Morgunblaðið - 13.01.1985, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 13.01.1985, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 1985 57 Minning: ^ __________ Dr. Astvaldur Eydal San Francisco Það virðist vera sterkur þáttur í ferli Islendinga að kanna gjarnan ókunna stigu, og hefur það sýnt sig allt frá landnámsöld og fram til þessa dags. Þetta var í eðli landnemanna, sem settust að hérna á eyðieyju norður við fshaf fyrir 1100 árum, og ennþá á 20. öldinni fylgir fjöldi íslendinga þessari sömu hneigð, að setjast að víðsvegar um heiminn. Láta þeir þá jafnan nokkuð að sér kveða hver á sínu sviði, dvalarlandinu til gagns og föðurlandinu til sóma. Margir þessara landa vorra hafa látist erlendis, en þó borið beinin hér heima þannig að jarð- neskar leifar þeirra hafa verið fluttar heim til föðurlandsins. Svo varð einnig nú við andlát dr. Ást- valdar Eydal, professoris emeriti, vestur í San Francisco þann 26. nóvember sl. Ástvaldur hafði þá dvalið í Bandaríkjunum nær óslit- ið í 26 ár, fyrst sem nemandi og kennari við Washington-háskóla í Seattle 1958—’59, en eftir það sem prófessor við Háskóla San Franc- isco til ársins 1974, að hann lét af embætti fyrir aldurs sakir. Síð- ustu embættisárin var hann for- seti landafræðideildar háskólans, en sem prófessor emeritus dvaldi hann svo áfram í San Francisco til dauðadags. Ástvaldur Eydal Kristinsson fæddist 10. nóvember 1906 að Steinsstöðum í Skagafirði. ólst hann þar upp hjá foreldrum sín- um, en þau voru Kristinn Tómas- son bóndi þar og kona hans Sigríð- ur Jóna Óladóttir. Að loknum barnaskóla hóf Ástvaldur nám i Gagnfræðaskóla Akureyrar og í framhaldsdeild þess skóla, sem stofnuð var um þetta leyti. Stúd- entsprófi lauk Ástvaldur í Menntaskólanum í Reykjavik vor- ið 1930 með 1. einkunn. Þá tók við háskólanám í landafræði erlendis, fyrst i Hamborg veturna 1930—’32, Kaupmannahöfn hluta úr vetrunum 1932—’39 og i Stokkhólmi 1940-’44. Við Stokk- hólmsháskóla lauk Ástvaldur sið- an fil. licentiat-prófi í hagrænni landafræði árið 1944. Doktors- nafnbót hlaut hann í Washington- háskóla árið 1963. Aðalstarf Ástvaldar Eydal að loknu námi var alla tíð kennsla. Fyrstu árin í ýmsum skólum hér- lendis, m.a. i Háskóla íslands 1951—’58, en síðan í Bandaríkjun- um, eins og áður var lýst. Þegar á námsárum sínum skrif- aði Ástvaldur 2 bækur: Síldveiðar og síldariðnaður, Reykjavik 1941 og Havets Silver, Uppsala 1944 (2. útg. 1945). Siðarnefnda bókin kom seinna út á íslensku aukin og endurbætt, Silfur hafsins, Rvk. 1948. Ástvaldur flutti 80 fyrir- lestra i íslenska og sænska út- varpið um landafræði og náttúru- fræðileg efni, en síðan skrifaði hann 2 bækur, sem komu út árið 1955: Jörðin í bókaflokknum Lönd og lýðir og Kennslubók í landa- fræði í samvinnu við Steindór Steindórsson frá Hlöðum. Auk þessara bóka skrifaði Ástvaldur fjölda greina i blöð, tímarit og fjölfræðiorðabækur. Á námsárum sínum, bæði heima og erlendis, vann Ástvaldur öll sumur hér heima, eins og náms- manna var þá siður. Sumarvinna hans var alltaf tengd síldariðnaði, einkum síldarsöltun. Árið 1935 gerðist hann eftirlitsmaður með síldarsöltun á íslandi fyrir sænska saltsíldarkaupendur og Guðbjörg Kristins- dóttir — Kveðjuorð Fedd 9. ágúst 1899 Dáin 19. desember 1984 Guðbjörg Kristinsdóttir, kær vinkona mín í fjöldamörg ár, er látin. Hún lést skyndilega i Borg- arspítalanum 19. desember sl., en síðustu ár hafði heilsu hennar hrakað verulega, en andlegri reisn hélt hún til síðustu stundar. Heimili Guðbjargar og eigin- manns hennar Jóns Arnfinnsson- ar, sem nú er látinn, var mér sem annað heimili árum saman. Það stóð mér ætíð opið, og þangað var mér boðið á hátíðum og tyllidög- um. Það var oft glatt á hjalla á hinu hlýlega og fallega heimili þeirra Guðbjargar og Jóns og ynd- islegra dætra þeirra, Kristinar og Arndísar, á Baldursgötu 4. Þar var spilað á píanó og sungið af öllum kröftum. Spilað var á spil og góðra veitinga notið. Guðbjörg var frábær húsmóðir, og allt sem hún gerði var fram- úrskarandi gott. Það var sama hvað hún tók sér fyrir hendur, allt lék i höndum hennar. Hún saum- aði föt, saumaði út, heklaði, prjón- aði, gimbaði og flosaði. Við erum mörg sem eigum fallega hluti sem hún bjó til, og okkur þykir vænt um þá. Guðbjörg var tryggur vinur vina sinna. Allt vildi hún fyrir okkur gera, ef það gæti orðið okkur að gagni. Það reyndi ég oft og er Guðbjörgu mjög þakklát fyrir allt, sem hún gerði fyrir mig. Því gleymi ég aldrei. Guðbjörg var gáfuð kona, ætt- fróð og minnug og kunni öll ósköp af ljóðum og vísum. Oft kváðumst við á og ræddum um góðar bækur og þekkta menn. Það var gaman að ræða við Guðbjörgu, því hún var mjög fróð og skarpskyggn. Stundum fórum við í stuttar skemmtiferðir, og þar var alltaf ánægjulegt að vera með þeim Jóni og Guðbjörgu. Guðbjörg var af ágætu fólki komin. Foreldrar hennar voru Kristinn Kjartansson, smiður, og kona hans Svanfríður Jónsdóttir. Þau voru bæði góðum kostum búin og mestu myndarhjón. Ég þekkti þau bæði og þótti vænt um þau. Nú er Guðbjörg komin á ljóssins land og hittir þar fyrir ástvini sína sem farnir eru á undan henni. Guð gefi Guðbjörgu sinn kærleika, sína gleði og sinn frið. Hann leiði hana inn í dýrð sina og ljósið sitt. ÖUum aðstandendum Guðbjarg- ar votta ég mína innilegustu sam- úð. síðan umboðsmaður þeirra hér. Var þetta bæði erilsamt og ábyrgðarmikið starf. Árið 1940 kvæntist Ástvaldur sænskri konu, Ingrid Johanson. Eignuðust þau 4 börn. Elst þeirra er Ingunn (f. 1942) listmálari í Reykjavik, gift Guðbergi Guð- bergssyni forstjóra, en hin eru: Sigrún (f. 1944), hjúkrunarkona, Áslaug (f. 1947), læknaritari, og Anders (f. 1950), lögfræðingur, öll gift og búsett í Svíþjóð. Eina dótt- ur hafði Ástvaldur eignast áður með Friðmeyju Þorgilsdóttur. Heitir hún Auður Sigríður, fædd í Reykjavík 1938 og alin upp hjá móður sinni. Fjölskylda Ástvaldar fylgdi honum til Bandaríkjanna en árið 1966 slitu þau hjónin samvistir og fór Ingrid með 3 barnanna til Sví- þjóðar. Ingunn, sem þá var gift, hafði farið með manni sínum og 2 börnum þeirra til íslands árið áð- ur. Við Ástvaldur og undirritaður áttum oft samleið á okkar náms- árum, þó að ekki sætum við í sama skóla að loknu stúdentsprófi, nema 1 Vfe vetur í Kaupmanpahöfn (1932—’33). Eru mér minnisstæð- ar margar ánægjulegar samveru- stundir frá þessum Hafnarárum. Ástvaldur var glaðlyndur maður, hófsamur i skemmtanalífinu og stundaði nám sitt af kappi, enda ágætur námsmaður. Hann var mjög góður skákmaður, svo mjög að á embættisárum sínum í San Francisco var hann einn af 10 bestu skákmönnum Kaliforniu. Önnur var sú íþrótt, sem heill- aði Ástvald síðar meir, en það voru fjallgöngur, og þær ekki af smærri gerðinni. Hæstu fjalltind- ar þóttu honum einkar áhugaverð- ir. Met sitt á þessu sviði setti Ást- valdur 21.2. 1975, er hann 68 ára gamall gekk á hæsta tind Chimb- orazo (6273 m) á vesturströnd Ecuador, en það mun hæst fjalla á vesturhveli jarðar. Við andlát Ástvaldar Eydal hef- ur ísland misst einn af þeim son- um, sem hvarf burt af landinu 1 blóma lífsins og starfaði erlendis það sem eftir var ævinnar. Hann hélt þó tryggð við föðurland sitt og heimsótti það alltaf ööru hverju og hafði að síðustu mælt svo fyrir, að hann skyldi lagður til hinstu hvíldar við hlið Alberts bróður síns við Hofskirkju á Skagaströnd. Ég votta börnum Ástvaldar Ey- dal, tengdabörnum og skyldfólki innilega samúð mina og þakka veitta huggun harmi gegn, að duft hans skuli þó fá að hverfa aftur til fósturjarðarinnar. Sigurður Pétursson Legsteinar granít — marmari Opið alla daga, einnig kvöld og helgar. , 'jýla/nii x{ Unnarbraut 19, Saltjarnarneai, símar 620809 og 72818. Legstelnar Framieiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf _______um gerð og val legsteina. Ífi S.HELGASON HF I STEiNSMKUA ■ ~.. SKBlWUVEGI 48 SiMI 76677 NÝTT Á ÍSLANDI VISA ÍSLAND kynnir nýjung í miðasölu / Visa Island gefur þér kost á að kaupa aðgöngumiða á Litlu hryllingsbúðina, gamansöngleik með hrollvekjuívafi með einu símtali. Þú hringir í síma 11475, gefur upp nafn, nafnnúmer og Visakortnúmerið þitt og aðgöngumiðarnir eru þínir. Þú færð miðana afhenta um leið og þú kemur á sýninguna. Miðasalan er opin kl. 14-19. Frumsýning 13. janúar-uppselt 2. sýning 15. janúar-kl.21.-00 3. sýning 17. janúar-kl.21K)0 4. sýning 21. janúar-kl.21:00 5. sýning 22. janúar-kl. 21:00 H/TT LcÍkhúsiÖ Hólmfríður Jónsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.