Morgunblaðið - 29.12.1984, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.12.1984, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 1984 Odd Didriksen: Minnisvert ár í sögu Norðmanna og íslendinga um að hún hafi komist í 90 pró- sent. Enginn vafi var um það að kjós- endur höfðu lýst fullu trausti til Johans Sverdrup og stefnu hans. í Stórþinginu varð staða hans samt enn traustari en atkvæðatölur kjósenda sögðu til um — vegna kosningafyrirkomulagsins: stjórn- arandstaðan hlaut 83 þingmenn, en stjórnarsinnar hlutu aðeins 31 þingmann þrátt fyrir u.þ.b. 40 pró- sent atkvæða í kosningunum. Og í Stórþinginu var mönnum nú greinilega skipt í tvo flokka — hægri og vinstri. Miðflokksmenn, sem hingað til höfðu reynt að brúa bilið milli andstæðu fylkinganna, voru nánast úr sögunni. Skipulegt flokksstarf var að vísu enn ekki um að ræða, en það var á næstu grösum. Úti með þjóð- inni höfðu myndast vinstri- og hægrifélög með ýmiskonar heiti sem beittu sér í kosningunum, og smám saman hvarf sú andstyggð sem menn höfðu lengi haft á myndun stjórnmálaflokka. Því hafði jafnan verið haldið fram að fulltrúar þjóðarinnar á þingi ættu að vera óháðir þrýstingi kjósenda og flokksböndum; þeir ættu aðeins að taka mið af heill þjóðarinnar allrar og taka afstöðu samkvæmt eigin sannfæringu og samvisku. Þessi skoðun kom sérstaklega fram í málflutningi embætt- ismanna. Það voru því stjórnar- andstæðingar sem riðu á vaðið og stofnuðu fyrst þingflokk í janúar 1883 og ári síðar — 28. janúar 1884 — Vinstri (Venstre) sem lands- samtök, með þátttöku 75 fulltrúa félaga i sveitum landsins og 34 fulltrúa frá félögum í bæjum. Flokksmyndunin var árangur langrar baráttu gegn embætt- ismannavaldinu og náði til margra ólíkra þjóðfélagshópa, sem annars hefðu varla bundist samtökum: smá- og stórbænda, róttækra menntamanna, óánægð- ra iðnaðar- og verkamanna og manna úr þeirri millistétt sem var óðum að myndast í bæjum, heit- trúarmanna á Suður- og Vestur- landinu annars vegar og hins veg- ar frjálslyndra trúmanna í anda Grundtvigs og jafnvel trúleys- ingja. Reynslan varð, eins og bú- ast mætti við, að þetta bandalag ólíkra afla var ekki til frambúðar þegar baráttunni gegn konungs- og embættismannaveldinu var lokið. Vinstrihreyfingin náði reyndar einnig til hernaðarlegra samtaka. Skotfélög voru mynduð sem íþróttafélög, en voru í raun vinstriher sjálfboðaliða tilbúinn til vopnaðra átaka ef hægriöflin skyldu grípa til örþrifaráða. 1883 voru u.þ.b. 300 slík félög með um 9000 félagsmönnum, og þeim fór fjölgandi. í ríkisréttinum fór eins og búast mátti við: Fulltrúar Lagþingsins höfðu sitt fram gegn hæstarétt- ardómurunum í krafti meirihluta síns; þeir síðastnefndu studdu yf- irleitt sjónarmið stjórnarsinna. Allir ráðherrar voru dæmdir frá embættum, nema þrír sem voru aðeins sektaðir, ríkisstjórnin og konungurinn — Oscar II — hurfu frá hugmyndum um að virða ekki dóminn, og ráðherrunum var veitt lausn frá embættum sínum. Að vísu var enn reynt að varðveita rétt konungs til að velja sér ráð- herra að eigin vild: Eir.n þeirra ráðherra sem höfðu ekki verið dæmdir frá embættum, Christian Homann Schweigaard, var látinn mynda nýtt ráðuneyti, en sú stjórn gafst upp eftir fáeinar vik- ur. Eftir nokkurt þóf varð Oscar II að bíta í það súra epli að biðja Johan Sverdrup að mynda stjórn. 26. júní var Vinstri-stjórnin skip- uð, og 2. júlí 1884 tóku ráðherrarn- ir í fyrsta skipti sæti í stórþings- salnum. Með því var brautin til þingræðis í Noregi rudd, þó að reynslan yrði sú að enn átti fast- mótað þingræðisstjórnarfar þó nokkuð í land, en það er önnur saga sem verður ekki rakin hér. Eftir að ríkisstjórnin hafði fellt sinn dóm og Johan Sverdrup myndað meirihlutastjórn, sáu hin- ir gömlu stjórnarsinnar sér ekki annað fært en að fylgja fordæmi andstæðinga sinna og sameina þau 174 hægrifélög sem þá voru til í landinu. Þau höfðu reyndar þeg- ar í október 1883 stofnað svonefnda „Miðstjórn" í höfuð- staðnum. Hún hafði svo frum- kvæðið að flokksmyndun sem átti sér stað 25. júlí 1884, og varð heiti flokksins stuttu síðar Hægri (Höire). Árið 1884 virtist því þingræði eftir enskri fyrirmynd komið á í Noregi: Tveir stórir stjórnmála- flokkar — Vinstri og Hægri — myndu framvegis keppast um fylgi kjósenda og skiptast á um að fara með framkvæmdavaldið. Sig- ur þingræðisins var öruggur í aug- um samtíðarmanna. Ahrif á íslandi Þannig voru atburðirnir einnig túlkaðir hér á landi og urðu til þess að örva menn til dáða í stjórnarskrárbaráttunni. Barátt- an fyrir endurskoðun stjórnar- skrárinnar frá 1874 var í raun og veru ekki hafin fyrr eit á árinu 1884. Að vísu hafði Benedikt Sveinsson vakið máls á stjórn- arskrárendurskoðun á Alþingi 1881 og 1883, en tillögur hans fengu lítinn hljómgrunn, enda hafði þá enginn áróður verið rek- inn fyrir stjórnarskrárbreyting- um. En einmitt árið 1884 varð þar breyting á, og krafan um þingræði varð nú í fyrsta sinn eitt aðalinn- takið í umræðunum um íslensku stjórnarskrána. Það var Jón Ólafsson, ritstjóri Þjóðólfs, sem reið á vaðið. í grein í blaði sínu 19. janúar 1884 undir fyrirsögninni „Hvað er þá að?“ staðhæfði hann að viðunandi stjórnarhættir fengjust ekki á Is- landi fyrr en „þingræðisreglan (parlamentarismus)" næði viður- kenningu hér. Og hann svaraði spurningunni í fyrirsögninni þannig: „Þær stóni hugsjónir vant- ar!“ Það vantaði „fasta flokka- skipun" og stefnuskrá. Greininni lauk hann með sterkri hvatningu um að gera einmitt þingræðiskröf- una að þessari stefnuskrá. Og ákall Jóns Ólafssonar fann hljómgrunn. í Fjallkonunni, sem hóf göngu sína um þessar mundir undir ritstjórn Valdimars Ás- mundssonar, var 30. júlí skýrt frá fyrirhugaðri stofnun stjórnmála- flokks með þessum orðum: Þar sem bræður vorir í Noregi hafa nú unnið til fulls sigurs á mótstöðumönnum sjálfsstjórnar þar í landi og frændur vorir í Danmörku eiga aðeins fáa fjendur óunna, þá ætlum vér, sem eigum enn lengra í land til fullsælu frjálsrar stjórnar, að sameina krafta vora og stofna pólitískt fé- lag um allt land, „þjóðfrelsisfé- lag“, til þess að fylgja fram þjóð- réttindum vorum af fremsta megni, reyna að fá umbætur á stjórnarskránni, neitunarvaldi konungs, ráðgjafastjórninni, skrifsnapastjórninni innan lands, einvaldsdómaskipuninni, kirkju- stjórninni o.s.frv. 2. ágúst var haldin hátíð í Reykjavík í tilefni tíu ára afmælis stjórnarskrárinnar. Á fundinum, þar sem mættu um 40 manns, var ákveðið að stofna stjórnmáiafélag, „Ið íslenzka þjóðfrelsisfélag". Jón Ólafsson vék þar í ræðu nánar að kröfum sínum um endurskoðun stjórnarskrárinnar, sem verða ekki raktar nánar hér. En hann gat þess að baráttan fyrir þing- ræði væri nú til lykta leidd í Nor- egi og aðeins „stutt tíðar spurn- ing“ hvenær hún lyktaði á svipað- an hátt í Danmörku, spádómur sem reyndist ekki réttur, þó hann ætti þá rétt á sér. Hann hélt áfram: „Þeir viðburðir, sem orðið hafa í Noregi, hafa vakið athygli allrar Norðurálfunnar, og þá er eðlilegt að við, sem erum nákomin niðjaþjóð Norðmanna, tökum innilegan þátt í þessu og lítum til þeirra sem fyrirmyndar." Þjóðfrelsisfélagið var stofnað í Reykjavík 12. október, og formað- ur þess varð Jón Ólafsson. Úr starfsemi félagsins varð hins veg- ar lítið sem ekkert; það virðist vart hafa lifað af skírnarathöfn- ina. En norður í Þingeyjarsýslu voru í lok ársins stofnuð önnur stjórnmálasamtök, „Þjóðlið Is- lendinga", með álíka stefnuskrá. Það félag varð talsvert langlífara og beitti sér m.a., eins og alkunn- ugt er, fyrir Þingvallafundinum 1885, sem með góðum árangri hvatti Alþingi til dáða í stjórn- arskrármálinu, en það varð upp úr þessu mál málanna í íslensku stjórnmálalífi. Á því leikur enginn vafi að at- burðirnir í Noregi 1884 urðu ís- lendingum mikil hvatning í stjórnarskrárbaráttu þeirra. Þeir hafa eflaust valdið því að krafan um þingræði var einmitt um þetta leyti borin fram' hér á landi. Jón Ólafsson taldi myndun Vinstri- stjórnarinnar undir forystu Jo- hans Sverdrup svo mikilvæga að hann gaf út aukablað af Þjóðólfi kl. 3 síðdegis þann 16. júlí til þess að flytja nýkomna frétt um hana — liklega fyrsta aukablað hér á landi. Á tíu ára afmælishátíð stjórnarskrárinnar 2. ágúst 1884 drukku menn skál Johans Sverd- rup og Björnstjerne Björrnson, flokksfélaga hans, og samþykktu jafnvel að senda þeim heillaóskir. HeimiMir: llalvdan Koht: Johan Sverdnip I—III, (>sló 1918—25. Jens Arup Seip: Kt regime foran undergangen, Oslo 1945, Jens Arup Seip: Fra embedsmannsHtat til ett- partlstat og andre essays, Oslo 1963. Alf Kaartved: Kampen mot parlamentarume, Oslo 1956. Ilans Try: To kulturer en stat, Norges hÍHtorie, bind II. Oslo 1979. Odd Didriksen: Krafan um þingræði í stjórn- arskrárbaráttu íslendinga, Saga 1961. Odd Didriksen er norskur ad uppruna og kennir safnfrædi vid Mvnntaskólann vid Hamrahlíd. Hann var ádur norskur lektor viö Háskóla íslands. Booker-verðlaunin: Send í útlegð til að hugsa málin Brctar veðja um flesta hluti, kapphlaup, kosningar og á síðustu árum um sigurvegara Booker McConnell bókmenntaverðlaun anna. Aðstandendum verðlaun- anna tekst að vekja áhuga fólks með því að birta opinberlega lista yfir nöfn og höfunda sex nýrra skáldsagna sem dómarar úthlutun- arnefndar velja úr. Gagnrýnendur og venjulegir bókaormar leggjast í lestur þessara bóka, á bókarkápu er státað af að bókin sé á „stutta listanum" og sá heiður er yfirleitt nefndur í æviágripi höfunda upp frá því. Umræður hefjast um val bókanna á listanum, ýmissa bóka er saknað, öðrum þykir ofaukið. Veðmál eru bókuð og niðurstöðu dómnefndar er beðið með óþreyju. Booker-verðlaunin fyrir bestu skáldsöguna 1984 voru afhent í I^ondon 18. október sl. Þau komu nokkuð á óvart. J.G. Ballard hafði þótt líklegastur til að vinna verðlaunin, sem eru 15.000 pund, fyrir Kmpire of the Sun, en fékk þau ekki. Sagan gerist í Shanghai á stríðsárunum og seg- ir frá litlum dreng sem þroskast hratt innan um ógn og dauða. Bókin hefur hlotið mikið lof og er sögð vera byggð á reynslu Ballards sjálfs í japönskum fangabúðum í seinni heimsstyrj- öldinni. Aðrar bækur á stutta listanum voru: According to Mark eftir Penelope Lively, In Custody eftir Anita Desai, Hotel du Lac eftir Anita Brookner, Flaubert’s Parrot eftir Julian Barnes og Small World eftir David Lodge. Og sigurvegarinn var ... Hotel du Lac eftir Anita Brookner. Brookner er kona á fimmtugs- aldri, býr ein í litlu húsi í Lond- on og hefur áður skrifað þrjár skáldsögur: A Start in Life, Pro- vidence og Look at Me. Hún er listfræðingur að mennt og þykir sem slík vera á heimsmæli- kvarða. Hún er sérfræðingur í 18. og 19. aldar málverkum og hefur skrifað listabækurnar Watteau, The Genius of the Fut- ure, Greuze og Jacques-Louis I)av- id. Árið 1968 var hún svokallaður Slade Professor í Cambridge og var fyrsta konan til að njóta þeirrar virðingar. Söguhetjan í Hotel du Lac minnir að mörgu leyti á Brookn- Anita Brookner er sjálfa. Edith Hope skrifar ást- arsögur undir dulnefni, er einkar hæglát en leynir á sér, býr ein og er komin í útlegð til Sviss. Hún misbauð vinkonu sinni og fleir- um með „slæmri framkomu" og á nú að ná sér á yfirmáta rólegu hóteli við Genfarvatnið. Hope er langt niðri en vonast til að nota tímann og ljúka við nýjustu bók- ina sína. Lýsingin á svissneska um- hverfinu er í stuttu máli: frábær. Útsýninu, veðrinu, hljóðunum, háttalagi fólksins, öllu er þessu lýst á mjög næman, fágaðan hátt, sem er sannleikanum sam- kvæmur. Bókin er skrifuð í mjög læsilegum og yfirveguðum stíl sem á vel við umhverfið. Undir niðri býr spenna og nokkrir góð- ir og forvitnilegir karakterar koma við sögu. Helsti annatími hótelsins er liðinn. Eftir sitja tvær breskar mæðgur. Iris Pusey er farin að fullorðnast en heldur sér meira til en nokkru sinni fyrr og fær alla þá athygli sem móður gæti dreymt um frá roskinni, patt- aralegri dóttur sinni, Jennifer. Þær kaupa dýrt, tala um sjálfa sig, Iris lætur ljós sitt skína en Jennifer fer sér öllu hægar. Heyrnarlaus ekkja er einnig stödd á hótelinu og ung bresk kona sem er óhamingjusöm og fyrirlítur mæðgurnar þótt hún eigi margt sameiginlegt með þeim. Hugarangur Hopes og þessar kvensur koma í veg fyrir að hún vinni mikið að skáldsögunni. Svo bætist ríkur Breti í hópinn, Mr. Neville, og hann leynir ekki áhuga sínum á rithöfundinum. Hope hafði alltaf von um annað og betra, en það var kannski til einskis? Lesandi bókarinnar fær ekki svar við því en hann fær mjög svo góða skemmtun af lestrinum. Hotel du Lac er gefið út af Jon- athan Cape-bókaforlaginu í London. Bókin er 184 síður. ab Afmælis- dagatal Útsýnar FERÐASKRIFSTOFAN Útsýn heldur upp á 30 ára afmæli sitt á næsta ári og hefur í tilefni af því gefið út veglegt, litprentað ferða- dagatal fyrir árið 1985. Dagatal- inu verður dreift ókeypis, segir í frétt frá Útsýn. 85 H&’Hs ÚTSÝN Cterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamióill!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.