Morgunblaðið - 13.01.1985, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 13.01.1985, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 1985 ÞINGBRÉF eftir STEFÁN FRIÐBJARNARSON Kjaraþróun 1984—1985: ■ Sígandi lukka er bezt — Nýkrónan í fótspor flotkrónunnar Þegar nýkrónan leysti flotkrónuna af hólmi í ársbyrjun 1981 höfðu ýmsir trú á því að íslenzkur gjaldmiðill hefði tryggt sér „jafnrétti" við Norður- landamynt til frambúðar. £n fljótlega seig á ógæfuhlið. Á fjögurra ára afmæli nýkrónunnar, sem nýliðið er, hefur hún ratað í flestar raunir forvera síns, flotkrónunnar, og er litlu betur sett en hún var undir lokin. 100 gamalkrónur = 1 nýkróna Fyrir u.þ.b. fjórum árum vóru tvö núll strokuð út á íslenzkri mynt og hundrað gamalkrónur steyptar í eina nýkrónu, sem átti að vera „jafningi" krónunnar á Norðurlöndum. En viðhorfin, sem réðu gæfuleysi gamalkrónunnar, ríktu áfram. Og nú er nýkrónan komin vel á veg forvera síns á smækkunarleiðinni. „Jafningi Norður- iandamyntar“ „Hvernig falsar Hafnfirðingur tíu króna seðil?“ Þannig spurði gamansamur kunningi á dögunum og bætti við: „Með því að stroka tvö núll út af þúsund króna seðli!" Allar góðar sögur, einnig gam- ansögur, styðjast við staðreyndir j eða eitthvert brotabrot úr stað- reynd. Það er ekki nema fjögur ár síðan tvö núll vóru strokuð út á i hundrað króna seðli og úr varð nýkróna, jafningi systurkrónunnar hjá frændþjóðum okkar á Norður- löndum. Það var heldur betur upp- lit á okkur, Mörlöndum, þegar við skráðum dönsku krónuna í upp- hafi árs 1981, kr. 0,9824 (meðal- Igengi danskrar krónu í íslenzkri mynt janúar-maí 1981). Við áttum vinninginn; hver býst svo sem við öðru? Hugmyndin um að hundrað- falda verðgildi gömlu krónunnar kom fram í tillögu til þingsálykt- unar í febrúar 1977. Hún var m.a. rökstudd þann veg að breytingin hefði hagstæð sálræn áhrif og gæti hugsanlega dregið úr verð- bólguhugsunarhættinum. Þetta gat svo sem reynzt rétt, ef sam- tímis hefði átt sér stað veruleg stefnubreyting í meðferð efna- hagsmála almennt. Nýkrónan, jafningi Norður- landamyntar, hefur látið mikið á sjá á fjórum árum, þó ekki sé það hár aldur. Hún líkist flotkrónunni, forvera sínum, æ meir. Hún fór þokkalega af stað en lenti senn í hrunadansi víxilhækkana, þ.e. verðbólgu, sem verið hefur ær og kýr misviturra stjórnmálamanna, einkum þeirra sem telja sig þurfa að hafa vit fyrir okkur sí og æ, sem myndum hinn sauðsvarta al- múga. Verðbólgan tók vænan vaxtar- kipp í bernsku nýkrónunnar og óx í 130% á fyrsta ársfjórðungi 1983; stefndi raunar í enn meiri hæðir þegar loks var gripið í taumana. Islenzkir framleiðsluatvinnuvegir, sem sættu tilkostnaðarhækkunum af þessu tagi, stóðu í verðsam- keppni heima og heiman við fram- leiðslu þjóða með aðeins fárra prósenta verðbólgu. Staða þeirra var „rétt af“ með gengisfalli, gengissigi eða gengisaðlögun, þ.e. smækkun krónunnar. Verðbólgu- hugsunarhátturinn hélt sínu striki, sem og óhagstæður við- skiptajöfnuður við umheiminn (stanzlaus frá 1979) og skulda- söfnun erlendis. Danska krónan, sem skráð var á níutíu og níu aura íslenzka fyrir fjórum árum, er nú skráð á kr. 3,62 (8/1/85). Verðgildi danskrar krónu hefur langleiðina í fjórfald- ast. „Jafngildi Norðurlandamynt- ar“ rís ekki lengur undir þeirri samlíkingu, því miður. Bandaríkjadalur, sem skráður var á kr. 6,54 stendur nú í kr. 40,65, hefur meir en sexfaldast. Höfum við engu gleymt og ekk- ert lært frá því gamla krónan létt- ist svo að hún f.aut á yfirborði vatns — og hundrað slíkar vóru steyptar í eina nýkrónu? Árangur og vonbrigði Á fyrri hluta árs 1983 höfðum við fslendingar gott forskot sem Evrópumethafar í verðbólgu. Við nálguðumst hratt fjöldastöðvun fyrirtækja, með tilheyrandi at- vinnuleysi, þar eð verðbólgan hafði rústaö rekstrargrundvöll þeirra. Verðbólguvarnir, sem gripið var til á þessum tíma, báru hins vegar skjótan árangur, færðu verðbólgu- vöxt niður í nálægt 15%, áður en olíu var á ný hellt á verðbólgubál- ið. Á tólf mánuðum, frá 1. nóv- ember 1973 til jafnlengdar 1984, hækkaði lánskjaravísitala aðeins um 14,3% og hafa verðbreytingar ekki orðið jafn litlar á jafnlöngu tímabili sl. tólf ár. Sá árangur, sem fólst í auknu rekstraröryggi atvinnuvega, einkum útflutnings- greina, og atvinnuöryggi lands- manna á sama tíma og atvinnu- leysi gisti flestar nágrannaþjóðir, var ekki veigaminni. U KI I \lll(i(»ll IAIS Sparibók meö sérvöxtum aölagast verðtryggingu. Sama gildir um 18 mánaöa sparireikninga. BUNAÐARBANKIISLANDS TRAUSTUR BANKI Sinfóníuhljómsveit íslands W w w Sinfóníuhljómsveit íslands OPERU-1 OG VINARTONLEIKAR NIC0LAI GEDDA Óperutónleikar í Háskólabíói fímmtu- daginn 24. jan. kl. 20.30. Verkefni: Atriði úr ýmsum óperum sungin og leikin. Einsöngvari: Nicolai Gedda. Stjórnandí: Jean-Píerre Jacquillat. Aögöngumiöasala hefst þriöjudaginn 15. jan. nk. í bókaverslunum Sigfúsar Eymundssonar og Lárusar Blöndal og ístóni, Freyjugötu 1. Vínartónleikar í Háskólabíói laugardag* inn 26. jan. kl. 17.00. Verkefni: Atriöi úr ýmsum óperettum sungin og leikin. Einsöngvari: Nicolai Gedda. Stjórnandi: Páll P. Pálsson | Sínfóníuhljómsveit íslands Sinfóníuhljómsveit íslands i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.