Morgunblaðið - 29.12.1984, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 29.12.1984, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 1984 Kiel er í efsta sæti TÍUNDA umferöin í vestur-þýska handboltanum var leikin vikuna fyrir jólin, á miövikudag og laug- ardag. Þau óvæntu úrslit uröu aö Essen-liöiö sem flestir spá Þýskalandsmeistaratitli í ár tap- aöi á heimavelli sínum gegn Hofweier, 20—21. Þetta er fyrsti tapleikur Essen á heimavelli sín- um síöan Alfreö Gíslason hóf aö leika meö liöinu fyrir tveimur árum. Þá tapaði Grosswaldstad á sín- um heimavelli gegn Dankersein, 17—19, en Grosswaldstad tapaöi í vikunni þar á undan gegn Kiel eins og Mbl. hefur skýrt frá. Þetta varö til þess aö lið Kiel sem vann Massenheim á útivelli í æsispennandi leik, 18—17, er nú á toppi 1. deildar meö 14 stig eftir 10 leiki, en í ööru sæti er lið Essen og Gummersbach með 13 stig og skammt á eftir Grosswaldstad og Dússeldorf meö 12 stig. Mikil spenna í deildinni þegar 16 um- feröir eru eftir. Kiel á næst heimaieik gegn Huttenberg 12. janúar en þá verö- ur næsta umferð leikinn. Þaö kem- ur flestum mjög á óvart aö liö Kiel skuli vera i efsta sæti þar sem liö- inu var ekki spáö einu af fimm efstu sætunum í deildinni áöur en keppnistímabiliö hófst. Aftur á móti spáöu 13 af 14 þjálfurum deildarinnar Essen sigri í deildinni í ár. í janúar hafa forráöamenn Kiel óskaö eftir viöræðum viö Jóhann Inga Gunnarsson þjálfara Kiel þar sem samningur hans rennur út í júnílok í sumar. Jóhann hefur veriö í þrjú ár hjá félaginu og hlýtur nú aö hafa sterka samningsaöstööu þar sem liö hans stendur sig svo vel. Landsliðið sigraði LANDSLIÐIÐ í körfuknattleik vann í gærkvöldi pressuliöió með 97 stigum gegn 79. Leikur lióanna var frekar rólegur en góóir sam- leíkskaflar sáust þó hjá báóum liðum. Landsliöið var betri aóilinn í leiknum og var sigur þeirra verðskuldaður. í hálfleik var staó- an 44—38 fyrir landsliðið sem leiddi ailan fyrri hálfleikinn með þremur til sjö stigum. Pétur Guömundsson sem var langbesti maöur pressuliösins minnkaöi muninn í byrjun siöari hálfleiksins niöur í fjögur stig og varö þaö minnsti munurinn á liöun- um i síðari hálfleik. Landsliöiö tók þá vel viö sér og jók muninn og mest munaöi á liöunum 20 stigum, 89—69, þegar fjórar mínútur voru til leiksloka. Bestu menn landsliös- ins voru Valur Ingimundarson, skoraöi 33 stig, Webster, skoraöi Körtuknattlelkur m -........ Framkvæmdar- stjóri Coventry rekinn í gær Framkvæmdastjóra Coventry, Bobby Gould, var sagt upp störf- um hjá félaginu í gærdag. Gengi Coventry hefur ekki veriö sem best að undanförnu og því ákvað stjórn félagsins að láta fram- kvæmdastjórann taka pokann sinn og fara. Vakti brottrekstur hans athygli í Englandi í gær. 16 stig og var sterkur i vörninni. Þá var Torfi Magnússon góöur, skor- aöi 12 stig. Pálmar var góöur í síö- ari hálfleik, skoraöi þá 8 stig, en ekkert í fyrri hálfleik. Pétur var bestur í pressunni, skoraöi 30 stig, tók líka mikiö af fráköstum. Páll Kolbeinsson skoraöi 12 stig og Björn Steffensen 10 stig. ÓT/ÞR. -Uf M • Gunnar Einarsson er nú markahæsti leíkmaðurinn í 1. deildinni í Noregi, hefur skoraö 95 mörk í 14 leikjum og ekkert þeirra úr vítaköstum. Gunnar leikur nú betur en nokkru sinni fyrr. 5 ára afmælishóf Hildibranda í Eyjum HINIR góökunnu Hildibrandar úr Vestmannaeyjum, sem m.a. kepptu í 4. deild íslandsmótsins í knattspyrnu sl. sumar við magn- aðan oröstír, munu halda upp á 5 ára afmæli fyrirtækisíns nk. laug- ardagskvöld, 29. desember, í Samkomuhúsi Vestmannaeyja. Verður þar fjölbreytt dagskrá og frumleg aö hætti Hildibranda og er öllum boöiö, jafnt Eyjaskeggjum | sem fastlendingum. Hildibrandar hafa boöiö kraftajötninum Jóni Páli til leiks til hvaöa aflrauna sem hann óskar gegn formanni Hildi- branda. Þá munu Scheving’ Broth- ers snúa aftur á sviö eftir langan tíma í leynum, knattspyrnukóngur Hildibranda veröur valinn og sett veröur heimsmet i Samkomuhús- inu meö óvæntri framgöngu, svo nokkuö sé nefnt. pplHVER VERDUR ÍÞRÓTTÁMADÚR ARSINS «84? jyajSamtók >[>róttafrétlamarma útnefna hann 4. januar 1985 Morgunblaðiö/Júlíus. • Hinn glæsilegi verölaunagripur sem fylgir útnefningunni íþróttamaður ársins er nú sýndur opinber- lega í fyrsta sinn í Miklagarði. Hver hreppir hann fyrir árió 1984 — sem var óvenjugróskumikiö íþróttaár? íþróttamaður ársins 1984: Hver verður útnefndur? HINN 4. janúar munu íþrótta- fréttamenn útnefna íþrótta- mann ársins 1984, en samtök íþróttafréttamanna hafa staðið að kjörinu allt frá árinu 1958. Hinn glæsilegi verðlaunagripur sem fylgir titlinum verður núna afhentur í 29. skipti. Alls hafa 29 íþróttamenn og konur hlotið tit- ilinn. Samtök íþróttafréttamanna sýna nú hinn glæsilega verö- launagrip opinberlega í fyrsta sinn. Gripurinn er sýndur í Mikla- garöi og efnt er til getrauna- keppni í sambandi viö kjöriö í fyrsta skipti. Spurningin er Hver veröur valinn íþróttamaöur árs- ins 1984? Dregiö veröur síöan úr réttum lausnum. i fyrstu verölaun veröa veitt Dynastar-svigskíöa- skór frá Miklagaröi og i önnur verðlaun íþróttafatnaöur frá Henson. Áriö sem er aö líöa var óvenju- gróskumikiö íþróttaár. Mörg góö afrek voru unnin. Sem dæmi má nefna aö Einar Vilhjálmsson náöi fimmta besta árangri í heiminum í spjótkasti. Oddur Sigurðsson setti glæsilegt Noröurlandamet í 400 m hlaupi. Asgeir Sigurvins- son var útnefndur 13. besti knattspyrnumaður heimsins af hinu útbreidda knattspyrnutíma- riti „World Soccer". Þá vann Bjarni Friðriksson til bronsverð- launa í júdó á Ólympíuleikunum í Los Angeles. Landsliö íslands i handknattleik stóö sig vel á ár- inu, svo og landsliö okkar í knattspyrnu. Framfarir hjá bad- mintonfólki, sundfólki og fleira iþróttafólki voru meiri en nokkru sinni fyrr. Þaö er því úr vöndu aö ráöa þegar valinn er besti íþróttamaöur eöa -kona fyrir áriö 1984. En það skýrist 4. janúar hver titilinn hefur hlotiö. Fredensborg/ Ski Bikarmeistari Gunnar Einarsson maður leiksins NORSKA liöið Fredensborg/ Ski sem Gunnar Einarsson fyrrum þjálfari og leikmaöur Stjörnunnar í Garðabæ leikur með varð bik- armeistari í Noregi í fyrrakvöld. Liðið vann mótherja sína, Skien, með einu marki, 20:19, í hörku- leik. Þaö var Gunnar Einarsson sem skoraöi sigurmark leiksins þegar aöeins sjö sekúndur voru til leiksloka. Gunnar fókk mjög lofsamlega dóma fyrir leik sinn og var hann maöur leiksins. Gunnar hefur leikið mjög vel í 1. deildinni í Noregi í vetur og er nú markahæsti leikmaður deildar- innar með 95 mörk skoruð í 14 leikjum, eða 6,7 mörk að meðaltali í leik. í síðustu leikjum í deildar- keppninni hefur Gunnar náð að skora 10 mörk. „Ég hef sennilega aldrei leikið betur en núna og hef ákaflega gaman af því að spila," sagði Gunnar er blm. Mbl. ræddi við hann. „Úrslitaleikurinn í bikarkeppn- inni var afar harður og spennandi og mikil stemmning var á leikn- um. Rúmlega 4.000 áhorfendur voru í íþróttahöllinni sem var full- setin. Ég skoraði fyrstu þrjú mörk leiksins en var síðan tekin úr um- ferð allan leikinn. Alveg undir lok- in fékk ég boltann, eygði tækifæri, skaut og skoraði sem betur fer og tryggði sigurinn. Hann var sætur fyrir okkur,“ sagði Gunnar. Gunnar hefur verið á miklum þeytingi að undanförnu milli ís- lands og Noregs, en hann stundar nám við norska íþróttaháskólann. Gunnar fór gagngert út milli jóla og nýárs til að taka þátt í leiknum en hann var kominn heim í iólafrí. Þá hafði Gunnar komið til Islands fyrr í desember til að vera við út- för föður síns.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.