Morgunblaðið - 29.12.1984, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 29.12.1984, Blaðsíða 48
OPIÐ ALLA DAGA FRA KL 11 45 - 23 30 AUSTURSTRÆTI 22 INNSTRÆTI, SiMI 11633 fftttnifyUiMfe E EURDCABD TUL DAGLEGRA NOTA LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 1984 VERÐ 1 LAUSASOLU 25 KR. Illviðrið á Eyjafirði: Trillum siglt upp í fjöruna Akureyri, 28. desember 1984, frá SkapU Hallgrímssyni, blaðamanni Mor^unblaðsins. SEX TRILLUR lentu í erfiðleikum vegna veðurs á Eyjafirði í dag og var þremur þeirra siglt upp í fjöru til að komast í var. Þá fuku járnplötur af nokkrum húsum en ekki hlutust af því nein slys. Einn trillukarlanna, Ingvi Árnason, sagði í samtali við blaða- mann Mbl. í kvöld, að engin hætta hefði í raun verið á ferðum. „Eg renndi mér upp í fjöruna við Dálksstaði, nálægt Svalbarðs- eyri, og batt bátinn við stein á meðan ég hreinsaði hann, en hann var alveg fullur af sjó,“ sagði hann. Ingvi var einn á bátnum en bændur af Svalbarðseyrinni komu honum til hjálpar er hann var kominn í var. „Ég held að þeir hafi helst viljað taka bátinn upp á bakkann — en ég bað þá í guðs bænum að taka ekki of mikið í hann. Ég vildi komast heim,“ sagði Ingvi. Þegar veðrið skánaði ýttu bændurnir bátnum svo niður úr fjörunni og Ingvi sigldi af stað heimleiðis. Önnur trilla frá Akureyri með tveggja manna áhöfn, sigldi upp í fjöru við Svalbarðseyri í dag, sú þriðja komst í var þar nálægt og ein komst í fjöruna við Hjalteyri. Fimmta trillan lagðist að bryggju í Krossanesi og loks komst ein upp í fjöru á Dagverðareyri. Ekki varð trillukörlunum meint af volkinu í dag. Þakplötur fuku af nokkrum hús- um hér í bænum í dag. meðal ann- ►ars af Hótel Akureyri, sem stend- ur við Hafnarstræti, og varð að loka göngugötunni í tvær klukku- stundir af þeim sökum. Engin slys urðu á fólki né heldur urðu skemmdir á nærliggjandi húsum. Um kl. 20 í kvöld gerði skyndilega nýjan rokhvell og losnuðu þá nokkrar plötur til viðbótar af hót- elinu en það veður gekk niður eftir um hálftíma. Vatnselgur í illviðri Morgunblaðið/Júlíus. Gífurlegur vatnselgur myndaðist á götum Reykjavíkur í illviðrinu, sem gekk yfir í gær. Nánar er sagt frá óveðrinu og afleiðingum þess á bls. 2 og frétt hér á síðunni. Fjárhagsstaða Reykjavíkur: Inflúensu- faraldur yfirvofandi Inflúensufaraldur er yfirvofandi í byrjun næsta árs, en inflúensa geis- aöi í Osló um jólin og hefura inflú- ensa aö jafnaði borist hingað á skömmum tíma, jafnvel 10—20 dög- um eftir aö hennar verður vart ytra. Búið er að bólusetja fólk í áhættu- hópum, sem er einkum aldrað fólk. Lúðvík Ólafsson, settur borgar- læknir, sagði í samtali við Mbl. í gær, að allar heilsugæslustöðvar hefðu komið sér upp birgðum af bóluefni. Lúðvík sagði fólk í áhættuhóp- um hafa verið bólusett í haust gegn væntanlegri inflúensu vetr- arins ’85. Til áhættuhópa telst einkum gamalt fólk með öndunar- færasjúkdóma og í framhaldi af því, hættu á lungnabólgu af völd- um inflúensu. Aðrir eru ekki kvaddir til, en geta fengið bólu- setningu. Guðjón Magnússon, settur land- læknir, sagði að í byrjum desem- bermánaðar hefðu verið greind á elliheimili í Osló, inflúenzutilfelli, sem nú hefðu þróast upp í faraldur þar í borg. Guðjón sagði inflúenzu þessa vera af A-stofni, af tegundinni H3 N2. En hann kvað bóluefni, sem notað hefði verið hér á landi síðan í haust, eiga að duga við henni. Borgarsjóður og fyrirtæki standa betur en um árabil FJÁRHAGSSTAÐA Reykjavíkur- borgar er betri nú um þessi áramót en hún hefur verið um langt árabil. Á þetta bæði við um stöðu borg- arsjóðs og einstakra borgarfyrir- tækja. Til marks um bætta stöðu borgarsjóðs má nefna að nú í árs- lok nemur yfirdráttur hans um 20 milljónum króna í Landsbanka ís- lands en var 190 milljónir í krón- Áform um lækkun útsvars á næsta ári um síðasta árs í árslok 1983. Þá hefur borgin ekki tekið skamm- tímalán í dollurum í haust til að brúa rekstrarkostnað fram á næsta ár. Er þetta í fyrsta sinn í mörg ár sem slíkt lán er ekki tekið. Davíð Oddsson, borgarstjóri í Reykjavík, segir raunhæfa fjárhagsáætlun meginforsendu þess, hve vel hefur tekist og boðar að útsvör lækki í höfuðborginni á næsta ári. í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Davíð Oddsson, borg- arstjóri, meðal annars: „Á und- Kristján Ragnarsson um 20%fískverðshækkun: Meiri hækkun hefði náðst með samstöðu við sjómenn Ekki hægt að setja hagsmuni sjómanna í hættu, segir Óskar Vigfússon í KJÖLFAR ákvörðunar yfirnefndar Verðlagsráðs sjávarútvegsins í gær um 20% hækkun fiskverðs sagði Kristján Ragnarsson, framkvæmda stjóri LÍU, að hægt hefði verið að ná 22 til 23% hækkun verðsins, hefði náðst samstaða með fulltrúa sjó- manna til að knýja fram hærra verð. Það hefði þýtt 140 til 150 milljónum króna meira á næstkomandi ári til þessara aðilja en ákvörðunin fæli i sér. Óskar Vigfússon, formaður Sjó- mannasambands Islands, sagði í samtali við Morgunblaðið, að hann hefði fyrir hönd umbjóðenda sinna ekki getaö sætt sig við minni hækk- un en 25% en hann heföi ekki talið sig geta sett hagsmuni sjómanna í hættu við þessa fiskverðsákvörðun. Hann hefði ekki siðferðilegt lcyfi til að manga með almennt fiskverð, þegar hækkun tryggingar fastra launa og tekjutryggingar virtist helzt geta tryggt sjómönnum sómasam- lega afkomu. Annar fulltrúi fiskkaupenda sagði í samtali við Morgunblaðið, að þeir eigi erfitt með að skilja það að fiskseljendur hafi ekki get- að samþykkt þessa fiskverðs- hækkun, þar sem hún hafi skilað sjómönnum sömu launahækkun- um og landverkafólki og auk þess skilið útgerðina eftir í einhverri beztu stöðu síðari tíma. Meðalhækkun fiskverðsins er samkvæmt ákvörðun yfirnefndar í gær 20% og gildir verðið frá 21. nóvember sl. til 31. ágúst á næsta ári með uppsagnarheimild frá og með 1. júní. Miðað við meðaltals- hækkunina eru hækkanir á ein- stökum tegundum mjög breyti- legar, allt frá óbreyttu verði upp í 46% hækkun. Verðuppbætur úr aflatryggingasjóði hafa ennfrem- ur breytzt verulega. Sem dæmi þar um má nefna, að verð á ýsu og skötusel hækkar um 46% frá fyrra verði, en verðbætur falla niður. Verð á ufsa stendur í stað, en verðbætur hækka úr 16 í 25%. anförnum tveimur árum hefur fjárhagsstaða borgarinnar og fyrirtækja hennar almennt batnað. Skuldir hafa verið greiddar niður. Nú um áramótin verður yfirdráttur borgarinnar í Landsbankanum sem sé 20 millj- ónir króna en var 190 milljónir á sama tíma í fyrra á krónum þess árs. Þessu til viðbótar er rétt að geta þess, að um langt árabil hefur það tíðkast að Reykjavík- urborg tæki 3ja milljón dollara (um 120 millj. kr.) lán til sex mánaða á haustin til að brúa rekstrarkostnað yfir vetrarmán- uðina. Ekkert slíkt lán hefur þurft að taka í ár. Þessi breytta staða hefur það meðal annars í för með sér, að við undirbúning fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár er gert ráð fyrir að 30 milljónum króna verði varið til að greiða niður skuldir en á fjárhagsáætl- un þessa árs eru 200 milljónir kr. ætlaðar til að greiða skuldir." Davíð Oddsson minnti á, að í ársbyrjun 1983 hefðu fasteigna- gjöld verið lækkuð um 15,8% og á þessu ári hefði það verið lækk- að úr 11,88% í 11%. „Á hverju ári höfum við sjálfstæðismenn lækkað gjöld í áföngum," sagði borgarstjóri „og stefnum að því að þoka okkur áfram í þá áttina á næsta ári með viðbótarlækkun á útsvari. En á valdatíma vinstri flokkanna var gjaldheimta aukin ár hvert." ájá viðtal við Davíð Oddsson á bls. 4.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.