Morgunblaðið - 29.12.1984, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.12.1984, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 1984 21 Nýr forsætisráðherra Möltu: Engar breytingar á ríkisstjórninni Valetta, Möltu, 28. desember. AP. HINN nýi forsætisráðherra Möltu, Carmelo Mifsud Bonnici, sem tók við af Dom Mintoff sl. laugardag, greindi frá því í dag, að hann hyggðist ekki gera neinar breytingar á ríkisstjórn landsins. Hann mun sjálfur áfram fara með embætti menntamálaráðherra, sem hann gegndi í ríkisstjórn Mintoffs. Misfud Bonnici er 51 eins árs að aldri og lögfræðingur að mennt. Hann hefur aldrei verið kjörinn á þing, en var skipaður þingmaður í fyrra þegar eitt sæti losnaði á þjóðþinginu. Hann hefur verið félagi í Verka- mannaflokknum, sem fer með stjórn Möltu, um árabil og var kosinn varaformaður flokksins árið 1980 og útnefndur arftaki Mintoffs fyrir tveimur árum. Dom Mintoff, sem er 68 ára að aldri og arkitekt að mennt, hef- ur verið formaður Verkamanna- Símamynd/AP. Móðir með barn sitt, sem hungurvofan hefur markað sér. Ástandið i Afríku er skelfilegra en orð fá lýst og ekkert nema stóraukin hjálp mun koma í veg fyrir enn meiri hörmungar. ______________ 1984 ár hörmunga og hungurs í Afríku flokksins í 35 ár. Hann varð fyrst forsætisráðherra á árun- um 1955—1958 og síðan sam- fleytt frá 1971. Hann hafði for- ystu um stofnun sjálfstæðs ríkis á Möltu árið 1974, en eyjan hafði um langt skeið lotið breskri stjórn. Hann hefur fylgt rót- tækri stjórnmálastefnu og lagt áherslu á samstarf við arabarík- in og kommúnistaríkin. í utan- ríkismálum hefur hlutleysi ver- ið yfirlýst stefna Verkamanna- flokksstjórnarinnar, en nýverið hefur samstarfið við Líbýu og Sovétríkin verið eflt. M.a. hafa verið gerðir umfangsmiklir við- skiptasamningar við Sovétmenn og þeim leyft að staðsetja skip sín í höfnum á eynni. Eitt síðasta embættisverk Mintoffs var fjögurra daga ferðalag til Moskvu fyrr í þess- um mánuði. Mintoff greindi frá afsögn sinni í þingræðu á laugardag í Misfud Bonnici, hinn nýi forsætis- ráðhcrra Möltu. fyrri viku. Sú tilkynning kom ekki á óvart, þar sem vitað hefur verið um nokkurt skeið að hann hefði í hyggju að láta af emb- ætti forsætisráðherra og flokksformanns. Mintoff mun hins vegar sitja áfram á þingi. Addin Ababa, 28. desember. AP. ÁRIÐ sem nú er að kveðja, verður skráð á spjöld sögunnar sem það versta í sögu Afríku frá því krepp- unni miklu á fjórða áratugnum lauk. Kom þetta fram í máli háttsetts embættismanna Sl>, sem sagði, að ör uppiausn efnahagslífsins í ríkjum álfunnar væri orðin að skelfingar- ástandi, sem ætti sér enga hlið- stæðu. „Afríka árið 1984 er land þurrka og framsóknar eyðimarkanna, hungurs, sjúkdóma, dauða og stórkostlegs fólksflótta frá þurrkasvæðunum," sagði Adebayo Adebeji, framkvæmdastjóri Efna- hagsmálanefndar SÞ fyrir Afríku, á bíaðamannafundi í Addis Ababa í Eþíópíu. „Jafnvel nú veit enginn hvort það versta er um garð geng- ið og ef ekki verður brugðist hart við munu hörmungarnar endur- taka sig á næsta ári og næstu ár- um og verða enn alvarlegri. Adebeji sagði, að Afríkumenn hefðu áður kynnst þurrkum og hungri en nú væri ástandið öðru- vísi og alvarlegra af ýmsum ástæðum. í fyrsta sinn næði hungrið og bjargarleysið til ríkja um alla álfuna á sama árinu, til 27 ríkja af um 50. Önnur ástæða væri, að 10 af þessum 27 þjóðum væru landluktar og matvælaflutn- ingar til þeirra yrðu því að fara um hafnir í strandríkjunum, sem væru flestar úreltar. Ástandið er nú verst í Eþíópíu en Adebeji sagði, að ef umheimur- inn kæmi ekki til hjálpar strax kynni ástandið að verða jafn slæmt á næsta ári í Chad, Mali, Niger, Máretaníu og Mósambik. Engin alþjóðastofnun eða ríkis- stjórn hefur tölur yfir það fólk sem látist hefur af völdum þurrk- anna en sums staðar hafa þeir staðið yfir í þrjú ár. Hjálparfólk í Eþíópíu telur þó, að aðeins þar í landi hafi ein milljón manna solt- ið í hel á þessu ári. Bandaríkin: Mikill hagvöxtur í nóvember Washington, 28. desember. AP. HAGTÖLUR, sem bandarísk stjórn- völd styðjast við í efnahagsspám sín- um, sýna, að hagvöxturinn jókst um 1,3% í nóvembermánuði og hefur hann þá ekki aukist meira í níu mánuði. Hagtölur atvinnulífsins benda líka til, að lokið sé fjögurra mánaða tímabili lítilfjörlegs sam- dráttar. Hagvaxtaraukningin í nóvem- ber kemur í kjölfar 0,5% sam- dráttar í október og nokkurs sam- dráttar í þrjá mánuði þar á undan, sem hafði alið á þeim ugg með mönnum, að nýtt samdráttarskeið væri framundan. Heildarþjóðar- framleiðslan jókst t.d. ekki nema um 1,6% í júlí-september en hafði aukist um 10,1% og 7,1% á fyrsta og öðrum ársfjórðungi þessa árs. Að undanförnu hefur margt bent til, að nýtt fjör væri að fær- ast í efnahagslífið. Atvinnuleysið minnkaði mikið og vörupantanir jukust meira en gerst hefur í fjög- ur ár. Slæmu tíðindin er hins veg- ar mikill viðskiptahalli í nóvem- ber, 9,9 milljarðar dollara. Rússar dæmdir fyrir spillingu Motikvu, 28. desember. AP. ÞRÍR embættismenn í Dnepropetrovsk hafa verið dæmdir í langar fangels- isvistir fyrir spillingu á háu stigi. Er gefið í skyn í sovéska verkalýðsblaðinu „Trud“ að þetta séu eftirhreytur þeirrar spillingar sem óð uppi á síðustu valdaárum Leonids Breshnev. Þetta er í þriðja skipti á síðustu 18 mánuðum sem embættismenn í þessari borg eru dæmdir fyrir spillingu, en Breshnev átti mjög marga og styrka stuðningsmenn á þessum slóðum. „Trud“ nefndi aðeins nöfn mannana, Kudel, Martichenko og Soskov og sagði þann fyrst nefnda yfirmann vörubifreiðamiðstöðvar en hinn tvo verkstjóra í bílaverk- smiðju. Sakirnar sem voru bornir á hendur þremenningunum voru mútuþægni, mútugreiðslur og til- hliðranir af ýmsu tagi. Mútuféð var margvíslegt, en ekki síst í líki bifreiða og íbúða og einnig „greið- ar“ af ýmsu tagi. Kynskiptingur ól heilbrigt barn London, 28. desember. AP. KONA, sem var strákur fyrstu fjögur ár ævinnar, ól heilbrigðan pilt á árinu, 21 ári eftir aðgerð þar sem skipt var um kyn hennar. Skýrt er frá þessu í brezka læknatimaritinu Lancet. Ó1 kon- an, sem ekki er nafngreind, barnið á sjúkrahúsi í North- ampton, og var ekki heldur greint frá því hvenær hún varð léttari. Einstaklingurinn var karlkyns fyrstu fjögur ár ævi sinnar, en þá uppgötvuðu læknar að hann hafði hlotið skaða af karlhorm- ón, methyltestosterone, sem móðurinni var gefið á með- göngutíma. Og enda þótt foreldr- arnir teldu um heilbrigðan strák að ræða reyndist hann með eðli- lega kvenlitninga, leg, eggja- stokka og eggjakerfi. En lyfja- gjöfin leiddi einnig til myndunar lítils reðurs. Aðgerð var ráðlögð þar sem reðurinn var það dvergvaxinn að ljóst þótti að pilturinn gæti ekki notið eðlilegs kynlífs sem karl- maður, en sýnt þótti að hið gagnstæða myndi verða uppi á teningnum í kvenhlutverkinu. Aðgerð var því gerð til að breyta ytri kynfærum og nafni einstakl- ingsins breytt í stúlkunafn. Stúlkan, sem nú er 26 ára, óx og dafnaði eðlilega og gekk í hjónaband 18 ára gömul. 01 hún heilbrigt sveinbarn er vó 2.535 grömm. w X *** '* CT1 8®»' <■; í5'> '.Mvv'íí:"' Skotiö á flutningaflugvél innrásarliðsins Láta mun nærri að ein milljón manna hafi látið liTið í Afganistan frá því Sovétmenn gerðu innrás þar í landi fyrir fimm árum. Leiðtogar frels- issveitanna, sem berjast gegn marxistastjórninni í Kabúl og sovézka innrásarliðinu, segjast munu halda áfram baráttu sinni fyrir frelsun landsins. Á meðfylgjandi mynd er liðsmaður í frelsissveitunum að skjóta loftvarnarflaug að sovézkri flutningaflugvél. Fylgir það fréttum að flugvélin hafí verið í það mikilli flughæð að flaugin hafí ekki náð að granda henni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.