn Vest- mannaeyja sem er að ýmsu leyti einstakt. í Þingvallakafla Björns Þor- Björn Þorsteinsson steinssonar er samankominn tölu- verður fróðleikur, meðal þess helsta eru uppdrættir og ljós- myndir með örnefnum. En það er með Björn eins og fleiri að þegar nær dregur nútímanum er eins og eitthvað fari úr böndum. f kafla um Þingvallahátíðir er að minnta kosti ein vond missögn og samræmis er ekki gætt þegar taldir eru upp þeir menn sem mest mæddi á við undirbúning hátíð- anna. Það er ekki rétt hjá Birni Þor- steinssyni að Ásgeir Ásgeirsson Guðjón Ármann Eyjólfsson hafi verið formaður alþingishátíð- arnefndar 1930. Hann var aftur á móti forseti sameinaðs alþingis. Formaður nefndarinnar var Jó- hannes Jóhannesson. Furðu vekur að Björn Þor- steinsson skuli ekki sjá ástæðu til þess að geta formanns og fram- kvæmdastjóra þjóðhátíðarnefndar 1974. Formaður var Matthías Jo- hannessen, framkvæmdastjóri Indriði G. Þorsteinsson. Ætla mætti einnig að ástæða hefði verið til rækilegrar umfjöll- unar um þann viðburð að Tómas skáld Guðmundsson orti og flutti nýtt og mikið kvæði sem þjóðhá- tíðarnefnd hafði beðið hann um. Þjóðhátíðarlióðið nefndi Tómas Heim til þín, Island. Það er ekki úr vegi að rifja upp fyrstu línurn- ar úr því þó Björn Þorsteinsson telji ekki ástæðu til þess. Samt er hann með nokkur ljóð og ljóðabrot í Þingvallakaflanum og skal það ekki lastað. En óneitanlega hefði farið vel á því að Tómas Guð- mundsson, eitt af höfuðskáldum okkar, fengi að vera þar í félags- skap Jónasar Hallgrímssonar og fleiri góðra skálda. En þannig hefst Heim til þín, ísland: „Heim til þín, ísland, ættjörð vor ok móðir, vér börn þín einum huga hverfum öll í da^, á meöan niöur elíefu alda fer þungum söng um þögn vors myrka blóös. Því land vort kallar. Upp úr alda svefni í minningum og sögu rödd þess rís og þræðir innstu einstigu vors hjarta, jafn gömul mold og grjóti allrar jarðar. Björn Þorsteinsson er svolítið gefinn fyrir fullyrðingar. Um ís- land Jónasar Hallgrímssonar seg- ir hann að það sé „áhrifamesta kvæði íslenskrar tungu". Þetta dugar að sjálfsögðu sem persónu- leg játning, en á ekki skylt við bókmenntasögulega upplýsingu. Hver myndi treysta sér til að gera upp á milli íslands og Gunnars- hólma svo að eitt dæmi sé nefnt um haldleysi slíkra yfirlýsinga sem Björn Þorsteinsson stundar. Ást og einsemd Bókmenntír Jóhann Hjálmarsson Göran Tunström: JÓLAÓRATÓRÍAN Skáldsaga. Þórarinn Eldjárn þýddi. Mál og menning 1984. Jólaóratórían er afar merkileg skáldsaga, meðal þeirra skáld- sagna í norrænum prósaskáldskap síðustu áratuga sem lengst munu í minnum hafðar og hlýtur að orka sterkt á lesendur. En til þess að hafa gagn af sögunni þurfa menn að vera opnir og einlægir og leggja svolítið á sig til að skilja, raða saman þeim brotum sem að lokum mynda heild. Jólaóratórían er flókin saga á köflum, stundum sveiflast hún á einkennilegan hátt milli Ijóðs og prósa, enda höfund- urinn gott ljóðskáld. Mið er tekið af tónlist Bachs, tónlistin og ástin renna saman í eitt. Það er um ástina sem Jólaóra- tórían fjallar, ástina og eimana- leikann. Sá sem ekki nýtur ástar getur orðið geðveiki að bráð. Oftar en einu sinni dregur sagan upp óhugnanlega og nærtæka mynd af geðveiki. Sú geðveiki sem höfund- urinn lýsir er reyndar ekki annað en ófullnægð þrá eftir hinu mik- ilvæga i lífinu. Aron er á leið til Nýja Sjálands til að leita látinnar konu sinnar í annarri manneskju sem hann hefur skrifast á við. Áð- ur en hann kemst á leiðarenda tryllist hann og kastar sér í hafið. Sidner, sonur Arons, skrifar dag- bók sem hann nefnir Um Atlot. Hann hefur ungur eignast Viktor með konu sem er eldri en hann. Dagbókin sýnir hvernig hann smám saman verður örvæntingu að bráð og brjálast. Viktor er sá sem talar í sögunni og er að lokum kominn til Sunne á Vermalandi til að láta draum ættarinnar rætast, stjórna Jólaóratóríu Bachs. Inn- gangur skáldsögunnar er eiginlega eftirmáii hennar. Þar segir Viktor frá eins og víðar. { lokakafla bókarinnar hittast þeir fegðarnir, Viktor og Sidner, sá síðarnefndi kominn heim frá Nýja Sjálandi eftir að hafa fetað í fótspor Arons, föður síns. Úti í skógi heyra þeir Jólaóratóríu Bachs leikna á ferðagrammófón. Það er þeim tákn sigurs tónlistar- innar og ástarinnar. Bjartsýn niðurstaða skáldsögunnar þrátt Göran Tunström fyrir allt myrkrið sem hún gerist Móðir Sidners, Sólveig, er troðin til bana af kúm. Sidner verður vitni að því, þeim „augnablikum sem aldrei hætta“ eins og hann skrifar í Um Atlot. f þessari konu býr tónlistin og hún var einmitt á leið til að æfa Jólaóratóríuna þeg- ar slysið varð. „Hið ósýnilega Guðsríki" Jó- hanns Sebastíans Bach „nær um allan heim“ og hann „hvarf inn í það meðan hann var enn á lífi eins og kmverski málarinn í þjóðsög- unni inn í mynd sína“ skrifar Viktor eftir Óskari Loerke. Um leið er hann að lýsa Sólveigu, ömmu sinni. Það eru margar persónur í Jóla- óratóríunni. Meðal þeirra er Selma Lagerlöf sem hefur tölu- verð áhrif á framvindu sögunnar. Hún er í broslegri frásögn látin hjálpa þeim félögum, Sidner og Splendid, við að ná geðsjúklingi af hæli. Ekki er úr vegi að kalla Jóla- óratóríuna ættarsögu því að í henni segir mikið frá skyldfólki, misjöfnum örlögum. Með því að gera Selmu Lagerlöf að þátttak- anda í sögunni er Göran Tunström vitanlega að benda á tengsl, upp- runa sinn. Sjálfur er hann Verm- lendingur eins og Selma. Þegar Göran Tunström fékk Bókmenntaverðlaun Norðurlanda- ráðs fyrir Jólaóratóríuna var í greinargerð nefndarinnar sagt að hann hefði í skáldsögunni sýnt fram á þann möguleika að úr ring- ulreið mætti skapa heiminn á ný. Það er ekki fjarri lagi að Tun- ström hafi tekist þetta. Eflaust þykir ýmsum lesendum eins og hann ofhlaði, persónur séu of margar og innbyrðis tengsl þeirra á köflum lausleg. Þessi gagnrýni hefur við nokkur rök að styðjast. En hún skyggir ekki á það að með Jólaóratóríunni hefur Göran Tunström ekki síst sannað hve skáldsagan getur verið víðfeðm í höndum snjalls höfundar, hve víða hún getur komið við í tímabundnu tímaleysi sínu. Um Atlot skrifar Sidner á geð- sjúkrahúsi nítján ára gamall. At- hugasemdirnar eru ætiaðar syni hans, Viktori. Þar stendur m.a.: „Ekkert líður jafnhratt hjá eins og Atlot. En svipað og lykt eða tónn, eru Atlot eina minningin sem hægt er að taka með sér um lífið inn í dauðann, af því að atlot ástarinnar eru hrein athygli. Lík- aminn allur eitt auga, eyra, tunga. Þú munt spyrja: „Af hverju elsk- aði faðir minn ástina meira en líf- ið.“ Hinar nöktu spurningar í Um Atlot og heimspekileg umræða Jólaóratóríunnar eru þó ekki það sem eftirminnilegast verður. Frásagnargáfa höfundarins í lýs- ingum sínum á lífinu í Sunne, ferð Arons áleiðis til Nýja Sjálands og dvöl Sidners þar, svo að eitthvað sé nefnt, er áhrifarík. Nefna má einnig magnaðar lýsingar á ást- inni og girndinni, sömuleiðis vin- áttu tveggja sérkennilegra ung- menna og hverju þau taka upp á í vímu æskunnar. Fjölmargt gerir þessa skáldsögu að hreinni skemmtilesningu þrátt fyrir kröfuhörku hennar við lesandann. Þýðing Þórarins Eldjárns þykir mér hafa tekist nokkuð vel. Ljóst er að hann hefur ekki haft langan tíma til stefnu. Aftur á móti eru hinir ljóðrænu kaflar og innskot hjá Göran Tunström heldur dauf- legri í túlkun Þórarins Eldjárns. Það sem kemur mér meira á óvart er að lágvær húmor Tunströms nýtur sín ekki fyllilega í þýðing- unni. En það er ástæðulaust að amast við þýðingu Þórarins. í heild sinni er hún meira en viðeig- andi. Landamæri lífs og dauða Kristoffcrson og Williams á hættulegu augnabliki í Flashpoint. Kvíkmyndír Árni Þórarinsson Regnboginn: í brennidepli — Flashpoint ☆ ☆ Bandarísk. Árgerð 1984. Handrit: Dennis Shryack, Michael Butler. Leikstjóri: William Tannen. AAalhlutverk: Kris Kristofferson, Treat Williams, Rip Torn, Kurtwood Smith. Flashpoint er framan af mynd um félagslegt hlutskipti tveggja landamæravarða á mörkum Bandaríkjanna og Mexíkó; smám saman tekur hún á sig form dular- fullrar spennumyndar um fundinn fjársjóð, uns hún á síðustu mínút- unum setur upp á sig stýri og breytir öllu því sem á undan er gengið í pólitískan samsærisþrill- er, þar sem í brennidepli er al- kunnur hörmungaratburður amerískrar stjórnmálasögu, sem oft áður hefur verið viðfangsefni slíkra mynda. Þetta er ekki lítil yfirreið og það verður að segja höfundum Flashpoint til hróss að þeir næstum komast upp með allt saman. Stuttur inngangur er frá árinu 1962: Jeppi ekur á fullri ferð eftir eyðimörkinni; þrumur og eldingar og úrhellisrigning; bílstjórinn missir sjónar á slóðinni og ekur fram af hengiflugi. Með mynd- blöndun frá regninu yfir í renn- andi sturtuvatn flytur Flashpoint sig yfir til ársins 1984; í sturtunni eru þeir félagar Kris Kristoffer- son og Treat WilJiams, landa- mæraveiðir að skola af sér eyði- merkurrykið, þreytuna og svekk- elsið yfir vonlítilli baráttu við að halda samviskunni hreinni í spilltu umhverfi. Farseðill þeirra félaga út úr þessu umhverfi er fyrrnefndur jeppi. Þetta er á svip- uðum efnisslóðum og ágæt mynd Tony Richardson um Jack Nich- olson, landamæravörð í The Bord- er. Þótt Flashpoint vinni með öðr- um og ef til vill grunnfærnari hætti úr þessu efni, fletji það ör- lítið út með hliðarsporum um tæk- nivæðingu landamæragæslunnar, stórbokka, sem stundar ólöglegan innflutning á Mexíkönum, eitur- lyfjasmygl og smá ástarævintýri, þá tekst höfundum í stórum drátt- um að líma það saman í spennandi ráðgátu. Bindiefnið er fyrst og fremst það vináttusamband, sem byggt er upp milli Kristofferson og Williams; þetta eru menn sem áhorfanda stendur ekki á sama um. Flashpoint heldur einnig at- hyglinni með býsna vel skrifuðum samtölum og dulúðugri raftónlist hljómsveitarinnar Tangerine Dream. Á móti vinnur fremur hæg, brokkgeng framvinda, skort- ur á þjöppun og svo úrlausn, sem hlýtur að teljast langsótt, þótt maður hafi svo sem séð annað eins. Fyrir þá sem vilja vita í sem stystu máli hvort það hafi verið gaman eða leiðinlegt að horfa á Flashpoint er svarið: Frekar gam- an.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.