Morgunblaðið - 13.01.1985, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.01.1985, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 1985 m. Avernig a að forðast krabbamein Vísindamenn álíta í dag að koma megi í veg fyrir krabbamein, ef viðeigandi varúðarráðstafana er gætt í daglegu lífí okkar. í fyrri greininni um þessi mál var rætt um ástæðurnar fyrir því að vísindamenn telja nú að koma megi í veg fyrir krabbamein, og hvernig mataræði getur dregið úr hættunni af þróun krabbameins. í þessum kafla ræðir Peggy Eastman um nýjar uppgötv- anir varðandi áhrif varnar- kerfís líkamans og kynlífs á krabbameinsvarnir, og bendir reykingafólki á nýja leið til að hætta reykingum. Eftir Peggy Eastman Reykingar: Ný ieið til að hætta Ef þú reykir þarf væntanlega ekki að segja þér enn einu sinni að þú ættir að hætta þvi. Þú veizt sennilega að reykingar valda lungna- krabbameini. Hinsvegar er ekki víst að þér sé það kunnugt að sígarettureykingar hafa einn- ig verið tengdar krabbameini í munni, radd- böndum, vélinda, blöðru og nýrum. Þú veizt ef til vill ekki heldur að sígarettureykur er tal- inn allra efna hættulegastur — Númer eitt — að þvf er varðar myndun krabbameins. rúm- lega 30% allra krabbameinssýkinga stafa af reykingum að sögn bandaríska krabbameins- félagsins. Dr. Luther L. Terry, fyrrum yfirmaður bandarísku heilbrigðisþjónustunnar, sagði nýlega að reykingar væru „hægfara sjálfs- morð“, og að þær væru mun hættulegri en hann og aðrir vísindamenn hefðu talið þegar hann samdi fyrstu skýrslu heilbrigðisþjónust- unnar um heilsufar og reykingar árið 1964. Terry fordæmdi lækna og hjúkrunarfólk, sem enn reykja, og sagði að sérfræðingar í heil- brigðismálum ættu að sýna sjúkiingum sínum að unnt væri að hætta reykingum, og hjálpa þeim að gera það. Ef til vill hefur þú reynt að hætta — oftar en einu sinni. Ef leitað er i auglýsingadálkum má finna fjölda miðstöðva sem hjálpa mönnum að hætta að reykja, þar sem oft er iögð áherzla á dáleiðslu. Ef til vill hefur þú reynt það. Ef til vill hefur þú reynt allt — þar á meðal að kaupa ekki sigarettupakka og pína svo sjálfan þig þar til þú ert að því kominn að fá „sígarettuæði", og verður skömmustulegur nino Viíó V'innm /ui ninn •>» uiw uvmi loicioga piutuu. Hætta stafar af reykingum SÍDARIGREIN Það er trúlega til gáfulegri leið. Terry er nú á þeirri skoðun, ásamt mörgum öðrum lækn- um, að unnt sé að verða algjörlega háður sig- arettureykingum, eða að minnsta kosti líkam- iega háður nikótini. Hann telur að það sé nikótínið, þetta mjög áhrifamikla fikniefni, sem veki likamlega ánægjukennd þegar reyknum er andað ofan i lungu. í nýlegri handbók American Psychiatric Association i Washington eru tóbaksreykingar flokkaðar undir nautnafíkn og iifræna og geðræna trufl- un. Svo það er ekki lengur talið stafa af skorti á viljastyrk ef mönnum tekst ekki að hætta að reykja. Á sama hátt og sumir verða háðir áfengi eða heróíni og þarfnast hjálpar til að geta hætt að drekka eða sprauta sig, þurfa sumir reykingamenn hjálp við að losa sig undan fíknarþörfinni. Sé nikótínþörfin vandamálið, gæti nýtt hjálparmeðai gegn reykingum komið að gagni. Það er nikótín-tyggigúmmí, sem nefnt er Nicorette, og fæst aðeins gegn lyfseðli. Þetta tyggigúmmí veitir nægu nikótínmagni í blóðið til að draga úr líkamlegum óþægindum þeirra sem hætta að reykja. Rannsóknir óháðra aðila benda til þess að Nicorette beri árangur, og framleiðendur þess segja að 40% þeirra sem reyndu tyggigúmmíið hafi tekizt að hætta reykingum. Varnir líkamans og kynlíf Fjórði hver Bandaríkjamaður fær krabba- mein, hinir þrír ekki. Sumir reykingamenn fá aldrei krabbamein; sumir sem ekki reykja Kin ástæða bess að þrír af hverjum Á\\\i mm, SóUýrkendur eiga í bættu að fi krabba- mein, aðallega húökrabba. fjórum fá ekki sjúkdóminn er að ónæmiskerfi líkama þeirra er sterkt. Varnir lfkamans, sem venjulega starfa án þess að eftir þeim sé tek- ið, hafa komist í sviðsljósið að undanförnu vegna umræðna um það sem nefnt hefur verið áunnin ónæmisbæklun, eða AIDS, en það er sjúkdómur sem leiðir af sér algjöran brest á ónæmi. Með „ónæmi“ er átt við starfsemi ákveðinna fruma og efna í líkamanum, sem vinna gegn sjúkdómum, þar á meðal krabba- meini. Áríðandi er að fá meiri vitneskju um ónæmiskerfið vegna þess að vísindamenn eru að öðlast meiri þekkingu á tengslum veira og krabbameins, tengslum sem unnt er að vinna gegn. Vísindamönnum hefur um margra ára skeið verið ljós að sumar veirur geta valdið krabbameini í kjúklingum og suroum dýrum. Þeim hefur einnig verið ljóst að veirur eins og herpes geta aukið hættuna á krabbameini. Nýlega komst dr. Robert C. Gallo, visinda- maður við bandarísku krabbameinsstofnun- ina, að þvi að mjög smitandi veira, sem nefnd hefur verið HTLV-III, virðist valda hvitblæði í mönnum, auk þess sem hún veldur AIDS. Vísindamenn höfðu áður gert sér grein fyrir þvi að þeim sem sýktust af AIDS var hættara við að fá annað afbrigði af krabbameini, eða svonefnt Kaposi-æxli. Tengslin við kynlíf? Eftir þvi sem höfð eru kynmök við fleiri aðila, þeim mun meiri eru likurnar á smitun frá veirum, sem tengdar eru vissum afbrigðum krabbameins. Sem dæmi má nefna að konum sem eiga mök við fjölda karla er hættara við að smitast af herpes, sem aftur eykur hættuna á krabba- meini í leghálsi (sagt er að nunnur sýkist aldrei af legháiskrabbameini). Kynhverfum körlum sem eiga mök við marga er hættara við að fá herpes og AIDS, og þar með einnig hættara við krabbameini. Eðlilegur ótti við herpes hefur dregið úr óheftu kynlífi ógiftra, að sögn dr. Armando DeMoya, sem er kvenlæknir og kynlífsráð- gjafi í Washington, og það getur haft góð áhrif á tíðni krabbameins. „Ég held að óhætt sé að segja að dregið hafi úr hömlulausu kyn- lífi,“ segir hann. „Einnig er óhætt að segja að „lauslætisklúbbum“ fari fækkandi. Fólk er farið að vanda betur valið og sýna meiri að- gát.“ Staðreyndin er að með takmörkun á fjölda þeirra sem við eigum kynmök með, get- um við dregið úr hættunni á að fá krabba- mein. Nýjar upplýsingar um ónæmiskerfið benda til þess að skaplyndi okkar eða sálrænt eðli okkar geti haft áhrif á mótstöðu okkar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.