Morgunblaðið - 29.12.1984, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.12.1984, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 1984 11 Loðdýrabændur bjart- sýnir eftir skinna- uppboðin í desember Skinn fyrir 15 milljónir send utan fyrir jól UNDANFARNA daga hafa farið um tíu þúsund refa- og minkaskinn á vegum Sambands íslenskra loðdýra- ræktenda til Kaupmannahafnar þar sem skinnin verða boðin upp í byrj- un febrúar. Verðmæti þessara skinna er um 15 milljónir kr. Loð- dýrabændur eru bjartsýnir á að fá gott verð fyrir skinnin vegna þess hvað salan hefur verið góð og verðið hátt á þeim uppboðum sem haldin hafa verið í desember. Nýlega var stærsta loðskinna- uppboð desembermánaðar haldið í Helsingfors. Að sögn Jóns Ragn- ars Björnssonar, framkvæmda- stjóra SÍL, hækkuðu blárefaskinn- in um 2% frá fyrra desember- uppboðinu i Helsingi ef borin eru saman skinn af sömu gæðum. Boð- in voru upp eitthvað á þriðja hundrað þúsund blárefaskinn og seldust 98% þeirra fyrir 2.060 kr. íslenskar að meðaltali. Skugga- skinnin seldust fyrir 2.438 kr. að meðaltali sem er um 8% hækkun frá fyrra uppboðinu miðað við sömu gæði. Seldust öll skugga- skinnin og var söluhlutfallið á þessu uppboði almennt mjög gott að sögn Jóns Ragnars. Það góða verð sem fékkst fyrir minkaskinn á nýlegu uppboði i Kaupmanna- höfn hélst í Helsingi ef borin eru saman skinn af sömu gæðum. Silf- urbláskinn seldust fyrir 3.975 krónur að meðaltali. Jón Ragnar sagði að markaður- inn stæði vel eftir desemberupp- boðin. Allt annað væri við þetta að eiga nú en í desember í fyrra þeg- ar verð féll, því verðið frá því í vor, þegar það var sem hæst, hefði haldið sér. Sagði hann að menn væru almennt bjartsýnir á góða sölu á uppboðunum í Kaupmanna- höfn þegar islensku skinnin yrðu boðin upp. Morgunblaðið/Bj arn i Nýr stórmarkaður í Garðabæ NÝR stórmarkaður hefur verið opnaður í Garðabæ og ber hann heitið Garðakaup. Eigendur eru Torfi Torfason og Ólafur Torfa- son. Gólfflötur verslunarinnar er 1320 fermetrar, auk 5—600 fermetra vörugeymslu i kjallara. Þá eru í framtíðinni fyrirhugað- ar sérverslanir á svölum á 900 fermetra gólffleti. Garðakaup er verslun með alla almenna mat- vöru og þar er opið virka daga frá kl. 9—19, nema laugardaga frá kl. 9—16 og lokað á sunnu- dögum. Myndin er frá hófi sem haldið var á Þorlkasmessu í tilefni af opnun fyrsta stórmarkaðarins í Garðabæ. Jón Gauti Jónsson, bæjarstjóri í Garðabæ fremst á myndinni. Þannig lítur hráefnið út þegar búió er að slíta halann af. Morgunbladid/Arnór. Humarsúpa framleidd úr klóm og haus skreytt með tveimur klóm sem innihalda mikil bragðgæði. Gleðilegt nýtt ár! Þökkum fyrir viðskiptin á liðnum árum. Við reikn- um með að fasteignaviðskiptin verði fjörug fljót- lega upp úr áramótunum og bendum ykkur því á að láta okkur skoða og verðmeta sem fyrst, jafn- vel í dag eða á Eignaþjónustan morgun, þannig að þið séuð tilbúin í slaginn þegar að fjörið byrjar. Erum með margar góðar r,CTC^,„ __________ eignir í ákveðinni FASTEIGNA- OG SKIPASALA .?, ~ ., , . HVERFISGÖTU 98 SOlu. Opið I dag Og (horni Barónstígs). á morgun frá kl. Sími 26650, 27380 1—3. Framleiðsla að hefjast á humarsúpu í Sandgerði: SIMAR 21150-21370 S0LUSTJ LARUS Þ VALDIMARS LOGM JOH Þ0RÐARS0N HDL Framleidd úr hausum og klóm sem hingað til hafa ekki veriö nýttar Garði, 26. deaember. Á NÆSTUNNI mun .'yrirtækið Ara- son og Co. hf. í Sandgerði hefja framleiðslu á humarsúpu sem fram- leidd er úr humarhausum og klóm humarsins, en til þessa hefir aðeins verið hirtur hali humarsins, en hann er aðeins Vi af vigt humars. Að sögn Jóhannesar Arasonar, eins af eigendum Arasonar og Co., hafa tvö fyrirtæki staðið að þess- ari tilraun. Hraðfrystihús Bald- vins Njálssonar í Garði hefir séó um hráefnisöflun og frystingu hráefnisins. Þá hefir og þurft að semja við sjómenn um að halda þessum hluta humarsins til haga, en honum er oftast hent. Ýmsar leiðir hafa verið skoðað- ar í sambandi við sölu afurðanna. T.d. voru send sýnishorn til Bandaríkjanna í sumar af frystum humarklóm og er hugsanlegt að eitthvað megi selja af þeim, en verði verður þó að stilla mjög í hóf. Þá hefir verið athugað að selja kraft sem kemur af að sjóða hausana og klærnar, en útlit er fyrir að langbesta útkoman verði í sölu humarsúpu tilbúinni á borð neytandans en þá er súpan sett í dósir og hafðar tvær klær með til skrauts og neyzlu. Helztu viðskiptalönd nú í fyrstu tilraun eru Holland, Belgía, Þýzkaland og Frakkland, en til allra þessara landa hafa verið sendar prufur sem hafa fengið mjög jákvæðar undirtektir, eink- um í Frakklandi. Að sögn Jóhannesar Arasonar er ársveiði á humri hérlendis 1600—2000 tonn, þannig að hugs- anlega er hér um að ræða 3—4000 tonn af hráefni sem hent er í sjó- inn. Þá gat Jóhannes þess að haft væri eftir fiskifræðingum að með því að henda klóm og haus í tog- slóð eins og nú er gert, rýrni vaxt- arskilyrði óveidds humars þar sem rotnun úrgangsins taki til sín súr- efni sem ella nýttist óveiddum humri. Félags- og fræðslustarf SRFÍ FÉLAGS- og fræðslustarf Sálar- rannsóknafélags íslands á nýju ári hefst 3. janúar með erindi sem Loft- ur Reimar Gissurarson flytur um til- raunafélagið og Indriða miðil. Um þessar mundir eru 80 ár liðin frá stofnun Tilraunafélagsins, sem var undanfari Sálarrannsóknafélags ís- lands. Verkefni Tilraunafélagsins voru rannsóknir og tilraunir með sál- ræn fyrirbæri og þá sérstaklega þau fyrirbæri sem gerðust hjá Indriða Indriðasyni miðli. Loftur Reimar Gissurarson lauk nýlega BA-prófi í sálfræði frá Háskóla íslands og lokaritgerð hans fjall- aði einmitt um rannsóknir Til- raunafélagsins á miðilsfyrirbær- um hjá Indriða miðli, sem voru hin mögnuðustu og vöktu á sínum tíma mikla umræðu og deilur. Fundurinn verður fimmtudag, 3. janúar, kl. 20.30 á Hótel Hofi. Aðr- ir fræðslufundir félagsins verða fyrsta fimmtudag hvers mánaðar á sama stað og tíma, en efni þeirra verður auglýst síðar. Félagið mun einnig fá til starfa einstaklinga sem búa yfir dulrænum hæfileik- um í ríkara mæli en almennt ger- ist og verða fundir þeirra auglýst- ir síðar. Skrifstofa Sálarrann- sóknafélagsins er opin mánudaga til föstudaga kl. 13—17 og þar eru gefnar nánari upplýsingar um starfsemi félagsins. (Fréiutilk. frá Sálarraniuókntfél. fnlnnds.) Til sýnis og sölu auk annarra eigna: 2ja herb. íbúöir viö: Austurbrún: 4. hæö um 56 fm, lyftuhús, ágæt sameign, mikið útsýni. Vesturberg: 5. hæö um 60 fm, lýtuhús, mjög góð, mikiö útsýni. Efstasund: 2. hæö um 55 fm, mjög góö, endurbætt, nýtt gler, skuldlaus. Lokastig: rishæð um 58 fm, sérhitaveita, ágæt sameign, samþykkt, útsýni. 3ja herb. íbúöir viö: Geitland: 1. hæö um 95 fm, stór og góö, sórhiti, sólsvalir. Kjarrhólma: 4. hæö um 80 fm, sérþvottahús, sólsvalir, útsýni. Hringbraut: 3. hæö um 80 fm í enda, vel með farin, risherb. fylgir. Hverfisgötu: 2. hæö 60 fm, steinhús, sérhiti, sérinngangur, ódýr. 4ra herb. íbúöir viö: Krummahóla: 2. hæö um 100 fm, lyftuhús, góö sameign, góöur bilskúr. Engihjalla: 6. hæö, lyftuhús, tvennar svalir, góö sameign. útsýni. Barónsstíg: tvær góöar 4ra herb. hasöir í sama húsi, sérhiti. Einbýlishús Nýleg og góð einbýlishús viö Garðaflöt í Garöabæ, Vorsabæ i Árbæj- arhverfi, Reykjaveg i Mosfellssveit. Kynniö ykkur teikningar á skrifstofunni. Raöhús Nýleg og góö raöhús m.a. viö Hlíðarbyggð í Garöabæ, Hjallaveg i Kleppsholti, Hryggjarsel i Seljahverfi, Unufell og Torfufell i Fellahverfi, Bakkasel í Seljahverfi. Kynnið ykkur teikningar á skrifstofunni. Margskonar eignaskipti möguleg. Fjöidi fjársterkra kaupenda Höfum á skrá fjölda fjársterkra kaupenda. Sórstaklega óskast 2ja og 3ja herb. íbúðir miösvæðis i borginni. Ennfremur góöar góöar sérhæöir i borginni. i mörgum tilfellum óvenju miklar útborganir fyrir rétta eign. Opið i dag laugardag frá kl. 1 til kl. 5 síödegis ALMENNA HSTEIGNASALAN LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 Arnór.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.