Morgunblaðið - 13.01.1985, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.01.1985, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JANpAR 1985 Leynist líf annars staðar en á jörðinni í þessari 200 milljarða stjörnuþyrpingu? Bandaríska geimrannsóknastöðin NASA hefur leit að lífi í Vetrar- brautinni — Svar œtti að fást innan 15—20 ára, segja vísindamenn Erum við jarðarbúar einu viti bornu verurnar í Vetr- arbrautinni? Eða eru til samfélög, einhvers staðar „þarna úti“, í þessari sporöskjulaga stjörnuskífu, sem við köllum Vetrarbraut, sem eru á sama stigi og við eða lengra komin í hugsun og tækni? Þessar spurningar eru sjálfsagt jafngamlar mannlegri hugsun, en það er þó ekki fvrr en á síðustu áratugum að menn hafa gert raunverulega tilraun til að fá svar við þeim: stjörnu- fræðingar hafa sperrt eyrun við útvarpsbylgjum sem leika lausum hala í stjörnuþokunni í þeirri von að fínna í þeim einhver boð, „útsendingu“, sem gæti ekki verið frá öðrum komin en skynsemi gæddum verum. Þessi leit hefur ekki borið árangur. Fram að þessu hefur viðleitni stjörnufræðinga til að hlusta eftur boðum hugsandi vera utan úr geimnum verið fremur skipu- lagslaus og tilviljunarkennd. Það stendur til að ráða bót á því: NASA, bandaríska geimferða- stofnunin, hefur gert 15 ára rannsóknaráætlun, sem ætlað er að skera úr um það í eitt skipti fyrir öll hvort vitvætt líf leynist annars staðar í stjörnuþoku okkar eða ekki. Byggð hafa verið sérstök rannsóknartæki í þessu skyni; tölvustýrð tækjasamstæða til að taka á móti og greina útvarps- bylgjur. Samstæðan var í haust tengd 26 metra háum útvarps- sjónauka í Goldstone-rannsókn- arstöðinni í Kaliforníu. Sjónauk- inn magnar upp útvarpsbylgjur, sem stjörnuþokan vellir látlaust, en hlutverk tækjabúnaðarins er að kljúfa bylgjuboðin i 74 þús- und rásir og fara síðan kerfis- bundið yfir þær upplýsingar sem safnast, í þeim tilgangi að finna reglubundin boð. Fyrstu sporin Um miðja síðustu öld lét þýski stærðfræðingurinn Gauss sér detta í hug að reyna að ná sam- bandi við verur úti í geimnum með því að rækta upp risastóran skóg, sem væri í laginu eins og jafnhliða þríhymingur. Slíkt stór-merki ætti að vera geim- verum talandi tákn um tilveru okkar á jörðunni. Þessari hug- mynd var aldrei hrint í fram- kvæmd, eins og nærri má geta. Sá maður sem fyrstur gerði raunverulega tilraun til að þefa uppi hugsandi verur í geimnum var Frank Drake, sem nú er silf- „Ef það kemur í Ijós að við erum einu vitsmunaverurnar í Vetrarbrautinni skilst okkur kannski að við erum of verð- mæt til að steypa okkur í glötun." urhærður prófessor við Cornell- háskólann í Bandaríkjunum, en var fyrir liðlega tveimur áratug- um ungur, áhugasamur stjörnu- fræðingur með sérstakan áhuga á útvarpsbylgjum. Þegar Drake hóf rannsóknir sínar í upphafi sjöunda áratugarins, höfðu stjörnufræðingar uppgötvað að i geimnum var mikil geislun út- varpsbylgna úr öllum áttum. Drake tók sig til og athugaði „út- sendingar" tveggja nálægra stjarna til að freista þess að nema einhver reglubundin boð. Leit Drakes varð árangurslaus, og svo er að segja um alla við- leitni manna í þessa átt hingað til, sem hefur verið þó nokkur: bandarískir, rússneskir og kan- adískir stjörnufræðingar hafa fylgt í kjölfar Drakes og hlerað útvarpsbylgjur frá um 1600 stjörnum og nokkrum stjörnu- þokum í þeim eina tilgangi að leita að vitsmunalífi. Áhugi vísindamanna Þrátt fyrir daufiegar undir- tektir geimvera, ef einhverjar eru, hafa menn ekki látið hug- fallast, og í ágúst 1982 skipaði Alþjóðasamband stjörnufræð- inga stjórn til að vinna sérstak- lega að þessum málum, undir forystu Drake og Papagiannis, prófessors við Boston-háskól- ann. Tveimur mánuðum siðar birtist í vísindaritinu Science „ákall“ eða áskorun, sem Carl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.