Morgunblaðið - 13.01.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.01.1985, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 1985 Kindur leita til fjalla Bor* í MikUbolUhrpppi, 11. jmnúar. EKKI VIRÐIST nein breyting á því góða tíðarfari, sem rflct hefur undan- faríð. Megum við, sem búum hér á sunnanverðu Snæfellsnesi, muna tím- ana tvenna, ófsrð og illviðri, sem ein- kenndu tvo undanfarandi vetur. Nú er hér í dag suðlæg átt með dálftilli úr- komu og 6—7 stiga hita, jörðin klaka- laus og grenn litur í túnum. Skurð- grafa Rektunarsambandsins er enn í fullu starfl. Eitthvað leggst veturinn vel í æmar hjá bóndanum í Miklaholts- seli. Pyrir nokkrum dögum renndi hann kindum sínum út til þess að viðra þær í góða veðrinu. Þann dag var blítt og gott veður og lofaði hann ánum og hrútnum að vera lengur úti. Um kvöldið koma þær ekki heim. Daginn eftir fór hann að leita þeirra og voru þær þá allar komnar í kletta í Hafursfelli. Eng- inn man, að kindur hafi farið þar í kletta að vetri til. Nú hafa ærnar komið niður úr klettunum, þvf þar var sleipt mikil. Þrjár þeirra hröpuðu niður, tvær þeirra sakaði ekki, en einni var lóg- að. Hafurfell er hátt, með háum klettum, sem lítt eru færir nema fuglinum fljúgandi. Eitt sinn var kveðið eftirfarandi um Hafursfell: Hafarafell er stórt og bjart stendur jrfir Seli Af því súfar stundum kalt i stormi og norúnnéli PáU Vinnsla hafin í Siglósfld Siglufirúi, 12. janúar. í GÆR bófst vinnsla rækju hjá Sigló- sfld hf. á nýjan leik eftir nokkra mán- aða rekstrarstöðvun, og vinna nú 36 manns á einni vakt. Fljótlega mun eiga að auka vinnsluna og verður Siglósfld þá aftur komin í fullan rekst- ur. { dag koma eftirtaldir loðnubátar með fullfermi til löndunar: Helga, Erlingur, Gfsli Árni, Örn, Sjávar- borg, Fífill og Þórshamar. Sæmi- legasta veiði er hjá togurunum út af Rifsbanka. — Fréttaritari. ÁTTRÆÐUR er í dag Magnús Brynjólfsson verkstjóri. Magnús er eini maðurinn sem unnið hefur við byggingu Hallgrímskirkju frá byrjun, eða í um fjörutíu ár. Blm. Morgunblaðsins ræddi við hann nú í vikunni í tilefni afmælisins. Magnús var fyrst spurður að því hvar hann fæddist og ólst upp. „Ég er fæddur í Bár í Hraun- gerðishreppi þann 13. janúar ár- ið 1905. Þar var ég til 10 ára aldurs, er ég fluttist að Brennu í Gaulverjabæjarhreppi. Þar var ég í önnur 10 ár, eða til tvítugs en þá fluttist ég til Reykjavlk- ur.“ Hvernig störf stundaðir þú hér í Reykjavík? „Ég byrjaði strax í bygg- ingarvinnu. Mér féll þessi vinna alltaf vel. Ég fór á nokkrar ver- tíðir frá Vestmannaeyjum þegar ég var ungur, en það kom aldrei til greina að ég geröi sjómennsk- una að ævistarfi.“ Magnús Brynjólfsson fjrrir utan Hallgrimskirkju. Morgunblaíið/Bjarni „Held áfram að vinna þar til lokið verður við bygginguna" — segir Magnús Brynjólfsson sem er áttræður í dag, en hann hefur unnið við Hallgrímskirkju frá upphafi Én hvernig kom það til að þú fórst að vinna við Hallgríms- kirlyu? „Eg hafði unnið um tíma hjá Byggingafélaginu Stoð, sem tók að sér að byggja kirkjuna. Fyrst var byrjað að steypa kjallara kórsins en síðan var gert hlé á byggingunni um tíma. Á þeim tíma vann ég meðal annars við Laxárvirkjun. Það var mikil til- breyting að vinna þar. Éinnig vann ég við Landsímahúsið. En þegar bygging Hallgrímskirkju hófst á ný tók ég aftur til starfa þar. Ég hef séð um alla járna- Iögn í byggingunni." En hvernig hefur þér líkað að vinna þarna þessi fjörutíu ár? „Mér hefur líkað ákaflega vel, enda hef ég unnið að mestu leyti með sömu mönnunum þó enginn þeirra hafi enst eins lengi og ég. Þetta var orðið eins og fjöl- skylda og var sérstaklega góður andi i hópnum. Allt gekk mjög vel og var samvinnan mjög góð. Við vorum líka svo heppnir að það kom aldrei neitt alvarlegt slys fyrir, þó að við höfum unnið í þetta mikilli hæð. Það er eigin- lega alveg furðanlegt. Nú hefur nýr maður tekið við stjórninni, en hann er alinn upp hjá okkur í kirkjubyggingunni. Svo þetta fer ekkert úr „fjölskyldunni“.“ Var þetta erfið vinna? „Nei, þetta var alls ekki erfið vinna. Ég hef nú aldrei verið lofthræddur, en ég held að menn læknist af lofthræðslu við að vinna í svona mikilli hæð. Aðal- erfiðið var að ganga stigana áð- ur en lyftan kom.“ Hvernig tilfinning er það að hafa tekið þátt í að byggja þessa miklu kirkju? „Mér finnst það mjög gaman. Ég er ákaflega hrifinn af bygg- ingunni og þetta verður fallegt hús.“ Nú ert þú orðinn áttræður. Hefur aldrei komið til greina að þú hættir að vinna? „Nei. Ég held áfram að vinna þangað til lokið verður við bygg- inguna. Ég er mjög góður til heilsunnar og satt að segja vor- kenni ég þeim mönnum sem eru tilneyddir að hætta að vinna um sjötugt, jafnvel þótt þeir séu heilsuhraustir. Eg held að oft á tíðum hraki heilsu þeirra við þessa breytingu." Magnús býr á Vífilsgötunni og hefur búið þar síðan um 1950. Hann var spurður að því hvort ekki væri þægilegt að búa svo stutt frá vinnustaðnum. „Jú, það er mjög gott. Það tek- ur mig svona þrjár mínútur að ganga í vinnuna. Einnig er stutt að fara í búðir og í Sundhöllina. Ég fer þangaö stundum, enda held ég að sundið liðki mann.“ Ætlar þú að halda upp á af- mælið? „Ég ætla ekki að halda upp á það, en mér heyrist á sonum mínum að þeir hafi eitthvað í huga. Þeir koma sennilega bara og sækja mig. Synir mínir og tengdadætur hafa samband við mig daglega. En annars bý ég hér einn eftir að Guðný konan mín fór á sjúkrahús. Ég sé um heimilið og elda sjálfur,“ sagði Magnús Brynjólfsson að lokum. Staðbundið út- varp á Akureyri Útsendingar gætu hafist 1. mars í næstu viku er fyrirhugað að at- huganir verði gerðar í umsjá Pósts og síma á Akureyri á útsendingar- möguleikum staðbundins útvarps frá aðsetri ríkisútvarpsins þar og móttökuskilyrðum á hinum ýmsu stöðum í bænum og næsta nágrenni hans. í samtali við blm. Morgunblaðs- ins sagði Markús örn Antonsson útvarpsstjóri að það væri ekki hægt að gefa neinar öruggar dag- setningar fyrr en niðurstöður af þessum rannsóknum væru orðnar ljósar og þá jákvæðar. Ef gengið væri út frá því myndu útsendingar að öllum líkindum hefjast 1. mars næstkomandi. „Allur dagskrárundirbúningur er í höndum útvarpsfólks okkar á Akureyri undir forystu Jónasar Jónassonar," sagði Markús „og mun efnið byggjast að miklu leyti á upplýsingamiðlun, þ.e.a.s. frétt- um og fleiru sem snertir hag fólksins í þessu byggðarlagi." Hann kvað þetta vera þá þróun sem ríkisútvarpið hefði alltaf stefnt að og upphaflega hefði að- stöðunni verið komið þar upp til m.a. þessa. Þess má geta að rás 2 er væntanleg norður á næstunni. Ef að líkum lætur munu Akureyr- ingar því njóta þriggja útvarps- rása í framtíðinni. Einbýli raöhús eöa stór ífc>úö Óskum eftir aö taka á leigu einbýli — raöhús eöa stóra íbúö meö bílskúr. Uppl. í síma 73364 í dag. Einnig næstu daga í síma 19274 f.h. og 73364 eftir kl. 2. Aðalsteinn Péturs son lœknir látinn Aðalsteinn Pétursson AÐALSTEINN Pétursson, heilsugæslulæknir í Borgarnesi, lést á heimili sínu síðastliðinn miðvikudag, 51 árs að aldri. Aðalsteinn fæddist í Reykja- vík 7. september 1933, sonur hjónanna Péturs Kristþórs Sig- urðssonar, ráðsmanns í Víðinesi við Leiruvog, og Guðríðar Krist- jánsdóttur. Hann lauk læknis- prófi frá Háskóla Islands árið 1964.. Starfaði siðan sem hér- aðslæknir og heilsugæslulæknir, fyrst í Flateyrarlæknishéraði í 2 ár og síðan í Borgarfirði í 18 ár. Bjó hann á Kleppjárnsreykjum árin 1967 til 1978 en síðan í Borgarnesi. Eftirlifandi eiginkona Aðal- steins er Halldóra Karlsdóttir og áttu þau fjórar dætur. Alexander Stefánsson: Frétt NT út í hött „FORSÆTISRÁÐHERRA tilkynnti okkur þremenningunum það strax í upphafi, að hann hefði ekki í huga að gera neinar breytingar hvað okkur varðar. Þar með var það staðfest og allt annað er út í hött. Ég spurði hver væri höfundur að þessu en fékk ekkert svar,“ sagði Alexander Stefánsson félags- málaráðherra, er hann var spurður álits á frétt NT nýverið þess efnis, að komið gæti til þess aö hann, eða Jón Helgason dóms- og landbúnaðarráðherra, myndi víkja úr ráðherraemb- ætti og það sæti tæki Guömundur Bjarnason alþingismaður Framsóknarflokks. Alexander sagðist ennfremur vera einn af þeim fjölmörgu, sem andvígir væru tillögum stjórnkerfisnefndar, sem nú lægju fyrir þingflokkunum. Hann sagði; „Ég fiéld að þessar tillögur stjórnkerfisnefndar hafi ekki verið hugsaðar til botns, enda komu strax fram mótmæli og það er alls staðar andstaða gegn þeim. Það væri nær og eðlilegra að skoða hvað færa má saman af verkefnum í ráðuneytunum. Þetta er ekki þannig mál sem hægt er að af- greiða á fljótfærnislegan hátt. Það eru mjög góðar ábendingar í þessu máli í grein Jónatans Þórmundssonar í Mbl. á fimmtudag og eins og talaðar út frá mínu eigin brjósti."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.