Morgunblaðið - 13.01.1985, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 13.01.1985, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JANÍIAR 1985 Einkastöðvarnar dreifa auglýsinga- miðum um sjálfar sig til að minna fólk á hvaða bylgjulengd þaer eru á. Utvarpsstöð á fjallstoppi fékk útvarpsrekstur gefinn frjálsan Schawinski við auglýsingaspjöld dagblaða síðan í „gamla daga“. Það var mikið kappsmál að verða fyrstur með fréttirnar af Radio 24. að hefur verið raett fram og aftur um frjálst útvarp á ís- landi í lengri tíma en það þurfti verkfall ríkisstarfsmanna á Ríkisútvarp- inu og ólöglegan rekstur tveggja útvarpsstöðva í Reykjavík til að ýta almennilega við stjórnmála- mönnum á Alþingi. Svipaða sögu er að segja frá Sviss. Það var ekki fyrr en djarfur, ungur Svisslend- ingur var búinn að útvarpa frá fjallstoppi á Ítalíu til Ziirich i ein fjögur ár að ríkisvaldið tók við sér og leyfði einkaframtakinu að keppa við ríkisgeirann. Sú sam- keppni hefur nú staðið í rétt rúmt ár og gefist vel. Svissneska ríkis- útvarpið, SRG, fullyrðir að skoð- anakannanir sýni að vinsældir þess skari fram úr vinsældum annarra stöðva en einkastöðvarn- ar segja að lítið sé að marka þess- ar skoðanakannanir. Sannleikur- inn er talinn vera sá að einka- stöðvar í Basel, Basilisk, Zurich, Radio 24, og Zermatt, Radio Matt- erhorn, gangi býsna vel, það sé upp og ofan með hinar. — Mín eigin reynsla er að ég hlusta mest á Radio 24, á vissa þætti i ríkis- útvarpinu og á fréttirnar í BBC World Service. DAVÍÐ OG GOLÍAT Roger Schawinski er einn þeirra manna sem ekki gefast upp og fá því oftast framgengt sem þeir ætla sér. Hann stofnaði útvarps- stöðina Radio 24 fyrir fimm árum af því að hann var atvinnulaus og vantaði eitthvað spennandi að gera. Hann var þá 34 ára og þegar orðinn frægur úr svissneska sjón- varpinu. Þar stjórnaði hann mjög vinsælum þætti um neytendamál, þótti mjög frekur og ákveðinn og góður baráttumaður fyrir hinn al- menna neytenda og lítilmagnann. Hann var ráðinn til að ritstýra nýju dagbiaði, TAT, sem stór- verslunin Migros gaf út. Það átti að vera gott og vandað blað, en þó með því sniði að allur almenning- ur vildi kaupa það. Schawinski reyndist ekki eiga upp á pallborðið hjá Migros-stjórnendunum og hann var rekinn fyrirvaralaust um mitt árið 1978. Hann fékk borguð laun út árið og fór í frí til Karabíska hafsins. Svissneska ríkisútvarpið er stórt og mikið bákn. Það er rekið sem sjálfseignarstofnun með höf- uðstöðvar í Bern, höfuðborg lands- ins. Hljóðvarps- og sjónvarpseig- endur borga afnotagjald og aug- lýsingar eru ekki leyfðar í hljóð- varpinu. Þrjár aðalstöðvar eru reknar, ein í þýskumælandi hluta landsins, önnur í hinum frönsku- mælandi og hin þriðja í ítalska hlutanum. Tvær rásir voru reknar í hverri stöð þegar Schawinski var að fullorðnast. Rás 1 á þýskumæl- andi stöðinni svipaði til Ríkisút- varpsins á íslandi. Létt tónlist á morgnana og spjallþættir, hádeg- isútvarp með fréttum og betri tónlist. Kvennaþáttur eftir hádeg- ið og eitthvað fyrir krakka eftir kaffi. Fréttir og fréttaskýringar um kvöldmatarleytið og blandað efni fram að háttatíma. Sígild tónlist og annað menningarefni er flutt á rás 2. Schawinski sótti háskóla í Bandaríkjunum. Hann er við- skiptafræðingur að mennt, skrif- aði doktorsritgerð um „félags- og efnahagsleg áhrif af þróun ferða- mannaiðnaðar í Guatemala", en kynntist dálítið bandarísku út- varpi. Þegar hann var í fríinu á Karabíska hafinu naut hann þess að hlusta á þægilega tónlist í út- varpinu að bandarískri fyrirmynd og fékk þá hugmynd að svona út- varpsstöð vantaði í Sviss. Þegar heim kom fór hann að forvitnast um hljóðvarpsmöguleika og ákvað á endanum að stofna sína eigin Jóla- og líknarmerki Frímerki Jón Aöalsteinn Jónsson Bolli Davíðsson í Frímerkja- húsinu hefur enn einu sinni sent þættinum til birtingar þau jóla- og líknarmerki, sem út voru gef- in fyrir síðustu jól og hann hafði til sölu. Færi ég honum þakkir fyrir. í fyrra hafði útgáfa þessara jólamerkja dregizt nokkuð sam- an frá árinu áður. Gat ég þess þá, að slíkt væri í raun ekki undrunarefni, því að hvort tveggja er að markaður er frek- ar þröngur, og eins er útgáfu- '■'■kostnaður þó nokkur. Þessi þróun virðist halda áfram, því að nú urðu jólamerkin átta á móti níu árið 1983. Lionsklúbbur Dalvíkur hefur helzt úr lestinni að þessu sinni. Samkv. með- fylgjandi mynd er röðin þessi að ofan frá vinstri: Thorvaldsens- félagið með sjötugasta merki sitt, Framtíðin á Akureyri sem fylgt hefur á eftir um nær 50 ár, þó ekki samfellt. Þá sendir Lionsklúbbur Siglufjarðar merki sitt og þar má greina að þetta er þrítugasta merkið. Síð- an koma þessi félög: Rotary- klúbbur Hafnarfjarðar, Oddfellow-reglan, Rotaryklúbb- ur Kópavogs, Lionsklúbburinn Þór og Lionsklúbburinn Bjarmi í V-Húnavatnssýslu. Ég hef áður rætt um það, að menn virðast ekki almennt kaupa jóla- eða liknarmerki hér á landi. Ekki veit ég hins vegar, hvort við erum eftirbátar ann- arra þjóða í þessum efnum. Ekki kæmi mér það samt á óvart, því að tslendingar kaupa trúlega töluvert minna af frímerkjum með yfirverði en víða er gert annars staðar. Allt um það hafa líknarfélög örugglega haft tölu- verðan ágóða af sölu merkja sinna. Samkeppni póststjórnar- innar við líknarfélögin Á síðustu árum hafa líknar- félög fengið harðan keppinaut og áhrifamikinn á þessum þrönga jólamerkjamarkaði. Hér á ég vitaskuld við Póst- og síma- málastofnunina, sem hóf útgáfu svokallaðra jólafrímerkja árið 1981, en þar fór hún í fótspor ýmissa annarra póststjórna. Hafa þessi frímerki siðan komið út árlega fyrir hver jól, enda er beinlínis ætlazt til, að þau séu notuð á jólapóstinn. Um það vitnar m.a. að verðgildi þeirra henta hverju sinni bæði undir almenn lokuð bréf og eins opin eða prentað mál. Þá er teikningu eða hönnun frímerkjanna hagað svo, að þau minni sem mest á jólin og hátíð frelsarans. Enda þótt menn viti þetta almennt, hef ég sett jóla- frímerki póststjórnarinnar á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.