Morgunblaðið - 29.12.1984, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.12.1984, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 1984 23 Johann Sebastian Bach Georg Priedrich Hándel Domenico Scarlatti Evrópskt tónlistarár 1985 f tilefni 300 ára afmælis Bachs, Hándels og Scarlattis London, 27. desember. AP. ÞRJÚHUNDRUÐ ára afmæli þriggja tónskálda er tilefni „Evr- ópska tónlistarársins 1985“ sem talað hefur verið um að verða muni mesti tónlistarviðburður sögunnar. Hefst það með tónleik- um í Vínarborg hinn 1. janúar nk. Tuttugu og fjögur lönd, frá Is- landi til Möltu, ætla að nota tækifærið og efna til tónlistar- hátíðar í tilefni 300 ára afmælis Georgs Friederichs Hándel, Jo- hanns Sebastian Bach og Dom- enicos Scarlatti, sem allir eru fæddir árið 1685. Yfir 1.000 hljómleikar, ráðstefnur og önnur verkefni eru í undirbúningi. Þetta verður ekki eingöngu af háfleygara taginu, því meðal þátttakenda verða djasshljóm- sveitir og þjóðdansarar og gefin verður út myndasaga á 12 tungu- málum um sögu tónlistarinnar. Þá verður haldin ráðstefna sem fjalla á um ráð til að berjast á móti „sjóræningjahljóðritunum" á hljómplötum og kassettum. „Mér virðist sem árið 1985 ætli að verða merkilegt ár í sögu tónlistarinnar," sagði hertoginn af Kent, þegar hann greindi frá framlagi Bretlands fyrr i þess- um mánuði. „Ég veit ekki til að nein slík hátíð hafi verið haldin fyrr og mesta vandamálið nú er að verða við óskum allra þeirra sem koma vilja fram,“ sagði Thomas Alex- anderson, formaður sænsku und- irbúningsnefndarinnar, þegar hann kom til fundar við bresku nefndina í London. Meðal verkefna á tónlistarár- inu verða hljómleikar, óperur, kammertónleikar, kórtónleikar og ráðstefnur svo til hvern dag ársins. Þátttakendur í „Evrópska tónlistarárinu 1985“ verða Aust- urríki, Belgía, Bretland, Dan- mörk, Finnland, Frakkland, Grikkland, Holland, írland, ís- land, Ítalía, Júgóslavía, Kýpur, Lichtenstein, Luxemborg, Malta, Noregur, Portúgal, Spánn, Sviss, Svíþjóð, Tyrkland, Páfagarður, Vestur-Þýskaland og Júgóslavía. Arkhipov kominn heim frá Kína: Arangurinn af ferð- inni upp og ofan IVking, 28. desember. AP. ÍVAN ARKHIPOV lauk í dag níu daga heimsókn sinni til Kína. Arkhipov er forsætisráðherra Sovétríkjanna og háttsettasti ráðamaður Sovétríkjanna sem heimsækir Kína í 15 ár, enda hefur sambúð risaveldanna verið stirð um langt skeið. Á síðasta degi sínum í Peking undirritaði Arkhipov fyrir hönd Sovét- ríkjanna þrjá sáttmála um efnahags- og viðskiptasamvinnu. Ónafngreindir - háttsettir ráðamenn í Peking sögðu um heimsóknina, að ekkert hafi þokast í ágreiningsmálum þjóðanna á stjórnmálasviðinu, en á hinn bóginn hefði árangur verið góður hvað varðaði aukna samvinnu í efnhags- og viðskipta- málum. Viðræður Arkhipovs við kín- verska ráðamenn um ýmis ágrein- ingsmál stórveldanna báru lítinn árangur og voru kuldalegar. Kín- verjar gerðu Arkhipov ljóst að af- staða þeirra til þriggja meginmála hefði ekkert breyst og þeir for- dæmdu Sovétríkin fyrir hlut sinn í þeim. Hér er um að ræða mikinn liðssöfnuð Sovétmanna á landa- mærum Sovétríkjanna og Kína, stuðningur Sovétmanna við innrás Víetnama í Kambódíu og umsvif sovéska hersins í Afganistan. Á hinn bóginn var tekið eftir því að fjölmiðlar í Kína greindu ekki sér- staklega frá fimm ára hersetu Rússa í Afganistan. 27. desember voru nákvæmlega fimm ár liðin frá innrás Sovétmanna í landið og þann dag ár hvert síðan hafa dagblöð í Kína rifjað það upp með tilheyrandi stóryrðum í garð Sov- étrikjanna. Sovésku gestirnir viðruðu hugmyndir um að opna ræðis- mannsskrifstofu í Shang Hai og fleiri stórborgum í Kína, en undir- tektir voru engar af hálfu heima- manna. Stjórnmálasamband þjóð- anna er bundið við sendiráð í höf- uðborgunum. Bandaríkin hafa ræðismannsskrifstofur í þremur kínverskum borgum, auk sendi- ráðs í Peking. „Camelu til Kína Xirnmen, Kfna. 28. desember. AP. VINDLINGAFRAMLEIÐANDINN Reynolds Tobacco Co., sem framlciðir m.a. „Camel“, er að leggja í meiri háttar umsvif, fyrirtækið ætlar að sjá 250 milljónum Kínverja fyrir þörf sinni. Fyrirtækið hefur framleitt vöru sína fyrir ferðamannamiðstöðvar í Kína frá árinu 1981, en allt fram til 1949 voru Camel-vindlingar af- ar vinsælir 1 landinu. Alls eru framleiddar 1.000 tegundir af vindlingum í Kína og 250 milljónir Kínverja reykja að meðaltali 3,5 pakka á viku. Kínversk yfirvöld segjast ekki óttast hina erlendu samkeppni, innlendir framleið- endur hafi gott af samkeppninni, auk þess sem þeir muni læra ný- tískulegri vinnubrögð. Nýja fyrir- tækið mun hafa 2,5 milljarða vindlinga framleiðslugetu á ári hverju. URVALSSKÍDAKYNNING íFUNDARSAL (AUDITORIUM) HÓTELS LOFTLEIÐA í DAG KL: 15:00 - 17:00. SÉRSTÖK KYNNING Á BADGASTEIN í AUSTURRÍKI OG COURCHEVEL í FRAKKLANDI. VIDEÓ, KAFFI OG KÓK. SJÁUMST. SKtoáftiW til frönsku eða austurrísku Alpanna Efskíðafiðringurinn er farinn að kitla þig getur Úrval veitt þér tímabundna lausn, en því miður er engin von um endanlega lækningu - allra síst eftir dvöl i frönsku eða austurrísku ölpunum. COURCHEVEL Sérhannaðurskíðastaður í Frakklandi, og einn stærsti og besti skíðastaður í heimi. Courchevel er svo ásetinn að við getum ekki boðið nema tvær ferðir, 15. og 29. mars (páskaferð). En við ábyrgjumst að tvær vikur á þessum draumastað verða hápunktur skíðaiðkana ársins enda er Courchevel í 1850 m hæð. Iferð 15. mars kr. 36.100.- Verð 29. mars kr. 37.900.- Innifalið: Flug til Genfar, rútuferðir, gisting í tvíbýliá Hotel Crystal2000, íslensk fararstjórn, snjór, stórkostfegt útsýni og hálft fæði. BADGASTEIN Óskastaður skíðaunnenda á besta vetraríþróttasvæði austurrísku Alj Óþrjótandi skíðabrekkur, stórkostleg þjónusta, fjölbreytt skemmtiaðstaða og margbrotið umhverfi, sem á eftir að heilla þig upp úr skíðaskónum. Badgastein er jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna - það er bara verst að þú hefur ekki nema tvær vikur til umráða. Brottfarír: 26/1, 9/2, 23/2 og 9/3. Verð og gististaðir: Leimböck m/morgunverði frá kr. 21.360.-Gletschermíihle i m/morgunverði frá kr. 21.360.- Krone m/hálfu fæði frá kr. 23.975,- Grilner Baum m/hálfu fæði frá kr. 31.475. Wildbad m/hálfu fæði (sérpantað) frá kr. 32.190.- Innifalið: Flug, rútuferðir, gisting í tvíbýli með baði, snjór, stórbrotið umhverfi og íslensk fararstjórn. FERMSKRIFSrOFON ÚRVAL Smelltu þér í skíðaskóna og hafðu samband. Síminn er 26900.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.