Morgunblaðið - 29.12.1984, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 29.12.1984, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 1984 Ungfrú Alheimur og plast- skartgripir Ungfrú Alheimur var valin í London fyrir stuttu eins og greint hefur verið frá á þessari síðu. Það var Astrid Herrera Irazabal frá Venezuela sem hlaut titilinn að þessu sinni. Eins og þið sjáið á myndinni virðist hún í fullum skrúða með demanta og tilheyrandi stáss. En svoleiðis er málið víst ekki. Astrid hefur ekki mikinn áhuga á pen- ingum og munaði hverskyns. Hún vill gjarnan sýna fram á að það er hægt að vera fínn og fallegur án þess að vera milljónamæringur. Þegar þessi mynd var tekin notaði hún plastskartgripi og kjóllinn er víst gamall. Rod Stewart fastur í netinu á ný? Rod Stewart er buinrt aó vera með somu dómuna upp a arm- inn i næstum ár. er þad Ijos* myndafynrsætan Kelly Emberg sem er su heppna! Aóur var þaó sitt hvor „Ijóskan" sem hann sást i for meö. en það viróist allar likur benda til aó þessi hafi fest hann tryggilegast. Jólagledi íslendinga í New York Um miðjan desemer sl. héldu landar okkar jólagleði í bæki- stöðvum American-Scandinavi- an Foundation í New York. Margt var um manninn, bæði námsmenn og íslenskt fólk sem búsett er ytra. Að sjálfsögðu var lagið tekið og að þessu sinni undir stjórn Sigurðar Jónsson- ar og dans stiginn. Ekki vantaði jólaglöggina né íslenska hangi- kjötið og hægt var meira að segja að gæða sér á rúgbrauði og kæfu. Meðfylgjandi myndir voru teknar á staðnum. Morjfunblaðið/VE Elísabet Taylor aö gifta sig Jólum og nýári eyðir Elísa- bet Taylor með nýja unnust- anum Dennis Stein. Þau hafa aðeins þekkst í nokkrar vikur en eru orðin óaðskiljanleg. Eftir því sem blm. kemst næst, hyggj- ast þau ganga í hjónaband i marz næstkomandi og ætla að búa í New York. Sagt er að þessi maður hæfi henni vel, hann geti gefið henni það öryggi sem hún þarfnast og einnig gert hana jafn hamingjusama og Richard Burton gerði á sínum tíma! félk í fréttum HÖRÐUR SIGURJÓNSSON ítali í fyrsta sæti á alþjóða barþjónamótinu liörður Sigurjónsson. Alþjóða barþjónamótið fór fram fyrr á árinu i Ham- borg. Það voru þrir íslendingar sem lögðu leið sína til Þýska- lands í keppnina, þeir Hörður Sigurjónsson og Bjarni óskars- son barþjónar í Broadway og Garðar Sigurðsson hjá Hótel Borg. Blm. hafði samband við Hörð til að forvitnast nánar um gang mála i Hamborg og 3agði hann að í þetta skipti hefði ítalinn Rocco Di Franco orðið hlut- skarpastur og verðlaunadrykkur hans verið þurrdrykkurinn „Rheingold". í öðru sæti var Benito Gonzalez frá Ve.iezuela en hans drykkur var long- drykkurinn „Acuario". I þriðja sæti var svisslendingurinn Olando Frey með sætan drykk sem heitir „Royal Daiquiri*. Að sögn Harðar voru það 90 barþjónar sem tóku þátt í keppninni og þrjátiu mismun- andi þjóðir. Aðspurður hvernig keppnin hefði gengið fyrir sig sagði hann að uppskriftirnar að drykkjun- um væru ætíð sendar út 3 til 4 mánuðum fyrir keppnina og síð- an mættu þeir á staðinn hristu drykkina og síðan væri dæmt. Þeir félagar lentu ofarlega í keppninni, Hörður var í 11 til 12 sæti, Bjarni í 4 sæti og Garðar í 12 sæti í þeirra riðlum. Við birt- um hér ti) gamans nokkrar upp- skriftir af verðiaunadrykkjun- um. „Rheingold." Verðlaunadrykkurinn sem ítal- inn Rocco Di Franco i heiðurinn af: Vio Gin (Gordon’s), 3Ao Cointreau, 3Ao þurr Martini, lAo Campari Bitter, hrært, appelsinutrefjar. I öðru sæti var Benito Gonzalez frá Venezuela með long-drykkinn „Acuario“: % Cacique Romm, Vo Triple Se Cazanove, */6 Bols bananalíkjör, ]/6 grapealdinsafi og skvetta af Goma Sirup. Að lokum er bætt út í kirsuberj- um og appelsínutrefjum. Bjarni Ólafsson lenti í fjórða sæti í sínum riðli með drykkinn „Pink Elefant“: 1 Vi cl. Baccardi romm, 1 xk cl. Bols bananalíkjör, 1 'k cl. Ósætt ananassafi, 'k cl. Opies Creme of Coconut og skvetta af Grenadine. Hrist. Kirsuberi bætt á brún glassins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.