Morgunblaðið - 29.12.1984, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 29.12.1984, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 1984 Minning: Jóhannes Jóns- son — Jan í Dalbœ Fæddur 30. ágúst 1912 Dáinn 22. desember 1984 Við sem nú kveðjum og látum í ljós þakklæti fyrir löng, góð og ná- in kynni af Jan í Dalbæ erum í hópi hinna mörgu sem notið hafa langvarandi gestrisni og hlýlegrar móttöku í Dalbæ. Ef litið er í gestabækurnar í Dalbæ finnst glöggt hið mikla þakklæti og traust sem gestkom- endur hafa látið í té til þessa heimilis og heimsborgarans Jans í Dalbæ. Sérstaklega kom það í ljós hjá þeim fjölda erlendra ferðamanna hvað þeirra fögnuður og feginleiki var mikill að hitta fyrir fjölhæfan tungumálamann, sem gat beitt fyrir sig móðurmáli Evrópuþjóða, en hafði samt unnið sér þegnrétt og þjóðhollustu íslendingsins. Manns, sem gat sett sig í spor framandi þjóðar, náð að skilja hugsanagang umhverfis og erfða, manns sem náð hafði tilfinningu fyrir hinu íslenska fjölskylduþjóð- félagi og sögu. Hann skynjaði fljótt að á gleði- og sorgarstund- um og oft í samskiptum var ís- lenska þjóðin ein fjölskylda. Jan í Dalbæ hafði áunniö sér slíkan sess meðal erlendra ferða- frömuða að þeir töldu sér mikinn ávinning að geta vísað á hann til leiðbeiningar fyrir ferðamenn sem hingað leituðu. Þessi ágæti heimsborgari, sem nú er kvaddur, átti litríkt lífs- hlaup. Að loknu menntaskóla- og garðyrkjunámi í Hollandi, ferðað- ist hann árlangt um Suður- Afríku, síðan starfaði hann í Þýskalandi um skeið. Atvinnu- möguleikar í Holtandi voru „þétt- setnir". Þá réðust mál þannig að hann kynntist prófessor Níels Dungal og fyrir hans milligöngu kom hann til íslands og gerðist verkstjóri í gróðrastöðinni á Syðri-Reykjum í Biskupstungum. Síðan varð hlé á dvöl hans hér á styrjaldarárunum. Hann var kall- aður til herþjónustu í útlagaher Hollendinga í Bretlandi. Eftir stríðslok kom hann brátt aftur og hélt áfram lífsstarfi sínu hér við gróðurhúsa- og garðyrkjustörf, fyrst að Laugalandi í Stafholts- tungum og síðan stofnsetti hann garðyrkjustöðina Dalbæ í Reyk- holtsdal. Á Laugalandi kynntist hann verðandi eiginkonu sinni, Þuríði Jónsdóttur úr Hafnarfirði. Þá var hún ráðskona hjá Magnúsi Ein- arssyni í Munaðarnesi. Konu sína missti hann í sept. 1971. Þau Þur- íður og Jan eignuðust tvo syni, Jón Jakob, bakarameistara í Reykja- t Systir mín og mágkona, ANNIE HELGASON, Sörlaskjóli 74, andaöist hinn 27. desember. Cecilla Helgason, Inger Helgason. t Móðir okkar, JENSÍNA JENSDÓTTIR fré Hnffsdal, andaöist á Hrafnístu í Reykjavik 26. desember. Guórún Pálsdóttir, Kristfn Pálsdóttir, Erla Pálsdóttir. t Eiginkona min, SIGRÍÐUR GfSLADÓTTIR, Brekkuhvammi 9, Hafnarfiröi, andaöist 27. þ.m. á Sólvangi. Finnur Þorleifsson. t Eiginmaöur minn og faöir, JÓN GEIR PÉTURSSON járnsmiöur, Kambsveg 28, Reykjavik, andaöist 26. desember. Sigrún Einarsdóttir, Pétur Jónsson. t Bróðir minn, ÞORMÓÐUR ÓSKARSSON, er látinn. Utförin hefur fariö fram í kyrrþey aö ósk hins látna. Jakob Óskarsson. vík og Bernhard, garðyrkjubónda í Sólbyrgi og Dalbæ. Einn son, Ómar, átti Þuríður frá fyrri hjúskap. í garðyrkjufræðum var Jan vel lesinn og fylgdist grannt með öll- um nýjungum. Garðyrkjustöðina ráku þau hjón með það í huga að reksturinn bæri sig fjárhagslega, en ekki síður að þjónustan og viðskiptin leiddu til þess að gest- urinn teldi sér hag og ánægju að koma þangað aftur og aftur. Eftir fráfall konu sinnar leitað- ist Jan við að halda þeim heimilis- blæ, sem einkenndi heimili þeirra hjóna. Hvernig það tókst er að finna síðar í gestabókum heimilis- ins, en þar stendur m.a.: Gestrisni á þeim góða bæ gengur fram úr öllum vonum, næstum því hann nær þeim blæ sem næmast finnst hjá bestu konum. Þegar Kiwanisklúbburinn Jökl- ar var stofnaður 1972 kom Jan þar strax til starfa. Hann gerðist einn af stofnfélögum klúbbsins. Þar fann heimsborgarinn vettvang og verkefni við sitt hæfi. Okkur fé- lögum hans í klúbbnum eru ógleymanlegar frásagnir hans, t.d. af lífshlaupi sínu. Okkur hinum nægði vel einn fundur til frásagn- ar af eigin lífshlaupi. En þegar Jan tók að segja frá sínu kom fljótt í ljós að tveir fundir dugðu ekki fyrir hann. Innsæi hans á ýmsum atvikum og hinum litríka starfsferli og fjölmörgu persónum var með þeim hætti að allir vildu fá meira að heyra. Ég veit að bæði honum og ekki síður okkur félög- um hans var mikill ávinningur af klúbbstarfseminni. Markmið klúbbsins: Eins og þú vilt að aðrir geri athöfn þín í sannleik veri .. var Jan í Dalbæ svo eðliiegt og í samræmi við lífsstíl hans. Hvar sem hann kom fram í nafni klúbbsins var hann í senn sjálfum sér og klúbbnum til sæmdar. Gróðurmoldin gefur og gróðurmoldin geymir. Áð leiðarlokum þökkum við Ólöf öll hin góðu kynni og vottum ást- vinum og aðstandendum samúð okkar. Hjörtur Þórarinsson „Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna, Guð þerri tregatárin stríð." (V. Briem.) Þessi orð vil ég gera að mínum þegar ég minnist elsku Jans. Jan var tíður gestur á heimili foreldra minna á þeim tíma er ég var að alast upp og milli þeirra var mikil vinátta. Sumarið þegar ég var tólf ára bauð hann mér vinnu við garð- yrkjustöðina sína. sem hann rak og var ég þar áfram næstu 4 sum- ur. Jan var í raun ekki vinnuveit- andi minn heldur var hann fremur vinur og uppalandi. Hjá honum lærði ég margt af því dýrmætasta, sem nokkur getur lært: Að vinna með jákvæðu hugarfari og bera ábyrgð á gjörðum sínum. Jan var víðförull og vellesinn maður. Ég minnist allra góðu stundanna, þegar við sátum í notalegu stofunni hans og hann fræddi mig um heiminn og sér í lagi Holland, því það var hans föð- urland. Hjá honum skildi ég fyrst hvað manneskjan er í rauninni smá, en hve miklu hún getur áork- að sé þekking og víðsýni til staðar. Oft fannst mér hreint ótrúlegt allt það sem hann hafði upplifað og kynnst á ferðum sínum til fjar- lægra landa, en alltaf þótti honum nú vænst um tsland. Érlendis var hann stoltur af því að vera íslend- ingur. Við Jan tengdumst enn nánar fyrir nokkrum árum, þegar ég hóf sambúð með eldri syni hans Jóni og áttum við saman margar góðar stundir. Jan var alltaf jafn ungur í anda og hélt þeim sið að dvelja hjá syst- ur sinni og mági í Hollandi á hverju hausti. Nú sl. haust brá ann sér í sólina til Portúgals og íom heim fullur lífsorku. En eng- inn veit sína ævina fyrr en öll er. Við skyndilegt fráfall þessa lífs- glaða manns finn ég fyrir miklu tómarúmi í hjarta mínu. Orð mín segja svo lítið, en hugur minn svo margt. Ég bið Guð að styrkja syni Jans, tengdadóttur og elsku litlu afadrengina. „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt ... “ (V. Briem). Sigrún Iljartardóttir Sesselja Sigurðar- dóttir — Minning Fædd 28. nóvember 1900 Dáin 18. desember 1984 Mig langar til þess að minnast ömmu minnar, Sesselju Sigurðar- dóttur, er lést 18. desember sl. Hún fæddist á Hofstöðum í Hálsasveit 28. nóvember árið 1900, en fluttist að Landbrotum ferm- ingarárið sitt. Hún var aldamóta- barn hún amma. Amma giftist afa mínum, Stefáni Sigurðssyni, á jóladag 1931, en hann lést vorið 1972. Þau bjuggu í Landbrotum til ársins 1945 en lengst af í Akur- holti í Eyjahreppi. Sjö börn eignuðust þau, Sigurð, en hann lést árið 1960, Önnu, Frið- geir, Guðrúnu, Hinrik, Sigrúnu og Borghildi. Barnabörnin eru 20 og langömmubörnin 17 fædd. Amma og afi fluttust í Kópavog vorið 1971 og bjuggu þau bæði til dauðdags hjá yngstu dóttur sinni og tengdasyni, Borghildi og Þórði. Börnum þeirra var hún sem önnur móðir. Ég átti góða ömmu og lærði + Ástkær eiginmaður minn, ZÓPHÓNÍAS PÉTURSSON, Sólheimum 23, lést í Landspítalanum að morgni 27. desember. Stella G. Sigurðardóttir og börn. t Eiginmaöur minn og taöir okkar, ÓLAFURJÓNSSON h'ísasmfðameistari, Hagamel 6, Reykjavfk, lést að morgni 27. desember. sl. Sólveig Magnúsdóttir, Ingunn Ólafsdóttir, Auður Ólafsdóttir. + Faðir okkar, STEINN KRISTJÁNSSON, andaðist fimmtudaginn 27. desember. Jaröarförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 4. jan. kl. 1.30. Matthildur Steinsdóttir, Krístján Steinsson, Rósa Steinsdóttir, Jón Þrándur Steinsson. margt af henni. Eftir að hún flutt- ist suður og ég hitti hana oftar fórum við þá oft að kveðast á, en hún kvað mig ávallt í kútinn, svo ótal margar vísur kunni hún. Mér fannst alltaf gaman að þessum leik okkar og þegar ég strandaði kenndi hún mér- ávallt nýja vísu. Hún varð aldrei þreytt á að segja mér frá því þegar hún var barn og ung kona og hún bar oft mina æsku saman við sína. Amma var mjög vinnusöm, ég sá hana aldrei aðgerðarlausa, oft var hún með prjónana sína það eru líka orðnir margir vettl- ingarnir og sokkarnir sem hún prjónaði á okkur, barnabörnin sín. Þær voru bestar flatkökurnar sem hún amma bakaði. Ég finn vissan tómleika að geta ekki hitt ömmu mína nú um jólin, en ég er viss um að hjá börnunum á Kársnesbrautinni er tómleikinn meiri, þeirra fyrstu jól án hennar. Amma var crðin fullorðin og þreytt og eflaust hvíldinni fegin eftir erfið veikindi. Ég þakka elsku ömmu minni samfylgdina og megi henni líða vel þar sem hún er nú. Hvíli hún í guðs friði. „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt." (V.Briem) Nesselja Signý Svcinsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.